Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 B 31 Karate-strákurinn — Ralph Macchio. Steven Spielberg í BÍGERÐ: Spielberg, Tinni o.fl. að hefur ekki farið mikið fyrir leikaranum góðkunna George Segal upp á síðkastið. Hann lauk þó nýlega við að leika í sjónvarps- grínmynd sem heitir Many Happy Retums. Hann leikur mann sem lendir fyrir mistök í vandræðum útaf skattinum sínum en Helen Shaver leikur konuna hans og Ron Leibman (sem hefur ekki heldur látið mikið á sér bera) leikur mág hans. Melissa Mathison (höfundur E.T.) er að skrifa nýtt handrit fyrir uppáhaldsieikstjórann sinn, Steven Spielberg. Það er byggt á hinni al- kunnu frönsku teiknimyndahetju Tinna. Mathison situr nú við að búa til eitt handrit uppúr þremur af bókum Hergé. En fyrst verður Spielberg að ljúka við þriðju og síðustu Indiana Jones-myndina. Búist er við að tökur á henni hefjist í Norður-Karólínu næsta haust. Að sjálfsögðu verður Harrison Ford í hlutverki fomleifafræðingsins æv- intýragjama. Spielberg er hættur við að fílma Peter Pan. Félagar hans hjá Disney hafa tekið við því verkefni. í stuttu máli: Karate-strákurínn III (Karate Kid III) er með Ralph Macchio í aðalhlutverki sem fyrr og nú dreymir hann um að beijast í Kína. Ridley Scott er að gæla við þá hugmynd að búa til sjónvarps- drama sem hann vill kalla Police 2000 og er einskonar löggumynd úr framtíðinni. Diane Keaton leikur með Sam Shepard hennar Jessicu Lange í Baby Boom og stórfram- leiðandinn Dino De Laurentiis hyggst eyða litlum 150 milljónum dollara í gerð bíómynda í ár. King Kong lifir er ein af hans síðustu myndum. Af aðsókninni á hana að dæma hefði hún allt eins getað heitið Jarðarfor King Kongs. ur þegar byijað að góla Fred-dy, I Fred-dy þar til það varð að hávæm öskri. I New York risu kvikmynda* húsagestir úr sætum og hrópuðu viðvörunarorð til þeirra persóna í myndinni sem rétt á eftir urðu fóm- arlömb Freddys og í Syracuse þurfti lögregla á hestum að stjóma manngrúanum. Fyrir þá sem ekki ■ vita er Freddy persóna úr drauma- r — heiminum, sem vopnuð er hárbeitt- um hnífum á hveijum fingri og er gersamlega ósigrandi. Þótt hann komi aðallega fyrir í draumum ógæfusamra liggur blóðslóðin eftir hann í raunvemleikanum en ekki draumalandinu. „Freddy er per- sónugervingur hins illa,“ segir Robert Shaye hjá New Line Ci- nema, sem framleiðir myndina, þegar hann reynir að útskýra vin- sældir Freddys. „Það er engin leið að losa sig við hann. Það er enginn góður endir. Hann er alltaf til stað- ar og verður ekki sigraður. Hið illa verður ekki sigrað af hinu góða í þessum myndum. Hið góða og hið illa eiga í sífelldri baráttu og Freddy skýtur sífellt upp kollinum." Fred-dy, Fred-dy. NÚ ER EKKI VANDIAÐ VELJA Kr. 32.800.- Kr. 5.950.- Sýning I dag frá kl. 2—4. Duus hf.y Keflavík, sími 92-2009. HÚSGAGNAVERSLUN REYKJAVÍKURVEGI 66 HAFNARFIRÐI SÍMI 54100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.