Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987 B 5 Atlantshaf, yrði haidið áfram í aust- urátt, hvað svo sem gerðist eftir það. Engin kennileiti Yfir Noca Scotcia var skúraveður og kvika en áfram var flogið austur á bóginn. Lindbergh sá hafís skammt vestur af Nýfundnalandi. Yfir Nýfundnalandi mældist með- vindurinn 30 mflur á klst. og ákvað Lindbergh þá að fljúga yfir bæinn St. John’s ef vera kynni að einhver sæi vélina og tilkynnti um það til New York. Fram til þessa hafði ailt gengið samkvæmt áætlun og nú var komið að mikilvægasta þætti flugsins. Héðan í frá voru engin kennileiti á yfírborði jarðar, sem hægt væri að gera staðarákvörðun eftir. Nú voru einungis öldur Atl- antshafsins, sem gáfu til kynna vindátt og vindhraða. Héðan af varð Lindbergh að fljúga eftir átta- vitanum og treysta því, að flug- planið, sem hann hafði gert vestur { Kalifomíu, væri rétt, en hvað um það, þama yfír austasta hluta Ný- fundnalands voru skilyrðin eins góð og hægt var að óska sér. Hann sá til lands og kenniieita, meðvindur var ágætur og eldsneyti nægilegt. Þegar rúmir 12 tímar eru liðnir frá flugtaki í New York, flýgur Lindbergh út yfir Atlantshafið og stefnir á írland. Þótt Lindbergh og veðurfræðingurinn Kimball vissu það ekki, var þetta fyrsti dagurinn um nokkurt skeið, sem flugveðrið var gott og mestar líkur á því að flugið heppnaðist. Lindbergh ákveður að hækka flugið og hag- nýta betur meðvindinn, sem hann hafði orðið var við yfír Nýfundna- landi. Þótt talsvert hafí gengið á eldsneytisbirgðimar og vélin sé ekki eins þung og hún var áður, er hún jafn óstöðug í fluginu og rásar strax og hendinni er sleppt af stýrinu. Hann verður að fylgjast með og stjóma rennsli eldsneytisins úr tönkunum. Það verður að víxla rennslinu með vissu millibili, annars verður vélin alltof óstöðug. Á klukkustundarfresti verður að breyta flugstefnunni örlítið, sam- kvæmt flugplaninu sem gert hafði verið vestur í Kalifomíu. Allt þetta hjálpar til þess að halda honum vakandi, en samt sækir svefninn svo fast á hann, að það kostar hann mikla áreynslu að halda sér vak- andi. Eftir 15 klst. flug lendir flugvélin í kuldaskilum. Talsverð kvika skekur vélina og ísing sest á hana um leið og áttavitinn virðist vera óvirkur vegna raftnagnsins í loftinu. Þetta em samt tiltölulega veik kuldaskil og Lindbergh nær að komast í gegnum þau eftir nokk- uð stuttan tíma (sjá veðurkort). Flugvélin var komin í hlýtt loft sunnan við kuldaskilin og ísingin hvarf smám saman af vélinni. Á 23. klst. flugsins yfírbugar svefninn Lindbergh og flugvélin er komin niður í 100 feta hæð yfír sjávarflet- inum, þegar hann rankar við sér og honum tekst að rétta flugvélina af. Sterkir meðvindar hafa skilað honum áleiðis og hann er mun nær írlandi en hann hyggur. Svartsýnið grípur hann um stund og hann íhug- ar hvort hann muni taka land syðst við Biskayaflóa eða í Norður-Nor- egi. Tvennt er þó sem hressir upp á hugann, nóg er af eldsneyti og þessi dásamlegi Wright J-5C-hreyf- ill hefur ekki hikstað á þessari löngu flugferð. Á 26. klst. flugsins sér Lindbergh höfmnga syndandi í yfír- borði hafsins og þetta verður til þess að hann vinnur smám saman bug á svefndmnganum, sem hverf- ur alveg að klukkustund liðinni, þegar hann kemur auga á nokkra fískibáta. Örstutta stund ígmndar hann, hvort þeir séu írskir, enskir, skoskir, franskir eða jafnvel spánskir, en svo tekur rökhyggjan við og hann lækkar flugið og hróp- an „I hvaða átt er írland?" Ekkert svar berst frá bátunum. Flugið heldur áfram og nokkm seinna, eftir 16 klst. flug frá Nýfundna- landi, sér hann land syðst á írlandi. Hann flýgur yfír Valentia og Dingle-flóa. Skekkjan var aðeins 3 mílur frá áætlun og eftir er aðeins sjötti hluti leiðarinnar, eða 600 mílur til Parísar. Nú er svefnhöfg- inn horfinn, enda koma kennimörk- in í ljós hvert af öðra. Á 29. klst. er hann yfír Sankti Georgs-sundi og nokkm síðar eykur hann flug- hraðann í 