Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.05.1987, Blaðsíða 7
VRP,r íam vr ímrrAnTTMMrr?' (TKTi.Tmmnqra MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1987 í móttökuathöfn í bandaríska sendiráðinu í París. Blériot, sem flaug fyrstur yfir Ermasund, óskar Lindbergh til hamingju gengið illa hjá stóru fjölhreyfla flugvélunum. Fokker-flugvél Byrds hafði brotlent með Anthony 1927, sem hann nefndi „We“. Þar segir hann bara frá staðreyndum flugsins. Árið 1953 sagði hann alla söguna í stórkostlegri bók sem hann kallaði „The Spirit of St. Louis". Tuttugu og sjö klukkustundum eftir flugtak sá hann fískibáta á sjónum. Hann flaug lágt yfír þá, dró af hreyflinum og kallaði: „Hvar er írland?", reyndar án þess að fá svar. í raun og veru var hann ná- kvæmlega á réttri leið, en tveimur tímum á undan áætlun. Hann flaug yfir suðurodda írlands, Comwall- skaga og Ermarsund. Þegar hann nálgaðist París var komið myrkur. Þá var að fínna Le Bourget-völl- inn. Hann kom auga á stórt ljós- laust svæði norð-austur af borginni, sem hann hugði að væri völlurinn, en hann furðaði sig á að þar var engan ljósvita að sjá, eins og var á öllum flugvöllum í Bandarílqunum. Engin brautarljós voru á vellinum og flugvélin hafði engin lendingarljós. Hinsvegar sá hann flugstöðina og hlaðið fyrir framan hana upplýst. Eftir að hafa flogið lágt yfír flugstöðina, lenti hann í myrkrinu úti á grasvellinum. Lendingin var nokkuð erfíð, því enginn gluggi var til að sjá fram fyrir flugvélina. Þar var aðal bensíntankurinn. Hann hafði bara hliðarglugga til að sjá út um. Eft- ir nokkrar mínútur var flugvélin umkringd hrópandi, æstum og móðursjúkum mannQölda. Hrifning gagntók heiminn Á næstu vikum óx frægð og virðing Lindberghs sem flughetju svo að hann nærri skyggði á só- lina. Enginn hefír getað útskýrt þá yfirþyrmandi aðdáun og hrifn- ingu sem gagntók allan heiminn. Vissulega hafði þetta verið stór- kostlegt afrek framkvæmt á einfaldan og óaðfínnanlegan máta. Siglingafræðilegur undirbúningur hans var stórkostlegur, með tilliti til þess að hann hafði ekki nema venjuleg flugmælitæki til að styðj- ast við. Engin radíótæki og engan sextant. En samt höfðu mörg stór- kostleg flugafrek verið unnin af öðrum flugmönnum. Ef til vill var það hin viðfeldna og hógværa framkoma Lindberghs, sem vann aðdáun allra sem kynntust honum. Áhrifín af afreki Lindberghs á flugmál Bandaríkjanna voru líkust sprengingu. Eftir 21. maí 1927 vissu menn að flugvélin var fær um að gera það sem brautryðjend- ur og draumóramenn höfðu trúað að hún gæti gert. Hún gat spann- að úthöfín, minnkað vegalengdir, þjappað tímanum saman, sameinað þjóðir, veitt þeim þjónustu og flutt þeim póst og vörur, — eða eytt þeim með sprengjum eða byssukúl- um hvar sem er á jörðinni. Innan sex vikna frá lendingu Lindberghs á Le Bourget höfðu tvær aðrar flugvélar flogið yfír Atlantshafíð. Eins og áður segir flaug C. Chamberlin Bellanca-vél- inni næstum til Berlínar eða 6.250 km með Levine sem farþega. Þann 29. júní lagði Richard Byrd loks af stað til Parísar á Fokker C-2 þriggja hreyfla