Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 6. MARZ 1987 C 11 ™E KARATE KID" The Karate Kid II ☆ ☆ Leikstjóri John G. Avildsen. Framleiðandi Jerry Weintraub. Handrit Robert Mark Kamen. Kvikmyndataka James Crabe, A.S.C. Tónlist Bill Conti. Aðalhlutverk Ralph Macchio, Noriyuki „Pat“ Morita. Bandarísk. Columbia 1985.95 mín. Sem kunnugt er eykst jafnt og þétt hvimleitt flóð framhaldsmynda frá Hollywood. Má nefna að vestur þar eru menn að vinna að Rambo III, Rocky VI, Missing in Action guð-má-vita-hvað, Nightmare on Elm Street IV, Karate Kid III ... Þessari leiðindastefnu vilja menn kenna að þeir sem stjórna málum í kvikmyndaborginni í dag eru ekki lengur kvikmyndagerðarmenn af lífi og sál heldur mikils metnir lögfræðingar. Menn sem vega allt og meta eftir ágóðavoninni, með ákaflega takmarkaða sköpunar- og lista- gáfu. Það virðist nokkuð til í því. The Karate Kid II er dæmigerð fyrir þessa stefnu. Hefði sjálfsagt þótt prýðismynd ef hún væri ekki nauðalík forveranum. Það eina sem Rocky leikstjórinn Avildsen gerir til tilbreytingar í framhaldinu er að flytja sögusviðið til Japan og krydda það dálítið með gömlu og nýju ástarævintýri. Meginþemað svipað og kemur nokkuð á óvart hversu aðdragandinn er langur að meginbarsmíðunum og þáttur máttarvald- anna ófagmannlega unninn. Semsagt, hin þekkilegasta afþreyingarmynd, enda ein sú vinsæl- asta á síðasta ári. Morita karlinn afbragð einsog fyrri daginn — en eitthundrað prósent iðnaðarvara. MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Bonnie &Clyde Bonnie And Clyde ★ ★ ★ V2 Leikstjóri: Arthur Penn. Handrit: David Newman og Robert Benton. Tónlist: Charles Strouse. Kvikmyndatökustjóri: Burnett Guffey. Framleiðandi: Warren Beatty. Aðalleikendur: Warren Beatty, Faye Dunaway, Michael J. Pollard, Gene Hackman, Estelle Parsons, Denver Pyle, Gene Wilder. Bandarísk. Warner Bros. 1967.109 mín. Bonnie og Clyde var sann- kölluð tímamótamynd þegar hún kom á markaðinn 1967. Handrit Davids Newman og Roberts Benton, sem áttu heldur betur eftir að gera garð- inn frægan, var afdráttarlaus tragi-kómedía um þetta furðu- lega fyrirbrigði, glæpahyski kreppuáranna. Þrátt fyrir að líkin hrúguðust upp í kjölfar þess og afrakstur áranna oftast lítill sem enginn hreifst almúginn af þessu bíræfna morðpakki sem gjarnan rændi þá banka sem voru búnir að koma honum út á guð og gaddinn. Hvað þekktust af þessum óráðsíumanneskjum var gengið sem kennt var við og stjórnað af Bonnie og Clyde. Geðtrufluð Suðurríkjaungmenni með gáfnavísitölu nærri stofuhita- mörkunum. Bæði brengluð kynferðislega, hún með króníska brókarsótt, hann hommi. Og sjálfsagt stutt í kvalalostann hjá. báðum. En að sjálfsögðu eru heflaðir af þeim sumir vankant- anna í myndinni. Arthur Penn leikstjóri er hér í sínu besta formi. Myndin hröð, grimm en þó merkilega fyndin í öllum óhugnaðinum. En hún er óvæg- in og aldrei fyrr höfðu nokkrir afbrotamenn fengið aðra eins refsingu í kvikmynd og þessi þjóðsagnakenndu skötuhjú, í sögufrægu lokaatriðinu. Þar tæta vélbyssukúlurnar í spað bófa og bíl. Athugið að myndin var gerð fimm árum á undan The Godfather. Forðast er að gera nokkuð til þess að fegra ímynd skötuhjú- anna, annað en að þau eru leikin af því myndarpari, Beatty og Dunaway, sem bæði standa sig vel í stykkinu. Einkum þó Beatty, sem að auki framleiddi myndina og hefur ekki þurft að fela sig fyrir bankastjóranum síðan. Segið svo að glæpir borgi sig ekki! En aukaleikararnir stela sen- unni. Þau eru öll stórkostleg, Hackman, Pollard og Estelle Parsons. Allir leikararnir fimm voru tilnefndir til Óskarsverð- launa, en