Morgunblaðið - 08.03.1987, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987
B 15
VOt?Q0 DER
R9PRNTF1
TRRNUDD'?
Andans mennirnir brezku, Maug-
ham og Rudyard Kipling, gerðu
Raffles hótel í Singapore víðfrægt.
Það er að vísu ekki á listanum yfii
50 beztu hótelin, en það þykir þjóð-
ardýrgripur og er mjög vinsæll
meðal ferðamanna. „Allir ferða-
menn sem koma til Singapore verða
að koma á Raffles," sagði fram-
kvæmdastjóri hótelsins, ítalinn
Roberto Pregarz. „Þó menn láti hjá
líða að fá sér að borða þar og skoða
bygginguna geta þeir varla komizt
hjá því að bergja þar á drykknum
fræga Singapore Sling, sem er gin-
kokkteill, sem þjónarnir á Raffles
blönduðu fyrst árið 1915.“
Hótel Okura var byggt árið 1962.
Þar fara saman austurlenzkur
þokki og vestræn þægindi. Tveir
starfsmenn eru um hvert hótel-
herbergi. í maí síðastliðnum kom
Reagan Bandaríkjaforseti þangað
ásamt heilum herskara af aðstoðar-
mönnum, vopnuðum vörðum, leyni-
þjónustumönnum og tölvuvæddum
fréttamönnum. Þó gekk allt snurðu-
laust eins og þetta væri starfsfólki
hótelsins daglegt brauð.
Á mörgum hótelum í Asíu ber
mjög á starfsfólki frá Sviss og öðr-
um Evrópuríkjum. Því er ekki
þannig farið á Okura. Japanir reka
það að öllu leyti en margir starfs-
menn hafa þó fengið menntun sína
og þjálfun erlendis. Allir starfs-
mennimir kunna eitthvað fyrir sér
í ensku. Dvöl á Okura kostar líka
sitt. Leiga fyrir herbergi er allt upp
í 87 þúsund krónur og þar ofan á
leggst um það bil 20% þjónustu-
gjald.
Um dvalarkostnað á Bangkok
Oriental er það að segja að ef menn
þurfa að spyrja um verðið er harla
ólíklegt að þeir hafi efni á gisting-
unni.
Stjómendur Bangkok Oriental
láta sér sérlega annt um starfsfólk
sitt. Þeir greiða há laun, trygging-
ariðgjöld og láta sig varða hag og
velferð fjölskyldufólks. Fyrir vikið
sinnir starfsfólk verkefnum sínum
af þvílíkri kostgæfni að það man
eftir gestum sem koma eftir langa
Qarvem að sögn starfsmanns sem
annast almannatengsl hjá hótelinu.
Starfsfólkið skrifar hjá sér óskir
og venjur og duttlunga viðskipta-
vinanna og öllum slíkum upplýsing-
um er haldið til haga.
- JOSEPH DE RIENZO
„Hér er strangur agi og
dvölin hér eins óskemmtileg
og hægt er að hugsa séru
SJÁ: Þjónusta
vísað á bug.
WHO, Alþjóðaheilbrigðismála-
stofnunin, hefur skipað nefnd
manna til að rannsaka þetta mál
en með athugunum, sem gerðar
hafa verið frá árinu 1976, hefur
reynst unnt að finna að minnsta
kosti þá þætti, sem einstök tilfelli
eiga sameiginleg. Mesti áhættu-
þátturinn er það, sem heitir á
fræðimáli „apnaea", en hann veldur
því, að börnin hætta að anda um
stund, líklega vegna þess að mið-
taugakerfið er enn ekki orðið nógu
þroskað. Ef það gerist einu sinni,
að barnið hætti að anda í 15 sek-
úndur, er mjög líklegt, að það gerist
aftur, sérstaklega að næturlagi.
Mörg barnanna, sem urðu vöggu-
dauðanum að bráð og rannsóknin
náði til, 30—50%, vom lítilfjörlega
lasin, oftast dálítið kvefuð, og næst-
um öll vom þau með pela en ekki
á bijósti. Stór hluti þeirra átti mjög
unga móður, yngri en tvítuga, og
áhættan virtist enn meiri ef faðirinn
var líka innan við tvítugsaldurinn.
Aðrir áhættuþættir eru taldir
vera lítill fæðingarþungi (oft tengd-
ur grindarþrengslum og tóbaks-
reykingum) og í Bandaríkjunum
kynþátturinn. Þar deyja 16,7 af
1.000 bömum svartra foreldra
vöggudauða en aðeins 3,5 af þús-
undi hvítra barna. Meðal allra hópa
er vöggudauðinn algengari meðal
tekjulítils fólks, sem býr við bágar
aðstæður.