flugvél sinni sem hét America. Með honum voru flugmennimir Bert Acosta og Bemt Balchen og loftskeytamað- urinn George Noville, þeir flugu mestan tímann í blindflugi í skýjum og urðu að lokum að lenda í sjónum við strönd Normandie, vegna þoku á Le Bourget. Flug Lindberghs virkaði eins og vítamínsprauta á einkaflugið í Bandaríkjunum. Á einu ári eftir fjölgaði þeim sem tóku flugpróf úr 1.800 í 5.500. Flugleiðanet amerísku flugfé- laganna lengdust árið 1928 um helming, póstflutningur þeirra þre- faldaðist og farþegafjöldinn fjór- faldaðist, miðað við 1927. Fyrir kauphallahrunið 1929 hafði al- menningur fjárfest 400 milljónir dollara í amerískum flugvélaverk- smiðjum Tækniþróun hélst í hendur við hinn nývakta almenna áhuga fyrir fluginu. Fyrsta sérhannaða far- þegaflugvél Bandaríkjanna, Lockheed Vega, varð til 1928. Hún gat flutt einn flugmann og 4—6 farþega 800—1400 km vegalengd á 215 km hraða. Hún var knúin einum Wright Whirlwind 220 ha hreyfli. Með Lockheed Vega-flug- vélinni skákuðu Bandaríkjamenn forustu Fokkers og Junkers sem þeir höfðu haft í smíði farþegaflug- véla. Með tilkomu Pratt og Whitney Wasp, 425 ha hreyfílsins og annarra kraftmeiri hreyfla þró- aðist framleiðsla stærri og betri farþegaflugvéla. Árið 1932 komu Boeing-verksmiðjumar fram með B-247. Hún tók öllu fram sem þá hafði komið á markaðinn. Hún var tveggja hreyfla, knúin tveimur 550 ha P. & W. Wasp-hreyflum. Hún gat flutt 2 flugmenn og 10 farþega 780 km á 250 km hraða. En 1934 kom DC-2 á markaðinn. Hún var knúin tveimur 710 ha Wright Cycl- ane-hreyflum og gat flutt 2 flugmenn og 14 farþega 800 km á 307 km hraða. Þessar tvær flugvélar tóku þátt í hinu fræga Mac Robertson kapp- flugi frá Englandi til Melboume 1934. Það flug vann ein af þremur sérhönnuðum kappflugsvélum, De Havilland Comet, sem Bretar settu í keppnina. Númer 2 var DC-2 undir stjórn K.D. Parmienter, yfír- flugstjóra KLM-flugfélagsins. Númer 3 varð svo Boeing 247 undir stjóm amerísku flugkap- panna Roscoe Tunner og Clyde Pangbom. Sem þróun af DC-2 kom svo Douglas DC-3 eða þristurinn, sem allir þekkja, fram í dagsljósið árið 1936 og þar með höfðu Bandaríkin óvefengjanlega tekið forystuna í Fokker sjálfan við stýrið og Floyd Bennett hafði slasast illa, en vélin var í viðgerð. Davis og Wooste höfðu farist þegar Keystone-flug- vél þeirra fórst í flugtaki fyrir síðasta reynsluflugið áður en þeir hugðust leggja af stað í Parísar- flugið. Þann 8. maí höfðu Nung- esser og Coli horfið yfír Atlants- hafinu. (Reyndar töldu menn sig hafa séð Levasseur tvíþelgu þeirra „Hvíta fuglinn“ fljúga framhjá Cape Race á suð-austur homi Nýfundnalands og nú nýlega hefír sú saga komið upp að þeir kunni að hafa hrapað í vatnið Round Lake í Maine. Leit að flugvélinni í vatninu mun vera fyrirhuguð í sumar.) Jafnvel Bellanca-flugvélin hafði orðið fyrir óhappi þegar hjól losnaði undan henni í flugtaki. Flugvélin yfirhlaðin Veðurfregnir af Atlantshafinu gáfu til kynna óhagstætt flugveð- ur. í heila viku beið Lindbergh. Að kveldi 19. maí þegar hann hafði samband við veðurstofuna var hon- um tjáð að