Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987
53
Á SÖGUFRÆGUM RÚSTUM - Samkvæmt Gamla-testamentinu hrundu múrar Jeríkó við lúðurhljóminn
þegar Jósúa stýrði umsátrinu um borgina. Fornleifagröftur sýnir að borgin hefur ekki aðeins verið
lögð einu sinni í rústir. Alls telja menn hana hafa verið byggða 23 sinnum! Hér sér niður í uppgröftinn.
— Ljósm. Knut Ödegaard.
ur virkjað vísindi og tækni samtím-
ans með svo sannfærandi hætti til
þess að gera óbyggðir að gróður-
lendum að gesturinn hlýtur að verða
agndofa. Og við sáum þjóð sem á
sér öðruvísi sögu og sögulega vit-
und en við höfðum áður kynnst.
Og- á vit liðinnar tíðar
Þegar Israelsmaður talar um
gamla daga þarf viðmælandi hans
að gæta sín. „í gamla daga" getur
merkt tvennt mjög ólíkt. Annars
vegar getur það vísað til tímans
kringum siðustu aldamót, þegar
landnámið var að hefjast á ný eftir
langa útivist. En hins vegar er svo
jafnsennilegt að átt sé við tímann
fyrir 2 000 til 3 000 árum! Eða
eins og ísraelsmenn orða það: „Þeg-
ar við vorum héma síðast!"
Fyrir þá sem hingað til hefur
þótt Evrópusagan löng og íslands-
sagan jaftivel fullnægjandi verður
svona útvíkkun tímans talsvert
átak. Að ekki sé nú talað um þá
tilfínningu sem gripið getur mann
að rústum Jeríkó-borgar þar sem
grafíð hefur verið niður í gegnum
einar tuttugu og tvær borgir og
komið er niður á 30—40 m dýpi á
hið neðsta borgargólfíð — sem talið
er vera um tíu þúsund ára gamalt!
Þá fór nú að fara um Gvend og
meyna og ekki laust við að okkur
fyndist við vera dálítil peð í verald-
arsögunni.
Hér verður ekki gerð tilraun til
að lýsa öllum þeim fomminjum og
sögustöðum sem Hamrahlíðarkór-
inn sótti heim í Landinu helga,
aðeins minnst á fátt eitt. Vitaniega
voru söguslóðir Krists ofarlega á
óskaiista okkar og þannig bar okk-
ur til Betlehem, og Nasaret auk
Jerúsalemborgar og Galfleu-vatns.
Undirrituðum kom — eins og reynd-
ar víðar á söguslóðum — mest á
óvart hve þessir sögufrægu staðir
vom miklu smærri í sniðum en
hugurinn hafði gert þá í mynd-
asmíð sinni. Olíufjallið reyndist ekki
vera nema dálítill hóll, Kedron-
dalurinn nánast gilskomingur upp
á íslensku — og áin Jórdan er ekki
öllu stærri en Kópavogslækurinn!
Það er víst sannast mála að fjar-
lægðin geri fjöllin blá.
Ástandið í Jerúsalem gerir það
að verkum að sú helgistemning sem
ætti að grípa áhugamenn um
Biblíusögur verður ekki auðsköpuð.
Á gangi eftir Via dolorosa, vegin-
um sem Kristur gekk með krossinn,
verður varla þverfótað fyrir kaup-
glöðum arabískum sölumönnum
sem falbjóða allt milli himins og
jarðar og jafnvel kringum musterið
væri hægt að hugsa sér að hreinsa
dálítið til eins nú og fyrr. Það varð
meira að segja svo að sjálfum þótti
mér helgihaldið auðveldast í Boð-
unarkirkju Maríu í Nasaret, kirkju
sem ekki'var vígð fyrr en 1969 og
er nútímalistaverk teiknað af ítal-
anum Giovanni Muzio, kostuð af
kaþólikkum allra landa. Þarna
horfa við manni Maríur frá öllum
heimshomum: Japönsk María, mex-
íkönsk María — jafnvel kínversk
María. Þama fannst mér ég vera
staddur á helgum stað — ekki að-
eins vegna hinnar dularfullu
boðunarsögu heldur einkum vegna
þess að þama höfðu hendur manna
mæst yfír höfín og smíðað listaverk
sem ekki á sinn líka.
Okkur ferðalöngunum varð líka
mikil reynsla að koma upp á
Massada ekki síst vegna þess að
mörg höfðum við séð sjónvarps-
þættina um vöm gyðinganna þar.
