Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987 ATL ANTSHAFSFLU G LINPBERGHS 60 A R A Ferðmeð fyrirheití eftir Borgþór H. Jónsson Það var fyrir 60 árum, að hár og grannvaxinn 25 ára gamall maður settist snemma morguns upp í sérsmíðaða flugvél sína á Long Island við New York-borg og hóf sig til flugs. Þessi atburður átti eftir að draga dilk á eftir sér og valda ýmsum breytingum, bæði austanhafs og vestan. Lítið eyríki norðarlega í Atlantshafinu komst þess vegna meðal annars í þjóð- braut um 20 ára skeið. Hver var þessi ungi maður, og hvað gerðist 20. maí 1927? Á síðustu öld fluttist Svíi með fjölskyldu sína frá Skáni í Suður- Svíþjóð til Bandaríkjanna. Eitt af bömum hans var nokkurra mánaða gamall drengur. Fjölskyldan settist að í Láttle Falls í Minnesota þar sem stundum varð að beita kænsku og klókindum til þess að komast hjá iildeilum við indíána og halda lífínu í harðri lífsbaráttunni. Fyrmefnt sveinbam óx úr grasi og kvæntist stúlku af breskum ættum. Eitt af bömum þeirra, drengur, fæddist 4. febrúar 1902 í Detroit í Michigan- fylki, en ólst upp að mestu í Little Falls nema hvað hann dvaldist um hríð í höfuðborginni, Washington, því faðir hans var þingmaður (con- gressman) fyrir Minnesota í 10 ár. Þessi drengur, sem fæddist árið 1902, hlaut nafnið Charles August- us Lindbergh. Hann virtist mjög hændur að móður sinni, sem var kennari, en samt tolldi hann ekki til lengdar á skólabekk og hvarf frá námi á öðmm vetri við Madison- háskólann í Wisconsin. Hugurinn beindist að fluginu og hann lærði að fljúga í Lincoln-bæ í Nebraska- fylki. Hann keypti gamla orustu- flugvél úr heimsstyijöldinni fyrri og flaug með fólk á útiskemmtanir fyrir greiðslu. Síðan var hann eitt ár í flugskóla hersins í Texas, en eftir það gerðist hann póstflugmað- ur og flaug með póst milli borganna St. Louis og Chicago. Á þessum tíma bauð Raymond Orteig 25 þús. dollara verðlaun þeim, er fyrstir yrðu til þess að fljúga leiðina milli New York og Parísar án viðkomu. Þetta var góð upphæð í þá daga og brátt tóku ýmsir að hugsa um þetta. Lindbergh var fremur seinn að taka ákvörðun í þessu máli og eftir nokkrar misheppnaðar tilraun- ir fékk hann aðstoð nokkurra fj'ármálamanna í St. Louis og lét smíða eftir sinni fyrirsögn litla ein- þekju hjá Ryan-flugvélasmiðjunni, sem þá var lítið og alveg óþekkt fyrirtæki. Seinni hluta árs 1926 tók Lindbergh sér frí frá póstfluginu og einbeitti sér að undirbúningi flugsins og smíði vélarinnar. Hann var ætíð tilbúinn og til taks, þegar svara þurfti spumingum varðandi smíði vélarinnar, og þær vora marg- ar, því hönnum hennar var í marga staði nýstárleg. Lindbergh ákvað að hafa aðaleldsneytisgeyminn fremst í vélinni, fyrir framan flug- manninn. Þetta olli því, að engin framrúða var á vélinni. Flugmaður- inn gat kíkt út um sjónpípu eða hallað sér út um hliðarglugga og horft þannig fram á við. Ástæðan fyrir þessu var sú, að Lindbergh vildi ekki kremjast undir geyminum, ef hann þyrfti að nauðlenda. Engin fjarskiptatæki vora í vélinni. Þau vora of þung, og segja má að flestu hafi verið fómað til þess að geta tekið með sem mest eldsneyti. Þetta endaði með því að eldsneytisbirgð- imar áttu að endast í allt að 50 stunda flug. Þyngd vélarinnar fullr- ar af eldsneyti var þá um 2lh tonn, þar