Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 18
18 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987
Desktop Publishing
IhneXlakcr RmeMaker
Einkaútgáfa á einfaldan hátt
Eina námskeið sinnar tegundar hér á landi
Ein markverðasta nýjung seinni ára er Desktop Publishing, sem gerir öllum
kleift að setja, umbrjóta og prenta hvaðeina sem annars þyrfti að leita til
sérfræðinga með.
Hvemig er hægt að
stórlækka kostnað viö
ársskýrslur, eyóublöð,
verðlista, vörukynningar,
auglýsingar, fréttabréf og
bækur?
Tími: A: 21. mars og 22.mars kl 10-17 B:23., 25. og 30. mars kl. 17-21
Kennarar: Jón Bjami Bjamason, auglstj. og Halldór Kristjánsson, verkfr.
Tolvu- og
verkfræðiþj ónustan
Námskeiðið er mjög hentugt þeim sem
hafa umsjón með kynningarstarfi.
Skráning í síma 688090 strax í dag !
HVAD gerio,
EGROHE RANNSOKNIR - ”
- ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR -
NOTUÐ BLÖNDUNARTÆKI FRÁ ÍSLANDI ERU HEPPILEG TIL
RANNSÓKNA OG ÞRÓUNAR NÝRRA BLÖNDUNARTÆKJA FRÁ
E3GROHE
mmmm.
UMBODSMENN UM LAND ALLT
25610 G/8/T/L 33O50t/V^ 21277 L
f. 'm"<§ / 21610 G/8/L/T
W4~i fíTI iil íoTTÍI
m&\ 1 1
/ 'wtý/'-'.;! rW? . \ / \ / f " -Auj
Frönsk skólabörn
koma um páskana
Keflvískir krakkar til Frakklands í vor
Tveir skólar, Saint-Paul skólinn í Hem í Norður Frakklandi og
Holtaskóli í Keflavík á íslandi, hafa tekið upp vinasamband og
er það í fyrsta skipti að slíkt „tvíburasamband" kemst á milli
grunnskóla í Frakklandi og á íslandi. Og nú standa fyrir dyrum
heimsóknir nemenda í þessum skólum hver tíl annars til að
efla kynnin. 29. mars næstkomandi koma 66 nemendur í Saint-
Paul til íslands ásamt kennurum sínum og frönskum blaðamönn-
um til tveggja vikna dvalar. Og 16. maí munu 50 nemendur úr
Holtaskóla í Keflavík fá að kynnast Frakklandi á sama hátt í
heimsókn til Hem.
Undanfarið ár hafa nemendur
þessara tveggja skóla unnið að
því að kynnast, en í febrúar 1986
kom skólafulltrúinn franski
Francois Scheffer til Keflavíkur
og ræddi við skólastjóra og kenn-
ara þar. Strax á eftir tóku
nemendur skólanna að skrifast
á. Yfír 100 nemendur úr efstu
bekkjunum, 7-9. bekk, eiga þegar
í bréfaskiptum. Báðir aðilar skrifa
á ensku, en í Holtaskóla hafa 15
nemendur þegar byijað á frönsku-
námi. Enskukennarinn þar, Hildur
Harðardóttir, er tengiliðurinn við
franska skólann í samvinnu við
Sigurð Þorkelsson skólastjóra og
Francois Scheefer annast sam-
skiptin frá hlið Frakkanna í
samvinnu við sinn skólastjóra,
Jacques Sockeel.
Kynningarstarfið hefur verið
mjög blómlegt í báðum skólunum.
Á tveggja mánaða fresti er gefíð
út blað í hvorum skóla fyrir sig
og þar fjallað um skólastarfið,
kynningu á landi hins aðilans,
tónlist, kvikmyndir, frönsku eða
íslensku kennslu og hvað eina sem
unglingarnir hafa áhuga á. Ice-
News heitir nemendablað Holta-
skóla en Generation Saint-Paul
er nafnið á blaði frönsku skóla-
nemanna. Auk þess er skipst á
dagblöðum, tónlist á böndum og
bókum. Öll þessi kynning hefur
auk bréfaskriftanna eflt vináttu
milli nemendanna í löndunum
tveim.
Unnið hefur verið að fyrir-
huguðum heimsóknum, og hefur
skipulagning ferðanna að sjálf-
sögðu krafíst mikils undirbúnings.
Skólanemar beggja megin hafsins
lögðu sig fram um að fínna sem
ódýrastan ferða- og dvalarkostn-
að fyrir félaga sína. Og tekist
hefur að ráða við kostnaðinn, svo
af ferðunum getur orðið.
Frönsku unglingamir koma
sem fyrr segir 29. mars og dvelja
á heimilum bréfavina sinna, en á
daginn verða famar ferðir um
Reylganes, Reykjavík, Borgar-
Qörð, Snæfellsnes, að Gullfossi
og Geysi, Skógum, í Borgarfjörð,
til Þingvalla, á Snæfellsnes og í
lokin mun Vigdís Finnborgadóttir,
forseti íslands taka á móti þeim.
Jafnframt munu þau fá nokkrar
kennslustundir um ísland inn á
milli og lagt kapp á að þau kynn-
ist raunverulega landinu og
menningu þjóðarinnar.
Um miðjan maí fara nemendur
frá Keflavík svo til Frakklands
og dvelja hjá bréfavinum sínum í
Hem, sem er nálægt landamærum
Belgíu. Þeir fara þá dagsferðir
um skóglendi Norður Frakklands,
heimsælqa flæmsku bæina og
rómönsku þorpin á svæðinu og
halda í fylgd kennara til Parísar,
þar sem þeir skoða m.a. Versali.Er
það tveggja vikna ferð eins og
ferð frönsku unglinganna.
Franski skólafulltrúinn Francois Scheefer, sem kom til íslands
og er mjög áhugasamur um samskiptin milli frönsku og íslensku
skólanna.
Til Israels
í sólina
Jerúsalem — Betlehem — Hebron — Dauðahafið — Massada — Jeríkó — Nazaret
— Kapernaum — Golanhæðir — Akkó — Haifa — Netanya — Tel Aviv — Jaffa.
Láttu drauminn rætast. Þægileg þriggja vikna ferð til Landsins helga þar sem leitast verður við
að sameina skoðunarferð á fræga sögustaði og hvíldarferð á yndislega strönd Miöjarðarhafs-
ins. Dvalið veröur 7 daga í Jerúsalem, 3 daga í Tíberías á strönd Genesaretvatns og 8 daga á
einni bestu baöströnd landsins, Netanya. 2 dagar í London á heimleið. Góð 3ja til 4ra stjörnu
hótel með morgunveröi. Skoðunarferðir innifaldar í verði.
Ser?ö59.8oo,aí Notið þetta einstaka tækifæri
Meöalfjötdi sólardaga I mal 30 dagar.
Meðalhiti 26-32 *tig.
Fararstjórar: Hrefna Pótursdóttlr og Þráinn Þortelfsson,
formaður félagslns fslsnd—Israel.
Ferðaskrifstofa Snorrabraut 27-29, simi 26100
liA ílaáuíí't&iía?’?'.