Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 1
 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987 BLAÐ SJÁ BLAÐSÍÐUR B14, B15 og B16 TT JHL mHLí inn 21.maí 1927 varð sænskættaður sveitapiltur frá Minnesota, Charles Augustus Lindbergh, sem hafði stundað sýninga- og póstflug í nokkur ár, heimsfrægur. Klukkan 10.24 að kvöldi þess dags lenti hann lítilli og veikbyggðri einþekju sinni, „The Spirit of St. Louis,“ (Andanum frá St. Louis) á La Bourget-flugvelli í París eftir 33 1/2 klukkustunda flug yfir Atlantshaf frá Roosevelt-flugvelli í New York án viðkomu. Þessi atburður markaði þáttaskil í flugsögunni. Einmanalegt flug Lindberghs yfir Atlantshaf fyrir 60 árum þótti eins frækilegt og fyrsta mannaferðin til tungslins 42 árum síðar. Langtímum saman sá hann rétt grilla í öldur Atlantshafs gegnum skýjaþykkni. Hann barðist við svefninn og hafði enga talstöð til að biðja um aðstoð, ef eitthvað færi úrskeiðis. ísing olli honum erfiðleikum og um tíma hugleiddi hann að snúa við, en harkaði af sér. Stundum flaug hann ofar skýjum, stundum rétt yfir öldutoppum. Loks kom hann auga á fiskibát og reyndi að spyrjast fyrir um hvar írland væri, en fékk ekkert svar. Von bráðar birtist strönd Irlands framundan og hann flaug sigri hrósandi síðasta spölinn yfir suðvesturodda Englands og Ermarsund til Frakklands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.