Almennar ráðleggingar um það
hvernig koma skuli í veg fyrir
vöggudauða em einfaldlega listi
yfír hollar lífsvenjur. Konur ættu
ekki að ala börn of ungar; reykja
eða neyta annarra vímuefna meðan
þær ganga með; ákveða sjálfar
þungunina og hafa barnið á bijósti
í sex mánuði að minnsta kosti. Ef
eftir þessu er farið má trúlega
draga úr vöggudauðanum um 40%.
- LIESL GRAZ
Sóknin hert gegn
sölumönnum dauðans
Enrique Parejo Gonzales, sendi-
herra og nýskipaður formaður
eiturlyfjanefndar Sameinuðu þjóð-
anna, bað fundarmenn afsökunar á
því að hann gæti ekki talað mjög
skýrt. Ástæðan var sú, að hann var
enn ekki gróinn sára sinna, skot-
sára á hálsi, en þau fékk hann
vegna einarðrar baráttu sinnar sem
fyrrum dómsmálaráðherra í Kól-
umbíu gegn eiturlyfjasölunum.
Perejo tók þann kost að segja
af sér sem dómsmálaráðherra þegar
ljóst var, að setið var um líf hans,
og þá var hann skipaður sendiherra
í Búdapest í Ungveijalandi, á ör-
uggum stað að því er ríkisstjórnin
taldi. Um miðjan janúar var hann
hins vegar skotinn niður á götu í
borginni og skilinn þar eftir í blóði
sínu. Árasai-maðurinn hélt vafa-
laust, að hann væri látinn en Perejo
lifði af.
Snemma í síðasta mánuði var
Perejo fluttur af sjúkrahúsi í Vest-
ur-Þýskalandi og á ráðstefnu í Vín
en þar lögðu fulltrúar 80 þjóða drög
að nýrri, alþjóðlegri samþykkt um
eiturlyfjamál. Á hún að gera al-
þjóðlegum eiturlyijakóngum erfið-
ara um vik við að fara sínu fram
án tillits til laga eða landamæra.
Ströng gæsla var um Perejo og
var hún enn hert þegar fréttist, að
valdamesti eiturlyfjakóngurinn í
Kólumbíu, Carlos Lehder Rivas,
hefði verið handtekinn og framseld-
ur til Bandaríkjanna. Lehder er
talinn hafa staðið að baki 60% kók-
aíninnflutningsins til Banda-
ríkjanna og viðbúið, að eiturlyfja-
salarnir reyndu að hefna sín. Óflug
gæsla var því höfð um alla, sem
líklegt var, að þeir reyndu að taka
sem gísla. „Ef hægt er að tala um
trúlegt skotmark þá er það þessi
ráðstefna," sagði einn fundar-
manna.
Eiturlyfjanefnd SÞ, eins og aðrar
stofnanir samtakanna, sem við
sömu mál fást, gerir sér fulla grein
fyrir, að hún er að beijast gegn
samtökum, sem eru betur vopnum
búin en herir sumra landa.
„í sumum löndum Rómönsku-
Ameríku er ástandið svo alvarlegt,"
sagði Ann Wrobleski, formaður
bandarísku sendinefndarinnar, „að
verði ekki gripið fljótt í taumana
munu eiturlyfjahringarnir verða svo
öflugir, að þeir geta fengið ríkis-
stjórnir kosnar að vild sinni eða
bolað þeim burt."
Það voru ríkisstjómir í Róm-
önsku-Ameríku, sem gengust fyrir
því, að ráðstefnan var haldin. I al-
þjóðasamþykktinni er kveðið á um
samræmdar aðgerðir ríkisstjórn-
anna og þær hvattar til að gera
eiturlyíjagróðann upptækan, hvort
sem hann birtist í bankainnistæðum
eða íbúðablokkum. Einnig er reynt
að stoppa í götin í alþjóðalögum en
í skjóli þeirra geta eiturlyfjakóng-
arnir stjórnað starfseminni úr
flugvél eða skipi, sem er utan lög-
sögu og laga.
Samkvæmt nýju samþykktinni
ber umsvifalaust að framselja eitur-
lyfjasala ef fram á það er farið og
einnig er lýst stríði á hendur nýjum
eiturlyfjategundum, efnafræðileg-
um eiturlíkingum, sem unnt er að
breyta lítillega til að þær falli ekki
undir venjulegar skilgreiningar á
eiturlyíjum.
Eiturlyfjanefndin gekk frá frum-
drögum nýju reglugerðarinnar en
næsta skrefið verður stigið í sumar
þegar ráðherrar hvaðanæva úr
heimi, þeir, sem fara með eiturlyfja-
mál, munu koma saman til fundar.
