Morgunblaðið - 08.03.1987, Qupperneq 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987
Starfsleikni almennra
kennara gæti leyst hluta
sérkennslunnar
Var gert ráð fyrir að kennarar gætu
lokið því með BA-gráðu. Námið er
skipulagt með nokkuð öðrum hætti
en verið hefur í framhaldsdeildum
Kl. Áður var boðið upp á eitt ár í
fullu námi, en nú er það skipulagt
sem fjögurra ára hlutanám sem jafn-
gildir tveimur árum í fullu námi, en
þáttakendur starfa áfram að hluta
við kennslu og áhersla lögð á að
tengja námið verkefnum í viðkom-
andi skólum. Námið er undir umsjón
gistilektors frá Newcastle Poly-
technic-háskóla á Englandi, Keith
Humphreys. Veigamikið atriði í hinu
nýja sérkennslunámi er þáttur sem
nefnist starfsleikninám og hófst í
fjórum sérskólum ríkisins um ára-
mótin 1985-86. Og nú býðst
kennurum semsagt þátttaka í starfs-
leikninámi þar sem fengist verður
við sérkennsluþarfir nemenda í al-
mennum grunnskóla og er liður í
Qölþættari áformum um aukna
símenntun starfandi kennara. Það
er sá þáttur sem var að hefjast nú
í bytjun ársbyrjun og kom áhugi
skólafólks vel fram í því að skólam-
ir leystu kennara sína frá kennslu-
skyldu með litlum fyrirvara á
erfiðum tíma.
Að brúa gjána milli al-
mennrar- og sérkennslu
Það var fróðlegt að vera við upp-
haf vinnufundarins mánudaginn 9.
febrúar til þjálfunar kennara til að
verða leiðbeinendur í eigin skóla.
Jónas Pálsson skólastjóri KÍ sagði í
ávarpi til þátttakenda að hann telji
að þetta sérkennsluverkefni tengist
í raun símenntun í starfí. En nú
hljóti að verða markvisst gengið í
hana. Brottfall eftir hið almenna
kennaranám hljóti alltaf að verða
um 30%, en þeim kennurum sem
halda áfram verði að búa aðstæður
til símenntunar. Telur skólastjóri
Kennaraháskólans augljósa framtí-
ðarþróun þá að grunnnámið eitt ráði
ekki úrslitum um hvemig til tekst
heldur ekki síður uppbygging endur-
menntunar og framhaldsmenntunar.
Með þessari tilteknu vinnu, starfs-
leikninámskeiðinu.sé verið að færa
þetta úr sérskólunum yfír í almenna
skólann og framkvæmdin sé mörg-
um að þakka. Þessi áfangi byggi á
samvinnu við embættismenn og
áhuga þeirra sem valdir hafa verið
í námið. Þannig færist þetta nær
skólanum, nær þörfum hans.
Til að átta sig á þeim viðhorfs-
breytingum, sem þarna eru á ferð-
inn, er fróðlegt að grípa niður í
setningar úr umræðum þáttakenda
og skipuleggjenda í upphafi, svo
sem: „Það er eðlilegt að allir séu
saman í skólanum og þá hlýtur að
koma til meiri fagmennska, að kenn-
arinn sinni meira sjálfur því sem er
„sér“. Vonandi að þetta sé upphaf
að breytingu," sagði Áslaug Brynj-
ólfsdóttir fræðslustjóri í Reykjavík.
Og Guðjón Ólafsson, sérkennslufull-
trúi, gat þess að kannski sé þetta
einmitt sú aðferð sem beita hefði átt
í upphafí grunnskólalaganna.
Valgerður Jónsdóttir, sérkennslu-
fulltrúi og einn skipuleggjenda, vakti
athygli á þeirri áherslubreytingu
sem orðið hefði, þar sem sérkennslu-
þarfír væru ekki lengur skilgreindar
eftir fötluninni einni, enda séu sér-
kennsluþarfir fatlaðra ekki síður
mismunandi en annarra í skólanum.