af var um 60% eldsneyti. Smíði vélarinnar tók ekki nema um 3 mánuði. Allir unnu kappsamlega og af áhuga að verkinu, enda hlutu frami, frægð og ábati einnig að falla flugvélasmiðnum í skaut, ekki bara flugmanninum, ef heppni var með. Það var því ekki aðeins eftir 25 þús. dollara verðlaununum að slægjast, heldur ýmsum öðram gæðum. Flugið hættulegt Fram að þessu var flugið mjög svo tilviljunarkennt og hættulegt. Hæðarmælar vora ófullkomnir ef nokkrir, og flugmenn urðu yfírleitt að fljúga sjónflug, þ.e. fljúga eftir kennileitum. Þýskættaður flugverk- fræðingur, Paul Kollsmann að nafni, var um þessar mundir að fullgera nýja tegund hæðarmælis í flugvélar. Loftþrýstingfur er mældur með kvikasilfursloftvog, og er þá mæld hæð kvikasilfurssúlu í glerpípu. Hæðin var gefín í senti- metram, millimetram eða þumlung- um. Einnig var hægt að mæla þrýsting loftsins með því að tæma loft að mestu úr lokaðri blikkdós. Hún þandist út eða dróst saman eftir því hvort loftþrýstingurinn minnkaði eða jókst. Það sem Kolls- mann gerði var að breyta skalanum úr þumlungum loftþrýstings í fet. Einn þumlungur er nálægt því að vera 1000 fet á þeim skala. Þama var komið lítið, létt og einfalt tæki til þess að ákveða hæð loftfars. Kollsmann-hæðarmælirinn er enn, 60 áram síðar, í notkun. Sennilega hefur Lindbergh frétt af þessu, a.m.k. notaði hann hæðarmælinn óspart á flugi sínu yfír Atlants- hafíð. Annað tæki, sem reyndist honum ómetanlegt í fluginu, var mjög nákvæmur áttaviti. Lindbergh var önnum kafínn á þessum tíma því auk þess sem hann þurfti að gera út um ýmis atriði varðandi smíði vélarinnar, þurfti hann að læra loftsiglingafræði og útvega sér sjókort, en slíkt lá ekki á lausu, eins og gefur að skilja, því fáir höfðu flogið yfír Atlantshafíð. Lind- bergh ákvað að fljúga stystu leið eða stórbaug frá St. John’s á Ný- fundnalandi til Parísar. Hann útvegaði siglingakort, þar sem bein lína er stórbaugur og teiknaði flug- leiðina inn á kortíð. Hún var síðan mæld og reyndist 3610 mflur, eða rúmlega 5800 km. Á þessa leið setti Lindbergh síðan 37 punkta með 100 mflna millibili. í hveijum punkti vora skráð eftirfarandi at- riði: Rétt stefna, misvísun og áttavitastefnan. Lindbergh taldi að það myndi taka um 1 klst. að fljúga frá einum punkti til þess næsta. Þegar hér var komið sögu vora a.m.k. 5 aðilar sagði ákveðnir í að keppa um verðlaunin, en þeir vora frá Frakklandi, Englandi, Italíu auk tveggja bandarískra aðila, en þar var frægastur bandaríski flotafor- inginn Byrd, sem hafði flogið til Norðurpólsins. Beðið veðurs Lindbergh beið nú óþolinmóður eftir því að fljúga frá San Diego í Kalifomíu til New York, en óveður á leiðinni hamlaði því. Að lokum gaf veður 10. maí og Lindbergh flaug til St. Louis í einum áfanga. Þar ráðfærði hann sig við stuðn- ingsmenn sína, en flaug síðan áfram til New York albúinn að halda áfram fluginu til Parísar þeg- ar veður batnaði. Tveir Frakkar, kapteinn Charles Nungesser og lautinant Colí höfðu lagt af stað Borgþór H. Jónsson 8. maí frá París, en flugvél þeirra, „Hvíti fuglinn", var nú týnd. Þann 16. maí er Lindbergh albúinn til flugs yfír Atlantshafíð, en veður- fræðingurinn í New York, dr. Kimball, telur, að ekki sé flugveður þessa dagana. Nú era þrír aðilar tilbúnir til flugs frá New York