Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987
Handavinnusýn-
ing aldraðra
í Mosfellssveit
SÝNING á handavinnu aldraðra i
Mosfellssveit verður laugardaginn
2. mai i Hlégarði og hefst kl.
14.00. Munimir verða til sölu og
samtimis munu aldraðir sjá um
kaffisölu.
Félagsstarf aldraðra hefur verið
flölbreytt í Mosfellssveit í vetur. Á '
fimmtudögum hafa verið samveru-
stundir í Hlégarði, einnig hafa verið
famar leikhúsferðir og skemmti- og
fræðsluferðir. Rauðakross-deildin
hefur haft umsjón með sundkennslu
aldraðra einu sinni í viku á Reykja-
lundi með aðstoð kvenfélagskvenna.
Munir sem voru til sölu á siðustu
sýningu aldraðra í Mosfellssveit.
1. maí á Akranesi:
Dagskrá 1
BíóhöUinni
1. MAI hátíðardagskráin á Akra-
nesi verður í Bíóhöllinni.
Safnast verður saman við hús
Verkalýðsfélaganna við Kirkjubraut
40 og síðan mun Lúðrasveit Akra-
ness leika fyrir göngu í gegnum
bæinn að Bíóhöllinni og þar verður
1. maí fundur haldinn. Þar munu
koma fram m.a. færeysk skólahljóm-
sveit og Skólakór Grunnskólanna á
Akranesi. Aðalræðumaður dagsins
verður Guðmundur Þ. Jónsson form-
aður Landssambands iðnverkafólks.
Ávörp og kveðjur frá verkalýðsfélög-
unum verða fluttar og í lokin verður
§öldasöngur.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Kór fjölbrautaskólans á æfingu fyrir vortónleik-
ana.
Hressandi undirleikur með trommuleikara gefur
lögunum frískan blæ. Það er Jón Amar Magnússon
sem lemur húðirnar.
Selfoss:
Frískir tónleikar, kaffi og með-
læti hjá kór fjölbrautaskólans
Selfossi. V **
KÓR Fjölbrautaskóla Suðurlands
heldur vortónleika í anddyri
Gagnfræðaskólans á Selfossi
laugardaginn 2. maí og sunnu-
daginn 3. maí klukkan 15.00.
Efnisskrá tónleikanna er fjöl-
breytt. Kórinn mun syngja lög allt
frá 16. öld, madrigala, sem eru
ástar- og hjarðsöngvar. íslensk og
erlend þjóðlög eru á efnisskránni,
negrasálmar og popp.
Kórstarfið í fjölbrautaskólanum
skipar ákveðinn sess í skólastarfinu.
Það eru um 40 manns í kómum,
nemendur auk nokkurra kennara.
Kórinn fór í páskafríinu í fjögurra
daga æfingabúðir á Laugarvatni
þar sem sungið var tvisvar til þrisv-
ar á dag og kvöldvökur haldnar.
Á tónleikunum um helgina ann-
ast undirleik á píanó Vignir Þór
Stefánsson og Hulda Bjömsdóttir.
Auk þess er heil hljómsveit við und-
irleik en stjómandi er Jón Ingi
Sigurmundsson.
Ókeypis er á tónleikana en í hléi
er selt kaffí og meðlæti. Gestir
mega eiga von á alls kyns uppákom-
um í kaffítímanum sem ömgglega
verða til braðgbætis.
Sig. Jóns.
Hluti SAM-hópsins í Hamragörðum. Húsið var teiknað af Guðjóni
Samúelssyni en um þessar mundir eru liðin 100 ár frá fæðingu hans.
Jónas Jónsson frá Hriflu bjó í Hamragörðum um aldarfjórðungsskeið.
SAM 87 -
listsýning
félagsmanna
Hamragarða
OPNUÐ verður f dag kl. 15.00 list-
sýning 37 félagsmanna í aðildarfé-
lögum Hamragarða, en það eru
starfsmannafélög samvinnufyrir-
tækjanna í Reykjavík og Nemen-
dasamband Samvinnuskólans.
Sýningin er í Hamragörðum, Há-
vallagötu 24.
Alls eru rúmlega 80 verk á sýning-
unni og er þar um að ræða olíumynd-
ir, vatnslitamyndir, grafík,
aerylmyndir, blýants- og pastelteikn-
ingar og hluti gerða úr beinum. Flest
verkin eru til sölu.
Sýningin verður opin frá 1. maí
til 10. maí og opin daglega kl.
16.00-20.00 virka daga og um helg-
ar kl. 14.00-22.00.
SAM-hópurinn hélt síðast sýningu
árið 1983 á sama stað, en þessi sýn-
ing núna er m.a. haldin í tengslum
við 50 ára afmæli Starfsmannafélags
Sambandsins 10. maí nk.
1. maí í Borgarfirði:
Dagskrá í
Hótel
Borgarnesi
HÁTÍÐARHÖLD stéttarfélag-
anna í Borgarfirði i tilefni
dagsins hefjast í Hótel Borgar-
nesi kl. 13.30 í dag.