Er það fyrsti ráðherrafundurinn af
því tagi og þá munu öryggisráðstaf-
anirnar verða meiri en Vínarbúar
hafa nokkru sinni upplifað.
- SUE MASTERMAN
Þarftu að láta
tukthúsa ein-
hvem náinn?
w
Iágúst 1986 var ég á ferð í Fuji
í Japan, um 100 kílómetra frá
Tókýó, og þar hitti ég Tadishio
Goda, sem sýndi mér betrunarhúsið
Bushoin, sem hann rak þar í borg-
inni. Umhverfis athafnasvæðið var
gaddavír, en Goda var áfjáður í að
sýna mér starfið sem fór fram inn-
kenndi konunum sjálfum um hvern-
ig komið væri. Þær hefðu keypt
tvennar buxur í einu af því að þær
voru svo ódýrar og ekki passað eins
vel upp á þær og áður.
Erfiðleikarnir, sem eru á því að
verða sér úti um einkatölvu, koma
vel fram í örvæntingarfullu lesenda-
bréfí frá frú S. Belyaeva.
„Maðurinn minn og ég ákváðum
að kaupa eina,“ segir hún í blaðinu
Komsomolskaya Pravda. „Og
hvers vegna ekki? Það er ekkert vit
í öðru en að vera í takt við tímann.
Blöðin segja, að bráðum verði
einkatölva komin inn á hvert heim-
ili.“ Þau hjón höfðu lagt stund á
tölvuforritun á stofnuninni þar sem
þau vinna bæði og spurningin var
aðeins þessi: Hvaða tegund átti að
kaupa?
Frú Belyaeva ákvað að kaupa
þá margauglýstu BK-0010 og fór
síðan í tölvuverslunina, „Elektron-
ika-búðina“. Þegar hún kom
þangað gat hún samt ekki komið
auga á neinar tölvur.
„Þar sem ég ætlaði að kaupa
tölvu,“ sagði Belyaeva, „fannst mét
best að tala við einhvern sérfróðan
og sneri mér að ráðgjafanum, lag-
legri stúlku með upplýsingabækling
fyrir framan sig.“
Eftirfarandi samtal átti sér nú
stað:
„Eg hef lesið það einhvers stað-
ar, að þið séuð nú líka komin með
tölvur, sem byggjast á Basic-forrit-
unarmálinu.“
„Þú ættir að lesa dálítið minna.“
„Nú, hvers vegna?“
„Vegna þess, að þær eru ekki til
og munu ekki verða."
„Stundum eru þó tölvur til sölu.“
„Nei.“
„Jú, einhveijar tölvur hljóta þó
að vera fáanlegar."
„Nei. Engar."
Frú Belyaevu fannst nú nóg kom-
ið af þessum spurningaleik en bað
þó um að fá að sjá bæklinginn um
BK-0010-tölvuna. „Stúlkan rótaði
í boxinu sínu og sagði síðan, að hún
hefði ekkert um þessa tölvu."
Belyaeva fór nú til verslunar-
stjórans en þar var auglýsinga-
spjald uppi á vegg og á það letrað
stórum stöfum: „BK-0010-heimiIis-
tölvan.“
„Loksins lifnaði aðeins yfir mér
en verslunarstjórinn bað mig um
að fylla út eyðublað hjá afgreiðslu-
manninum og snúa mér síðan til
annars ráðgjafa, í vöruhúsinu
sjálfu." Belyaeva var komin þangað
á minna en hálftíma „og þar barði
ég lengi að dyrum. Loksins kom
ungur maður til dyra. „Frá hvaða
búð kemurðu? Við höfum ekki feng-
ist við svona ráðleggingar lengi,
lengi.“ Síðan þagnaði hann, fór og
kom aftur með tvo bæklinga." Ungi
maðurinn vildi þó fá eitthvað til
tryggingar áður en hann afhenti
pésana." Frú Belyaeva lét hann fá
regnhlífina sína.
Frú Belyaeva ákvað nú að
hringja í ráðuneyti rafeindaiðnaðar-
ins til að spyijast fyrir um tölvuna
en þar fékk hún þessi svör: „Þú
ættir að snúa þér til „Elektronika-
búðarinnar“.“
„Já, en þeir hafa bara umsóknar-
eyðublöð þar,“ sagði hún en eftir
að símtalið hafði slitnað nokkrum
sinnum gafst hún upp.
Þrátt fyrir allt á venjulegur
Moskvubúi meiri möguleika á að
eignast einkatölvu en að komast
yfir miða að Bolshoi-leikhúsinu.
Einn þeirra hefur reiknað það út,
að vegna forgangs ferðamanna,
sem borga í erlendum gjaldeyri,
geti Moskvubúinn fengið einn miða
— á fimm ára fresti.
