Morgunblaðið - 08.03.1987, Síða 28

Morgunblaðið - 08.03.1987, Síða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. MARZ 1987 <£1986 Un)v*rMl Prm SyndlcaU Lestu. lei&beirimgarnar mjög, mjög, irijög, mjög vandlega.." Ast er.. v n ... 18 holur á laugar- dagsmorgni. TM Refl. U.S. Pat Off.—all rights reserved ° 1987 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaf&nu Einkennilegt. Ég bíð líka eftir manni sem heitir Geirbjörn! HÖGNI HREKKVÍSI „PAV ET? EKKI VER.RA A6> HAFA (?JÖNSSÆ’T/ rBÍLN(J/Vl! •' Vituð ér enn eða hvað? Þessari spumingu er varpað hér fram vegna þess að nokkrum mönn- um sem hafa látið í sér heyra um goðaveldið foma virðist alls ekki kunnugt um ritsafn Einars Pálsson- ar „Rætur íslenskrar menningar". Þó er það regla flestra sem vilja vita, að kynna sér það helsta sem um efnið hefur verið ritað. Nýlega skrifaði Guðmundur J. Guðmunds- son grein í Lesbók Morgunblaðsins (helgina 28. febrúar 1987). Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að Auður djúpúðga sé „langlíklegasti kandídatinn í leitinni að upphafs- manni íslenska goðaveldisins". Eins og flestir vita komst Einar Pálsson að svipaðri niðurstöðu fyrir löngu og hefur skrifað um það í bókum sínum. Einar komst meira að segja að þeirri niðurstöðu að Auður hefði staðið að sjálfri mörkun Alþingis Jórunn Ólafsdóttir hringdi: Í dagskrá morgunvaktar ríkisút- varpsins á fímmtudagsmorgun, fímmta þessa mánaðar, voru kosn- ingalögin nýju tekin til umfjöllunar. Var dr. Þorkell helgason mættur hjá þeim morgunvaktarmönnum sem leituðu hjá honum umsagnar um lögin og útskýringa á þeim. Líka var hlustendum gefinn kostur á að hringja á morgunvaktina og leggja spumingar varðandi lögin fyrir dr. Þorkel. Gerðu það nokkrir. Eg gerði tilraun til þess að ná sam- bandi án árangurs. Því bið ég Velvakanda fyrir þetta greinarkom til birtingar. Það sem ég vil koma á framfæri er þetta. Lögin em óaðgengileg og svo flókin að sérfræðinga þarf til að útskýra þau og mun þá varla duga til í ýmsum tilvikum. Aðalmarkmið þeirra virðist vera að auka enn Reykjavíkurvaldið en þess var síst þörf. Sérfræðingurinn sagði bemm orðum að lögin fælu í sér meðal annars þá breytingu að kjördæmasætin úti á landsbyggð- inni fækkaði og færðust til suðvest- Einar Pálsson og þar með að hún hafi kunnað þá tölvísi sem okkur arkitektum þykir afar merkileg. Hefði grein Guð- urhornsins. Enda kom fram í fréttum sjónvarps á miðvikudags- kvöld, ijórða þessa mánaðar, að með framkvæmd nýju lagana fjölg- aði þingmönnum Reykjavíkur úr flórtán í átján, hvorki meira né minna. Auðséð er hvert stefnir. Það er bláköld blekking þegar reynt er að láta í veðri vaka að lög þessi séu til að jafna metin milli landshluta og sífellt staglast á gildi vægis at- kvæða. Landsbyggðarkjördæmun- um verða lög þessi til óþurftar einnar. Það skulu þeir sem þar eiga sinn dag og veg gjöra sér ljóst. Það var hinn versta ákvörðun að fjölga þingmönnum. Þeim hefði skilyrðis- laust átta að fækka, því þessi alltof stóri hópur er þjóðinni dýr og ýms- ir sem hann skipa ekki till heilla fyrir land og lýð. Kosningalag- asmíðin nýja er meira en misheppn- uð, hún er handaskömm sem þarfnast róttæks uppskurðar fyrr en seinna. Ekki síst þarfnast hún einföldunar svo að allt venjulegt fólk fái skilið hana án útlistunar sérfróðra reiknimeistara. Jórunn Ólafsdóttir frá Sörla- stöðum mundar verið betri, ef hann hefði látið þess getið að Einar hefði skrif- að um þessi efni á undan honum. Það hefði líka styrkt stöðu hans mjög. Annar norrænumaður, Þórð- ur Helgason, skrifaði grein í Þjóðviljann nýlega um bókina „Goð og hetjur“ eftir Bæksted, heila síðu um meginkenningu Einars Pálsson- ar, sem sé þá, að við skiljum ekkert í fomritum vorum og goðafræði nema við skiljum hugmyndirnar að baki. Benti hann jafnframt á að við þyrftum að leita að heimsmynd heiðinna manna til að skilja goð- sagnimar. Þetta er aðalkenning Einars og hefur hann hamrað á henni í heilum sjö bindum. Vafa- laust er Þórður Helgason þarna að lýsa yfir stuðningi við þessa kenn- ingu Einars. Hann sér að þessi