Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 Hamlet enno Domini Coexisience or no exisience Sarnlíf eða ekkert lif. Það er stóra spurningin. Um það tjáir sig höfundur myndskreytta enska ljóðsins hér að ofan. Vísar til hinna fleygu orða Hamlets um að vera eða vera ekki. Um sé að velja brúk- legt samlíf eða það sem kallað er ekkert líf. Þar í liggi stóra spum- ingin. Varla þarf raunar lengur að setja þama spumingarmerki. Með þéttingu byggðar á þessum hnetti og sígreiðari samskiptaleiðum er að verða ólifandi án náinna sam- skipta I löndum, flokkum eða hvers kyns hópum. Neyðin kennir naktri konu að spinna og framfar- þjóðir eru að átta sig á þessu. An stuðnings næstu nágranna eða samherja af einhverri tegund, verða þær undir í samkeppninni. Enda þjappa þjóðir sér stöðugt betur saman í hópa. Norðurlönd og svo Vestur-Evrópulönd, svo nefndir séu næstu bandamenn við okkur. Meginlandsþjóðimar, sem í aldir hafa verið að stríða og bera gömul sárindi hver til annar- ar inni á sér, sjá sig tilneyddar að láta slíkt víkja fyrir nauðsyn- inni á samvinnu. Fóru í fyrstu hægt og höktandi af stað. Þjóðir runnu saman í minni samskipta- hópa, á borð við EFTA og EBE. Og nú gengur þetta lengra og hraðar fyrir sig - af illri nauðsyn. í haust var skrifað undir Evrópu- samning um sameiginlegan markað sem gerir ráð fyrir því að nær öll Vestur Evrópa verði orðin eitt markaðssvæði á árinu 1992. Hvar stendur þá vesalingurinn ísland, sem sendir helminginn af öllum sínum útflutningi til þessara sömu Evrópulanda. Uti í kuldan- um? Ef ekki hefðu á sínum tíma verið hér forsjálir menn með Gylfa Þ. Gíslason í forustu í viðskipta- ráðherrasæti, sem sáu til þess að við urðum í tæka tíð aðilar að EFTA, þá hefðum við aldeilis leg- ið í því undanfaraa áratugi, ekki rétt? Og það var bara ekkert sárt - eftir allt saman. Nú er þetta breytt, fá lönd eftir í EFTA en því fleiri í Efnahagsbandalaginu, og fyrr en varir verða allir búnir að þjappa sér saman á „Evrópu- markaðinum". Þegar er farið að finna fyrir þessari samstöðu á miklu víðara sviði en viðskiptunum einum. Þjóðimar utan við hafa ekki sama rétt og hlunnindi í þessum löndum sem samheijamir. Þetta kom t.d. vel í ljós í hryðjuverkaöldunni í haust þegar Frakkar lögðu aftur hurðina og kröfðust vegabréfs- áritunar af gestum. Þeir sem slík kvöð náði ekki til, voru þá sam- heijamir í Efnahagsbandalag- slöndunum, en allir utan við urðu fyrirvaralaust að fá sérstaka vegabréfsáritun. Þar á meðal Svíar og við íslendingar, sem kvörtuðu sáran, enda olli það íslenskum ferðamönnum og námsmönnum miklu amstri. Þeir sem voru komnir með vegabréfs- áritun máttu svo ekki bregða sér út úr landinu nema ónýta leyfíð. Þetta er þó aðeins eitt lítið dæmi um það hvemig línumar munu á næstu árum liggja um undanþág- ur og hlunnindi. Og þá vaknar stóra spumingin um að vera eða ekki vera - með í hópnum með kostum slíks og göllum. Og hve lengi gagnast eða líðst okkur hlutverk hins fátæka og smáa, sem vill láta vorkenna sér, í heimi sem er fullur af þjóð- um sem eiga bágt. Víst er gott að vera hjá vinasveit og grönnum og kunna réttar áttir á allri byggð og mönnum orti Stephan G. Stephansson und- ir heitinu Réttar áttir. Vísan sú skaust upp úr einhveiju hugar- hólfínu í Laugardalshöllinni um síðustu helgi innan um 1250 manna marglitan hóp, sem átti það sameiginlegt að vera Sjálf- stæðismenn og komu saman undir lq'örorðinu „A réttri leið“. Þama skynjaði maður f hnotskum líkan- ið að vinnubrögðunum sem hlýtur í framtíðinni að verða að viðhafa í nútímaveröld. Að ná saman, þótt hópurinn sé fjölbreyttur og skoðanimar margvíslegar. Það skondna er að út í frá virðist það sæta tíðindum, já jafnvel þykja furðulegt að fólk skuli hafa náð saman. Ekki laust við dulítil von- brigði, sem gæjast gjaman fram í orðavali frétta. En þetta er einmitt í mínum huga eitt af því sem laðar að þess- um flokki, hann er svo stór og víðtækur og hefur frá upphafí gert ráð fyrir að þar vinni stétt með stétt. Ætlast til að allar teg- undir íslendinga vinni saman, ekki að að hvert kyn og hver stétt sé í baráttu gegn hinum.