Virki var upphaflega reist á
Massada fyrir einum 2 000 áram
en endurbyggt og eflt á dögum
Heródesar. Hann lét reisa mörg
víðsvegar um ríki sitt til þess að
geta einatt verið einhvers staðar
óhultur en sumir sagnfræðingar
telja að Massada hafí átt að vera
meginvirkið ef svo færi að Kleó-
pötra tækist að telja hinn ástsjúka
Antóníus á að gera innrás í Gyð-
ingaland. Árið 66 féll Massada í
hendur uppreisnargjamra gyðinga
og þegar uppreisnin var brotin á
bak aftur og musterið í Jerúsalem
lagt í rústir árið 70 að okkar tíma-
tali hélt þúsund manna lið virki
þessu enn. Af því gerðist svo sú
saga sem sjónvarpsþættimir sýndu
okkur, þegar Flavius Silva var send-
ur að brjóta þessa síðustu uppreisn-
armenn undir keisarann.
Enn þann dag í dag er Massada
einn helgasti staður gyðinga. Þar
renna ungir menn og konur upp
hlíðina til þess að sanna að þau séu
tæk í herinn og þar uppi sveija
nýliðamir hollustueiðinn — m.a.
með hrópinu „Aldrei aftur Mass-
ada!“ Ofan frá virkinu gefur stór-
fenglegt útsýni til allra átta þótt
augun staðnæmist e.t.v. oftast við
saltsjóinn mikla, Dauðahafið.
Eyðimörkin gerði mikil áhrif á okk-
ur öll, eins og Fjölnismenn hefðu
sagt, og ekki varð sundtilraun í
Dauðahafmu til þess að draga úr
áhrifunum. Reyndist býsna skopleg
tilfínning að reyna að synda í vatni
sem hafnar manni gersamlega og
maður skoppar á eins og kork-
tappi. Hinum hörðustu tókst þó að
fínna upp ný sundtök til að berast
um sjóinn.
Frá Dauðahafinu liggja miklar
leiðslur inn í fjöllin og flytja salt
og önnur efni sem unnin verða úr
þeim sjó til vinnslustöðva fjær
landamæram Jórdaníu. Allt verð.ur
til að minna á tækniþekkingu þjóð-
arinnar og návist stríðsins. Her-
þotur era að æfíngaleik og sprengja
hljóðmúrinn með svo áhrifaríkum
hætti að íslenskum friðarsinnum
þykir alveg nóg um. Fortíðin og
nútíðin blandast saman á þann hátt
sem ég hafði aldrei reynt áður. En
þannig er þetta í þessu landi: Saga
ogtími hætta að hlýða manni, „fjar-
lægð og nálægð, fyrr og nú, oss
fínnst sem í eining streymi"
(E. Ben.)
Niðurlag-
Á hálfum mánuði gerir maður
ekki annað en safna augnablikum.
Það er mikið verk framundan að
vinna úr þeim. Ég hygg að allir
ferðafélagamir í þessari söngför
Hamrahlíðarkórsins eigi eftir að
búa að henni á nokkum hátt alla
ævi. Við verðum lengi að melta það
sem fyrir augu og eyra bar en á
einhvem veg hefur ferðin víkkað
okkur sjóndeildarhring, aukið okkur
lífsreynslu, skemmt okkur og glatt
um leið og hún hryggði okkur. Við
eigum þeim margt að þakka sem
gerðu okkur kleift að fara, eram
stolt af því að hafa fengið að vera
nokkra stund fulltrúar lands okkar
og þjóðar á framandi slóðum — og
hamingjusöm að vera komin heilu
og höldnu úr ferð um heiminn hálf-
an.
SUÐUR - FRAKKLAIMD
D*A
Sumarleyf isstaður fyrir alla
fjölskylduna.
FYRIR BÖRN
Á ÖLLUM ALDRI
óskað er.
m
Ð FRA KR. 27.31
Munið Urvalsbarnaafsláttj
—-—fc----------------------i
- Aqualand. Risastórvatnsskemmtigarðurmeðótal
rennibrautum, öldusundlaug, sólbaðsaðstöðu, veit-
ingastöðum og allskyns busluverki, ekki síst fyrir
yngstu bömin.
- Tennisklúbbar, með um 100 völlum. Kennsla ef
- Torfæruhjólarall
- Þrívélhjólarall
- Mini-golf af vönduðustu gerð
- Trambólín
- Slöngubátasiglingar
- Hjólaskautadiskó
- Seglbrettaskóli
- Hringekjur
- Leiktæki og spilasalir
- Gokart kappakstursbraut
- Úrvals franskir matsölustaðir
með mikið úrval af fiskréttum.
Skoðunarferðir til sögufrægra staða t.d.
Cakrasone, Sereneafjalla o.fl. með öll-
um gömlu borgarmúrunum og öllum
fomsöguminjunum frá dögum kross-
faranna.
FERÐOSKRIFSTOFAN URVAL
v/Austurvöll,
símar (91)26900
og 28522