Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 Fleiri tilfelli páfagauks- veiki þekkt HÉRAÐSLÆKNIR sem hafði samband við blaðið í gær vildi koma athugasemd á framfæri við frétt um páfagauksveiki sem greindist nýlega í tveimur sjúkl- ingum. Sagði hann að í læknis- héraði sínu hefði kona verið til meðferðar við þessum sjúkdómi í vetur og vissi hann til þess að páfagauksveiki kæmi jafnan upp öðru hvoru. Margrét Guðnadóttir yfirmaður veirurannsóknadeijdar rannsóknar- stofu Háskóla íslands sagði í samtali við Morgunblaðið, að orsök páfagauksveikii væri svonefnd chlamidia sem er millistig bakteríu og veiru. Lækning væri fremur auðveld og eru fúkkalyf notuð til að vinna á páfagauksveiki. Veikin lýsir sér sem lungnabólga eða bronkitis og getur oft reynst erfitt að greina hana frá öðrum tegundum þessara sjúkdóma. Morgunblaðið/Árni Sœberg Fóstrur á dagheimilum Reykjavikurborgar héldu í gær fund í Sóknarsalnum. Á fundinum höfnuðu þær fóstrur sem sagt hafa upp störfum frá 1. maí, launatilboði Reykjavíkurborgar. Fóstrur vilja 40 þúsund króna lágmarkslaun Skipað í Bama- verndarráð MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað i Bamaverndar- ráð íslands til næstu fjögurra ára frá 10. mars sl. að telja. Aðalmenn eru: Sigríður Ing- varsdóttir héraðsdómari, form- aður, Guðfinna Eydal sálfræð- ingur, Vilhjálmur Ámason heimspekingur, Rannveig Jó- hannsdóttir kennari og Jón Kristinsson bamalæknir. Varamenn eru: Haraldur Jo- hannessen lögmaður, varaform- aður, Þorgeir Magnússon sálfræðingur, Hlédís Guð- mundsdóttir geðlæknir, Ólöf Sigurðardóttir kennari og Tryggvi Sigurðsson sálfræðing- ur. Fíkniefni finnast við húsleit Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík lagði hald á fíkniefni við húsleit í borginni á miðviku- dag. Síðdegis á miðvikudag hóf lög- reglan leit í Gistihúsinu, Brautar- holti 22, vegna gruns um að gestir þar hefðu fíkniefni undir höndum. Leitað var í nokkrum herbergjum og fannst bæði hass og marihúana, en í litlum mæli þó. Sex manns voru handteknir vegna þessa og hafa þeir allir komið við sögu hjá fíkniefnalögreglunni áður. Yfír- heyrslur stóðu fram á kvöld, en þá var sexmenningunum sleppt úr haldi, að fenginni dómssátt. EKKI er búist við að til tíðinda dragi í könnunarviðræðum um stjómarmyndun fyrr en eftir helgi. Kvennalistakonur leggja nú höfuðkapp á að Ijúka undir- búningsvinnu, fyrir slikar viðræður og á stóram fundi á laugardag munu þær leggja fram þær niðurstöður sem þær era komnar að, en á þeim fundi verða einnig kvennalistakonur utan af FÓSTRUR á dagheimilum Reykjavíkurborgar, sem sagt hafa upp störfum frá 1. maí, höfnuðu í óformlegri skoðana- könnun launasamningi, sem starfskjaranefnd Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar og Reykjavikurborg náðu sam- komulagi um. Uppsagnir 190 fóstra og forstöðumanna taka þvi gildi í dag 1. maí. Að sögn Haraldar Hannessonar formanns Starfsmannafélags Reykajvíkurborgar en hann á sæti í starfskjaranefnd, felur samkomu- lagið við borgina í sér 3ja launa- fiokka hækkun til fóstra frá og með 1. febrúar síðastliðnum. Samkvæmt launatöflu frá því í desember sem höfð er til viðmiðunar hækka grunnlaun úr 28.906 krónum í 37.316 krónur eða um 29,1% en laun borgarstarfsmanna hækkuðu almennt við síðustu kjarasamninga um 23,6%. Þá var samþykkt að ráðin yrði yfirfóstra á stærri bama- heimili og að krafan um fjölgun undirbúningstíma verði vísað til stjómar dagvista til endurskoðunar. Jafnframt var bókuð sú krafa að símenntun fóstra yrði endurskoðuð. Að sögn Margrétar Pálu Ólafs- dóttur fóstm var launatilboð starfs- lq'aranefndar fellt með miklum meirihluta þeirra fóstra sem sagt hafa upp störfum en þær einar höfðu atkvæðisrétt í skoðanakönn- uninni. „Bytjunarlaun em sam- kvæmt tilboðinu neðan við 40 þúsund króna lágmarkið og það er greinilegt að fólkið sættir sig ekki við það,“ sagði Margrét Pála. „Við landi. Þeir Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Jón Bald- vin Hannibalsson, formaður Al- þýðuflokksins, hittust að máli í gær, samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins og áttu langar og ítar- legar