Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987
B 5
Símamynd/Pressens Bild
Hans Holmér lögreglustjóri (t.v.) og Claes Zeime ríkissaksóknari tilkynna handtökur
Kúrda, sem síðan var sleppt: 95% viss.
semina ofurliði og ég get
því ekki tekið á mig ábyrgð-
ina á rannsókninni," sagði
hann. "Leitin að morðingj-
anum hefur siglt í strand.
Síöasta mánuðinn hefur
engin raunveruleg rann-
sókn farið fram. Ég fer
aldrei aftur í lögregluna."
Holmér vísaði á bug allri
gagnrýni og sagði að 170
vísbendingar hefðu verið
kannaðar. Hvað sefn því
líður er Ijóst að lögreglan
verður að rannsaka málið
aftur frá grunni. Nú vinna
70 lögreglumenn að rann-
sókninni í stað 300 áður
og þeir eru ráðþrota og
vondaufir. Yfirmaður tæk-
nideildar lögreglunnar,
Wincent Lange, lætur þó
ekki hugfallast. „Við eigum
enn langt í land og margt
hefur farið úrskeiðis, en
þessi flókna gáta verður
ráðin," segir hann.
Pinochet?
Hver kenningin hefur
rekið aðra síðan rannsókn-
Sfmamynd/AP
Sáttasemjarinn Olof Palme (t.h.) ræðir við Ali Rajai forsætisráðherra (t.v.) í Teheran 1980: íranar vildu skaðabætur.
Símamynd/PB
Holmér með samsetta mynd af manni, sem á að hafa
fylgt Palme eftir og njósnað um hann: leitin hefur siglt
í strand.
Símamynd/Reuter/PB
Lögreglumaður með aðra
af tveimur kúlum sem urðu
Palme að bana: samsæris-
kenningar.
Kúrdar?
Hans Holmér sagði þeg-
ar hann lét af starfi lög-
reglustjóra í Stokkhólmi í
síðustu viku aö hugsanleg
tengsl morðsins við Persa-
flóastríðið hefðu þegar
verið athuguð án árangurs,
en viðurkenndi að síðan
hefðu komiö fram „nokkur
smáatriði". Eins árs þreyt-
andi rannsókn 300 lög-
reglumanna undir hans
stjórn bar engan árangur.
Þótt oft væri heitið „skjótri
lausn" tókst ekki að finna
morðingja, morðvopn eða
morðástæðu.
Eiginlega kannaði Holm-
ér bara tvær vísbendingar.
Sú fyrri varð til þess að lög-
reglan handtók 32 ára
gamlan kennara, Viktor
Gunnarsson, sem stóð í
tengslum við „Evrópska
verkamannaflokkinn"
(EAP), útibú hreyfingar
bandaríska hægriöfga-
mannsins Lyndon LaRou-
che, en hann var fljótlega
látinn laus vegna skorts á
sönnunum. Samkvæmt
hinni vísbendingunni stóðu
að morðinu öfgasinnaðir
flóttamenn úr bönnuðum
verkamannaflokki Kúrda,
PKK, og Holmér sagði oft
að hann væri „95% viss
um“ aö sú kenning væri
rétt.
Hann var gagnrýndur
fyrir að einblína á Kúrdana
og var svo ráðríkur að K.G.
Svensson saksóknari sagði
af sér í maí. Hann og eftir-
maður hans, Magnus
Sjöberg, töldu að Holmér
væri ósamvinnuþýður og
aö þeir ættu að stjórna
rannsókninni lögum sam-
kvæmt. Þótt rannsóknin
gengi illa var Holmér kjör-
inn „maður ársins," en
vegna gagnrýni Sjöbergs
neyddist hann að lokum til
að segja af sér.
Kunnur rithöfundur
gagnrýndi Holmér fyrir að
hafa engan áhuga á að
upplýsa málið, yfirheyra
ekki einu sinni nágranna
Palmes og vanrækja fleiri
atriði. Sá orðrómur komst
á kreik að Holmér byggi
yfir leynilegum upplýsing-
um um ráðherra, m.a. um
einkalíf Palmes, frá því
hann var yfirmaður leyni-
lögreglunnar (SÁPO), og
notaði þær til að „beita
stjórnina þrýstingi." í jan-
úar voru 20 Kúrdar úr PKK
handteknir, en ekkert nýtt
kom fram og þeim var
sleppt 10 tímum síðar. Lög-
reglan viðurkenndi að hún
væri komin í þrot, varð að
athlægi og var í þokkabót
sökuð um að „ofsækja inn-
flytjendur".
Carlsson forsætisráð-
herra ákvað að rannsóknin
skyldi endurskipulögð, tók
málið af Holmér og fól
Holger Romander, yfir-
manni ríkislögreglunnar, og
Sjöberg ríkissaksóknara að
stjórna rannsókninni
4.febrúar sl. Holmér var
beðinn að vinna áfram við
rannsóknina sem „ráðu-
nautur", en hann ákvað að
hætta því starfi þegar hann
sagði af sér sem lögreglu-
stjóri Stokkhólms 5.marz.
