Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 30
Mx\m>
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987
'ÉJC ITIHI rVirMTNDANNA
Sally Kellerman og Jack Lemm-
on í myndinni Svona er lífið.
ósamkomulags við sambýlismann
sinn Steve (Rob Knepper) og Meg-
an (Jennifer Edwards) á von á barni
en hefur áhyggjur af afskiptaleysi
eiginmanns síns (Matt Lattanzi).
Afmælið nálgast, Harvey verður æ
taugastrekktari og tekur uppá því
m.a. að heimsækja spákonu og
leita læknisráða. Gillian reynir að
taka öllum þessum uppátækjum
hans með rósemi, en undir blund-
ar óttinn við ólæknandi sjúkdóm.
Aðrir leikarar sem koma við
sögu í myndinni eru Robert Loggia
og Sally Kellerman.
Ónafngreindur franskur leik-
stjóri á einhverntímann að hafa
sagt um Blake Edwards: „Hann
er eins og Moliére. Þú hlærð ekki
þegar þú vilt. Þú hlærð þegar hann
vill að þú hlæir." Hvað svosem til
er í því hefur Edwards komið fólki
til að hlæja hvenær sem er og
hvernig sem er í 40 ár. „Sem hand-
ritshöfundur og leikstjóri tek ég
oft fyrir alvarlegar kringumstæður
og grínist með þær. Það er ein
aðferðin við að fjalla um lífsins
drama. Ég veiti fólki tækifæri til
að hlæja að sínum eigin vand-
kvæðum," segir Edwards.
Tilurð myndarinnar má rekja til
þeirrar tilfinningar Edwards að
hann væri ekki lengur eins skap-
andi í kvikmyndum sínum og hann
áður var. Hann ræddi þetta við
vini sína og fór. að hugsa um líf
sitt og hvað það gæti verið gaman
að segja einfalda fjölskyldusögu
um hluti sem stæðu honum nærri
og fá fjölskylduna í lið með sér.
Svona er lífið er niðurstaöan af því.
Bíóborgin:
Morguninn eftir
Lemmon og Julie Andrews; aðalleikararnir í fjölskyldumynd Blake
Edwards.
Stjörnubíó:
SVONA ER LÍFIÐ:
Fjölskyldumynd Blake Edwards
Næstnýjasta gamanmynd Blake
Edwards, Svona er lífið (That’s
Life), verður sýnd í Stjörnubíói inn-
•an skamms. Hún fékk betri dóma
gagnrýnenda í Bandaríkjunum en
nokkur önnur Edwards-mynd í
áravís. I henni leikur Jack Lemmon
kalífornískan arkitekt sem hatar
það að vera orðinn 60 ára. Gagn-
rýnendum vestra þótti mest varið
í að sálarkreppa arkitektsins í
myndinni var augljós samlíking við
hugarástand Edwards sjálfs. Hann
er aðeins eldri en arkítekt myndar-
innar og eiginkona hans, Julie
Andrews, leikur eiginkonu arki-
tektsins.
-Að auki var myndin að miklum
hluta tekin á heimili Edwards í
Malibu og á meðal leikenda er
dóttir han's Jennifer og einnig
Chris, sonur Jacks Lemmon. Svo
það er kánnski engin furða þótt
því sé haldið fram að Svona er lífið
sé sú sjálfævisögulegasta af
myndum Edwards. En hún ku líka
vera ein af þessum „kómedíum um
lífið" sem ekki eru gerðar mjög oft
þessa dagana. Eða eins og einn
bandarískur gagnrýnandi komst
að orði: „Frábært mótefni við ungl-
ingaveikinni sem við erum öll orðin
hundleið á.“
Söguþráðurinn er á þessa leið.
Harvey Farichild (Jack Lemmon)
er vel efnaður, vel kvæntur, vin-
sæll arkitekt, eiginmaður og
þriggja barna faðir. Sextugsaf-
mæli hans er framundan og það
hefur skyndilega runnið upp fyrir
honum að hann vill ekki verða
gamall. Gillian (Julie Andrews) eig-
inkona hans á líka við vanda að
stríða. Hún erfræg söngkona, sem
stendur andspænis þeim mögu-
leika að geta ekki sungið framar
vegna meinsemdar í hálsi. Börnin
þeirra þrjú eiga líka við sín vanda-
mál að etja: Josh (Chris Lemmon)
er sjónvarpsleikari sem skiptir um
rekkjunaut vikulega, Kate (Emma
Walton) er í þunglyndiskasti vegna
sem ég hef leikið. Og þegar þú
hefur verið í þessu eins lengi og
ég eru hlutverk eins og þessi ekki
á hverju strái." Framleiðendur
myndarinnar voru einmitt uggandi
yfir því hvernig áhorfendur tækju
Fonda í hlutverki fyllibyttunnar á
niðurleið en eins og alkunna er
hefur Fonda sótt frægð sína (og
peninga) í heilsuræktaræðið hin
síðari ár. En óttinn var ástæðu-
laus. Áhorfendur tóku henni vel
eins og alltaf og hún var útnefnd
til Óskarsins.
„Ég hef aldrei leikið fyllibyttu
áður," segir hún, „og mér finnst
það erfitt. Ég var ekki viss um
hvort ég gæti gert það nógu vel.
Það er svo auðvelt að leika hana
illa og erfitt að gera hana vel. Þetta
er ekki mynd um drykkjusýki og
hvernig eigi að ráða við hana held-
ur er þetta spennandi þriller í bland
við ástarsögu. En þegar ég var að
undirbúa mig fyrir myndina lærði
ég margt um drykkjusýki sem var
mér mikilvæg reynsla."
