Morgunblaðið - 05.04.1987, Side 52

Morgunblaðið - 05.04.1987, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1987 Úlfaldinn getur borið 270 kg á bakinu allt að 50 km á dag. Drottningin af Saba Úlfaldalestirnar fluttu fílabein og húðir frá Afríku, silki frá Ind- landi, pappír frá Kína, krydd frá Suðaustur-Asíu og reykelsi og myrru frá Suður-Arabíu. Þesi ilm- andi efni eru unnin úr kvoðu gúmmítrésins, sem vex í Oman og Suður-Yemen. Grikkir, Rómverjar og aðrar þjóðir brenndu ósköpum af þessum efnum árlega við trú- arlegar athafnir, og notuðu þær líka til þess að vinna úr þeim ilm- efni og smyrja lík með þeim. Drottningin af Saba getur hafa ferðast með úlföldum eftir þessari reykelsisleið, þegar hún var í sinni frægu heimsókn til Salómons kon- ungs, því að konungsríki hennar náði líka yfir bröttu, grænu fjalla- héruðin, þar sem nú er Norður- Yemen. Reykelsisvegurinn hafði þegar verið lengi farinn er Nabatear tóku við yfirráðum hans um árið 400 f.Kr. Frá höfuðborg sinni, Petra, „rósrauða bænum sem er næstum því jafngamall tímanum", stjórnuðu þeir umferðinni lengi og fluttu verslunarvörur frá róm- verska heimsveldinu. Úlfaldalestir þeirra fóru fram og aftur um Austurlönd nær og þær voru í hlutafélagsformi, sem kaupmenn í Petra stóðu saman um. Úlfaldalestaferðirnar mynduðu heilt net af verslunarleiðum um allt rómverska ríkið. Eftir fall Rómaveldis kom það í ljós, að úlf- aldalestirnar fóru um sem áður án þessa nets í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku og því kærði sig enginn um að viðhalda rómverska kerfinu. Biblían greinir frá því á einum af þeim þrjátiu stöðum þar sem minnst er á úlfalda, að Job í Gamla testamentinu hafi átt sex þúsund úlfalda og Abraham átti býsna marga. Annars er úlfaldinn alltaf tengdur islam. Múhameð, spámaður islam, var úlfaldareki og kaupmaður og svo er hermt, að hann hafi að minnsta kosti farið eina lestarferð frá Mekka til Sýr- lands, fram og aftur. Þegar Múhameð hóf trúboð sitt, einni öld eftir hrun Rómaveldis, voru áhangendur hans tilbúnir að leggja undir sig syðsta hluta þess heims sem þá var kunnur. Úlf- aldasveitir veittu múhameðstrú- armönnum hjálp í baráttunni um völdin. í herferð gegn Býzans- búum í Yarmuk sigraði islam þeg- ar öskusandbylur myrkvaði orr- ustuvöllinn, eins og hann væri sendur af Allah til þess að hjálpa úlfaldariddurunum. Ekkert annað dýr stenst sandstorma sem úlfald- ar. Meðan einn her múhameðstrú- armanna komst alla leið vestur til Tours í Frakklandi, fór annar yfir Mið-Asíu og sigraði kínverskan her við Talasfljót árið 751. Mú- hameðstrúarmenn tóku marga fanga, nokkra baktríanska úlf- alda, þ.e. kameldýr, og rændu nokkru sem hafði að geyma merkilegt efni — pappír. Kínverj- ar höfðu þá lengi kunnað þá list að búa til pappír, á sama tíma og Mið-Austurlönd og Evrópa höfðu orðið að gera sér að góðu sefpapp- ír og pergament við skriftir. Eini feröamátinn Nokkrir af kínversku föngunum höfðu kynnst leyndardóminum að framleiða pappír. Þeir kenndu ar- öbum listina, sem tóku að gera pappír í Samarkand. Þaðan var hann sendur með skipi til Dam- askus. Þessi borg varð síðar mið- stöð pappírsiðnaðarins, en þaðan var pappírinn fluttur í stór- skömmtum með úlfaldalestum út um allt hið víðlenda islamska ríki. í bréfi, sem ritað er á