Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 15
sem taka muni þátt í norrænni list- og menningarkynningu í Japan í lok þessa árs. SýningÁsgerðarstendurtil 15. mars og er opin daglega kl 14-18, nema á sunnudögum kl 14-22. Kjarvalsstaðir: Myndlistarmenn framtíðarinnar Nú stenduryfirá Kjarvalsstöðum samsýning rúmlega 70 myndlistar- manna, 35 ára og yngri, sem haldinn erá vegum IBM á íslandi í tilefni 20 ára afmælis fyrirtækisins hér á landi. Á sýningunni kennir margra grasa bæði í tækni og framsetn- ingu. Myndlistarmennirnireru nær flestir óþekktir og stór hluti hópsins enn við nám, ýmist hér eða erlend- is. Þátttaka í sýningunni staðfestir að ungt myndíistarfólk fagnar slíku tækifæri til að koma verkum sínum á framfæri því þarna getur að líta á þriðja hundrað listaverk. Öll verkin eru til sölu og um 50 listaverk seld- ust fyrstu tvo sýningardagana. Sýningin verðuropin alla daga kl. 14-22 og stendurtil 8. mars. Sýnt er í báðum sýningarsölum Kjarvalsstaða. Nýlistasafnið: Þrír listamenn sýna Nú stenduryfir í Nýlistasafninu Vatnsstíg 3b sýning á verkum Helga Valgeirssonar, Guðrúnar Láru Halld- órsdóttur og Kristins Guðbrands Harðarsonar. Helgi, sem stundaði nám við málaradeild Myndlista og handí- ðaskólans 1983-86, sýnir rýmisverk (installation) unnið á þessu ári. Verk þetta er samansett af málverkum og hlutum úr daglegu umhverfi. Helgi hefur áður tekið þátt í sýning- unum Gullströndin andar 1983 og NART-sýningunni 1986. Guðrún nam einnig við MHÍ árin 1982-86 og útskrifaðist úr málara- deild. Hún sýnir 6-7 olíumálverk sem unnin eru 1986-87. Guðrún sýndi verk sín í Ingólfsbrunni 1986. Kristinn sýnir 43 dúkristur unnar 1984, en sunnudaginn 1. mars lýk- ur málverkasýningu hans í Svart og hvítu. Sýningin í Nýlistasafninu stendur til 8. mars og er opin daglega frá 16-22 en um helgar frá 14-22. Gallerí LangbrókTextíll: Listmunir sýndir að staðaldri Textílgalleríið Langbrók, Bók- hlöðustíg 2, sýnirvefnað, tauþrykk, myndverk, fatnað og fleiri listmuni. Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. Gallerí Hallgerður: Sýning á textflverk- um Um þessar mundir stendur yfir í Gallerí Hallgerði, Bókhlöðustíg 2, sýning á textílverkum úr handunnu togi. Sýnandi erÁslaug Sverris- dóttir. Sýningineropinkl. 14-18 og stendurti!8. mars. LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur: Land mínsföður Nú fersýningum á stríðsöng- leiknum sívinsæla, Landi míns föður, eftir Kjartan Ragnarsson fækkandi. Tvær sýningar verða á stykkinu um helgina, föstudags- og sunnudagskvöld kl. 20.30. Leikritið er nú þegar komið í hóp allra vinsælustu verka LR frá upp- hafi og hafa rúmlega 38 þúsund manns sótt sýningar á verkinu. Það er með því mesta sem þekkst hefur í íslensku leikhúsi og enn er aðsókn mikil. En ný verkefni knýja á og MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1987 C 15 GALLERÍ SVARTÁ HVÍTU: Sigurður Guðmundsson opnar sýningu í kvöld kl. 20 opnar sýning á verkum Sigurðar Guðmunds- sonar í Gallerí Svart á hvítu við Óðinstorg. Þetta er fyrsta einkasýning Sigurðar í Reykjavík síðan 1977. Sýningin stendurtil 15. mars. Land míns föður veröur því brátt aðvíkja. Dagurvonar Á laugardagskvöld kl. 20 verður leikrit Birgis Sigurössonar, Dagur vonar, á dagskrá. Leikstjóri er Stef- án Baldursson. Leikritið, sem gerist í Reykjavík á sjötta áratugnum, er