110 mflur á klst. því strendur Comwall-skagans em framundan. Tveimur klst. síðar er hann kominn yfír strönd Frakk- lands og nokkm síðar sjást flugljós- vitar, sem vísa leiðina til Parísar, en enginn hafði upplýst Lindbergh um vitana. Nú hafði kvöldhúmið lagst yfir landið og Parísarborg en Lindbergh kom auga á Eiffeltum- inn og stefndi á hann. Honum hafði verið sagt að fljúga í norðaustur frá Eiffeltumi og þá mundi hann finna Le Bourget-flugvöllinn. Hann ætlaði vart að trúa sínum eigin augum, því flugvöllurinn var um- kringdur ljósgeislum frá ótal bif- reiðum. Flug Lindberghs hafði verið tilkynnt frá Dingle-flóa og Ply- mouth á Englandi og Cherbourg í Frakklandi. Parísarbúar höfðu því mætt í tugþúsundatali út á flugvöll að taka á móti honum. Þegar Lind- bergh var lentur trylltist manngrú- inn og braust í gegnum vamarhring lögreglunnar. Lindbergh var borinn af ótal höndum mannfjöldans á meðan aðrir hirtu allt lauslegt úr vélinni, m.a. flugleiðarbókina. Franskir flugmenn smygluðu síðan Lindbergh út af flugvellinum og óku honum til bandaríska sendiráðsins í París. Flugið frá New York til Parísar án viðkomu tók 3310 ámm síðar keypti bandaríska flugfélagið Un- ited Airlines 28 DC-3-flugvélar til þess m.a. að fljúga með farþega án viðkomu til og frá Chicago og New York og rúmlega 20 áram síðar vom DC-3-vélamar komnar í innanlandsflug hér á íslandi. Á ár- unum 1948 til 1961 lentu daglega á Keflavíkurflugvelli allt upp í 30—40 vélar, þegar vindar vom hagstæðir fyrir flug frá Evrópu til Bandaríkjanna um ísland. Síðan komu þotumar til sögunnar og þá var stórbaugsleiðin oftast nær hag- kvæmust, og umferðin um Kefla- víkurflugvöll datt niður. Höfundur er veðurfræðingur. The Spirit of St. Louis eftir Charles A. Lindbergh, Encyclopedia Britannica, Historical Weather Maps. Blásara- konsert á mánudags- kvöldið Blásarakonsert verður í Frikirkjunni í Reykjavík mánu- dagskvöldið 18. maí kl. 20.30. Félagar úr Alouette-tríóinu frá New York leika verk eftir Tele- mann, Hovaness, de Boismortier, Persichetti og Gordon Jacob. Flytj- endur em þau Stella Amar sem leikur á óbó og enskt horn og Andrew Cordle sem leikur á fagott. í einu verkanna leikur sr. Gunnar Bjömsson með á selló. Stella Amar og Andrew Cordle leika í sinfóníuhljómsveitinni í Springfield, Massachussetts. Tónleikamir em á vegum banda- ríska sendiráðsins og listamann- anna sjálfra. Sumarhús við Sog Er að hefja byggingu á þrem sumarhúsum við Sog (Álftavatn) í Grímsnesi. Leitið upplýsinga í sfma 54202. lómas Jónsson metsölubók vakti bæði úlfúð og aðdáun þegar hún kom út haustið 1966. Bókin seldist upp á örskömmum tima og hefur siðan verið ófáanleg. Menn skiptust í flokka, með eða móti skáldverkinu, og margirsökuðu höfundinn um niðurrifsstarfsemi, þar örtaði hvergi á „heil- brigðu mótvægi við sorann". Aðrir tóku Tómasi Jónssyni afburðavel og spáðu nýjum timum i ís- lenskum bókmenntum. Gagnrýnendur sögöu: „Kraumandi seiðketill þarsem nýttefni, nýrstill kann að vera á seyði. fátt er líklegra en að sagan verði þegar frá liður talin timaskiptaverk i bók- menntaheiminum: Fyrsta virkilega nútima- sagan á islensku." — Ólafur Jónsson. „Guðbergur Bergsson hefur i ritum sinum brot- ið nýjum veruleika braut inn i islenskar bók- menntir, auðgað þær af nýrri tóntegund." — Sigfús Daöason. Veró kr. 794.00 kilja MEISTARAVERK GUÐBERGS BERGSS0NAR TÓMAS JÓNSS0N METSÖLIBÓK KOMIN ÚT Á NVIKIUL |M | | | /.T.It-Vr.KDI.Al'NIN 1‘IK I PURPURA LITURINN Al.K.l, WAl.KT.K Guðbergur Bergsson ritar formála að endurútgáfu sögunnar. „hér er sögd mögnuð saga af mikilli kúnst". Jóhanna kristjónsdóttir, Mbl. Verö kr. 1.087.00 .Gripur lesanda sinn 3g heldur honum föstum allt til loka“. Eysteinn Sigurösson. Timinn Verö kr. 594.00 kilja. TVÆR ÓGLEYMAMEGAR SKÁLDSÖGUR ÞÆR SELDUST UPP FYRIR SÍÐUSTU JÓL EN ERU KOMNAR AFTUR FORLAGIÐ • FRAKKASTÍG 6A • SÍMI: 91-25188 [

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.