tólftu öld, er sagt frá því að 28 úlfaldalestir með Damaskuspappír hafi verið sendar frá borginni til Egypta- Iands, og var þetta þó einkapönt- un. Öldum saman var einasti ferða- mátinn um verulegan hluta Asíu og Norður-Afríku að fara með úlf- öldum. Þegar Marco Póló hóf leið- angur sinn yfir Asíu frá Armeníu 1272 til khansins mikla í Kína, fór hann að öllum líkindum með úlf- aldalest. Napóleon fékk svo mikið álit á úlföldum, er hann van Eg- yptaland 1798, að hann kom á fót úlfaldariddarasveit og hafði uppi áform um að flytja úlfalda til Evr- ópu. Hann hélt heim til Frakk- lands á úlfalda, sem var einkaeign hans, en gaf hann seinna dýra- garði. Frakkar voru annars ekki hrifn- ir af úlföldum. En franskir úlf- aldariddarar hjálpuðu til við stofnun margra nýlendna þeirra í Afríku, þar á meðal Alsír árið 1835. Bretar mynduðu úlfaldaridd- arasveit í Súdan, sem var við lýði allt til 1921. Gamlar teikningar í British Museum benda til þess að í Krímstríðinu 1853—56 notuðust bæði Bretar og Rússar við úlfalda- lestir. Frétt hermir, að „tuttugu og fimm þúsund úlfaldar voru að verki sem burðardýr undir stjórn Napier hershöfðingja". Einnig til Ameríku Úlfaldinn hefur einnig fengið rúm í sögu Ameríku. Árið 1836 fékk Washingtonbúi einn þá hug- mynd að menn ættu að notfæra sér úlfalda í Vesturheimi. Ekkert gerðist fyrr en Bandaríkjamenn lögðu undir sig tíu þúsund ferkíló- metra land í mexíkanska stríðinu. Þá fengu úlfaldasinnar meðbyr og þeir hlutu stuðning „úlfalda-hrað- lestarinnar", sem kom frá Kali- forníu. Árið 1855 veitti þingið þrjátíu þúsund dollara til kaupa á 75 úlföldum frá Miðjarðarhafs- löndum til reynslu og hvort þeir gætu orðið til gagns í suðvestur- hluta ríkisins. Hermálaráðuneytið bar ábyrgð á framkvæmdum. Úlföldunum var skipað á land úr tveim skipum í Indíanóla í Tex- as og þeir voru sendir til búða í grennd við San Antonío, en þær höfðu verið byggðar undir eftirliti Robert E. Lee hershöfðingja. Nokkur hluti úlfaldasveitarinnar átti, undir stjórn E.F. Beale liðs- foringja, að kortleggja leið fyrir þá frá Fort Defiance, í Nýju Mex- íkó, til Suður-Kaliforníu. Er fram liðu stundir varð Beale áhugamað- ur um úlfaldarækt og lýsti yfir því að úlfaldinn ynni þrisvar sinnum meira en múldýrið, sem þeir áður höfðu mest notað. En þeim, sem voru hliðhollir múldýrum, geðjað- ist ekki að úlföldunum og héldu því fram að þeir fældust í hvert sinn sem þeir mættu hesti. Margir úlfaldarekar, sem komnir voru til Ameríku, struku, og úlfaldaævin- týrið endaði þegar borgarastyrj- öldin braust út. Árið 1864 seldi ráðuneytið úlf- aldana, flestir þeirra enduðu ævi sína sem burðardýr í námum. f mörg ár strituðu úlfaldarnir í Nevadanámunum og drógu málma til bræðsluofnanna. 1879 sam- þykkti þingið lög, þar sem bannað var að nota dýrin til þessara hluta. Nú fengu þau frelsi, en allur þorri þeirra var skotinn í Arizona eða Nevada. Fátæklingarnir Þetta voru dapurleg endalok á merkilegri tilraun. En úlfaldinn gat ekki keppt við járnbrautina. Og eins og nú er komið getur hann ekki keppt við vöruflutningabíl- ana. Á okkar dögum, einnig í Mið-Austurlöndum og Norður- Afríku, þar sem úlfaldarnir eru í umferð sem fyrr, eru það aðeins fátækir bændur sem nota úlfalda til flutninga. Nú vinna úlfaldarnir það verk sem asnar unnu áður, þeir