verðurspáin fyrir flugleiðina hefði snögglega batnað til muna. Hann ákvað því að leggja af stað í birtingu daginn eftir. Um morguninn vom skilyrðin fyrir flugtak hans á Roosevelt-flugvelli allt annað en góð, völlurinn var mjúkur og blautur, flugvélin yfír- hlaðin, snúningshraðamælir hreyf- ilsins sýndi 30 færri snúninga á mínútu en hann átti að gera, mót- vindsgolan breyttist í meðvind þegar búið var að færa vélina í flugtaksstöðu, skrúfa sem hafði skurð miðaðan við farflughraða en ekki flugtak. En Lindbergh trúði því að honum tækist að lyfta vél- inni við þessi skilyrði og honum tókst það og hann hvarf út í gráan morguninn á kompásstefnu 65 gráður sem hann hafði reiknað út fyrir fyrsta af 33 áföngum, hveij- um rúmlega 160 km, sem hann hafði deilt stórbaugsleiðinni til Parísar niður í. Saga flugsins hefír oft verið skráð, tvisvar af Lindbergh sjálf- um. Fyrst í bók sem hann gaf út framleiðslu farþegaflugvéla, sem þeir hafa haldið æ síðan. Árið 1927 hafði framsýnn og ákveðinn ungur maður, Juan Trippe, fengið einkaleyfí til að flytja póst milli Key West í Flórída og Kúbu og innan árs hafði hann bætt við tveimur póstflugleiðum, til Puerto Rico og Panama (Canal Zone), sem þýddi að hið óreynda nýja flugfélag hans, Pan American Airways, mundi fá 2 'Amilljón doll- ara á ári, bara fyrir póstflutning- ana. Það má segja að Lindberghs- árið, 1927, með öllum þeim látum og áróðri, sem afrek Lindberghs og keppnin um Orteigs-verðlaunin komu af stað, hafí markað upphaf nútíma loftflutninga. Þótt milli 70 og 80 manns hafí verið á undan Lindbergh að fljúga yfir Atlantshafíð þá heldur þorri Bandaríkjamanna enn að hann hafi verið fyrstur. Að vísu flaug meiri hluti þessa fjolda í loftskipum sem flugu þrisvar yfír hafíð á und- an Lindbergh. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri alþjóðadeildar Flugmálastjómar. Þessar ungu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 450 krónum sem þær afhentu Blindrafélaginu. Þær heita Anna Jeppesen og Pálína Pálsdóttir. Morgunblaðið/Bjöm Sveinsson Jónína Einarsdóttir, eigandi verslananna Öglu og Okkar á milli. Egilsstaðir: „Okkar á milli“ skiptir um eiganda Egilsstöðum. EIGENDASKIPTI hafa orðið á tískuversluninni Okkar á millí hér á Egilsstöðum. Jónína Ein- arsdóttir, sem áður rak hann- yrðaverslunina Öglu, hefur fest kaup á versluninni Okkar á milli og mun reka verslanirnar saman í Selási 13 þar sem Agla hefur verið til húsa. Verslunin Agla mun áfram kapp- kosta að bjóða upp á gott úrval af vefnaðarvöru og pijónagami, en í Okkar á milli verður lögð áhersla á vandaðar tískuvörur á bæði kynin sem verslunin ýmist flytur inn sjálf eða fær frá heildsölum í Reykjavík. Til nýjunga telst að í Okkar á milli verða á boðstólum vörur sem tvær ungar konur hér á Egilsstöð- um hanna og framleiða. Föstudag- inn 22. maí mun hópur ungs fólks úr nýstofnuðum sýningarsamtökum hér gangast fyrir tískusýningu í Samkvæmispáfanum, þar sem vör- ur frá Okkar á milli og versluninni Grímu verða sýndar. — Björn _/\uglýsinga- síminri er 2 24 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.