Morgunblaðið - 06.03.1987, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.03.1987, Qupperneq 2
MARGIR ferðalangar kjósa f remur að gista á gistiheimilum eða einkaheimilum en hótelum er þeir sækja heim önnur lönd, og telja að á þann hátt komist þeir í nánari og betri snertingu við mannlíf á hverjum stað og nái persónulegri samböndum við fólkið í landinu. Aðrir velja þennan kost af öðrum ástæðum, svo sem þeim að öll hótel eru yfirfull eða pyngjan of létt. Okkur langaði að forvitnast um k hvernig þessari starfsemi er | háttað hér á landi og höfðum I sambandviðnokkraaðilasem f geta frætt okkur um gistingu íheimahúsum. Hvaða skilyrðum þarf t.d. sá að uppfylla sem vill bjóða upp á þessa þjónustu? Samkvæmt 2. grein laga um veitinga- og gististaði frá 12. júní 1985 þarf sá sem sækir um leyfi til lögreglustjóra að vera fjárráða, hafa forræði á búi sínu, og vera heimilisfastur á íslandi og hafa verið það síðustu árin. Lögreglustjóri veitir leyfið eins og segir í 3. grein að fenginni umsögn sveitastjórnar, eldvarnareftirlits, heilbrigðisnefndar og vinnueftirlits. Leyfið er veitt til fjögurra ára í senn og þá endurnýjað. Að sögn Signýjar Sen fulltrúa lögreglustjóra eru 600 manns með leyfi til að vera með gistingu í heimahúsum hér í Reykjavík, flestir starfrækja þessa þjónustu þó eingöngu á sumrin. Signý sagði að þeim hefði fjölgað undanfarin ár sem sótt hafa um leyfi, en einhver brögð hefðu verið að því að þessi starfsemi hefði farið fram án tilskilins leyfis og því ekki hægt að sanna að fjölgun hefði orðið á gistiheimilum. En hversu margir dvelja á gisti heimilum á ári hverju? Að sögn Kristins Karlssonar hjá Hagstofunni eru send eyðublöð til leyfishafa, þar sem beðið er um upplýsingar um fjölda gesta í hverjum mánuði, en hann sagði að því miður hefðu upplýsingarnar ekki skilað sér nægilega vel, en þó er vonast til að búið verði að safna þessu saman síðar á árinu. Tæplega 114 þúsund erlendir ferðamenn komu hingað til lands á síðasta ári og því fróðlegt að kanna hve stór hluti gistir á gistiheimilum. Flestir sem stunda þennan rekstur hafa þurft að þreifa sig áfram, lært af reynslunni, og lítið framboð hefur verið af námskeiðum þeim til stuðnings. í Kópavogi er þó að fara af stað námskeið á vegum atvinnumálanefndar í samvinnu við Menntaskólann í Kópavogi og Fræðslumiðstöð iðnaðarins fyrir fólk sem vill taka að sér gistiþjónustu á heimilum sínum. Að sögn Steinunnar Harðardóttur, sem mun sjá um námskeiðið, er námsefnið byggt á breskum námskeiðum sem ferðamálaráð og fleiri aðilar í Wales og Skotlandi bjóða þeim aðilum sem veita þessa þjónustu þar upp á. Námskeiðið verður um 90 tímar og meðal efnisþátta er kynning á heimagistingu og samstarfi við ýmsa aðila í ferðaþjónustunni, leiðbeiningar í sambandi við móttöku gesta og reksturfyrirtækis, þá verður fjallað um þjónustu og aðbúnað gesta, og lög Komur erlendra ferdamanna til íslands s.l. 15 ár 1971 .... 60.719 1972 .... 68.026 1973 .... 74.019 1974 .... 68.476 1975 .... 71.676 1976 .... 70.180 1977 .... 72.690 1978 .... 75.700 1979 .... 76.912 1980 ... 65.921 1981 .... 71.618 1982 .... 72.600 1983 .... 77.592 1984 .... 85.290 1985 .... 97.443 1986 .... 113.528 FJÖLSKYLDUHÚSIÐ Hálfgerð tilviljun að við stofnuðum gistiheimili AÐ FLÓKAGÖTU 5 hefur verið starfrækt gistiheimilið Fjölskylduhúsið frá árinu 1981. Þaðeru þau hjónin Andrea Þ. Sigurðardóttir og Erlingur Thoroddsen sem reka heimilið, en móðir Andreu, Elín Guðmundsdóttir aðstoðar þau við reksturinn. Við getum tekið við 15 gest- um, erum með níu herbergi sem við leigjum út.“ Andrea seg- ir að útlendingar séu í miklum meirihluta meðal gesta á sumrin, en íslendingar helstu gestir á veturna. „Við erum komin með stóran hóp fastra viðskiptavina og höfum eignast stóran kunn- ingjahóp í gegnum þetta starf og marga góða vini." Þegar hún er spurð hvers vegna gistiheimilinu hafi verið komið á fót svarar hún því til að það hafi verið hálfgerð tilviljun. Þau hjónin keyptu hæðina og kjallarann, það var of stórt fyrir Elín gefur gestunum morgunkaffið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.