„Kerfið hefur borið skyn-
in hófst og rannsóknar-
nefnd þingsins telur eitt
brýnasta verkefni sitt að
kveða niður alls konar
sögusagnir, sem hafa
komizt á kreik.
Margir telja skýringanna
að leita innanlands og stað-
hæfa m.a.: Svíar búsettir
erlendis myrtu Palme til að
mótmæla efnahagsstefnu
hans. Hópur háttsettra
embættismanna stóð á bak
við morðið, þar sem þeir
töldu utanríkisstefnu hans
ógna öryggi Svíþjóðar.
Hópar manna í lögreglunni
stóðu að morðinu, þar sem
þeir töldu hann veikja varn-
arviðbúnað Svíþjóðar.
Morðið átti að vera undan-
fari stjórnarbyltingar, sem
ekkert varð úr.
Því hefur verið haldið
fram að vestur-þýzku
hryðjuverkasamtökin
„Rauði herinn" (RAF) hafi
myrt Palme til að hefna sín
á Svíum fyrir að framselja
RAF-liðsmanninn Siegfried
Hausner 1975. Menn úr
„Scientology" og fleiri trú-
arhreyfingum hafa og verið
taldir koma til greina.
Samkvæmt einni kenn-
ingunni lét Augusto Pino-
chet forseti myrða Palme
vegna ásakana hans um að
stjórn Chile væri skipuð
morðingjum og lýðræðis-
óvinum. Þegar sænska
lögreglan kannaði þetta
rakst hún á nafn
bandarísks borgara, Mic-
hael Vernon Townleys,
sem játaði 1976 að leyni-
þjónusta Chile hefði falið
honum að myrða Palme.
Hann var dæmdur í Banda-
ríkjunum 1976 fyrir að
myrða vin Palmes og
stuðningsmann Salvadors
Allende, Orlando Letalier.
í réttarhöldunum kom
fram að Townley hefði
einnig reynt að myrða út-
laga frá Chile, Bernardo
Leighton, og konu hans á
götu í Róm. Sú tilraun
minnti á morðið á Palme.
Townley var látinn laus
1983 og hefur síðan sézt
víða í Evrópu ásamt fulltrú-
um króatískra, ítalskra og
úkraínskra fasistahópa.
Króatíska Ustasa-hreyfing-
in og samtök nýnazista í
Svíþjóð og víöar hafa verið
bendluð við morðið.
Ein síðasta kenningin er
á þá leið að Palme hafi
verið myrtur vegna þess
að hann hafi stofnað öryggi
sínu í hættu með ástarsam-
bandi við Emmu Roth-
schild, dóttur Rothschilds
lávarðar, sem í vetur var
hreinsaður af ásökunum
um að hafa verið „fimmti
maðurinn" í njósnahneyksl-
um Breta eftir stríð.
Ruyssenaar
Bandaríkin og Sovétríkin
hafa verið orðuð við morð-
ið. Því er haldið fram að
CIA hafi staðið á bak við
morðið vegna herferðar
Palmes gegn Víetnamstríð-
inu, andstöðu hans við
geimvarnaáætlun Reagans
forseta og baráttu hans
fyrir kjarnorkuvopnalaus-
um Norðurlöndum. KGB á
að hafa staðið á bak við
morðið vegna þess að vet-
urinn 1985-1986 gerði
Palme sig líklegan til að
verða við óskum Banda-
ríkjamanna um að sjá til
þess að vestrænn hátækni-
búnaður bærist ekki til
Sovétríkjanna um Svíþjóð.
Kenning eftir Henk Ru-
yssenaar um „samsæri
hergagnaiðnaðarins og
stjórnmálaafla í Svíþjóð"
vakti nýlega mikla athygli.
Hann sagði: „Morðið kom
sér einkar vel fyrir iðnaðinn
í Svíþjóð, heraflann, vopna-
iðnaðinn, bankakerfið og
alla, sem urðu fyrir barðinu
á banni við sölu tæknibún-
aðar."
Ruyssenaar spurði
hverjir hefðu hagnazt á
morðinu og sannfærðist
um að það heföi verið
pólitískt. Bandaríkjamenn
hafi verið orðnir tregir til
að útvega hergagnaiðni
Svía tæknilegar upplýsing-
ar og hann hafi verið farinn
að dragast aftur úr. Þess
voru mörg dæmi að Rússar
fengu bandarískan há-
tæknibúnað frá Svíþjóð.
Stjórn borgaraflokkanna
leysti þennan vanda með
viðræðum við Bandaríkja-
menn, en Palme hætti
þeim þegar hann tók við
1982 að sögn Ryussenaar.
Hann hafi „viljað bjarga
hlutleysi Svíþjóðar á sama
tíma og aðrir reyndu að
færa Svíþjóð nær NATO."
Bandaríkjamenn vildu
tryggja að Svíar seldu ekki
Rússum bandarískan há-
tæknibúnað og kröfðust
þess að Svíar hlíttu sömu
reglum og giltu í NATO-
ríkjum. Palme vildi ekki
samþykkja það vegna hlut-
leysisstefnu Svía.