Dagskrá: Lúðrasveit Borgamess
leikur, stjómandi er Bjöm Leifsson,
Sigrún D. Elíasdóttir formaður 1.
maí nefndar setur samkomuna,
Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur
Alþýðusambands íslands flytur
ræðu, Ólöf Kolbrún Harðardóttir
syngur við undirleik Jóns Stefáns-
sonar, Ómar Ragnarsson skemmtir,
Hjörtur Benediktsson úr Landeyj-
um verður með eftirhermu, Samkór
Hvítársíðu og Hálsasveitar sjmgur
undir stjóm Ingibjargar Bergþórs-
dóttur, ávörp fulltrúa stéttarfélag-
anna flytja Jón Agnar Eggertsson
frá Verkalýðsfélagi Borgamess og
Margrét Sigurþórsdóttir frá Versl-
unarmannafélagi Borgamess.
Kl. 14.00 verður bömum boðið á
kvikmyndasýningu í Samkomuhús-
inu og þangað mun Ómar Ragnars-
son koma í heimsókn. Kaffisala
verður á hótelinu að loknum hátíð-
arhöldum. Málverkasýning Einars
Ingimundarsonar sem er í Sam-
komuhúsinu verður opin í dag.
Leiðrétting vegna
umsagnar um
Rúnar og Kyllikki
f UMSÖGN um sýningu Nem-
endaleikhússins á finnska leik-
verkinu Rúnar og Kyilikki féllu
niður nokkrar línur. Því er máls-
greinin birt hér í heild.
Ólafía Hrönn Jónsdóttir gerði
Kyllikki að trúlegri manngerð og
leikur hennar vandaður. I góðri
merkingu. Hún náði tökum á því
tvíþætta í hlutverkinu á sannfær-
andi hátt. Stefán Sturla Siguijóns-
son var guðsmaðurinn.Og typan var
vel gerð. Þórdís Amljótsdóttir hefur
mjög óþvingaða sviðsframkomu og
skýra framsögn. Nokkrar senur
hennar heppnuðust vel og fleiri
hefðu tekizt betur með skilmerki-
legri stjóm.
DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Sr.
Hjalti Guðmundsson. Vorferða-
lag kirkjuskólans verður farið frá
Dómkirkjunni kl. 13. Egill og Ól-
afía.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna-
samkoma í Foldaskóla í Grafar-
vogshverfi laugardag kl. 11
árdegis. Sunnudag: Guösþjón-
usta í Árbæjarkirkju kl. 11
árdegis (ath. breyttan messu-
tíma). Organleikari Jón Mýrdal.
Sumarferð kirkjuskólans í Grafar-
vogshverfi og sunnudagaskólans
í Árbæ til Eyrarbakka sunnudag
kl. 14. Bifreiðir verða við Folda-
skóla og Árbæjarkirkju kl. 13.30.
Sr. Guðmundur Þorsteinsson.
ÁSKIRKJA: Sameiginleg guðs-
þjónusta Ás- og Laugarnessókna
í Laugarneskirkju kl. 14. Sr. Árni
Bergur Sigurbjörnsson prédikar.
Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar
fyrir altari. Sr. Árni Bergur Sigur-
björnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14. Organisti Guöni Þ.
Guðmundsson. Æskulýðsfélags-
fundur þriðjudagskvöld. Félags-
starf aldraöra miðvikudagseftir-
miðdag. Sr. Ólafur Skúlason.
ELLIHEIMILIÐ GRUND: Föstu-
daginn 1. maí: Guðsþjónusta kl.
10. Sr. Gylfi Jónsson. Sunnudag
3. maí: Guðsþjónusta kl. 10. Sr.
Gylfi Jónsson.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 11. Ath. breyttan
messutíma. Organisti Guðný
Margrét Magnúsdóttir. Laugar-
dag 9. maí kl. 10.30 verður
vorferð barna sem sótt hafa
barnaguðsþjónustur í vetur. Far-
ið verður í sumarbúðir KFUK í
Vindáshlíð. Ferðin kostar 100 kr.
Tilkynna þarf þátttöku sem fyrst
í síma 73280 eða 686623 og í
seinasta lagi föstudaginn 8. maí
milli kl. 10 og 11.
FRÍKIRKJAN ( REYKJAVÍK:
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guð-
spjallið í myndum. Barnasálmar
og smábarnasöngvar. Afmælis-
börn boðin sérstaklega velkom-
in. Framhaldssaga. Við píanóið
Pavel Smid. Sr. Gunnar Björns-
son.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.
(Ath. breyttan messutíma.) Org-
anisti Árni Arinbjarnarson. Kaffi-
sala Kvenfélags Grensássóknar
verður í safnaðarheimilinu eftir
hádegi og hefst kl. 15. Allir hjart-
anlega velkomnir. Sr. Halldór S.
Gröndal.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11. Altarisganga. Sr. Ragnar Fjal-
ar Lárusson. Þriðjudag: Fyrir-
bænamessa kl. 10.30. Beöiðfyrir
sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Karl Sigurbjörnsson.
HÁTEIGSKIRIKJA: Messa kl. 10.