Og Fonda heldur áfram: „Ég
horfði á allar myndir Gail Russell,
sem eins og Francis Farmer var
mjög hæfileikarík leikkona, en
drykkjan varð henni að falli og eyði-
lagði frama hennar í kvikmyndum.
Bíóborgin opnar á Fonda, Bridges og
Lumet eftir breytingar á húsnæðinu
Úr myndinni The Morning After: Jane Fonda starir inn í myndavél-
ina með þynnkubjórinn í hendi. Jeff Bridges lýtur yfir hana.
að vinna saman í gegnum árin,"
segir Lumet, „en af einhverjum
ástæðum gafst okkur aldrei tæki-
færi til þess. Núna, eftir 30 ár, er
tækifærið komið." Og þótt undar-
legt megi virðast með amerískan
leikstjóra sem á að baki sér 33
kvikmyndir, er The Morning After
fyrsta myndin sem Lumet tekur í
Los Angeles. Hann hefur aldrei
verið neitt hrifinn af Hollywood.
Leikarinn Jeff Bridges er aftur á
móti alinn upp í Hollywood. Gagn-
rýnendur og áhorfendur kunna æ
meira að meta þennan skemmti-
lega leikara sem þrisvar sinnum
hefur verið útnefndur til Óskars-
verðlauna. Taylor Hackford, sem
leikstýrði honum í Against All
Odds, segir: „Frá sjónarhóli leik-
stjórans er draumur að vinna með
Jeff. Hann gerir allt sem þú biður
hann um að gera fyrir þig." John
Carpenter, sem leikstýrði honum
í Starman, segir: „Hann er alveg
sérstakur leikari. Honum er sama
þótt hann geri sig að fífli og hann
er óhræddur við að taka áhættur."
Sjálfur segir Jeff: „Mér finnst gam-
an að leika af því að það er eins
og þegar maður var krakki í þykj-
ustuleik. Það var uppáhaldsleikur-
inn minn."
Heimur Alex Sternbergen er að
hrynja.
Langt er síðan ferill hennar sem
kvikmyndaleikkonu varð að engu,
hjónaband hennar þrífst aðeins að
nafninu til og drykkjusýki hennar,
og minnisleysi sem fylgir í kjölfar-
ið, fer hríðversnandi.
Það er ekkert nýtt fyrir hana að
vakna í ókunnugu rúmi og hún
hefur löngu vanist því að muna
ekki ögn af því sem gerst hefur
kvöldið áður. En þennan morgun
horfir málið svolítið öðruvísi við
vegna þess að ókunnugi maðurinn
sem liggur við hliðina á Alex er
með hníf á kafi í hjartanu.
Er einhver að reyna að koma á
hana glæp, eða framdi hún morð-
ið? Alex ákveður að bíða ekki eftir
svari og reynir að rifja upp at-
burðina sem enduðu í þessum
hræðilega morgni.
Jane Fonda leikur Alex, Jeff
Bridges leikur Turner Kendall,
harðjaxl og fyrrum löggu sem reyn-
ir að hjálpa Alex og Raul Julia (Koss
kóngulóarkonunnar) leikur Jacky,
hárgreiðslumann og eiginmann
Alexar. Leikstjóri er smekkmaður-
inn Sidney Lumet en James Hicks
skrifar handritið.
Jane Fonda las fyrst handritið
að The Morning After (Morguninn
eftir) árið 1983. „Frá því að ég las
fyrst handritið, laðaðist ég að því;
spennunni, dramanu, rómantí-
kinni, kímninni og persónunni Alex,
sem er mjög svo ólík öllum öðrum
Shelley Long og Bette Midler í Outrageous Fortune.
Bíóhöllin:
Vinkonur í vandræðum
Bette Midler og Shelley Long leika aðalhlutverkin í
hasargamanmynd sem Arthur Hiller leikstýrir
Bíóhöllin frumsýnir innan
skamms hasargamanmyndina
Outrageous Fortune með þeim
Bette Midler og Shelley Long
(Cheers) í aðalhlutverkum. Þær
leika vinkonur í leit að sameiginleg-
um ástmanni sínum, sem Peter
Coyote leikur, og berst leikurinn
um endilöng Bandaríkin. Myndin
vakti sérstaka athygli vestra fyrir
að skarta tveimur kvenleikurum í
aðalhlutverkunum en yfirleitt eru
það karlleikarar (Butch Cassidy
and the Sundance Kid) eða karl-
og kvenleikari (Romancing the
Stone) sem fara með félagahlut-
verkin í myndum sem þessum.
Leikstjóri er Arthur Hiller (Silver
Streak).
Otrageous Fortune segir frá
þeim Sandy (Midler) og Lauren
Leikstjórinn, Sidney Lumet.
Handritshöfundurinn James Hicks
segir mér að Gail Russell hafi ver-
ið kveikjan að persónu Alex."
The Morning After er fyrsta
myndin sem þau Jane Fonda og
Sidney Lumet vinna að saman.
Þau hittust fyrst þegar Fonda var
aðeins 17 ára. Lumet var þá að
leikstýra sinni fyrstu mynd, Tólf
reiðir menn (Twelve Angry Men),
en framleiðandi hans og aðalleik-
ari var Henry Fonda.
„Við Jane Fonda höfum oft reynt