- ANDREW WILSON
an girðingarinnar. Hann sagði að
Vesturlandabúar gætu margt af sér
lært um samskipti við „óstýriláta
æsku“. Nú kann samt endir að
verða bundinn á starfsemi hans, því
að síðustu þijú misserin hafa orðið
fjögur svipleg dauðsföll í þessu
einkafangelsi þannig að ekki er
óhugsandi að yfirvöld láti loks loka
því.
Snemma á árinu 1986 drap einn
af vörðum Tadishio Goda fanga
nokkurn í einangrunarklefa. Þann
11. febrúar síðastliðinn kom svo upp
eldur í fangelsinu klukkan hálf sex
að morgni. Þrír fangar létust og
þar af tveir sem brunnu til bana í
einangrunarklefum sem voru
gluggalausir og læstir með hengi-
lásum.
Margar fjölskyldur í Japan eru
reiðubúnar að greiða stórfé fyrir
að fela ættingja sem valda þeim
„óþægindum" á einhvern hátt. Þeir
sem vista ættingja sína hjá Goda
þurfa að greiða 40 þúsund krónur
í inntökugjald en það er gjald fyrir
sex mánaða dvöld í Bushoin og er
óendurkræft. Eftir það kostar mán-
aðargjaldið um 2.500 krónur.
í nóvember 1986 opnaði Goda
annað betrunarhús í Tsukuba til
að svara aukinni eftirspurn. Japan-
ir taka það afar nærri sér ef einhver
úr fjölskyldunni sýnir afbrigðilega
hegðun.
„Hingað koma fíkniefnasjúkling-
ar, líkamlega bæklað fólk, geðveikt
fólk og þroskaheft. Þetta er allt af
sama sauðahúsi," sagði Goda mér.
Einn fanga sá ég sem virtist vera
blindur.
Skömmu síðar kom ég aftur til
að taka atriði fyrir sjónvarpsmynd-
ina „Gleymdu milljónirnar". Þá sá
ég átta einangrunarklefa í röð og
út úr einum þeirra heyrðist ákafur
g^átur. Vörðurinn sem hafði verið
fenginn mér til fylgdar, opnaði klef-
ann og þar húkti tvítugur karlmað-
ur, Hori að nafni, en foreldrar hans
höfðu sent hann til Goda vegna
þess að hann var háður vímuefnum.
Klefi hans var aldimmur. Báru-
jám hafði verið neglt fyrirgluggann
og klefadymar bám þess glögg
merki að Hori eða fyrirrennarar
hans í klefanum höfðu reynt að
bijótast út. „Ég sef allan daginn,"
snökkti Hori, og bætti svo auðmjúk-
lega við: „Mér þykir afar leitt
hversu mikil vandræði ég hef bakað
fjölskyldu minni." Vörðurinn, Nag-
anime að nafni, tilkynnti við svo
búið af dæmgerðri japanskri kurt-
eisi að Hori hefði ekkert meira til
málanna að ieggja og læsti hann
aftur inni í klefanum.
„Hér er strangur agi og dvölin
hér eins óskemmtileg og hægt er
að hugsa sér,“ sagði Goda. „Vist-
menn hlýða á átta guðsþjónustur
daglega. Matur er útdeildur að þeim
loknum og þeir sem ekki em við-
staddir fá því ekki mikið að borða.“
Það furðulegasta af öllu er, að
Goda virðist ekki hafa neinn laga-
legan rétt til að halda þessu fólki
fangelsuðu en talar samt mjög opin-
skátt um starfsemi sína. Sam-
kvæmt stjómarskrá Japans er fólki
óheimilt að loka ættingja sína inni
í einkafangelsum. Bushoin er ekki
sjúkrahús og Goda stærir sig raun-
ar af því að hvorki læknar né
hjúkmnarfólk séu í starfsliði hans.
Opinská ummæli hans bera vitni
um það hversu Japönum er um-
hugað um að losa sig við þá, sem
falla ekki að þjóðfélagsmynstrinu í
Japan og þeirri samkeppni sem þar
tíðkazt.
Lögreglan handtók Goda og yfir-
heyrði hann þegar Ijóst var að einn
af vistmönnum í Bushoin hafði ver-
ið myrtur. En síðan var honum
sleppt aftur og hann hófst handa
þar sem frá var horfið. Eftir bmn-
ann, sem skýrt var frá hér að
framan, var Goda þó handtekinn á
nýjan leik, en allt bendir samt til
þess að hann verði aftur látinn laus
innan tíðar og haldi áfram að halda
„afbrigðilegu" fólki bak við lás og
slá.
- DAVID COHEN