til Parísar og bíða veðurs. Flugvélam- ar vora: America, sem Byrd réð yfír, en sú vél var af Fokker-gerð. Ónnur var Columbia af Bellanca- gerð, en fyrirliði þar var Cham- berlain, en þar logaði allt í illdeilum meðal áhafnarinnar. Þriðja var The Spirit of St. Louis, en flugstjórinn þar var Charles A. Lindbergh, ein- fari. Að kvöldi þess 19. var Lind- bergh á leið í leikhúsið að sjá söngleikinn Rio Rita, þegar þeim félögum datt í hug að hringja í Dr. Kimball veðurfræðing og spyrja um veðurhorfumar. Svarið var uppör- vandi. Búist var við batnandi veðri við austurströnd Bandaríkjanna og Kanada og eins yfír Norður-Atl- antshafínu. Hætt var við leikhús- förina og Lindbergh fór á hótelið að sofa. Honum varð samt ekki svefnsamt og hann mætti vansvefta til flugsins um morguninn. Enginn sást á ferli hjá hinum keppinautun- um, og eftir nokkum undirbúning og umhugsun lagði Lindbergh af stað í flug sitt til Parísar kl. 0754 samkvæmt austurstrandartfma. Eins og áður sagði vó vélin 2 xh tonn og þar af var meirihlutinn eldsneyti. í raun var þetta fljúgandi eldsneytistankur fremur en flugvél. Stefnan var tekin í norðaustur í átt til Nova Scotia. Lindbergh var í fyrstu talinn flón og fyrirhugað flug hans álitið feigðarflan, en eftir greiða og happasæla flugför hans frá Kalifomíu til New York breytt- ist tónninn hjá blaðamönnum og Lindbergh var nú talinn óviss og óútreiknanlegur þátttakandi. Sjálf- ur hafði Lindbergh hugsað mikið um flugið og lagt mikið starf í und- irbúning þess. Fyrir flugið taldi hann, að flugtakið væri hættulegast vegna þess hve flugbrautin var blaut og erfíð og vélin þung af öllu eldsneytinu. Því næst taldi hann veðrið á leiðinni hættulegast. Á meðan á fluginu stóð átti hann eft- ir að komast að raun um að svefnleysið og svefnhöfginn vora engu síður hættuleg. Lindbergh hafði í upphafí sett sér nokkrar starfsreglur og viðmiðanir til þess að fara eftir. Stæðust þær ekki, ætlaði hann að snúa við. Á leiðinni frá New York til Nýfundnalands gat hann hættulítið sannprófað hæfni sína í siglingafræði. Hann varð að komast yfír Nova Scotia eins nálægt St. Mary-flóa og mögu- legt var, síðan ætlaði hann að fljúga austur eftir Nova Scotia og fljúga rétt sunnan við bæinn St. John’s á Nýfundnalandi, sem yrði síðasti fasti punkturinn áður en stefnan væri tekin austur yfír Norður- Atlantshafíð til írlands. Lindbergh taldi, að skekkja innan við 2 gráður væri þolanleg. Reyndin varð sú, að flugvélin var nákvæmlega yfír St. Maiy-flóanum eftir rúmlega 4 klst. flug og var þá aðeins 6 mflur suð- austan við rétta stefnu. Tveimur af þremur helstu markmiðunum var náð. Ekkert óhapp í flugtaki og landsýn á Nova Scotia nákvæmlega samkvæmt áætlun. Þriðja mark- miðið var eftir, en það var að gengi hreyfillinn hnökralaust og olíu- þrýstingurinn héldist jafn út á mitt Veðurkortið 20. maí 1927 sýnir afstöðu lægða og hæða yfir Norður-Atlantshafinu. Lægðin og skilin, sem voru yfir Bretlandseyjum þennan dag, hreyfðust í austur. Lægðarmiðjan var yfir Norðursjó og veðraskilin voru komin austur yfir Mið-Evrópu sólarhring síðar eða 21. maí 1927 kl. 1300 GMT. Þau höfðu því engin áhrif á flug Lindberghs, nema hvað meðvindurinn var enn hagstæðari frá írlandi til Parísar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.