nokkurs konar uppgjör milli einstaklinga og eiga átökin sér stað innan fjölskyldu þar sem væntingar einstaklinganna eru ólíkar og hagsmunir skarast. Leikmynd og búninga hannar Þórunn S. Þorgrímsdóttir, tónlist er eftir Gunnar Reynir Sveinsson og lýsingu annast Daniel Williamsson. Leikendureru: Margrét H. Jóhanns- dóttir, ValdimarÖrn Flygenring, Sigurður Karlsson, Guðrún S. Gisla- dóttir, Sigríður Hagalín og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikskemma Leikfé- lagsins v/Meistaravelli: Þar sem djöflaeyjan rís Þar sem djöflaeyjan rís, verður sýnt í hinni nýju Leikskemmu LR á Meistaravöllum laugardagskvöld kl. 20. Þetta fjöruga og skemmtilega leikrit Kjartans Ragnarssonar(sem gert er eftir skáldsögu Einars Kára- sonar) hefur fengið afbragðs við- tökur, enda góð skemmtun fyrir alla aldurshópa. Við minnum á veitingahúsið á staðnum, sem opið er sýningardag- ana frá kl. 18. Borðapantanir eru í síma 14640 eða íveitingahúsinu Torfunni í síma 13303. Þjóðleikhúsið: Rympa á rusla- haugnum Barnaleikritið Rympa á rusla- haugnum eftir Herdísi Egilsdóttur verður sýnt á stóra sviðinu laugar- dag og sunnudag kl. 15. Leikstjóri er Kristbjörg Kjeld, hönnuður leikmyndar og búninga er Messíana Tómasdóttir, dansa- höfundur Lára Stefánsdóttir, Ijósa- hönnuður Björn Bergsteinn Guðmundssson, en Jóhann G. Jó- hannsson útsetur tónlistina og stjórnar hljómsveit á sviðinu. Tónlist og dans setja mikinn svip á leikinn. Leikritið gerist á rusla- haug.sem er iðandiaf lífi og munu rúmlega 20 ungirballettdansarar sjá til þess. Sigríöur Þorvaldsdóttir leikur skemmtilega skassið Rympu, sem þýr á ruslahaugnum með haus- lausa tuskukarlinum Volta. Það verður aldeilis búhnykkur fyrir hana þegar tvö börn birtast á öskuhaug- unum á flótta frá heimili og skóla. Fjölskrúðugur hópur ungra leikara og dansara tekur þátt í sýningunni og eru þau flest úr Listdansskóla Þjóðleikhússins. Aurasálin Gamanleikurinn Aurasálin eftir franska skopsnillinginn Moliere verður sýndur i kvöld og nk. fimmtu- dagskvöld kl. 20. Nú fer sýningum að fækka á þessum vinsæla leik. Sveinn Einarsson þýddi og leik- stýrir þessum 300 ára gamanleik sem enn er með vinsælustu gaman- leikjum allra tíma. Finnski listamað- urinn Paul Suominen hannaði leikmynd og Helga Björnsson, tísku- teiknari hjá Louis Féraud í París teiknaði búningana. Jón Þórarins- son samdi tónlist við verkið og var æfingastjóri tónlistar Agnes Löve. Ljósahönnuður er Ásmundur Karls- son, sýningarstjóri Jóhanna Norð- fjörð og aðstoðarmaður leikstjóra Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Bessi Bjarnason leikur burðar- hlutverkið, aurasálina Harpagon, en í öðrum hlutverkum eru Pálmi Gest- son, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Guðlaug Maria Bjarnadóttir, Gísli Alfreðsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Randver Þorláksson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Jón Simon Gunnarsson, Emil Gunnar Guðmundsson, Flosi Ólafsson, Jú- líus Hjörleifsson og Hákon Waage. Uppreisn á ísafirði Leikrit Ragnars Arnalds, Upp- reisn á ísafiröi, verður sýnt á stóra sviðinu sunnudagskvöld kl. 20. