Morgunblaðið - 08.11.1986, Side 10

Morgunblaðið - 08.11.1986, Side 10
tábftGtJNBLÁÐIÐ, LAUGÁRDAGUR 8.' IÍ6VÉMBÉR 1986 1Ö fí 30 AR FRA UPPREISNINNIIUNGVERJALANDI Ungvevjar sætta sig við Janos Kadar ÞRJÁTÍU árum eftir að Rússar bældu niður uppreisnina í Ungverjal- andi njóta Ungverjar meira frelsis og búa við betri lífskjör en aðrar þjóðir Austur- Evrópu. Þetta er að miklu leyti verk valdamesta manns landsins á þessu tíma- bili, Janosar Kadars, sem var hataður og fyr- irlitinn og kallaður “slátrarinn frá Búda- pest“ þegar hann tók við völdunum eftir árás sovézkra skriðdreka á Búdapest 4.nóvember 1956, en er nú líklega eini valdamaðurinn í Austur-Evrópu, sem mundi fara með sigur af hólmi ef svo ólíklega skyldi vilja til að efnt yrði til lýðræðislegra kosninga. Eússar fólu Kadar, sem nú er 73 ára gamall, að koma á fót leynilög- reglu í Ungveijalandi náðu þar fótfestu í lok síðari heimsstyijaldarinnar. Þremur árum eftir að hann var skipaður innanríkisráðherra 1948 var hann fang- eisaður og pyntaður af stalín- istum, sem sökuðu hann um landráð og “titoisma." Yuri heitinn Andropov, sem var sendiherra í Búdapest 1956 og “arkitekt" innrásar Rússa, er sagð- ur hafa gert sér grein fyrir því fyrstur sovézkra valdamanna að Kadar væri manna bezt til þess fallinn að sefa reiði Ungveija eftir uppreisnina. Siðan virðist þjóðin hafa sætt sig við stefnu hans, þótt margir fyrirgefi honum aldrei að hann bar ábyrgð á aftökum þús- unda frelsis- hetja og sveik tvo vini sína og bandamenn vegna pólití- skrar hentistefnu og metorðag- ræðgi, Lazlo Rajk og Imre Nagy. Kadar fékk Rajk, bezta vin sinn, til að játa í sýniréttarhöldum og sveik svo loforð um að sleppa hon- um og leyfa honum að heQa nýtt líf í Sovétríkjunum. Rússar rændu Imre Nagy forsætisráðherra í upp- reisninni, þegar Kadar hafði full- vissað hann um að honum væri óhætt að fara úr júgóslavneska sendiráðinu í Búdapest, og síðan var hann dæmdur til dauða og tek- inn af lífí. Eftir uppreisnina taldi Kadar það hlutverk sitt að auka fylgi kommún- ista meðal þjóðarinnar og afla stjóminni viðurkenningar erlendis. Hann einsetti sér að fullnægja þeim kröfum, sem hægt var að ganga að við ríkjandi aðstæður, og breytti seint á sjöunda áratugnum kunnu vígorði úr “Þeir sem eru ekki með okkur eru á móti okkur" í “Þeir sem eru ekki á móti okkur eru með okkur.“ Hann vissi að visst menn- ingarlegt frelsi var Ungveijum eins mikilvægt og bætt lífskjör og þeir kunnu að meta það. A þeim tíma sem liðinn er síðan Kadar: nýtur nú vinsælda. í einkaeign og hafa getið sér gott orð fyrir vörugæði. Einkaveitinga- hús virðast ganga vel og tízkuverzl- anir virðast vinsælar þrátt fyrir hátt verðlag. Ungveijar eiga 50% viðskipta sinna við vestræn ríki og eru háðir virðist Kadar hafa tekizt að kaupa sér stuðning þjóðarinnar með und- arlegu samblandi af marxisma og kapitalisma, svokölluðum “gúllas- kommúnisma" eða “markaðssósíal- isma“, sem hefur haft þau áhrif að Ungveijaland er eina land Austur- Evrópu, þar sem lítið er að hafa upp úr gjaldeyrisbraski. Þjóðin hefur smám saman fengið aukið tjáningar- og trúfrelsi, þótt lýðræði og úrsögn úr Varsjárbanda- laginu séu ólíklegir kostir. Rithöf- undar og listamenn hafa fengið nógu mikið frelsi tii þess að geta haldið sjálfsvirðingu sinni og það góð kjör að stjómvöld þurfa ekki að óttazt þá að ráði eða amast við þeim. “FYRIRMYND“ Um leið og Kadar hefur reynt að bæta lífskjörin hefur hann gætt þess að vekja ekki vonir, sem geta ekki rætzt eins og nú er ástatt. Honum hefur tekizt að komast hjá umróti eins og í Póllandi og komið á hægfara breytingum, sem ýmsar þjóðir Austur-Evrópu og jafnvel ýmsir Rússar öfunda Ungveija af og mundu vilja taka sér til fyrir- myndar, þótt áhrifamiklir menn í Kreml hafi ýmugust af stefnu hans. Sá ótti að Gorbachev muni beita sér gegn stefnunni hefur þó dvínað. “Eg hef alltaf haft af því áhyggj- ur hvemig við getum þróazt án þess að þjóðin þurfí að þjást meira en nauðsynlegt er,“ sagði Kadar eitt sinn í viðtali. “Þetta hef ég allt- af haft í huga þegar ég hef þurft að vega og meta ýmis mál.