Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 C 13 Dísa ásamt þjálfara sínum f Lyngási Helgu Hiör- Dísa ásamt Margréti systur sinni t.h. og frænk leifsdóttur um þeirra Ásdis Inga og móðir hennar Inga Kristmundsdóttir vildi hafa þetta eðlilegt, fæðingin tók níu sólarhringa og legvatnið var löngu farið. Læknirinn hélt að þetta væri andvana fæðing. En svo fæddist barnið loksins og þá heyrði ég hrópað úr öllum áttum „hún er lifandi, viljiði koma með súrefniskassa, geriði eitthvað". Barnið var haft á sjúkrahúsinu í þrjár vikur eftir að ég fékk að fara heim. Allir héldu til að byrja með að Dísa væri eðlilegt barn, nema ég. Hún var mjög skýr og fylgdist vel með öllu en hún fékkst ekki til að halda á neinu, hand- leggirnir voru eitthvað svo mátt- lausir og fæturnir voru líka öðruvísi en þeir áttu að vera á litlu barni. Svo fór hún að fá krampaköst og ég var strax viss um að þetta væru flog, ég hafði kynnst floga- veiki þegar ég var krakki og þekkti einkennin. Ég fékk þó ekki stað- festingu á þessari skoðun minni fyrr en hún fékk kast í fanginu á lækni sem var að sprauta hana. Þegar ég vissi vissu mína má segja að mér hafi létt að vissu marki. Ég vonaði þó alltaf að hún myndi lagast fremur en hitt, en svo fékk hún hræðilegt flogakast í höndun- um á mér, ég hélt að hún væri dáln, eftir pai hSttí ítÖH 9lve9 að tala. Hún hafði þá verið farin að kalla á öll systkini sín með nafni. Nokkru seinna kom Sævar Halldórsson barnalæknir til starfa hér á landi og hann skoðaði Dísu mjög vel. Hann gaf mér upplýsing- ar um hvað væri að henni og skóf ekki utan af því. Hann sagði mér að hún væri spastískt lömuð og heilaskert og sagði að þetta staf- aði af súrefnisskorti í fæðingu.1' Dísa var sem lítið barn heima hjá móður sinni og ömmu og einn- ig hjóp hin amman undir bagga þegar með þurfti. Þjálfun fékk Dísa tvisvar í viku hjá lömuðum og föt- luðum á Háaleitisbrautinni og svo var hún alltaf öll sumur í Reykja- dal. Systkini Dísu gekk öllum vel í skóla og fjögur þeirra fóru í lang- skólanám. Oll systkinin eru nú í sambúð og farin að heiman nema Margrét. AF Dísu er þá sögu að segja að skólaganga hennar var æði brösótt til að byrja með. Eftir að hún komst á skólaskyldualdur var hún að vísu í viku tíma í sérstarki deild fyrir fatlaða í Heyrnleysingja- skólanum. Síðan, eftir að foreldra- félag fjölfatlaðra var stofnað komst skriður á nám Dísu. Þá var Öskju'- hlíðarskólinn kominn til sögunnar og þar var stofnuð deild fyrir fjöl- fatlaða. Þar var Dísa í fjóra vetur. Til að byrja með lærði hún tals- vert, t.d. að þekkja stafina og segja til þegar hún þurfti á klósett, það hafði gengið erfiðlega að fá hana til að nota klósett. Svo urðu kenn- araskipti. Dísa elskaði mjög sinn fyrsta kennara en var mjög ósam- vinnuþýð við þá sem á eftir komu. Þegar hún var 13 ára fór hún í Lyngás og var þá í deild í Safamýr- arskóla. Henni leið að sögn móður hennar vel í Lyngási. „Þar var hún höfð í göngugrind sem hún gekk og jafnvel dansaði í“ segir Inga og sýnir mér um leið mynd af Dísu frá þeim tíma.