Þremur mánuðum eftir
morðið, l.júní 1986, undir-
rituðu Bandaríkjamenn og
Svíar samning, sem tryggði
Bandaríkjamönnum eftirlit
með sölu hátæknibúnaðar
til Sovétríkjanna. Rúmu
hálfu ári síðar varð Algern-
on fv. aðmíráll fyrir járn-
brautarlest í Stokkhólmi.
„Palme og Algernon, sem
vissu of mikið um þessi
mál, eru látnir og hjá öllum
er viðkvæðið: slíkt gerist
ekki í Svíþjóð," segir Ruyss-
enaar.
KGB-morð?
Sá galli er á kenningu
Ruyssenaars að samning-
urinn frá júní 1986 hafði
verið gerður í janúar eða
febrúar og Palme lagt
blessun sína yfir hann 27.
febrúar, daginn áður en
hann var myrtur. Því má
snúa dæminu viö og segja
að það hafi verið Rússar,
sem hafi hagnazt á morð-
inu, þar sem Palme hafði
gengið að kröfu Bandaríkja-
manna. Hatrömm barátta
flokksmálgagnsins
„Pravda" gegn kröfum
Bandaríkjamanna um eftir-
lit með sölu hátæknibúnað-
ar veturinn 1985-1986 gæti
rennt stoðum undir slíka
kenningu.
„Pravda" skýrði ítarlega
frá umræðum um rétt
Bandaríkjamanna til eftir-
lits með hátæknibúnaði í
Svíþjóð og skrif blaðsins
fólu í sér svofellda viðvörun
til Svía: Samningur við
Bandaríkin á þessu stigi
yrði ógnun við hlutleysi
Svíþjóðar. Þegar samning-
urinn var samþykktur
27.febrúar hljóta Rússar að
hafa séð að barátta þeirra
hafði farið út um þúfur og
herafli þeirra og iðnaður
fengju ekki framar hátækni-
búnað frá Svíþjóð. Daginn
eftir var Palme myrtur.
Fylgjendur KGB-kenn-
ingarinnar segja það aðferð
Rússa að reyna að sýna að
tilslakanir gagnvart Banda-
ríkjunum séu í raun „ógnun
við hlutleysi Svíþjóðar."
Þeir benda á tilraunir Rúss-
ar tii að sýna að CIA hafi
staðið bak við morðið, m.a.
með sjónvarpsmynd, sem
var sýnd í sænska sjón-
varpinu I vikunni þrátt fyrir
mótmæli Bandaríkjamanna
og fékk slæma dóma. Þetta
beri vott um að Rússar
hafi slæma samvizku og
hafi farið eins að þegar
reynt var að myrða páfa á
Péturstorgi 1981. Margir
telja enn að KGB hafi skipu-
lagt tilræðið í samvinnu viö
búlgörsku leyniþjónustuna,
sem hefur einnig verið
grunuð um morðið á
Palme.
„10% líkur“
Richard Reeves sakar
sænska embættismenn
um að reyna að loka rann-
sóknarleiðum, halda aftur
af lögreglunni og villa um
fyrir henni. Hann telur
sænska framámenn hallast
að því að morðið á Palme
megi rekja til þeirrar
ákvörðunar hans að stöðva
vopnasendingar til írans og
klaufalegra tilrauna hans til
að stöðva Persaflóastríðið.
Algernon hafi verið myrtur
vegna vopnasölunnar og
Palme-rannsóknarinnar.
Nærtækast virðist að
ætla að morðið gai átt ræt-
ur að rekja tii „Svíagates",
þótt einfaldasta kenningin,
og líklega sú sem flestir
vilja trúa, sé að morðinginn
hafi verið geðsjúklingur. En
Svíar virðast hafa fengið
vantrú á öllum kenningum,
sannfærzt um að gátan
verði aldrei ráðin og telja
það fyrir beztu. Reeves
hefur eftir sænskum ráða-
manni: „Við vitum að innan
við 10% líkur eru á því að
morðgátan verði ráðin.
Vandi okkar felst ekki í því,
heldur hinu, hvað sænska
þjóðin telur að hafi gerzt
og hvernig bregðast skuli
við því. Núna viljum við það
eitt að þessu Ijúki einhvern
veginn. Við verðum að
komast yfir þetta."
Palme-málið minnir Svía
á Kennedy-morðið, það
hefur hvílt á þeim eins og
mara og þeir vilja gleyma
því sem fyrst. Lögreglan
hefur hækícað verðlaunafé
fyrir upplýsingar er geti leitt
til handtöku úr 5 þús. s.kr.
I fimm millj, (30 millj.ísl.kr.),
en lögreglan stendur í
sömu sporum og fyrst eftir
morðið og morðinginn hef-
ur eins árs forskot. Málið
hefur komið Svíum til að
skoða sig í nýju Ijósi. Þeir
trúa því ekki lengur að þeir
búi í landi, þar sem friður,
skynsemi, hæfni og sóma-
tilfinning sitji í öndvegi, og
hafa sannfærzt um að þeir
lifi í ótryggum heimi, þar
sem allra veðra sé von.
GH