Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.03.1987, Blaðsíða 7
.umi aii'VAriTiTPfw amA.iavinnHowi MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 6. MARZ 1987 D Ö C 7 þess „354 hvít og 217 gul vax- kerti". Þetta þótti fádæma sóun og munaður. Við konungs- og furstahirðir Evrópu á 17. og 18. öld var það yfirleitt til siðs að láta hina ýmsu starfshópa í þjónustu hátignanna og hið konunglega skyldulið njóta þeirna sérrettinda að fá með vissu millibili úthlutað ákveðnum skammti af kertum til heimabrúks í skammdeginu. Þeir allra tignustu og valdamestu við hriðina fengu þá sinn skammt af hvítum vax- kertum í sinn hlut; kammerherrar fengu gul vaxkerti, en hið fasta þjónustulið í hallarsölunum, her- bergisþjónar og þernur, fengu skammt af tólgarkertum til að lýsa upp híbýli sín. Strokkkerti og steypt kerti Á meðan heimilin urðu að vera sjálfum sér nóg á sem flestum sviðum og heimilisfólkið bjó til hvaðeina, sem fjölskyldan þurfti að nota, innan húss sem utan, voru kertin vitanlega steypt í heimahúsum hjá næstum því hverri einustu fjölskyldu, sem ein- hver tök hafði á því. Hélzt sá háttur víðast hvar alveg fram undir lok 19. aldar. Hér á landi var nær eingöngu um tólgarkerti að ræða fram eftir öldum, og var langsamlega al- gengast að kertin væru steypt í strokk. Strokkkerti voru þannig gerð, að fyrst voru búnir til hentugir kveikir — eða rök — og þeir hafðir hæfilega langir, eftir því hvað kert- ið skyldi verða hátt. Voru kveikirnir þá lagðir í röð og hafðir þráð- beinir á spýtu, þetta 6—8 saman, með hæfilegu millibili. Annar endi kveiksins var festur við spýtuna þannig að kveikirnir högguðust Fjögurra arma kertastjakar í empire-stfl (þó seinni tfma framleiðsla). Kertaarmarnir eru bornir uppi af vængjuðum amorstyttum, en aðrir hlutar stjakans eru gullhúðaðir. Þetta kertastjaka-par var selt á listmunauppboði í Stokkhólmi í september 1986 á um 50.000 ísl. krónur. ekki. Var síðan bræddur hæfilegur tólgarskjöldur, það stór, að nægja mundi í kertin, þá tekinn strokkur og hálffylltur með snarpvolgu vatni. Bræddu tólginni var þvínæst hellt ofan á volga vatnið í strokkn- um, og hélzt tólgin því bráðin um nokkra stund eða á meðan á verk- inu stóð. Síðan voru kveikirnir vættir í tólginni og haldið beinum á meðan tólgin storknaði utan á þeim. Þá var öllum kveikjunum dif- ið samhliða ofan í bráðna tólgina, alveg upp að spýtu, og svo dregn- ir aftur upp, til þess að nýja tólgarlagið storknaði vel utan um þá. Var þetta endurtekið þar til kertin þóttu orðin hæfilega digur. „Vid horfum nú á Ijósið" Strokkkerti voru algeng hér á landi urh margra alda skeið og tíðkuðust víða í Rangárvallasýslu um 1880 og jafnvel síðar, segir Jónas frá Hrafnagili. Svokölluð kóngakerti voru sérstök hátíða- afbrigði af strokkkertunum, en þau voru þríarma, alldigur og mest notuð við hátíðaguðsþjónustur í kirkjum. Strax á 18. öld og fram eftir þeirri 19. voru allvíða til inn- fluttir kertaformar úr tini eða pjátri á heldri bæjum á íslandi, til þess að steypa í kerti úr tólg eða stund- um úr vaxi. Um 1880 taka að berast hingað til lands allavega lit skrautkerti, sem þóttu hið mesta augnayndi. Fræg er sagan af Erlendi Guð- mundssyni á Jarðlangsstöðum á Mýrum, en hann var gildur bóndi og þótti fastheldinn á fornar, þjóð- legar venjur og siði og talinn höfðingi. Á Jarðlangsstöðum var jafnan steypt mikið af kertum, bæði í kertaformum og í strokk, til heimil- isbrúks. Þegar líöur að jólum fer Erlendur eitt sinn í kaupstaðarferð niður í Borgarnes. Er hann hafði keypt þar þann varning, sem hon- um þótti heimili sitt þarfnast, víkur kaupmaður sér að honum og bendir honum sérstaklega á Ijóm- andi falleg skrautkerti, gul, rauð og blá, sem verzlunin hafði á boð- stólum það árið: „Blessuðum börnunum þykir svo gaman að horfa á rauð og blá kerti um hátíð- arnar." Erlendur svarar þá kaupmanni að bragði og ekki óvin- gjarnlega: „Hafið beztu þakkir, en við horfum nú á ljósið.