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir. Þetta vinsæla leikrit Ragnars Arn- alds fjallar um Skúlamálin frægu, ergerðust fyrirrúmum hundrað árum, en við sögu koma einnig skáldaðar persónur. Róbert Arnfinnson leikur Magnús Stephensen, landshöfðingja, Rand- ver Þorláksson fer með hlutverk LárusarH. Bjarnasonar, mála- færslumanns á unga aldri, en þeir tveir voru aðgangsharðastir i að- förinni gegn Skúla Thoroddsen, sýslumanni ísfirðinga, sem Kjartan Bjargmundsson leikur. Meðal ann- arra leikara eru Lilja Þórisdóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Rúrik Har- aldsson, Baldvin Halldórsson, Er- lingurGíslason, Arnar Jónsson, Björn Karlsson, Árni Tryggvason og Eyvindur Erlendsson en alls taka um fimmtiu leikarar þátt í sýning- unni. Sigurjón Jóhannsson hannaði leikmynd og búninga, Páll Ragnars- son lýsingu og Hjálmar H. Ragnars- son samditónlistina. í smásjá Þetta nýja leikrit eftir Þórunni Sig- urðardótturverðursýntá Litla sviðinu, Lindargötu 7, í kvöld, laug- ardagskvöld, kl. 20.30. Leikritið fjallar um líf og dauða og margt þarí milli. Sögupersónurn- ar eru tvenn hjón, þar af þrír starf- andi læknar. Einn þeirra fær alþjóðlega viðurkenningu í upphafi leiks, en þegar óvænt örlög breyta lífi þeirra þurfa þau að endurmeta bæði líf sitt og starf. Leikendureru ArnarJónsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Sigurð- urSkúlason og RagnheiðurSteind- órsdóttir. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðs- son. Hallæristenór Gamanleikurinn Hallæristenór, eftir bandaríska leikskáldið og lög- fræðinginn Ken Ludwig, í þýðingu Flosa Olafssonar, verður sýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins laugar- dagskvöld kl. 20. Leikstjóri er Benedikt Árnason. Leikurinn gerist á hótelsvítu í Ohioríki í Bandarikjunum fyrir um hálfri öld. ítalskur hetjutenór á að syngja hlutverk Othello á hátíöar- sýningu Clevelandóperunnar. En það gengur á ýmsu og virðist á stundum að ekkert ætli að verða úrsýningunni. í aðalhlutverkum eru Örn Árna- son, Aðalsteinn Bergdal, Tinna Gunnlaugsdóttirog ErlingurGísla- son. Brot úrýmsum þekktum óperum eru sungin í leiknum. Æf- ingastjóri tónlistar var Agnes Löve, hönnuðurleikmyndarog búninga Karl Aspelund og Ijósahönnuður Sveinn Benediktsson. Verðlaunaeinþátt- ungar á Litla sviðinu Á Litla sviðinu nk. fimmtudags- kvöld kl. 20.30 er sýning á einþátt- ungunum Draumará hvolfi eftir Kristínu Ómarsdótturog Gættu þín eftir Kristínu Bjarnadóttur. Leikrit þessi unnu til verðlauna í sam- keppni Þjóðleikhússins um gerð einþáttunga í tilefni loka „Kvenna- áratugarSameinuðu þjóðanna" og hefur Helga Bachmann, leikstjóri, nú sviðsett þá báða. Þetta eru fyrstu leikverk höfund- anna, sem eru jafnframt báðar 1 Ijóöskáld. Kristin Ómarsdóttir stund- ar nú nám í bókmenntafræði við Háskóla íslands, en Kristín Bjarna- dóttir er menntaöur leikari og hefur leikið, leikstýrt og skrifað undanfarin ár í Danmörku, íslandi og Svíþjóð. í Draumum á hvolfi eiga við þrir einstaklingar, elskendurnir Matthild- ur og Árni og piltur sem kemur inn í líf þeirra árla dags. Leikurinn fjallar um ást og kulda en einkum það sem er sagt og það sem ekki er hægt að segja. Þetta er Ijóðrænt verk sem byggirfremur á mætti orðs en at- hafnna. Leikarar eru Ragnheiöur Stein- þórsdóttir (Matthildur), Arnór Benónýsson (Árni) og Ellert A. Ingi- mundarsson (Piltur) i Gættu þín, eftir Kristínu Bjarna- dóttur, ersérkennileg kona, kölluð Begga, miðpunkturleiksins. Hugar- heimur Beggu ber okkur viðs vegar og allt að þrjá áratugi aftur í tímann en að mestu