Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 22
P.S ÍT „9n, •- .
22 B MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987
fclk í
fréttum
Enn sem fyrr eru götur Cannes hlaðnar
ungum og upprennandi smástirnum, sem
eru ófeimin við að fletta sig klæðum til
þess að ná athygli lostafullra ljósmyndara,
en af þeim er enginn skortur svo sem öld-
ungis augljóst má vera.
Hér sést Framjois Mitterrand
sæma Liz merki Heiðursfylking-
arinnar.
Cannes V
Vart hefur farið fram hjá neinum
lesanda þessarar síðu að ákaft
er nú fagnað í frönsku borginni
Cannes, en þar fer nú fram fertug-
asta kvikmyndahátíðin, sem við
borgina er kennd. Upp á síðkastið
hafa hátíðahöldin aukist ef eitthvað
er, en hátíðinni lýkur ekki fyrr en
eftir helgi.
Síðastliðið miðvikudagskvöld var
haldinn mikill hátíðakvöldverður,
þar sem m.a. var sýnd klukkutíma-
löng kvikmynd, sem sett var saman
úr gömlum myndum, sem tekið
hafa þátt í samkeppninni um verð-
launin eftirsóttu — Gullpálmann.
Meðal þeirra sem komu til sýn-
ingarinnar voru Elizabeth Taylor,
Catherine Deneuve, Paul Newman
og fleiri stórstjömur kvikmynda-
himinsins. Elizabeth kom reyndar
hálftíma seint og þá með leikarann
George Hamilton sér við hlið. í stað
þess að setjast við hlið Yves Mont-
and, eins og henni stóð til boða,
beið hún aftast í salnum þar til að
sýningu lokinni. Þegar hún svo
gekk loks fram í salinn vakti hún
allra athygli fyrir smekkvísan
klæðaburð, en hún var í rauðum
satín-kjól og þótti Liz óhrædd við
að sýna holdið, enda um stórglæsi-
lega konu að ræða.
Catherine Deneuve kom hins
vegar á réttum tíma og sat við hlið
Montand allan tímann og fór hið
besta á með þeim. Hún var einnig
rauðklædd og var í síðum danskjól,
sem Yves Saint Laurent hannaði
af alkunnri snilld.
Að sögn voru þama svo margar
stjömur samankomnar, að nær
væri að tala um stjömumerki!
Claudia Cardinale fór fyrir ítölun-
um, Michael York fyrir Bretunum
og meðal Bandaríkjamannanna
vom stjömur eins og Diane Keaton
og Elliot Gould.
En þrátt fyrir að Liz hafi verið
ögn sein fyrir þá um kvöldið, þá lét
hún slíkt ekki henda sig á fímmtu-
dag, en þá gekk hún á fund
Mitterrands Frakklandsforseta í
Elysée-höll í París. Tilefnið var að
vera tekin í Frönsku heiðursfylking-
una, en það er æðsti heiður sem
nokkmm hlotnast á franskri
gmndu.
Taylor kom sem fyrr sagði á til-
settum tíma og var í hvítum kjól
og skóm við, með bleika rós í hendi.
Mitterrand hrósaði henni fyrir
starfsferilinn og minntist á hversu
erfítt það hlyti að vera að byija
jafnung og hún og halda sínu striki
allar götur síðan. Þá hrósaði hann
henni ennfremur fyrir framlag sitt
til baráttunnar gegn alnæmi, sn
sem kunnugt standa Frakkar fram-
arlega í þeirri herferð.
Elizabeth, sem er 55 ára gömul,
náði fyrst frægð sem bamastjama
og lék í myndum eins og „National
Velvet", sem gerö var árið 144.
Síðar vann hún til Óskarsverðlauna
fyrir leik sinn í myndunum „Butt-
erfíeld 8“ árið 1960 og „Who’s
Afraid of Virginia Woolf“ árið 1966.
Vel fór greinilega á með þeim, en hvað Catherine hvíslar í eyra
. hans er jafnleynilegt og það sem Óðinn hvíslaði.
Meðai keppenda um Gullpálmann í Cannes er þau sem hér sjást: þau
Barbara Hershey, Andrei Konchalovsky og Jill Clayburgh, en þær
stöllur leika í mynd Konchalovskys, Feimið fólk.
Dali dalar...
eða hvað?
Dali sestur í helgan stól.
Fyrir skömmu var blaðamanni
breska blaðsins Observer
leyft að heimsækja Salvador Dali,
þó svo að engu væri lofað um það
hvort meistarinnn kærði sig um
að hitta hann eður ei. Þegar blaða-
maður kom inn var honum fylgt
framhjá svefnherbergi Dalis inn í
biðstofu hans. Dali kvartaði venju
samkvæmt yfir því að hann væri
of þreyttur til þess að taka á
móti gestum, en kom þó einum
skilaboðum á framfæri — jafnijar-
stæðukenndum og hans var von
og vísa: „Segið lesendum yðar frá
því að eitt sinn hafí mér verið
sýndur sá heiður — á yndislegum
stað með sundlaug, sem kallast
Les Baux og er skammt frá
Avignon — að vera gestur bresku
konungsfjölskyldunnar." Svo
mörg voru þau orð.
Dali sneri baki við heiminum
árið 1982 þegar kona hans Gala
lést. Hann lét skjóta lokum fyrir
alla glugga á kastala þeirra í
Pubol, neitaði að taka á móti gest-
um og borðaði lítt sem ekki.
Þannig stóðu mál í þijú ár, en
þá kviknaði í svefnherbergi Dalis
og munaði mjóu að hann brynni
inni. Þá vóg hann aðeins 50 kg.
Þó það virðist mótsagnakennt þá
bjargaði bruninn líklega lífi hans,
því að hann tók sig upp og flutti
sig um set. Altítt er að heimili
frægra listamanna séu gerð að
söfnum eftir dauða þeirra, en
Dali tókst að snúa þessu við.
Hann kom á fót safni um sig í
borginni Figueras árið 1974, en
áratug síðar ákvað hann að flytja
inn. Þar hefur Dali hreiðrað um
sig og gerir fátt annað en að anda.
Sérviska Dalis hefur þó aldrei
verið meiri en nú. Eitt sinn var
Dali sælkeri, sem sendi eftir fær-
ustu matreiðslumönnum heims,
þegar hann vildi svo vera láta.
Nú neitar hann að eta á þeirri
forsendu að hann geti ekki kyngt,
en læknar segja það fírru eina.
En meðan hann segist ekki geta
kyngt fær hann vökvanæringu í
gegnum nefið. Dali segist ekki
getað staðið, þó svo að læknar
hans telji að því sé engin fyrir-
staða nema vilji gamla mannsins.
Hann vill ekki lesa þó svo að hann
geti það. Hann teiknar ekki þrátt
fyrir að hann sé líkast til fullfær
um það. Þá verður æ erfiðara að
skilja hann, en þegar hann vill er
hann fullkomlega skýrmæltur.
Sumir telja að skýringu á þessu
einkennilega athæfi sé að finna í
viðtali, sem við Dali var tekið fyr-
ir nokkrum árum. Þegar hann var
spurður hvort hann hygðist ein-
hverntímann taka af sér grímuna
svaraði hann: „Ég hef þegar hug-
leitt það að leggjast í híði. Sú
gríma er hreint öldungis
ógagnsæ, þvi enginn veit hvort
maður er lifandi eða dauður.“