“ Og varð ekki af kaupunum. Eitt Ijósáhald tíðkaðist um aldir allvíða á landinu, og var t.d. al- spýtu og fífu eða léreftsræmu vaf- ið utan um hana, en holan síðan fyllt með bráðinni tólg og látin storkna þar vel. Á neðri enda trunksins var gjarnan höfð stétt, til þess að hann stæði betur. Þeg- ar kveikt var á þessu Ijósáhaldi, logaði vel og gaf mjög sæmilega birtu. Veglegir gripir Á 18. og á fyrri hluta 19. aldar var orðið nokkuð algengt að húða veigameiri kertastjaka og aðra skrautmuni úr málmi með silfri eða með argent haché, þ.e. hömruðu silfri, eftir franskri fyrirmynd. Til þess að silfurhúðin festist við kop- arinn, var yfirborð hans gert hrjúft með stálsíl, áður en silfurþynnann var hömruð á. Marga arma kerta- stjakar eða stjakar fyrir eitt kerti lagðir hömruðu silfri eru oft á tíðum góð dæmi um framúrskar- andi vandað handverk. Þegar líða tók á 19. öldina leysti svokallað nýsilfur hamraða silfurhúð af hólmi við gerð slíkra gripa. Óhætt er að fullyrða, að á eng- um tíma hafi verið smíðaðir jafn glæsilegir kertastjakar og á emp- ire-tímanum eða í svokölluðum keisarastfl. Þetta tímabil, sem einnig mætti raunar kallast síð- nýklassískt, tók mjög svo mið af klassískri, forngrískri og róm- verskri listsköpun, og var þá tekið að nota ýmsa skrautmuni frá dög- um Forngrikkja og Rómverja sem fyrirmynd við gerð muna eins og t.d. kertastjaka, sem oft voru smíðaðir með ferhyrndri stétt og súlulaga stíl eða þá að litlar ker- úba- og amorstyttur báru uppi gengt í Þingeyjarsýslu fram yfir 1870, en það var svokallaður trunkur. Var hann gerður úr sívalri spýtu, vel greipargildri og um 4—6 þumlungar á lengd. Var gerð hola ofan í efri enda spýtunnar og síðan borað gat niður í botn holunnar. í borgatið var svo stungið mjórri sjálfa kerta-armana. Þegar Napo- leon Bonaparte hélt í herferð sína til Egyptalands árið 1798, varð skyndilega allt, sem egypzt var le dernier cri í evrópskri tízku. Þá tókku að birtast glæsilegir kerta- stjakar, skreyttir vængjuðum sigurgyðjum, torræðum egypzkum sfinxum og austurlenzkum kven- styttum, sem héldu á kertaörmun- um yfir höfði sér. Hinn nýi keisarastíll varð alls ráðandi í skrautmunum og húsbúnaði um alla Evrópu, því að hirð Frakkakeis- ara gaf tóninn á sviði tízkunnar í rúmlega áratug. Hinir glæsilegu empire-kertastjakar frá þessu tímabili sómdu sér mætavel inn á milli gljáandi, dökkra mahóní- húsgagna, þar sem stólarnir voru gjarnan klæddir gljáandi silki í skærgrænum, kornbláum, gulum eða dimmrauðum lit. Empire- tímabilið var yfirleitt tímabil hinna miklu litaandstæðna, en á rókó- kótímabilinu réðu mildir pastellitir og yfirlætislaust grátt ríkjum. Nýrókókó og jugendstíll Þegar nýrokokostíllinn tók að ryðja sér til rúms, í kringum 1850, var tekið að smíða m.a. kertastjaka með fagurlega sveigðum örmum, lauffléttu- og blómamynstra- skreytingum. Til að auka á allt skrautið úr málmi var jafnvel farið að bæta við prismadropum úr gleri, sem gáfu stjökunum enn meiri Ijóma, þegar kveikt hafði ver- ið á kertunum. Á þessum tíma var orðið alsiða að húða bronsstjaka með þunnu gulllagi með galvanís- eringu. Eldri gyllingaraðferöin með bráðnu gulli, svoköliuðu brenngyll- ing, var þá að mestu aflögð, enda aðferðin talin mjög heilsuspillandi. Það þarf mikla kunnáttu og reynslu til að sjá, hvort aldagamall kerta- stjaki, sem maður er að skoða í fornmunaverzlun, er með brenn- gyllingu eöa galvaníseruðu gull- lagi. I því sambandi er gott að hafa hugfast, að brenngylltir mun- ir eru ekki með gullhúð á þeim flötum, sem snúa niður, né á öðr- um þeim stöðum, sem lítið ber á, því það var ekki til siðs í þá daga að vera að sóa gullinu að óþörfu. Á seinni tíma (þynnri) gyllingu ligg- ur gullhúðin jafnt á öllum flötum. A því tímabili, sem oftast er kallað jugendstíll og upphófst um aldamótin 1900, var tekið að smíða kertastjaka í enn áhrifameiri og ofskreyttri mynd. í