Morgunblaðið - 08.03.1987, Page 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987
Alþýðuleikhúsið vinnur nú að ujppsetningu finnska leikritsins
„ERU TÍGRISDYR í KONGÓ66,
sem Qallar um sjúkdóminn alnæmi frá sjónarhól almenna borgarans.
Morgunblaðið/Þorkell
Alþýðuleikhúshópurinn sem vinnur að uppsetningunni. F.v. Harald G. Haralds, leikari, Ingibjörg Björnsdóttir, aðstoðarleikstjóri, Viðar
Eggertsson, leikari, Gerla, framkvæmdastjóri, Inga Bjarnason, Ieikstjóri og Vilhjálmur Vilhjálmsson, höfundur leikmyndar.
Því meira sem ég veit,
því minna er ég hrædd
A: Ferð þú í Aids-próf?
B: Kemur ekki til greina.
A: Hvers vegna ekki?
B: Hún gæti hafa smitað mig...
essar línur eru fengnar
úr leikriti, en sam-
kvæmt þeirri áherslu
sem nú er lögð á að
fræða, ekki bara með-
limi svonefndra áhættuhópa, heldur
allan almenning um sjúkdómin al-
næmi, eðli hans og smitleiðir, má
geta sér til um að það séu raun-
verulegar samræður á borð við
setningamar hér að ofan sem heil-
birgðisyfirvöld óttast á meðal
annars.
„Því meira sem ég veit, því minna
er ég hrædd," segir Inga Bjama-
son, leikstjóri og þau orð endur-
spegla vafalítið mátt almennrar
fræðslu um sjúkdóminn alnæmi.
Reyndar gera þau meira, því hvað
varðar umrætt leikrit, „Eru
tígrísdýr í Kongó" má segja að í
þeim felist ástæða þess að leikritið
var skrifað og vonandi afleiðing af
sýningu þess.
Leikritið fjallar í, stuttu máli
sagt, um tvo rithöfunda, ósköp
venjulega menn sem fá það verk-
efni að skrifa gamanleikrit um
alnæmi fyrir tvo karlleikara. „Eru
tígrisdýr í Kongó", byggir á sam-
ræðum rithöfundanna um væntan-
legt leikrit, spaugi um gúmmí-
hanska og munngrímur í upphafi,
sem færist yfir í alvarlegri samræð-
ur, eftir að þeir fara að vinna verkið
og setja sjálfa sig í mögulegar stell-
ingar sem fómarlömb sjúkdómsins.
„Lálla Theatem í Helsinki setti
þetta leikrit upp í ágúst sl. og hef-
ur sýnt það fyrir fullu húsi síðan,“
segir Viðar Eggertsson, leikari, sem
ásamt Haraldi G. Haralds fer með
hlutverk í leikritinu.
„Lilla Theatem er þekkt fyrir að
flytja sígild verk, en að eiga jafn-
framt alltaf möguleika á að setja
upp verk sem em í anda þess sem
er að gerast í þjóðfélaginu, ekki
síst til að vera rödd í þjóðfélags-
umræðunni. Þegar umræða um
alnæmi kom upp í Finnlandi, ámóta
skyndilega og hér, varð hún ekki
mjög ólík því sem hefur gerst hjá
okkur, beindist aðallega að sumum
hliðum sjúkdómsins og baráttunnar
gegn honum. Mikil áhersla var lögð
á eina hlið málsins, en önnur féll í
skuggann.
Forsvarsmenn Lilla ..Theatem
ákváðu að koma inn í þessa um-
ræðu og fengu til liðs við sig
„hirðskáld" leikhússins, Bengt
Ahlfors, leikritahöfund, sem m.a.
skrifaði „Umhverfis jörðina á 80
dögum", sem Lilla Theatem sýndi
hér á Listahátíð einu sinni.
Bengt Ahlfors skrifaði svo, ásamt
öðrum leikritahöfundi, Johan Barg-
um, þetta leikrit, „Eru tígrisdýr í
Kongó", þar sem þeir velta upp öll-
um fordómum sem hafa komið upp
gagnvart alnæmi og miskilningi.
Afgreiða það á mjög snyrtilegan
hátt og höfða sérstaklega til áhorf-
andans sem hugsar „þetta kemur
mér ekki við“,“ segir Viðar.