Sr. Arngrímur Jónsson. Messa
kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
Guðbrands biskups. Guðsþjón-
usta kl. 14. Prestur sr. Sigurður
Haukur Guðjónsson. Organisti
Jón Stefánsson. Kl. 15.00: Fjár-
öflunarkaffi minningarsjóðs frú
Ingibjargar Þórðardóttur. Sókn-
arnefndin.
LAUGARNESKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 14. Sameiginleg guðs-
þjónusta Ás- og Laugarnes-
sókna. Sr. Árni Bergur
Sigurbjörnsson predikar. Þriðju-
dag: Bænaguðsþjónusta kl. 18.
Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Laugardag: Sam-
verustund aldraðra. Síðasta
samvera á þessu misseri kl. 15.
Sumargleði: Sigurður Pétur
Bragason syngur íslensk lög og
aríur við undirleik Reynis Jónas-
sonar. Halldór E. Sigurðsson
fyrrv. ráðherra kemur í heimsókn
og skemmtir með frásögum af
ýmsu tagi. Valgeir Guðjónsson
tónlistarmaður, sem með lagi
sínu „Hægt og hljótt" sigraði í
söngvakeppni sjónvarpsins, leik-
ur og syngur nokkur lög. Veislu-
kaffi. Sr. Frank M. Halldórsson.
Sunnudag: Guðsþjónusta kl. 11.
Orgel- og kórstjórn Reynir Jónas-
son (ath. breyttan tíma). Sr.
Guðmundur Óskar Ólafsson.
Þriðjudag og fimmtudag: Opið
hús fyrir aldraða kl. 13—17. Mið-
vikudag: Fyrirbænamessa kl.
18.20. Sr. Guðmundur Óskar
Ólafsson.
SEUASÓKN: Guðsþjónusta í
Seljahlíð laugardag kl. 11 árdeg-
is. Guðsþjónusta í Ölduselsskóla
sunnudag kl. 11 árdegis (ath.
breyttan messutíma). Sóknar-
prestur.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Laugardag: Vorferðalag barna-
starfsins. Farið verður frá kirkj-
unni kl. 13. Guðsþjónusta
sunnudag kl. 11 (ath. breytttan
messutíma). Organisti Sighvatur
Jónasson. Prestur Solveig Lára
Guðmundsdóttir.
KIRKJA ÓHÁÐA SAFNAÐAR-
INS: Auglýst messa fellur niður
vegna óviðráðanlegra orsaka.
Messað verður 10. maí kl. 14 og
verður sú messa auglýst nánar
í næstu viku. Þórsteinn Ragnars-
son.
DÓMKIRKJA Krists konungs f
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30.
Hámessa kl. 10.30. Lágmessa
kl. 14. Rúmhelga daga er lág-
messa kl. 18 nema á laugardög-
um þá kl. 14. Eftir lágmessuna á
rúmhelgum dögum eru stuttar
bænastundir í þessum mánuði.
Að venju er maímánuður helgaö-
ur fyrirbæn heilagrar Guðsmóð-
ur. Að kvöldi 1. maí veröur
hátíðleg bænastund kl. 18.
MARÍUKIRKJA Breiðholti: Há-
messa kl. 11.
HVÍTASUNNUKIRKJAN: Fíla-
delfía: Safnaðarguðsþjónusta kl.
14. Almenn guðsþjónusta kl. 20.
Hljómsveitin Lowe Light frá Eng-
landi syngur og leikur. BX Pierre
Riecone frá Frakklandi og Owe
Wallberg frá Svíþjóð tala.
FRÍKIRKJAN í HAFNARFIRÐI:
Barnasamkoma kl. 11. Síðasta
samverustund vetrarins. Vor-
ferðalagið kynnt. Guðsþjónusta
kl. 14. Eldra safnaðarfólki boðið
til kaffisamsætis í Iðnaðar-
mannahúsinu að lokinni guðs-
þjónustu. Þeir sem óska eftir því
að verða sóttir hafi samband við
safnaðarprest. Sr. Einar Eyjólfs-
son.
DIGRAN ESPRESTAKALL:
Messa kl. 14 í Kópavogskirkju.
Sr. Þorbergur Kristjánsson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Guðs-
þjónusta kl. 11. Sr. Árni Pálsson.
KAPELLA St. Jósefssystra í
Garðabæ: Hámessa kl. 14.
KAPELLAN St. Jósefsspítala í
Hafnarfirði: Hámessa kl. 10.
Rúmhelga daga er lágmessa kl.
18.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8.
INNRI-NJARÐVÍK: Aðalsafnað-
arfundur í safnaðarheimilinu
sunnudagskvöld kl. 20.30.
YTRI-NJARÐVÍK: Messa kl. 14.
Sr. Þorvaldur Karl Helgason.
AKRANESKIRKJA: Barna- og
fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.
Rætt verður um vorferðalag
sunnudagaskólans 10. maí nk.
og þátttakendur skráðir. Organ-
isti Jón Ólafur Sigurðsson.
Tónleikar Kirkjukórs Akraness
verða í safnaðarheimilinu kl. 16.
Sóknarprestur.