eru mjaltaðir og loks bíður sláturhúsið þeirra. En hefðin heldur úlfaldanum við og ef stóru úlfaldalestirnar kynnu einhverntíma að hverfa mun úlfaldinn samt verða þýð- ingarmikil skepna í stórum hlut- um heims. í grennd við pýramíd- ana í Egyptalandi gefur enn í dag að líta úlfalda sem ganga enda- lausan hring kringum vátnsmyll- urnar og dæla upp vatni úr skurð- unum til þess að vökva gróður- blettina. Á götu í Delhí í Indlandi tefja vagnar, sem úlfaldar ganga fyrir, umferðina, sumir þeirra eru með þriggja metra háar byrðar á bakinu. Og í Amman í Jórdaníu, í grennd við Basmanhöllina, e^ enn- þá til sýnis rauðklædd .eyðímerk- ur-lögreglusveit. Henni er komið fyrir framan við veltamda úlfalda Husseins konungs. Islenskir söngvar Hljómplötur Egill Friðleifsson Efni: Sönglög eftir Atla Heimi Sveinsson, Jón Þórarinsson, Jórunni Viðar, Pál P. Pálsson, Fjölni Stefánsson, Snorra Sigf- ús Birgisson og Þorkel Sigur- björnsson. Flytjendur: Ólöf Kolbrún Harð- ardóttir, sópran, Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, Sigurð- ur I. Snorrason, klarinett. Og þá er að geta um sjöundu hljómplötuna í flokki íslensku tón- verkamiðstöðvarinnar sem inni- heldur íslenska samtímatónlist. Þessi plata hefur nokkra sérstöðu, því verkin sem á henni eru spanna yfir mun lengra tímabil en á hin- um plötunum. Þannig eru elstu söngvarnir frá árinu 1940 og bera öll einkenni síns tíma. Tónskáldin, sem við sögu koma, eru: Atli Heimir Sveinsson, Jón Þórarins- son, Jórunn Viðar, Páll P. Pálsson, Fjölnir Stefánsson, Snorri Sigfús Birgisson og Þorkell Sigurbjörns- son. Það er Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir, sópran, sem syngur lögin við undirleik Onnu Guðnýjar Guð- mundsdóttur, en Sigurður I. Snorrason leikur á klarinett. íslensk hljóðfæratónlistarsaga er stutt, spannar rétt rúma öld eða svo. Saga söngsins er hins vegar jafn gömul landnáminu og arfur feðranna birtist okkur í íjölda þjóðlaga frá fyrri öldum. Þegar erlendir menningarstraum- ar fóru að berast til landsins á sviði tónlistar og menn komust upp á lag með að skrifa nótur, komu fram á tiltölulega stuttum tíma furðumargir lagasmiðir sem skrifuðu margt, bæði fyrir einsöng og kóra. Fjöldi þessara gömlu laga halda gildi sínu enn í dag eru þjóð- areign. Við hernámið breyttist margt, kyrkingur komst í söng- lagagerð. Viðhorf breyttust, stíll og smekkur. En Eyjólfur hresstist sem betur fer. Tónskáld dagsins í dag fást mörg hver við sönglaga- gerð eins og plata þessi ber vitni um. Mannsröddin, þetta fullkomn- asta og dásamlegasta hljóðfæri sem til er, skipar sem fyrr verðug- an sess í hópi nýverka. í þessum pistli verður ekki fjall- að um einstaka höfunda né einstök lög. Á það skal aðeins bent, að á þessari plötu er saman- komið margt af því, sem áhuga- verðast hefur komið fram á þessu sviði, allt frá stríðsárunum til dagsins í dag. Túlkun Olafar Kolbrúnar er víða mjög sannfærandi. Þó með- ferð hennar á einstökum lögum sé umdeilanleg, enda sum þeirra mjög vandmeðfarin, verður ekki annað sagt en hún eigi hrós skilið þegar á heildina er litið. Sömuleið- is styður Anna Guðný Guðmunds- dóttir vel við bakið á stöllu sinni. Það er fengur að þessari plötu, sem er vönduð og smekkleg í alla staði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.