Þýzkalandi var þá farið að framleiða margra- arma kertastjaka úr messing, tini eða öðrum málmi, t.d. í mynd styttu af konu í fellingaríkum kyrtli eða með blaktandi skikkju, sem hélt uppi sveiglaga blómstilkum með blómlaga bikurum fyrir kertin. í Bretlandi og á Norðurlöndum voru á þessum tíma framleiddir kertastjakar í svipuðum þungum skrautstfl en þó ekki eins ofhlöðn- um og í jugendstfl Þjóðverja. Má sjá greinileg barokáhrif í linum og útfiúri slíkra gripa, sem framleiddir voru á Norðurlöndum á fyrstu ára- tugum aldarinnar. Kertastjakar í ekta jugendstíl eða svipuðum stílafbrigðum frá því um 1900 og fram til 1920 eru nú á d 'f nti mjög eftirsóttir gripir í fornr\\paverzlun- um eða á listmuna-uf.pboðum, því að með öllu sínu ofhlaðna skrauti, flúri og samspili mjúkra lína, þykja þeir hin mesta prýöi á veizluboröi eða sem reglulegt augnayndi inn- anum nútímaleg, stöðluð húsgögn og fjöldaframleidd tæki og muni, sem einkenna heimili flestra á o1'1'- ar dögum. '86,,.... :'86 Tímarltlð Geðhjálp kemur út/ tvisvar á iri. Efni blaðsins spannar mjög vítt svið, það er reynt að höfða til fagfólks, áhugafólks og einnig lögð áhersla á að eitthvað sé lestrarhæft fyrir fólk sem ekki hefur yfir að ráða einbeitingar- hæfni. Það má kannski orða það sem svo að við reynum að fara milliveg þannig að blaðið sé ekki það fræðilegt að það fæli frá áhugafólk og só heldur ekki ein- vörðungu léttmelt. Markmið Geðhjálpar með út- /gáfunni er að opna fyrir jákvæðar umræður um málefni fólks með geðræn vandamál," segir Gísli sem hefur hingað til unnið blaðið í sjálfboðavinnu. Þegar leitað er eftir því hvort ekki sé mikil vinna fólgin í útgáfu slíks tímarits þar sem hann vinnur það að mestu upp á eigin spýtur vill hann sem minnst úr því gera: „Blaðið er sem stendur tuttugu og fjórar síður og ég legg metnað í að hafa það vandað. Auðvitað hefur þetta verið töluverð vinna en þroskandi og þetta er ólíkt offset Ijósmyndun, þeirri iðngrein sem ég lærði á sínum tíma. Ég hef ekki staðið algjörlega einn í þessu, ýmsir hafa rétt út hjálpar- hönd, Jóhanna Þráinsdóttir hefur verið hlynnt blaðinu, verið tilbúin að aðstoða á alla lund og Mynda- mót, fyrirtækið sem ég starfa hjá hefur veitt mér stuðning. Það er hvetjandi að fást við útgáfu svona tímarits og sérstaklega þar sem þvi hefur verið tekið vel. Vonandi getur upplag blaðs- ins orðið 4000 til 5000 eintök og draumurinn er að koma upp áskrifendakerfi. Þess má þó geta að blaðið er ókeypis," heldur Gísli áfram og bætir sov við að það sé stutt af einstaklingum og fyrirtækjum. „í fyrstu höfðu menn afskaplega litla trú á því að einhver grundvöllur væri fyrir útgáfu blaðsins en það er alltaf að koma betur og betur í Ijós að þörf er á tímariti sem þessu." — Hvernig var aðdragandinn að því að þú ákvaðst að fara í að gefa út fyrrnefnt blað? „Fyrstu kynni mín af Geðhjálp voru þau að árið 1983 fór ég á fyrirlestur sem haldinn var á veg- um félagsins. Það æxlaðist svo þannig að ég gekk til liðs við stjórn félagsins og í henni sat ég um tveggja ára skeið. Fundar- seta hefur hinsvegar aldrei verið mín sérgrein svo ég fór að litast um eftir öðru hlutverki mér til handa og kom auga á að tilfinn- anlega vantaði sameiginlegan málssvara fagfólks, sjúklinga og annars áhugafólks um fyrrnefnd málefni. Þannig atvikaðist það að ég tók upp á því að ráðast í útgáfuna á eigin ábyrgð." — Hvernig viðarðu að þér efni? „Ég leita fyrir mér vítt og breitt í heilbrigðiskerfinu, spyrst fyrir, fer eftir ábendingum annarra og reyni aö leita fanga hjá fólki sem eitthvað hefur birst eftir um þessi mál,“ segir Gísli að endingu og flettir svo aðeins ofan af væntan- legu efni í þriðja tölublaði. Þar mun kenna ýmissa grasa, til dæmis mun birtast grein eftir Hannes Hilmarsson þar sem hann skrifar um feimni og Bryndís Konráðsdóttir ætlar að rita um andlega aðstoð við dauð- vona fólk. GRG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.