“ Hann hefur ekki síður haft áhyggjur af afstöðu Rússa, en komizt hjá illdeil- um við þá. Einkafyrirtæki hafa blómgazt á liðnum árum, hvort heldur fyrirtæki sjálfstæðra leigubflstjóra, veitinga- hús eða meðalstór fyrirtæki, og hlutur einkaíiframtaksins hefur sífellt vaxið. Almenningur kann vel að meta fijálst framtak, ef dæma má af löngum biðröðum við ísbúðir, bakarí og önnur fyrirtæki, sem eru Horft til þinghússins (efst). Verkamaður; götumarkaður; verkakona. markaðs- sveiflum á Vesturlöndum ekki síður en samdrætti austantj- alds. Undanfarin þijú ár hafa þeir staðið af sér slík áföll með því að takmarka innflutning og launa- hækkanir og reyna að draga úr skuldum við útlönd, er nema sem svarar rúmlega 700 milljörðum króna. Verðbólga hefur minnkað úr sjö í rúmlega fimm af hundraði, en við margvíslegan annan vanda er að etja. Verkalýðsfélög, sem hafa sýnt aukið sjálfstæði, kvarta yfír rýmandi lífskjörum og launa- lækkunum og versnandi félagslegri þjónustu, einkum í heilbrigðismál- um. MINNA GÚLLAS Vöruval er nóg og “gúllaskom- múnismi" er e.t.v. ekki réttnefni. Ungveijar borða minna af gúllas en áður og eiga meira en til hnífs og skeiðar. Enginn skortur er á matvælum. Hluti vandans eru erfð- leikar í samgöngum og útflutningi. Sífelldur skortur virðist vera á jám- brautarvögnum, vömbifreiðum, gámum og þess háttar. Yfírvöld hafa mestar áhyggjur af veikum hlekkjum sem þessum í landbúnaði og iðnaði. Báknið er þungt og svifa- seint. En þrátt fyrir erfiðleika í landbúnaði eru bændur ein efnað- asta stétt landsins og það er ekki sízt því að þakka að einkaframtak hefur fengið að hasla sér völl á því sviði sem öðmm. Framfarir hafa orðið minni í iðn- aði. Fyrirtæki verða oft að notast við úreltar vélar og vegna skorts á erlendum gjaldeyri er minna keypt af nýjum búnaði en ella. Því hefur verið hvatt til samvinnu við vestræn fyrirtæki, sem útvega fjármagn sem skortur er á. Athyglisvert er að bilið milli ríkra og fátækra hefur aukizt á síðari ámm. Um 10-30% launþega em á á fátæktarmörkum. “Nýríkt" fólk er áberandi og það er upp til hópa í flokknum eða nýtur vemdar hans. Það hefur ekki dregið úr hefð- bundinni tortryggni almennings í garð kommúnistastjómarinnar. Launin em svo lág að flestir fá sér aukavinnu og stunda tvö eða þijú störf. Byggingaverkamaður vinnur sér meira inn á eigin vegum um helgar en alla vikuna í vinnunni og starfar auk þess fyrir aðra eftir venjulegan vinnutíma frá 7-4 dag hvern. Fagmenntaðir verkamenn mega mynda samvinnufélög til að stunda eigin atvinnurekstur utan og fá leigðan búnað frá fyrirtækjum sínum. Leikarar og leikkonur, sem starfa við leikhús, koma einnig fram í kvikmyndum, sjónvarpi og útvarpi til að drýgja tekjumar. Eiginkonur vinna úti, þar sem laun eiginmannsins hrökkva ekki fyrir rándýmm litasjónvarpstækj- um og öðmm bílum en Trabant. Mikið álag er talið eiga sök á því í engu öðm landi Evrópu em dauðs- föll fólks á aldrinum 30-45 ára eins algeng. Ungveijaland er eina land Aust- ur-Evrópu þar sem hægt er að lýsa fyrirtæki gjaldþrota. Þrátt fyrir ýmsa efnahagserfíðleika hafa Ung- veijar orðið að flytja inn erlenda verkamenn, m.a. frá Póllandi og Kína. Þeir hafa miklar tekjur af erlendum ferðamönnum og Aust- urríkismenn gera t.d. mikið af því að fara í verzlunarferðir yfír landa- mærin. Verð á brauði er um 65 kr. í Austurríki, en um 10 kr. í Ungveij- alandi og verð á öðmm matvælum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.