„Á hverjum degi lét ég hana ganga upp stiga þó það væri mikið álag á okkur báðar. Þá var hún mun betur á sig komin en hún er í dag. Mér finnst líkamlegu ástandi hennar hafa hrakað mikið á þessum fjórum árum sem hún hefur verið á Kópavogshæli. Einnig hefur orðaforði hennar minnkað. hún er hætt að segja ýmislegt sem hún áður sagði." Inga tók það fram að hún væri ekki að ásaka neinn þó hún léti þessi orð falla, hins vegar sagði hún það Ijóst að stofnun gæti ekki komið í staðin fyrir heimili. Þegar hér var komið sögu hætti Inga að tala við mig um stund en fór þess í stað að ráðslaga við Margréti dóttur sína og unnusta hennar um hvernig þau gætu kom- ið Dísu til baka á hælið. Hjólastóll- inn var þar erfiður Ijár í þúfu. Þau reyndu að hringja til lögreglunnar til að fá menn þar til að aka Dísu í hjálstólnum í „Svörtu Maríu stóru", en sá bíll var þá bilaður. Loks ákváðu þau að reyna að koma Dísu í venjulegum bíl og setja þá stólinn i skottiu CQ ólok- að. Að loknum þessum umræðum kom Inga aftur í eldhúsið til að spjalla við mig. „Bæði mér, starfsfólki Kópa- vogshælisins og fleirum finnst að Dísa ætti betur heima í sambýli en á hælinu." segir Inga. „Þegar hún fór þangað fyrst var talað um að hún yrði þar aðeins þartil fyrsta sambýlið yrði reist á Reykjanes- svæði. Það eru rúm þrjú ár síðan það fyrsta var stofnsett og þrjú önnur eru komin til viðbótar og enn er Dísa á Kópavogshæli. Hitt er annað mál að svæðisstjórnin er í miklum vanda, því að það eru margir sem þurfa að komast á sambýli og það er ekki rúm fyrir þá alla. En nú loks eygi ég von" heldur Inga áfram. „Mér barst bréf um daginn um að mál Ásdísar væru komin í athugun og að til stæði að hún kæmist á sambýli seinni hluta þessa árs. Þá kemst hún í allt aðra þjónustu. Þar er færra fólk og á daginn verður hún þá í dagvistun. Þá fer hún að heim- an á morgnana og kemur aftur á kvöldin. Þá er líka von til þess að hún fái meiri þjálfun og verið er að vinna að því að hún komist fyrst upp að Reykjalundi í þjálfun og endurhæfingu. Það er nauðsynlegt svo hún geti komist á sambýlið. Hún var á Reykjalundi í fyrra í hálf- an mánuð. Þá varð stökkbreyting til hins betra á ástandi hennar. Á Kópavogshæli er vissulega gert það sem unnt er en þar er starfs- fólk fátt og skortur á þjálfurum og því vill sækja í sama farið fljótlega." Nú var komið að því að flytja þurfti Dísu aftur á hælið og ég bauð fram hjálp mína til að bera hjólastólinn niður tröppur í fremri gangi. Það er ekki ofsögum sagt að það er víða erfitt fyrir fatlað fólk að komast leiðar sinnar. Sé fólk eins mikið fatlað og Dísa krefst það mikils af aðstandendum. Þó kveður Inga móðir hennar mig með þessum orðum „Ég vildi óska að við Dísa hefðum getað verið lengur saman, en þó maður ákveði og áætli þá ræður maður engu þegar til kastanna kemur. Nú á ég þá eina ósk að ég sjái Dísu komast í örugga höfn." Texti: Guðrún Guðlaugsdóttir þjálfun eftir herþjálfun og þá fór ég að synda í KFUM-lauginni á Manhattan og hlaupa i skemmti- garðinum meðfram Hudson-fljóti. A þeim tíma þótti þetta fremur annarlegt atferli, — svona fólk var þá kallað „sportidíótar". Ég fóðraði þetta þannig við vini mína að íþróttafréttaritarar kæmust ekki hjá því að sprikla dálítið til að skilja fólkið sem þeir væru að skrifa um. Sannleikurinn