Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 4
4 C FRETTIR AF FRANSKRI TÍSKU FRÁ GUNNARI LARSEN ÞRASTARDÓTTIR ÍPARÍS GunnarLarsen tískuljósmyndari sendir MorgunblaAinu reglulega myndir og fregnir af franskri tísku. Síðustu myndirnar sem bárust frá honum eru ailaraf ungri Reykjavíkurmær, Þóru „Eins og er veit ég ekki hvað ég kem til með að vera lengi hérna," sagði Þóra Þrastardóttir þegar slegið var á þráðinn til Gunnars Larsen í París, en þar dvelur hún um þessar mundir og hyggst reyna fyrir sér við fyrirsætustörf. „Eftir keppnina í fyrra um fegurðardrottningu Islands tók Gunnar af mér nokkrar myndir og bauð mér að koma út. Þá hafði ég ekki tækifæri til þess en þar sem ég stunda nám utanskóla í vetur ákvaö ég að slá núna til og þiggja boðið." Þóra sagði að undanfarna daga hefði Gunnar verið að taka af sér myndir og aðstoða við að búa til möppu. „Það hefur þessvegna verið mikið að gera síöan ég kom en Gunnar er á förum til Danmerkur í nokkra daga svo ég ætla að nota tímann og skoða París. í næstu viku fer ég liklega á umboðsskrifstofur og kynni mig. Það verður auðveldara núna þegar ég er komin með möppu undir handlegginn." Þóra sagði að hún ætlaði að koma heim í síðasta lagi í apríl því prófin byrjuðu í maí. „Hvaðtekur svo við að loknum prófum er alveg óráðið." Bjami „Mjög lifandi og skemmtilegt starf.“ Svanhildur Bjarnadóttir rekur gistiheimilið Svaninn. gistiheimilið SVANURINN Pöntuðu allt húsið og svo kom enginn gestur SVANHILDUR Bjarnadóttir og Sverrir Garðarsson hafa rekið gistiheimiiið Svaninn á Lokastíg frá því í mai ifyrra, en gistiheimiiið getur hýst 14 manns. Svanhildur segir að það hafi lengi verið draumurinn að stofna slíkt heimili, og er þau keyptu gamalt hús við Lokastíg í desember í hitteðfyrra var haf- ist handa við að undirbúa reksturinn. En var ekkert erfitt að fara af stað'? „Nei“, svarar hún, og bætir við að hún hafi startað við ferðamál að einu eða öðru leiti í 15 ár, m.a. unnið við farar- stjórn, og á ferðaskrifstofum, núna vinnur hún hjá Flugleiðum. „Það voru þó ákveðin byrjunar- vandkvæði, heimilið var t.d. fullbókað frá opnun í þrjár vikur, það var hópur sem pantaði allt húsið og svo kom enginn gestur! Þetta er stærsta vandamálið við rekstur gistiheimilisins, fólk er búið aö bóka sig inn á heimil- ið en kemur svo ekki og laetur ekkert heyra frá sér.“ Erfiðast segir Svanhildur að reka heimilið yfir vetrartímann, og segir hótel- in t.d. oft undirbjóða gistiheimil- in á dauðasta tímanum og þau forðist að benda fólki á þessa gistingu, þó það spyrji eftir henni. „Það komu t.d. mæðgur hingað til mín um daginn og sögðu mér að þær hefðu gengið milli hótela og spurt eftir gisti- heimilum, en engin svör fengið fyrr en eftir talsverða fyrirhöfn." Hún segir hótelin þó muna eftir þeim á sumrin þegar allt er yfir- fullt. „Mér finnst líka að við sem rekum þessa þjónustu ættum að fá einhverja fyrirgreiðslu frá hinu opinbera, líkt og hótelin. En þetta er mjög lifandi og skemmtilegt starf og við kynn- umst mörgum. Það myndast oft mjög skemmtilegt andrúmsloft hér við morgunverðarborðið og rætt um allt milli himins og jarð- ar. Ég hef stundum verið fram að hádegi í samræðum um pólitík og efnahagsmál á íslandi þó það sé ekki mín sterkasta hlið. Skemmtilegasti hluti starfs- ins er að spjalla við fólk og kynnast fólki af ýmsum þjóðern- um. í fyrra var hjá okkur fólk af margvíslegu þjóðerni, jafnvel fólk frá Austurlöndum og Ástr-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.