Parsons stóð ein uppi sem sigurvegari, fyrir eftirminni- lega túlkun sína á móðursjúkri, saklausri sveitastúlku sem fyrir gráglettni örlaganna flækist inn í félagsskap hyskisins. Og prestsdóttir í ofanálag! Burnett Guffey hlaut sömu verðlaun fyrir afbragðs kvikmyndatöku og búningar og leikmunir gerðir og valdir af slíkri kostgæfni að maður hverfur hálfa öld aftur í tímann. Sígild mynd. DELIVER ANCE Deliverance ☆ ☆ ☆ ☆ Leikstjóri John Boorman. Handrit James Dickey, byggt á eigin metsöluskáldsögu. Kvikmyndataka Vilmos Zsigmond. Tónlist Eric Weissberg. Aðalhlutverk Burt Reynolds, Jon Voight, Ned Beatty, Ronny Cox. Bandarísk. Warner Bros 1972.100 mín. Þessi 15 ára gamla mynd er alltaf jafn forvitnileg, spennandi, og ekki síst athyglis- verð skoðun á hversu grunnt er á skepnunni í manninum. Fjórir borgarbúar undir for- ystu Burts Reynold, hreysti- mennis sem hefur unun af að leita fangabragða við móður náttúru, ætla að skemmta sér yfir helgina með því að fara á kanóum niður straumþungt fljót. Þeir halda uppí hálendið og fyrsti áfanginn er ekki ýkja erfið- ur. En eftir því sem neðar dregur verður elfan æ verri viðureignar að auki lenda bátsmenn í örlaga- ríkum útistöðum við fjallabúa. Menn eiga ekki að ráðast í hluti sem þeir hafa litla eða enga þekkingu á og kannski síst af öllu að bjóða náttúruöflunum birginn. Ósköp venjuleg helgar- ferð endar með skelfingu, átökum við óbeislaða krafta sköpunarverksins og óheflaða, hálfvillta, úrkynjaða fjallabúa Suðurríkjanna. Til byggða koma skrifstofublækurnar stórslasað- ar, einum færri og með hendur roðnar blóði. Var náttúran að hefna að verið var að nauðga henni — jarða hið stolta, óhefta vatnsfall og umhverfi þess vegna virkjunarframkvæmda? En það má líka spyrja sem svo: Hvernig tekur stórborgin á móti hilibillíanum? Ætli hann sé nokk- uð betur settur þar en borgarbú- inn í fjöllunum í Deliverance? En um leið og Deliverance varpar fram mörgum spurning- um um sambýli mannsins og náttúrunnar og eðli mannskepn- unnar, þar sem grunnt reynist á villimanninum, er hún hvort tveggja, frábær þriller frá fyrstu mínútu til enda og sannkallað listaverk hvað snertir hand- bragð flestra þátta kvikmynda- gerðarinnar. Myndin er tvímælalaust sterkari og heil- steyptari en nokkurt annað verk Boormans, (Point Blank, Emer- ald Forest, Zardoz, Excalibur). Maður getur rétt ímyndað sér hverskonar stórvirki og mann- raunir hafa fylgt því að fanga fljótið. Það er með ólíkindum hversu glæsilegur og raunveru- legur árangur leikstjórans er og ekki síður hins valinkunna kvik- myndatökumanns, Vilomos Zsigmonds. Ekki er þáttur leikhópsins síðri. Hlutverkin reyna gífurlega á leiklistarhæfileika og líkams- burði. Jafnvel karlmannsímyndin sjálf, garpurinn Burt Reynolds, sem ýmsu er vanur, hefur marg- lýst því yfir að Deliverance sé sú langerfiðasta lífsreynsla sem hann hefur upplifað. Og hefði áin oft verið komin að því að drepa þá, og undrar engan sem séð hefur! Hinn geysilegi kraftur í Deliv- erance liggur ekki hvað síst í þéttu og skorinortu handriti Dickeys, (sem bregður fyrir í hlutverki lögreglustjórans). Söguþráðurinn er hraður, frum- legur — enda ól myndin af sér tugi eftirapana — og persónurn- ar fastmótaðar. Deliverance er jafnvel orðin bragðbetri með árunum, einsog eðalskoti. Hún er ekki síður magnþrungin og mikilfengleg í dag en fyrir þeim hartnær fimmtán árum er maður sá hana fyrst. Og enn þann dag í dag er ásláttareinvígi fjallabúans og borgarans eitt mergjaðasta at- riði sem fyrir augun hefur borið. Mynd í hæsta gæðaflokki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.