var samt sá að ég gerði þetta af því að ég hafði gam- an af því. Ég var yfirleitt einn í garöinum að frátöldum hnefaleika- manni sem hljóp í hermannastíg- vélum með öryggishjálm og nam stöku sinnum staðar til að fnæsa og láta hnefana dynja. Mér fannst ég kaldur kall þar sem ég hljóp á eftir honum. Sundið var holdlegur munaður. Mér fannst ég vera grannur og langur og stæltur og vatnið sleikt- ist eftir líkamanum eins og tunga. Þegar ég var búinn að þurrka mér leið skrokknum vel og hugurinn var skýr. Það var ekki fyrr en undir 1970 að ég fór að finna til hroka. Atvinnuhermenn höfðu alla tíð gert líkamsæfingar, svo þeir væru færir um að drepa, en það þurfti hreyfingu meðal neytenda til þess að einstaklingsframtakið hlyti pólitiska blessun á þessu sviði. Svo kallað náttúrufæði og skokk voru framsækið svar við þeirri við- teknu skoðun að við ættum að taka það rólega, fá útrás við að horfa á íþróttaþætti í sjónvarpi, of södd og sæl af bjór og skyndi- bitafæði til þess að koma í veg fyrir að við yrðum rænd heilsunni og landinu okkar. Á árunum í kringum 1970 var tennis sú almenningsíþrótt sem helzt bar á en um miðjan áttunda áratuginn tók skokkið við þessu hlutverki og varð jafnframt eins- konar tákn hinnar nýju líkamsrækt- arhreyfingar. í kjölfarið komu aðrar byltingar sem boðuðu nýjan tíma, — kvenfreisishreyfingin, tízku- hreyfing karlmanna, svokölluð frelsishreyfing í kynferðismálum o.s.frv. Skokkið er aðgengilegasta al- menningsíþróttin og hún kostar ekki neitt, auk þess sem hún er félagslega fullnægjandi ef hlaupið er með einhverjum. Ég álít að allur heimurinn ætti að skokka í stað þess að snæða hádegisverð. Ef allur heimurinn gerði það — mjög hægt með mjúkt undir fæti — þá mundi ég gera það líka. Núverandi tákn er „eróbikkið" eða þolæfingar í þeirri mynd sem sjá má í sjónvarpi og myndbönd- um, svo dæmi sé tekið. Dansarar ráða ferðinni og slá taktinn eftir gaddavírsrokki og þeir eru aldrei til friðs og þagna aldrei: „Áfram nú, þið getið þetta vel" og „upp með botninn" — þannig gengur það í síbylju. Útgangurinn á þeim minnir á klæðaburðinn þeirra í Miami Vice og umhverfið er í sama dúr. Litirnir eru harðir, skærir og óeðlilegir og eftir því sem ég fylg- ist lengur með þessum „eróbikk" kennurum þeim mun ógeðfelldara finnst mér þetta. Næsta tákn getur sem bezt orð- ið líkamsræktarvél. Gifurlegum fjármunum er þegar varið til kaupa á slíkum tækjum og flest eru þau ætluð til notkunar á heimilum. Það er orðið hægt að móta einstakan vöðva að vild sinni, að skapa lista- verk úr holdi, manns eigin holdi. Aldrei hefði ég þolinmæði í það. Samt sem áður hef ég gaman af að skoða úrvalið á því sem ég kalla skrokkmarkað og er milljarða- markaður fyrir sérhönnuð hárbönd og heiðarlegar ráðleggingar, stynj- andi hljóðbönd sem geta gengið af manni dauðum á stofuteppinu og þægilega skó sem gætu hugs- anlega frelsað líkama og sál eftir að þeir eru búnir að fara vel með fæturna. Það er hjálpræði í því fólgið að koma skrokknum á mér í fínt form en það eru bara of margir trúarleiðtogar sem halda því fram að einungis þeir þekktu einu leiðina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.