Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 01.05.1987, Blaðsíða 72
.<•> BRUIMBÓT / -aföryggisastæðum Nýjungar í 70 árH^ Leirubrú- in vígð ásamt 37 kílómetra vegar- kafla Akureyri. MATTHÍAS Bjaraason, sam- gönguráðherra, vígði í gær veginn frá Drottningarbraut á Akureyri austur að Fnjóskár- brú — og þar með nýju brúna á Leirunum við Akureyri. Matt- hías klippti á borða sem strengdur hafði verið þvert yfir brúna. Hér er um að ræða 37 kfló- metra leið, frá Drottningarbraut, sem fyrr segir, út Svalbarðs- ströndina, yfír Víkurskarð og inn að Fnjóskárbrú. Verkið í heild kostar, á verðlagi dagsins í dag, 347 milljónir króna. Framkvæmd er ekki alveg að fullu lokið, þar sem eftir er að setja varanlegt slitlag á hluta leiðarinnar. Viðstaddir athöfnina voru frammámenn vegamála á Norður- landi auk Snæbjamar Jónassonar, vegamálastjóra, og forystumanna þeirra sveitarfélaga sem tengjast umræddri vegagerð. Þá lagði Qöldi fólks frá Akureyri leið sína að nýju brúnni til að fylgjast með athöfhinni. Reykjavík: Rútur fengnar "til að flylja nemendur heim SNJÓ kyngdi niður á suð- vestur-hominu í gærkvöldi. Hálka var á götum höfuð- borgarinnar og þurftu strætisvagnar Reykjavíkur að hætta akstri á tólfta tímanum. Bílar vom komnir á sumar- dekk, því um mánaðamótin eiga bifreiðaeigendur að vera búnir að taka nagladekkin undan bílum sínum. Miklar annir vom hjá lög- reglu. Þúsundir unglinga fögnð- uðu lokum samræmdu prófa í miðborginni. Um miðnættið sagði varðstjóri í aðalstöð lög- reglunnar að verið væri að kalla til aðstoðar Iangferðarbfla frá Guðmundi Jónassyni til þess að flytja unglinga heim. Miðbæjarlögreglan hafði feng- ið tilkynningar um þrenn rúðu- brot og mikið var um hringingar frá veitingastöðum sem áttu í erfíðleikum með að hemja dmkkna krakka. „Þetta er leið- indaástand. Einhvem veginn verða krakkamir að komast heim, en við getum lítið aðstoðað þar sem allir bflamir okkar em inni á verkstæði að skipta aftur yfír á vetrardekk," sagði önnum Jcafínn varðstjóri í samtali við blaðamann. ALHLIÐA PRENTÞJÓNUSTA S GuðjónÓ.hf. 91-27233 FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1987 VERÐ I LAUSASÖLU 50 KR. A gúmbáti niður Elliðaárnar „ÞETTA er gamall draumur hjá okkur. Þegar ég sá að ámar vom að byija að brjóta af sér klakann í gær, mórauðar og fallegar ákváð- um við að slá til,“ sagði Amberg Þorvaldsson sem ásamt félögum sfnum í Nýja ferðaklúbbnum sigldi niður Elliðaámar í gærkvöldi á gúmbát. Myndin var tekin þegar þeir fóm í loftköstum niður Sjávar- foss, við brúna á Miklubraut. Þeir félagar hafa mátt keppa við stríðari strauma en þennan. Síðastliðið sumar var þessi bátur og áhöfn hans í foruneyti „Iceland Breakthrough" sem fór niður Hvítá. Fóstrur hjá Reykjavíkurborg felldu launasamninginn: Sé ekki annað enbania- heimilin loki í mánuði - segir Davíð Oddsson borgarstjóri „ÞETTA er með ólíkindum,“ sagði Davíð Oddsson borgar- stjóri en fóstrur, sem höfðu sagt upp störfum, höfnuðu á félags- fundi í gær launasamningi, sem starfskjaranefnd Starfsmanna- félags Reykjavíkurborgar náði við fulltrúa borgarinnar um 29,1% launahækkun frá og með 1. febrúar. Uppsagnir þessara Morgunblaðið/Öl.K.M. Indíánarnir koma Miðborg Reykjavíkur varð skyndilega í gær vettvangur indíána. Reyndar fóm þeir með friði, enda kom í ljós, að þetta vom nemend- ur Kvennaskólans að dimmittera. 190 fóstra taka þvi gildi í dag og loka 37 dagheimili og starf- semin á 11 heimilum lamast. Launasamningurinn, sem fóstmm- ar höfnuðu, felur í sér hækkun gmnnlauna úr 28.906 krónum í 37.316, en meginkrafa þeirra var 40.000 króna lágmarkslaun. Margrét Pála Ólafsdóttir, fóstra,' sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að launasamningurinn hefði verið felldur með miklum meirihluta þeirra fóstra, sem sögðu upp störfum. „Ég sé ekki annað en að þetta leiði til þess að bamaheimilin loki í all nokkra mánuði," sagði Davið Oddsson. „Það er búið að semja einu sinni við starfsmannafélagið og síðan er búið að bæta við tveim- ur launaflokkum sérstaklega fyrir kvennastéttir þar á meðal fóstmr. Síðan er búið að gera annað sam- komulag í starfskjaranefndinni þar sem em jafn margir fulltrúar borg- arinnar og starfsmannafélagsins um viðbótarframlög. Þannig að það er enginn hópur í landinu sem hef- ur fengið aðrar eins kauphækkanir á þessu stigi og fóstmr. Því er ljóst að einhver í forystusveit fyrir fóstr- ur er gjörsamlega mglaður í ríminu. Það er búið að gera allt sem hægt er að gera og því verður ekki rætt meira við þær.“ Sjá bls. 2: Fóstrur vilja 40 þús- und króna lágmarkslaun. Fóstrur hjá ríkinu: Samþykktu samiiingana FÓSTRUR á ríkisreknum dag- heimilum samþykktu í gærkvöldi röðun í launaflokka og gerðan kjarasamning. „Við kröfðumst sömu launa og þroskaþjálfar, fengum því framgengt og sam- þykktum samninginn,“ sagði Marta Sigurðardóttir sem sat í samninganefnd. Lágmarkslaun samkvæmt ný- gerðum samningi verða 37.316 krónur, en þessu tilboði höfnuðu fóstmr hjá Reykjavíkurborg sem sagt hafa upp störfum frá 1. maí. Marta sagði að gerð hefði verið krafa um að inn í samningana yrði tekin staða deildarfóstm, sem yrði sambærilegt starfi deildarþroska- þjálfa. Þessu var hafnað af hálfu ríkisins. „Staða okkar er frábmgðin og að mörgu leyti betri en fóstra hjá borginni. Ef við vinnum yfírvinnu fáum við hana greidda. Það fá þær ekki. Við megum halda starfs- mannafundi í hveijum mánuði, en þær aðeins tveggja tíma fundi ann- an hvem mánuð. Þetta gerir okkar stöðu betri og hlýtur að hafa áhrif á samninginn," sagði Marta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.