Morgunblaðið - 17.05.1987, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAI 1987
B 18
ATLANTSHAFSFLUG LINDBERGHS
A R A
Lindbergh
áíslandi
CHARLES Lindbergh
kom til Reykjavíkur ásamt
konu sinni lS.ágúst 1933
frá Angmagsalik á
Grænlandi og dvöldust hér
á sama tima og brezki
flugkappinn Grierson.
Rúmum mánuði áður hafði
Italo Balbo marskálkur
stjórnað „hópflugi ítala“
hingað. Lindbergh var í
þjónustu flugfélagsins Pan
American Airways og
íslandsferð hans var liður
í norðurleiða
könnunarflugi fyrir
félagið.
„Múgur og margmenni þusti
niðurtil hafnarinnar," sagði í frétt
Morgunblaðsins um komu Lind-
berghs-hjónanna. „Skip öll í
höfninni þeyttu eimpípur með svo
miklum gauragangi, að fólk fékk
lokur fyrir eyrun.“
Lindbergh lenti á Viðeyjarsundi
Laust eftir hádegi 18. ágúst
kom skip Lindberghs, „Jelling",
til Reykjavíkur og Lindberghs-
hjónin fóru um borð til að tala
við yfírmanninn, Logan majór.
Síðdegis bauð forsætisráðherra
hjónunum til tedrykkju. Seinna
hætti Lindbergh við að fara í boði
forsætisráðherra til Þingvalla
vegna þess að Grierson hlekktist
á þegar hann ætlaði að fljúga frá
Reykjavík til Grænlands. Lind-
berghætlaði að hjálpa Grierson
að gera við flugvélina, en í ljós
kom að hún var ónýt og Grierson
varð að hætta við fyrirhugað Atl-
antshafsflug.
Hinn 22.ágúst flugu Lindbergh
og frú hans vestur og norður yfír
Eyjafjörð, suður í Skaftafellssýsl-
ur og austur til Eskifjarðar, þar
sem þau gistu hjá Magnúsi Gísla-
syni sýslumanni eina nótt. Daginn
eftir flugu þau frá Eskifirði til
Færeyja. Þaðan fóru þau degi
síðar til Leirvíkur á Hjaltlandi og
loks til Kaupmannahafnar.
í leiðara Morgunblaðsins um
Lindbergh 19.ágúst sagði m.a.:
„Af engu orði eða látbragði hans
verður ráðið, að hann sjálfur skoði
sig neinum fremri. En þegar
minnst er á flug hans og eitthvað
er að því lýtur, tindra hin hauksn-
öru augu, eins og hann lyfti sér
yfir tíma og rúm og horfí beina
leið inn í framtíðina." (Spegillinn
henti gaman að þessum ummæl-
um og fieiru í sambandi við
heimsóknina, eins og hans var von
og vísa).
Lítið var skrifað um tilgang
íslandsferðar Lindberghs, en
blaðafréttir hermdu að „athug-
analeiðangur" hans hefði „vakið
mikla athygli flugmálasérfræð-
inga helztu flugfélaga álfunnar."
Um möguleika á flugi á íslandi
sagði Lindbergh að þar væri alls
staðar hægt að fljúga. Hann
kvaðst efast um að póstflug mundi
borga sig hér á landi og benti á
„hér þyrfti að vera a.m.k. tvær
flughafnir, norðan- og sunnan-
lands, hér þyrfti að reisa nokkrar
loftskeytastöðvar o.sv.frv. Ekki
treystist Lindbergh til að segja
um, hvort flug þessa leið borgar
sig.“ (Mbl.23.8.33).
GH
Ljósmyndirnar af komu
Lindberghs-hjónanna tók Sva-
var Hjaltesteð.
Lindberghs-hjónin stíga á land
Lindberghs-hjónin, Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri, Grierson og Sigurður Jóns- Lindbergh, Ann kona hans, Slgurður Jónsson og enski flugmaðurinn Grierson
son
og batt vél sína við dufl undir
Viðeyjarbryggjum, en óskaði eftir
því að fara í land í Vatnagörðum.
„Þangað var kominn fjöldi fólks
úr Reykjavík í einum 50-60
bílurn," sagði Morgunblaðið.
„Þyrptist fólkið niður í flæðarmál
og niður á bryggju. Hrópaði hver
húrra sem betur gat til að fagna
komu hins fræga fluggests."
Lindbergh fór síðan aftur út í
flugvél sína og kvaðst ekki vilja
skilja við hana meðan hún væri
ekki í tryggari höfn. Hjónin gistu
í Vieðy meðan þau voru hér.
Morguninn eftir fór Lindbergh á
pósthúsið og Austurstræti fylltist
af fólki. Síðan gekk hann á fund
dómsmálaráðherra og Garðars
Þorsteinssonar, sem var settur
borgarstjóri.
Flugvél Lindberghs var komið
fyrir í vestari höfninni 17.ágúst,
en flaug ekkert fyrst um sinn,
„enda er hér í Reykjavík ekkert
bensín við hæfi hreyfilsins. Ben-
sínið, sem flugsveit Balbos notaði,
dugar ekki í hans vél.“
Flugvél Lindberghs vió Vlðey