Inga Bjamason, leikstjóri tekur
við og bendir á að við undirbúning
uppsetningarinnar hér hafi Al-
þýðuleikhúsið leitað til Landlæknis-
embættisins, sem telji verkið þarft
innlegg í umræðuna sem hér er um
alnæmi.
„Eins hefur Margrét Guðnadóttir
veirufræðingur bent á að innan tíu
ára eða svo, sé líklegt að allir í
þessu litla þjóðfélagi muni þekkja
til einhvers eða einhverra með þenn-
an sjúkdóm, verði fólk þá svo heppið
að þekkja hann ekki af eigin raun.
Þess vegna reiðir á að fjalla um
málið, ekki síst frá sjónarhóli þeirra
sem telja sig með öllu hólpna og
málið ekki koma sér við,“ segir
Inga. Hún bætir við að aðstoðar-
landlæknir, Guðjón Magnússon,
hafi einnig bent á að í mörgum til-
vikum hafi leikhús átt ríkan þátt í
að eyða fordómum, t.d. varðandi
geðveiki og alkóhólisma, enda sé
oft auðveldara að höfða til fólks
með ieikhúsi en beinum áróðri.
Hvar og hvenær ætlar svo Al-
þýðuleikhúsið að höfða til fólks?
„Við ætlum að gera tilraun með
hádegisleikhús, nokkuð sem hefur
lítið verið gert hér, en er orðin hefð
t.d. í bresku leikhúslífí," segir Inga.
„Leikritið verður sýnt í hádeginu á
veitingahúsi í miðbænum, veitinga-
húsinu Gauk á Stöng, en svo er
ráðgert að hafa sýningar líka í skól-
um og á vinnustöðum, enda er
leikritið þannig að það er mjög
auðvelt að setja það upp nánast
hvar sem er. Þetta er heldur ekki
nema 45 mínútna löng sýning,
þannig að hún ætti að passa mjög
vel að þessu leyti."
Um það hvort önnur leikrit hafí
komið til greina segir Inga, þetta
leikrit vera það sem að mati Al-
þýðuleikhússins félli best inn í
umræðuna hér og þjóðfélagið.
„Ég er búin að lesa nokkur önn-
ur verk sem byggja á alnæmi, flest
bandarísk, sem fjalla þá yfírleitt
um sjúkdóminn út frá hommum eða
öðrum áhættuhópum og byggja á
allt öðru þjóðfélagi en gerist í „Eru
tígrisdýr í Kongó".
Þetta er eina verkið sem ég hef
séð þar sem höfðað er til hins al-
menna borgara fyrst og fremst. Ég
held að umfjöllun á þann hátt geti
hjálpað mikið til, því ef að líkum
lætur þarf að kenna fólki að um-
gangast alnæmi, rétt eins og það
þurfti að kenna því á sínum tíma
að umgangast berkla. Það þykir
ljóst að þessi sjúkdómur verður í
okkar þjóðfélagi um einhver ókomin
ár og því verðum við að læra að
lifa með honum," segir Inga.
„Við vonum að sýningin hjálpi
fólki að taka við sér, því að hvort
sem fólk tilheyrir áhættuhópi eða
ekki, þá hafa sjálfsagt flestir velt
fyrir sér þeim möguleika að fá sjálf-
ir sjúkdóminn eða að hann heiji á
ástvini þeirra og þekking og fræðsla
er það sem þarf.
Éins og ég sagði áðan, því meira
sem ég veit því minna er ég hrædd.
Eftir að hafa unnið við þetta íeikrit
veit ég meira um sjúkdóminn og
það sem honum viðkemur og því
minna er ég hrædd við ógn hans í
okkar þjóðfélagi. Vonandi verður
svo með áhorfendur að lokinni sýn-
ingu líka,“ segir Inga.
Auk hennar taka þátt í leiksýn-
ingunni leikaramir tveir, Harald
G. Haralds og Viðar Eggertsson,
en leikmynd er eftir Vilhjálm Vil-
hjálmsson, aðstoðarleikstjóri er
Ingibjörg Bjömsdóttir, en fram-
kvæmdarstjóri sýningarinnar er
Gerla, Guðrún Erla Geirsdóttir.
Þýðandi verksins er Guðrún Sigurð-
ardóttir. Leikritið verður fmmsýnt
um miðjan þennan mánuð.
Viðtal: Vilborg Einarsdóttir