viðræður um mögulegt samstarf í nýrri ríkisstjóm. Sam- kvæmt sömu heimildum er mjög eindreginn vilji fyrir því í flokks- kunnum lítið til kröfugerðar og kröfðumst því ekki 50 þúsund króna lámarkslauna eins og karlmenn hefðu sjálfsagt gert. Þá hefði verið hægt lækka launakröfuna niður í 40 þúsund í samninga viðræðum. Við vildum heldur gera skynsam- legar kröfur eins og við teljum 40 þúsund króna lágmarksiaun vera. Niðurstaða viðræðna milli starf- skjaranefndar og borgarinnar valda því vonbrigðum." Margrét Pála sagði að kröfunni um deildarfóstru hefði algjörlega verið hafnað, þrátt fyrir sameigin- MISJAFNT ER með hvaða hætti stjómmálaflokkamir velja ráð- herra sína, þegar þeir táka þátt í ríkisstjórn. Sums staðar er venj- an að formaður flokksins geri tillögu um ráðherraefni, en ann- ars staðar að atkvæðagreiðsla fari fram án tilnefningar. í Sjálfstæðisflokknum mun form- aður flokksins gera tillögu um ráðherraefni á fundi þingflokksins. forystu beggja flokka að samstarf geti tekist með þeim í ríkisstjóm. Báðir flokkar munu vilja kanna hver hugur kvennanna er til ríkis- stjómarþátttöku, en jafnframt munu þeir vilja heyra hvað alþýðu- bandalagsmenn hafa til málanna að leggja. Jón Baldvin mun hitta Svavar Gestsson, formann Alþýðubanda- lagsins, að máli í dag og sömuleiðis lega hagsmuni sem báðir aðilar hafi af því fyrirkomulagi. Hefði sú krafa náð fram að ganga væri næsta víst að auðveldara yrði að fá fóstrur til starfa í framtíðinni en í dag vantar 60 fóstmr á dag- heimili borgarinnar. Að auki var hafnað kröfunni um yfírvinnu. „Það lítur út fyrir að undirbún- ingstími verði lengdur úr tveimur tímum í þijá og að yfirvinna vegna starfsmannafunda, sem í dag eru tólf á ári, verði fjölgað í tuttugu. Þetta hefur ekki fengist staðfest Samkvæmt reglum þingflokksins eru síðan greidd atkvæði um þá tillögu. Innan Alþýðubandalagsins var farin sú leið árið 1971 að formaður gerði tillögu um ráðherraefni, sem síðan var borin undir þingflokk og miðstjóm. Árin 1978 og 1980 voru greidd atkvæði um ráðherraefni í þingflokk og framkvæmdastjóm án tilnefningar og voru þá allir þing- er reiknað með því að Þorsteinn Pálsson eigi fund með honum eftir helgi. Þá er talið að frú Vigdís Finn- bogadóttir, forseti íslands, muni kalla formenn flokkanna á sinn fund eftir helgina og að fundum með þeim loknum gera upp hug sinn til þess hveijum hún afhendir umboð til stjómarmyndunar. en við teljum það vera í áttina. Þá vil ég benda á að hjá fóstmm sem starfa hjá ríkisreknum dagheimilum er ekkert slíkt þak á yfirvinnu," sagði Margrét Pála. „Þannig að við teljum að hægt sé að semja um mörg atriði við okkar atvinnuveit- endur." Einn óformlegur fundur var haldinn með fóstmm áður en samn- ingafundir hófust milli starfskjara- nefndarinnar og borgarinnar. Þar gerðu fóstmr grein fyrir kröfum sínum, en engin fóstra á sæti í starf- skjaranefnd. menn í kjöri. Það er flokksstjóm Alþýðu- flokksins sem tekur ákvörðun um þátttöku flokksins í ríkisstjóm. Venjan hefur verið sú að formaður flokksins geri þar tillögu um ráð- herraefni og þá í samráði við aðra þingmenn. Aðrir flokksstjómar- menn geta hins vegar komið með tillögur um ráðherra ef þeir hafa áhuga á því. í Framsóknarflokknum hefur venjan verið sú að ráðherraefni em kosin af þingflokknum án tilnefn- ingar. Við stjómarmyndunina 1983 gerði formaður flokksins þó tillögu um ráðherraefni, enda var hann þá forsætisráðherraefni sjálfur. Ekki liggur fyrir hvemig tekið verður á málunum að þessu sinni, en það gæti oltið á því hvaða hlutverki formaður flokksins gegnir við stjómarmyndun. í Borgaraflokknum verða þau vinnubrögð viðhöfð að þingflokkur- inn kýs ráðherra, sem flokkurinn ætti kost á, án tilnefningar. Loks hefur Kvennalistinn þann hátt á að almennur fundur þeirra kvenna sem starfa með samtökun- um mun taka ákvörðun um skipan fulltrúa í ráðherraembætti, ef til kemur. Biðstaða fram yfir helgi í könnunarviðræðum um stjómarmyndun: Greinilegur vilji til samstarfs hjá Alþýðu- og Sjálfstæðisflokki Stj órnmálaflokkarnir: Misjafnar reglur um val ráðherra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.