hugmynd er sú eina rétta. En hann gat hvergi um það að þetta væri meiginatriði í rítsafninu RÍM. Það þótti mér galli því staðreyndin er sú að það gæti litið út eins og þeir væm að taka kenningar annarra ófijálsri hendi og láta eins og þæi’ séu þeirra eigin. Þó þykist ég vita að hvorugur þessara manna vilji slíkt. I Morgunblaðinu þann 7. des. 1986 var viðtal við Agnar Þórðar- son rithöfund og skildist manni af því að hann hefði varpað fram „nýj- um hugmyndum um uppruna nafns íslands". Segir í fyrirsögn að þetta séu nýstárlegar hugmyndir, hann minnist á orðið Isis og að það sé kennt við guði en ekki hafís. Á þessu er sá hængur að Einar Páls- son hafði sagt frá þessu fyrir löngu og skýrt það í bók sinni „Arfur Kelta" (sjáið til dæmis kafla fímm). Agnar kveðst hafa flutt fyrirlestra um þessar splunkunýju hugmyndir við ameríska háskóla nú í haust. Vonandi hefur hann getið um RIM þar. Líti nú hver í eigin barm. Er ekki tími til kominn að ritsafninu „Rætur íslenskrar menningar" sé skipaður sá heiðurssess sem því ber. Staðreyndin er sú að sá auður fróðleiks og þekkingar sem þar er að finna verður framtíðararfur okk- ar íslendinga. Óli Hilmar Jónsson, arkitekt. Nýja kosningalögin meira en misheppnuð Yíkveiji skrifar egar sagt var frá meintu sam- spili gleraugnasala við verð- lagningu vöru sinnar á dögunum mátti eiginlega skilja orð talsmanns þeirra svo í örstuttu sjónvarps- spjalli, að þessi verðlagningarað- gerð byggðist á eintómri umhyggju fyrir kaupendum gleraugnanna. í máli hans kom fram sú athyglis- verða staðhæfíng að ef reiptogið um viðskiptavininn færi út í verðstríð mundi það einfaldlega bitna á gæðum vörunnar. Þannig sýnist fijáls samkeppni stundum geta verið heilsuspillandi, og vaknar þá sú spurning hvort gleraugnasala hérlendis væri bara ekki best komin í höndum Sam- bandsins til dæmis. XXX * Islenskir kennarar eru ekki þeir einu í þeirri ágætu stétt sem standa í ströngu þessa dagana. Starfsbræður þeirra á Bretlandi eru í stríði við Thateher og kompaní eitt árið enn, og í fylki á Indlandi sem heitir því skrýtna nafni Tamil Nady hófu hvorki meira né minna en 200.000 kennarar verkfall núna í febrúar, rétt eins og þeir gerðu líka í árslok ’85. Það eru launin þarna eystra sem styrinn stendur einkanlega um eins og hér uppi á Fróni og í fljótu bragði verður ekki betur séð en við- bárur indversku embættismann- anna séu líka nánast þær sömu og hér hjá okkur, nefnilega: Engir peningar, elskurnar mínar. xxx En þó það sé við ramman reip að draga hjá löndum okkar í kennarastétt þegar sest er að samn- ingaborðinu eru viðbrögð viðsemj- enda þeirra samt augljóslega ólíkt manneskjulegri en hjá hinum sömu þarna úti á Indlandi. Breska blaðið Guardian, sem þessi samtíningur er úr, upplýsir til dæmis að þrátt fyrir góða samstöðu og mikinn bar- áttuvilja séu kjör kennaranna í þessu fylki ennþá svo bág að hæstu laun jafnvel þeirra háskólamennt- uðu samsvari enn í dag einungis tæpum 2.400 krónum á mánuði. Þó er það ekki allt. Þegar ind- versku kennararnir leyfðu sér að efna til útifundar í verkfallinu í hitt- eðfyrra notuðu stjórnvöld það sem átyllu til þess að hefja handtökur og linntu ekki látum fyrr en þau voru komin með 80.000 kennara af báðum kynjum bak við lás og slá. Það þarf vonandi ekki að taka fram að hér er sagt frá þessu til fróðleiks en ekki til eftirbreytni. xxx að er auðvitað ekki nema gott eitt um það að segja þegar menn vilja forðast slettur eins og það heitir og kappkosta að nota jafnan íslensk orð fremur en erlend þegar þess er nokkur kostur. Þó getur þetta gengið út í öfgar eins og til dæmis síðastliðið þriðjudags- kvöld þegar Nigel Short var að segja frá því í sjónvarpsspjalli hvert leiðin lægi næst í skákheiminum. Víkveiji, sem missti af svarinu, var satt að segja litlu nær þegar hann hugðist bjarga sér með því að grípa niður í íslenska textann. Samkvæmt honum vei'ður nefnilega næsti keppnisstaður hins geðþekka Englendings einhver fjárinn sem heitir „Sjávai-vík“ á máli hins vand- láta þýðanda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.