Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 HVAÐ ERAÐ GERAST UM ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Sýningum á Aurasálinni fer fækkandi Sýningum á gamanleiknum Aurasálinni eftir Moliere í þýðingu og leikstjórn Sveins Einarssonar fer nú fækkandi. Leikritið verður sýnt á stóra sviðinu í kvöld og fimmtudags- kvöld kl. 20. Á myndinni má sjá Bessa Bjarnason íhlutverki aurasálarinnar Harpagons. FÉLAGSLÍF Kvennalistinn: Laugardagskatf: á Víkinni í laugardagskaffi Kvennalistans á Hótel Vík á morgun mun Helga Kress, bókmenntafræðingur, tala um völvur og kvennamenningu í fornöld. Heitt kaffi og meðlæti. Laugardagskaffið hefst kl. 14 og þangað eru allirvelkomnir. Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík: Spilaskemmtun Félag Snæfellinga og Hnapp- dæla í Reykjavík heldur spila- skemmtun í sóknarsalnum Skipholti 50aásunnudaginn. Færeyska sjómanna- heimilið: Basar Á sunnudaginn kemur efna fær- eyskar konur og stuðningsmenn Færeyska sjómannaheimilisins héi í bænum til basars í sjómannaheim- ilinu í Brautarholti 29. Basarinn er til þess að afla fjártil sjómanna- heimilisins en þar er nú verði að vinna að ýmsu innanstokks. Á boð- stólum verður ýmiskonar prjónles svo og heimabakaöar kökur og hefst basarinn kl. 14. Hótel Örk: Hlaðborð, sund og sauna „Brunch" að amerískum sið á Hótel Örk á sunnudögum milli kl. 12 og 15. Orðið „Brunch" samanst- endur af ensku orðunum breakfast og lunch sem þýða morgunverður og hádegisverður. Hér er um að ræða hlaðborö með köldum og heitum réttum, s.s. stórsteikum, síld, eggjum.beikoni og ávöxtum. Matargestirfá frítt í sundlaug og sauna. Helmingsafslátturerfyrir börn undir 12 ára aldri. Fastar áætlunarferðir eru farnar frá Umferðamiðstöðinni til Hvera- gerðis. SÖFN Póst- og símaminjasaf- nið: Opið á sunnudögum og þriðjudögum Póst- og simamálastofnunin hef- ur opnaö safn, Póst- og símaminja- safnið, í gömlu símstöðinni að Austurgötu 11 I Hafnarfiröi. Þar getur að líta safn fjölbreytilegra muna og tækja er tengjast póst- og símaþjónustu á íslandi. Fyrst um sinn verður safnið opið á sunnudög- um og þriðjudögum kl. 15-18. Aögangur er ókeypis. Þeir sem vilja skoða safnið utan opnunartíma hafi samband við safnvörð í síma 54321. Þjóðminjasafn íslands: Opiðfjóradaga vikunnar Þjóðminjasafn Islands er opiö laugardaga, sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30 til 16.00. Þjóðminjasafn íslands: Vaxmyndasýning í Bogasal Laugardaginn 31 .jan. var opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins sýning á 32 vaxmyndum af þekktum mönn- um, íslenskum og erlendum. Vaxmyndasafn þetta gáfu Óskar Halldórsson útgerðarmaðurog börn hans íslenska ríkinu til minningar um ungan son og bróður, Óskar Theodór, sem fórst með línuveiöar- anumJarlinumárið 1941. Vaxmyndirnar verða til sýnis á venjulegum opnunartíma Þjóð- minjasafnsins, aðgangseyrir er kr. 50, en ókeypis fyrir börn og ellilífeyr- isþega. Sjóminjasafnið: Síðustu sýningar á gufuskipatfmabilinu Sjóminjasafn íslands auglýsir síðustu sýningará gufuskipatímabil- inu helgarnar7.-8. marsog 14.