Sé skilgreiningin of þröng, þá lendi
börn bæði ofan við og neðan við
aðalstrauminn. í staðinn sé hér
gengið út frá námsskrá skólans og
áherslan er á þroskastigi nemandans
hvar sem hann er staddur. Það taki
tíma að átta sig á þessu. Ein ástæð-
an fyrir því að þessari vinnu sé
dreift á tvö ár, sé sú að tíma tekur
að framkvæma hugmyndir. Tími og
svigrúm verði að gefast til að átta
sig á efasemdum sem upp koma um
það hvemig það sem um er fjallað
nýtist kennurunum í daglegu starfí.
Þama verður lögð áhersla á að kenn-
arinn sjálfur sé fær um að meta
þarfírnar. Að greina þarfímar sé
einmitt þáttur í fæmi kennarans.
Og Ólafur Proppé lektor, sem einnig
er í undirbúningsnefndinni fyrir
starfsleikninámið gat þess að í þeim
viðhorfum sem hér væru á ferðinni,
fælist að brúa þá gjá sem er milli
sérkennslu og almennu kennslunnar.
Gert sé ráð fyrir því að hinn al-
menni kennari verði fær um að
kenna bömum með hinar ýmsu sér-
þarfir. Hann þurfí að geta ráðið við
það í daglegu kennslustarfí. Sú
stefnumarkandi aðferð sem hér er á
ferðinni ætti að geta orðið til þess
að sérkennsla verði fyrir hendi í al-
mennri kennslu. Kennarinn eigi að
vera með í að búa til námskrá, sem
komi ekki bara að ofan inn í skól-
ann. Þá verði farið að skipuleggja
námsskrána í skólastofunni.
Þessi ummæli gefa hugmynd um
hvert krókurinn er farinn að beyj-
ast. Bretinn Keith Humphreys frá
Polytechinc- háskóla í Newcastle,
sem hefur mikla reynslu að baki í
sérkennslumálum og hefur í hálft
annað ár verið gistilektor hér á ís-
landi, sagði í fyrirlestri sem hann
flutti við setningu námskeiðsins að
þessi hugsanagangur sé ekki nýr.
Hann hafi verið að þróast í Bret-
landi í tíu ár og mjakast í ákveðinn
farveg.
Næg en ónýtt þekking
Humphreys getur skoðað skóla-
mál okkar utanfrá, eins og sérfræð-
ingar OECD skýrslunnar umtöluðu.
Og kom því margt býsna athyglis-
vert fram hjá honum. Af kynnum
sínum af íslensku skólastarfí kemur
honum það svo fyrir sjónir að meðal
skólamanna á íslandi sé geysimikil
samansöfnuð þekking, sem þeir hafa
keppst við að draga að sér úr ýmsum
áttum. En það sem vanti sé geta
og tími til að nota þessa þekkingu:
„Eg held ekki að skorti þekkingu í
skólunum heldur aðstoð við að nota
hana. Hver ráðgjafínn hefur komið
af öðrum með góð ráð, sem kennar-
ar hafa hlustað á af áhuga, en síðan
hafa þau ekki komið að notum í
daglegu starfí. Við erum hér að
reyna að móta hlutverk kennara með
hæfni til að sinna bömum með sér-
kennsluþarfir. Fmna leið og vera
þeim hvatning til að nýta hæfíleika
sína til jákvæðrar kennslu." Fyrirles-
arinn hafði áður gagnrýnt ríkjandi
neikvæðu í hugsun þegar um er að
ræða sérkennslumál, sem ganga út
á það að greina þau frá sem ekki
geta. Ekki sé þó vitað hvaða böm
þetta em sem hafa sérkennsluþarfir.
Þau sem sett em í eitthvert sér-
hólfíð em ekki öll eins. Bömin sem
ekki ná prófí þurfa ekki endilega
að vera börn með sérkennsluþarfir,
þótt mörg þeirra séu það. Bömum
getur mistekist af ýmsum ástæðum,
t.d. af því einu að þau era viðkvæm
fyrir kulda og heyra illa hluta af
árinu, eins og hann gerði sjálfur
þegar hann var í skóla. Var þá tal-
inn latur. Og þannig færast þau
kannski sífellt lengra frá aðal-
straumnum í bekknum. Sumum
þeim sem á eftir verða er með hjálp
hægt að kippa aftur upp svo þau
fylgi fjöldanum og önnur sem hefur
mistekist aðlögun af því þau em of
greind má draga aftur inn í hópinn
með hjálp. En klukkutíma hjálp á
viku til þess dugir skammt. Ef
árangur á að nást við að beina þeim
aftur inn í aðalstrauminn með
bekknum, þá verður það að gerast
skjótt, hratt og af krafti. Hví skyldi
þá ekki fyrst og fremst vera notuð
jákvæð uppbygging í upphafí fremur
en neikvætt mat til að ná þessum
bömum inn í aðalstrauminn með
hinum?“
Keith Humphreys sagði þetta
starf hljóta að fara fram í hinum
almenna skóla, þar sem kennarinn
gegnir lykilhlutverki. Sumir kennar-
ar komi þar að vísu ekki auga á
bömin með vandamálin, af því að
þeir ráða ekki við þau. Þeir hljóti
þó að vilja koma til móts við nemend-
uma, vanti ekki þekkingu til þess
en þurfi aðstoð til að nýta sér hana.