Á þessum stóru landsfundum sér maður líka fólk úr öllum stéttum þjóðfélags- ins, frá öllum landshomum, frá unglingum upp í öldunga, konur og karla og þetta er allt fólk sem hefur sóst eftir og verið valið sem fulltrúar af þv'það hefur áhuga á samfélaginu og er komið til að hafa áhrif á einn málaflokk eða fleiri. Hver skipar sér svo í ein- hvem af málaflokkunum 19, þar sem hann vill leggja eitthvað til eða fá breytt stefnumörkun í und- irstöðuplaggi því sem máleftia- nefndir hafa lagt fram. Þar sem hver málefnahópur er svo fjöl- mennur koma þar fram allar skoðanir sem á sveimi em í sam- félaginu. Og vitanlega er tekist á. Getur orðið býsna mikið fjör í umræðum. í sumum málaflokkum næst samstaða um stefnu og áherslur, sem þingmenn flokksins eiga síðan að hafa að leiðarljósi, á nokkrum klukkutímum. En þar sem ólgan er mest getur það tek- ið eins og nú þindarlausa fundar- setu í hálfan annan dag, þar til flötur fínnst á málinu og allir geta sætt sig við niðurstöður og orðalag. Þegar svo hið samræmda plagg er lagt fyrir allan skarann er aðalágreiningur leystur og sáralítið um breytingar. Menn hafa hlustað á rök hinna og sæst á það mögulega til samstöðu. Og þannig er stefnuskráin komin, sem fulltrúar flokksins eiga að kynna í kosningabaráttu og bjóða þjóðinni og reyna að vinna að þegar þeir hafa verið til þess vald- ir. Þá er komið að öðm sem skipt- ir máli fyrir afdrif samþykk- tanna.I svo stómm flokki með svo marga þingmenn em miklu meiri líkur á að takist að koma ein- hveiju fram. Og þá líka því sem maður er að beijast við að koma í stefnuskrána. Til þess duga ekki nokkrir þingmenn eða fáir borgar- fulltrúar. Hversu ágætur sem einn er, þá þarf hann að fá stuðning samheija sinna til að ná málum fram og eitthvað gerist. Einn eða fáir geta í hæsta lagi vakið at- hygli á málinu og eiga skiljanlega ekki annars kost en að hafa hátt og leggja vinnu í að láta bera á sér og sínum málum, eins og við þekkjum. Politík er sögð list hins mögulega, og stór hópur með sameiginlegt átak hefur auvitað meiri möguleika á að láta hjólin snúast. Það er feikna afl sem að baki býr, þegar 1250 manns úr öllum áttm og hópum samfélagsins koma þannig saman á einum stað til að taka kúrsinn. Og afl þarf til góðra hluta, sem hver og einn þykist auðvitað vera að reyna að fá fram með þáttökunni. Maður beinlínis fínnur fyrir því á slíkri samkomu. Og það er slíkt afl sem Evrópuþjóðimar era nú tilneyddar til að reyna að ná með því að leggjast saman á árar, jafnvel þótt enginn fái allt sem hann vill. MÖGULEIKAR FYRIR UNGLINGA \ Gráfeldi bjóðast nú ótal spennandi og líflegir möguleikar í unglingaherbergið. Samstæður frá Lundia; rúm, hillur, skrifborð, stóla r o. m . f I. - a I It í st í I og óta II itu m t. d . sva rt og hvítt eða rautt og hvítt, eða sá litur sem þú helst kýst. Verið tímanlega á ferðinni því stórhátíðar nálgast óðum. GRÁFELDUR HF. BORGARTÚNI 28 psö/sia SÍMI 91-62 32 22 Nýsending af ^^mtoJxÁKS hanskaskinnskóm og breiðum götuskóm Póstsendum SKÓ SEL LAUGAVEGI 44, SÍMI 21270 Síðdegisfundur Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga heldur síðdegisfund þann 16. mars kl. 16.00 í Þingholti, Hótel Holti. Prófessor Hans Brems, lllinois háskóla, flytur erindi á ensku: „After three centuries and a half — what have you le- amed?“ eða hvaða árangri hefur hagfræðin náð á þeim 350 árum, sem hún hefur verið til. Hans Brems er fæddur 1915 í Danmörku. Embættispróf frá Hafnarháskóla. Var skólabróðir Klemensar Tryggvasonar, f.v. hagstofustjóra og Ólafs Björnssonar, prófessors. Doktorspróf 1950. Starfaði fyrst í Danmörku, en frá 1954 háskólakennari f USA. Hefur veríð gistikennari víða um heim. Hefur skrifað mikinn fjölda ritgerða í virtustu hagfræði tímarit heims. Er einnig höfundur margra bóka. Síðast kom út bók eftir Hans Brems í fyrra: Pioneering Economic Theory, 1630—1980: A Mathematical Restatement. Aöeins örfðir hagfræöingar af norrænum ættum hafa öðlast jafnmikla frægð fyrir störf sín og Hans Brems.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.