-15. mars. Eftir það verður safnið lokað vegna breytinga þangað til í byrjun júní. Þá verður opnað aftur með sýn- ingu um íslenska árabátinn og byggir sú sýning á bókum Lúðviks Kristjánssonar „íslenskum sjávar- háttum". Til sýnis verða kort og myndir úr bókinni auk veiðarfæra, líkanao.fl.. Árbæjarsafn: Opið eftir samkomulagi Enginn fastur opnunartími eryfir veturinn en safniö er opið eftir sam- komulagi. Síminner 84412. Listasafn Einars Jóns- sonar: Safn og garður Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30 til 16. Höggmyndagarður- inneropinndaglegafrá kl. 11 til 17. Ásgrímssafn: Opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga Ásgrímssafn er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga milli kl. 13.30 og 16. BÓKMENNTIR Norræna húsið: Norræn Ijósmynda- sýning í anddyri Norræna hússins hefur verið opnuð sýning sem ber heitið Norrænar Ijósmyndir 85. Á sýning- unni er úrval rnynda eftir Ijósmynd- ara frá íslandi, Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Markmiðið með sýningunni er að sýna listræna Ijósmyndun frá sem flestum sjónarhornum og að styrkja stöðu Ijósmyndalistarinnar með tilliti til annara greina myndlistarinnar. Frumkvæðið að sýningunni átti Finn Thrane, forstööumaöur Ljós- myndasafnsins, sem hefur aösetur í nýrri listamiðstöð í Óðinsvéum en húnvaropnuð Ujanúarsl.. Mynd- irnar á sýninguna voru valdar af Gert Garmund, en hann feröaðist ásamt Ester Nyholm um Norðurlönd og völdu þau Ijósmyndir eftir 58 Ijós- myndara. Afraksturinn var um 350 Ijósmyndir, en á sýningunni í Norr- æna húsinu veröur ekki nema brot af þeim, 57 myndir. íslendingarnir sem eiga myndir á sýningunni eru Guömundur Ingólfs- son, Olafur Lárusson, Jóhanna Ólafsdóttir, Valdis Óskarsdóttir, Sig- urgeir Sigurjónsson, Jim Smart og Páll Stefánsson. Sýningin verður opin á opnun- artíma hússins kl. 9-19 alla daga nema sunnudaga kl. 12-19 til 23. mars. Norræna húsið: Norski rithöfundur- inn Carl Fredrik Engelstad Á morgun laugardag kl. 16 verð- ur kynning á norskum bókum í fundarsal Norræna hússins, en þá kynnir Oskar Vistdal, sendikennari, bókaútgáfu síöasta árs í Noregi. Norska rithöfundnum og gagn- rýnandanum Carl Fredrik Engelstad var boðið til íslands af þessu tilefni og les hann úr nýjustu bók sinni „Lifenda land", sem gagnrýnendur hafa nefnt eina merkustu norsku skáldsöguna eftir stríð. Atburðir sögunnar gerast á einum örlagarík- ustu timum evrópskrar sögu, á lokaöld miðalda með öllum umbrot- um þess tíma í stjórnmálum, trúmálum og andlegu lífi. Engelstad hefur lagt mikið af mörkum bæði til fræðibókmennta og fagurbókmennta með ritsmíðum um bókmenntasögu, ævisögum, greinum um menningarmál, skáld- sögum og leikritum. Þegar árið 1940 gaf hann út „Menn og máttarvöld. Miðalda- skáldsögur Sigríðar Undset" og tveimur árum síðar kom út ævisag- an „Frans af Assisi. T rúbadúr og dýrlingur". Sem skáld kom Engelstad fyrst fram með skáldsögunni „Gestir í myrkrinu", 1957. Aukhennarog sögunnar „Lifenda land" hefur hann gefið út skáldsöguna „Mestur með- al þeirra" 1977. Að lokum skal nefnt leikrit hans „Adam, hvar ert þú?