Þegar farið var í skólana í septem-
ber í haust til að spyrjast fyrir um
hvort áhugi væri á ofangreindri
vinnu var starfíð eiginlega hafíð, að
hans dómi. Mikilvægast taldi hann
að skólanir og allir kennaramir þar,
fái að vita hvað er á seyði. Séu með
í því. Þeir em ekki að sækja eitt-
hvað nýtt heldur breikka sína eigin
skynjun og skilning og fá staðfest-
ingu á því sem þeim hefur ef til vill
fundist. Breytingar í kennslu em
ekki jafn hraðvirkar og veðrabrygði.
íþróttamenn þurfa að þjálfa sig lengi
Keith Humphreys gistilektor
frá Newcastle Polytechnic
háskóla í Englandi.
til að ná árangri. Breyttir kennslu-
hættir krefjast líka þjálfunar, eins
og breski lektorinn orðaði það.
Hver skóli komi tii
móts við sín börn
I greinargerð frá undirbúnings-
nefnd starfsleikninámsins má fínna
þessa setningu:„ í starfsleikninám-
inu er gengið út frá þeirri gmndvall-
arforsendu að hver skóli verði að
vera fær um að koma til móts við
sérkennsluþarfir þeirra bama sem í
honum em. En það er undir því
komið að 1) áhugasamir kennarar
innan hvers skóla samræmi vinnu-
brögð sín og skipuleggi starfíð með
allan skólann í huga, 2) skólastjóm-
endur og fræðsluskrifstofur taki
ötulan þátt í starfínu og stuðli að
því að þekkingu og reynslu sé miðl-
að milli skóla og fræðsluumdæma."
Þar segir líka til skýringar á því
hvemig þessar sérkennsluþarfír
verða gjarnan til:„ Þegar kennsla í
almennum gmnnskóla er skoðuð
kemur í ljos að námsskráin sem
bömum stendur til boða er mjög
þröng og lítt sveigjanleg. Bömum
er ætlað að vinna með ákveðnar
námsbækur sem ætlaðar em hveiju
námsári fyrir sig. í öllum skólum á
íslandi má til dæmis sjá 10 ára nem-
endur vinna með „Stærðfræði 4A“
eða „Stærðfræði 4B“. Fyrir nokkuð
stóran hóp gengur þetta vel en fyrir
njikinn hluta bama er slíkur ósveigj-
anleiki í námsvali alls ófullnægjandi.
Haldið er aftur af duglegustu nem-
endunum þó svo að þeir séu vel
færir um að vinna námsefni sem
ætlað er þó nokkuð eldri nemendum.
Af þessum sökum verða duglegu
bömin leið og til óþæginda og kenn-
arinn telur þau til vandræða. Annar
hópur bama er ekki fær um að vinna
námsbækur sem ætlaðar em þeirra
aldurshópi. Þessi böm em fljótt
stimpluð sem hjálparbörn. Með öðr-
um orðum, um leið og bamið fellur
utan þeirrar þröngu námsskrár sem
námsbækumar skapa er það oft á
tíðum skilgreint sem bam með sér-
kennsluþarfír. Vandamálið eykst
eftir því sem bamið eldist því sífellt
verður erfíðara fyrir það að standast
þær kröfur sem skólinn gerir. Bam-
ið bíður stöðugt ósigur. Örlítil
seinkun í þroska hjá átta ára bami
getur haft það í för með sér að bam-
ið er álitið latt og óþægt. Smám
saman fer bamið að fínna til minni-
máttarkenndar og andúðar á skólan-
um. í stað þess að líta svo á að
bamið hafí sérkennsluþarfír ef það
fullnægir ekki kröfum staðlaðrar
námsskrár ættu kennarar að líta á
það sem sjálfsagðan hlut að hvert
bam þurfí sína eigin námsskrá sem
sniðin er sérstaklega að þörfum þess.