gerist hann á heimili Agnesar, vinkonu hennar. Begga á erfitt með að finna sjálfan sig og á sjaldan samleið með öðrum, en hún á sér drauma eins og aðrir og einn af þeim er að eignast barn. Leikritiö fjallar um leit manneskjunnar að sjálfri sér í erfiðum heimi og um baráttu fólks sem er viðkvæmara öðru. En síðast en ekki síst fjallar leikritið um mannleg samskipti. Leikarar eru Sigurjóna Sverris- dóttir(Begga), Elfa Gísladóttir Agnes), Bryndis Pétursdóttir (móðir- Beggu), Róbert Arnfinnsson (faðir Beggu), Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir (Begga á barnsaldri) og Andrés Sig- urvinsson (Nonni). Tónlistin við bæði leikritin ereftir Guðna Franzon og hönnuður leik- mynda og búninga er Þorbjörg Höskuldsdóttir. Ljósahönnuðurer Sveinn Benediktsson. Tónlistin er leikin af hljómbandi en hana flytja Kolbeinn Bjarnason(flauta), Reynir s Sigurðsson (Vibrófónn) og Þórður Högnason (kontrabassi) Leikhúsið íkirkjunni: Kaj Munk í Hallgrímskirkju sýnir Leikhúsið í kirkjunni leikritið um Kaj Munk, í leikgerð Guðrúnar Ásmundsdóttur. Leikritið fjallar um ævi og starf danska prestsins og frelsishetjunn- ar Kaj Munk, allt frá barnæsku og þar til nasistar tóku hann af lífi árið 1944. Þó slegið sé á létta strengi, er megináhersla lögð á trúarstyrk og eldmóð predikarans Kaj Munk. Að- alhlutverk er í höndum Árnars Jónssonar, sem leikur Kaj Munk á v . fullorðinsárum, en með hlutverk Kaj Munk sem barns fara þeir bræðurn- ir ívarog Daði Sverrissynir. Tónlist er eftir Þorkel Sigurbjörnsson og er hún leikin af Ingu Rós Ingólfsdóttur og Herði Áskelssyni. Sýningar eru á sunnudögum kl. 16 og mánudögum kl. 20.30. Miðapantanireruísíma 14455. Einnig er hægt að fá miða í bóka- verslun Eymundssonará verslun- artíma og í Hallgrímskirkju. FERÐALOG Frístundahópurinn Hana nú: Laugardagsgangan Vikuleg laugardagsganga Frístundahópsins Hana nú í Kópa- vogi verður á morgun, laugardag. Lagt er af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Markmið göngunnar er: Sam- vera, súrefni, hreyfing. Upphaf helgarinn^r í hækkandi vorsól og góðum félagsskap. Nýlagað mokka- kaffi. Ferðafélag íslands: Skíðaganga í Bláfjöllum Á sunnudaginn kl. 10.30 er skíða- ganga um heiðina sunnan Bláfjalla og kl. 13 er ekið til Þorlákshafnar og gengið um ströndina i vestur — þægileg gönguferð við allra hæfi. Góuferðtil Þórmerkurverður helgina 13-15 mars. Aðalfundur Feröafélagsins verð- ur haldinn miðvikudaginn 11. mars í Risinu, Hverfisgötu 105. Vetrar- fagnaðurverðurá sama stað föstudaginn 20. febrúar. Útivist, ferðafélag: Gönguferð um álfa- slóðir á Miðdals- ' heiði Á sunnudaginn fer Útivist í nýja og spennandi gönguferð um Mið- dalsheiöi. Gönguleiðin er létt, en mjög tilbreytingarík og er mikið af vötnum og tjörnum að skoða, m.a. Nátthagavatn, Helgutjörn, Selvatn, Krókatjörn (Gleraugnatjörn) og Myrkurtjörn. Við Krókatjörn verður farið að hól sem kallast Álfaborg en þar segja sögur að sé bústaður álfa og fá menn að heyra einhverjar þeirra í ferðinni. M.a. eru til álfasög- urþaðan frá þessari öld. Brottför erfrá BSÍ, bensinsölu kl. 13,ogeru allir velkomnir í ferðina. Myndakvöld Útivistar verður i Fóstbræðraheimilinu fimmtudaginn 12. mars. Þarmun m.a. AriTrausti Guðmundsson segja frá eldvirkni á islandi. Góuferð i Þórsmörk verður 13. -15. mars.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.