“ og „ÞrírMaríudansleikir" 1981. Gerðuberg: Hreingerning, þvott- ur, verksmiðjuvinna, væri það efni í brag? Á sunnudaginn kl. 14 hefst I Geröubergi samfelld dagskrá með upplestri úr íslenskum fagurbók- menntum, þar sem lýst er störfum kvenna allt frá tímum Eddukvæöa til okkar daga. Dagskráin er á veg- um Borgarbókasafns og Menning- armiðstöðvarinnar I Gerðubergi. Hún er öllum opin og aögangseyrir erenginn. Borgarbókasafnið i Gerðubergi verður opið og barna- gæsla á staðnum. Sundurliðuð dagskrá liggur frammi á öllum útl- ánsdeildum Borgarbókasafns. Strætisvagnar — leið 13 — ganga frá Lækjartorgi fimm mínútúryfir heilan og hálfan tíma og stöðva við Gerðuberg. MYNDLIST Gallerí Svartá hvítu: Sýning á verkum Sigurðar Guð- mundssonar. ! dag kl. 20 opnar í Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg sýning á verk- um Sigurðar Guðmundssonar. Sigurðurerfæddurí Reykjavík 1942 og stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1960-63 en hélt þá til Hollands og var við nám i Academie 63 í Haarl- em 1963-64 og við Ateliers 63 i Haarlem 1970-71. Sigurður var einn af stofnendum Gallerí SÚM og Nýlistasafnsins. Hann hefur síðan 1970 verið búsett- ur í Hollandi. Hann hefurtekið þátt í miklum fjölda samsýninga og hald- ið einkasýningar víða um lönd. Þetta er fyrsta einkasýning Sig- uröar Guðmundssonar í Reykjavík síðan 1977. í Gallerí Svart á hvítu sýnirhann grafík, vatnslitamyndir og eina höggmynd. Sýningin stendur til 15. mars og eropinalla daga kl. 14-18. Gallerí Borg: Hringur Jóhannes- son sýnir Fimmtudaginn 5. mars opnaði Hringur Jóhannesson sýningu í Gall- erí Borg við Austurvöll. Á sýningunni eru um fjörutíu verk; olíumálverk, teikningar, pastel- myndirog litkrítarmyndir. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10-18 nema mánudagakl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. Sýningunni lýkur 17. mars. Akóges-húsið: Málverkasýning og uppákomur Dagana 6., 7. og 8. mars halda myndlistarmennirnir Pétur Stefáns- son og G.R. Luövíksson samsýn- ingu í Akóges-húsinu í Vestmanna- eyjum. Pétur Stefánsson sýnir teikningar og blandaða tækni. G.R. Lúðvíks- son sýnir olíuverk unnin á striga og pappír. Sýningin verður opnuö með lúðrablæstri 70 blásara í kvöld kl. 20. Sveitin leikur síðan 3 lög sem tileinkuö eru goðunum Ása I Bæ og Sigurði Reimarssyni. Eftirlúðrablásturinn lesJóhannes Á. Stefánsson Ijóð eftir skáldiö MagnúsJóhánnessonfrá Hafnar- nesi. Flutt verða 3 ný og frumsamin þjóðháttalög. Að lokum flytur góður leynigestur ávarp og opnar sýning- una. Veitingar verða á staðnum og flest verkin á sýningunni til sölu. Sýningin verður opin föstudag kl. 20-22.30, laugardag kl. 14-22 og sunnudag kl. 14-22. Listasafn ASÍ: Ásgerður Búadóttir opnar sýningu á myndvefnaði Ásgerður Búadóttirsýnirmynd- vefnað í Listasafni ASÍ við Grensás- veg. Ásgeröur hélt síðast einkasýningu á Kjarvalsstöðum 1984, en hefur hin síðari ár tekið þátt i ýmsum sýningum erlendis, svo sem Scandinavia Today, Bo- realis og sýningu I boði Kaup- mannahafnarborgar ásamt Svavari Guðnasyni. Ásgerður hefur verið valin einn þeirra íslensku listamanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.