Með því móti ætti nemandinn á
hveijum tíma að fá að glíma við
verkefni við sitt hæfi og geta náð
árangi. Meðfylgjandi línurit sýnir
hvað gerist þegar sérkennsluþarfír
em skilgreindar út frá námsskrá.
Þegar kemur að samræmdu
gmnnskólaprófí kemur eftirfarandi
í ljós: 1) ákveðinn fjöldi nemenda
(30%) stenst ekki samræmdu prófín
2) Annar hópur nemenda tekur ekki
samræmdu prófin og lýkur gmnn-
skólanum með undanþágu sem veitir
engin réttindi til framhaldsnáms 3)
Ailmargir nemendur með sér-
kennsluþarfir standast samræmdu
prófín. „Segja má að bam hafí sér-
kennsluþarfír þegar það þarfnast
meiri stuðnings frá kennaranum
sínum en önnur böm á sama aldri.
Slíkur stuðningur tengist oftast
námskrá skólans og getur falist í
stuðningi í einstökum námsgreinum,
öðmm kennsluaðferðum eða breytt-
um kennsluaðstæðum.“ Þessi skil-
greining W.K. Brennans á
sérkennsluþörfum er kjaminn í þeim
hugmyndum sem gengið er út frá í
starfsleiknináminu. Jafnframt er því
haldið fram að ein meginforsendan
til að koma betur til móts við sér-
kennsluþarfír bama sé að styrkja
fagvitund allra kennara og efla
starfsleikni þeirra."
Sérhjálp utan eða
innan bekkjar
Þetta era markmiðin með starfs-
leikninni. En til að átta sig betur á
því hvemig þar gætir breyttra við-
horfa, hefur verið fróðlegt að fylgj-
ast með sérkennsluumræðum á
almennum vettvangi að undanfömu,
þar sem markmiðið hefur iðulega
verið talið að fá sem allra mest
magn af sérkennslu, gefíð upp í
hundraðshlutum og án samhengis
við aðra kennslu eða aðstæður eða
t.d. fjölda nemenda á hvem kenn-
ara. Þetta markmið hafa skólar
reynt að leysa eða leyst á nokkuð
mismunandi vegu, enda eðli sínu
samkvæmt mismundandi aðstæður.
í sumum skólum em bömin ekki
fleiri en svo að unnt er að veita
hveiju og einu sérstaka athygli og
aðstoð, og fer þá gjaman saman við
það að utan skólans em ekki aðrir
fagmenn til taks. Á íslandi mun
sérkennslumagnið vera frá 7% upp
í 20% af kennslunni, mest í
Reykjavík, skv. nýjustu könnun.
Mismunurinn er ekki einstakur fyrir
fsland af því við búum í stijálbýlu
landi, eins og margir halda. I Bret-
landi er munurinn milli skóla 5-30%
af kennslumagni, skv. nýlegri grein
yfirmanns skólamála þar í landi. Hér
munum við taka hærra hlutfa.Il af
bömum út úr almennu kennslunni
til að aðstoða þau miðað við að
hjálpa þeim inni í bekkjunum en að
minnsta kosti sum önnur ríki. Hér
94% af þeim bömum sem hjálpað
er, sem em um 6 á móti hveijum
100 skólabarnanna. En aðeins 30%
í Danmörku, þar sem þau fá meiri
hjálp inni í skólanum. Eflaust má
deila um hvort þetta sé gott eða
vont og hvort of langt eða of skammt
er gengið. En aukin starfsleikni
kennara hlýtur hvað sem öðm líður
að auka sérkennslu í almennum
bekkjum.
Texti: Elín Pálmadóttir
Hér ræðir Magnús Magnússon sérkennslufulltrúi menntamálaráðuneytisins við þær Val
gerði Jónsdóttur sérkennslufulltrúa og Þóru Kristinsdóttur lektor í kaffihléi - eflaust um
sérkennslu og starfsleikni kennara.