Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 20.05.1987, Qupperneq 3
r ptoípMiMfi&ifo /IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987 B 3 Markabikarar Morgunblaðsins EINS og í fyrra verðlaunar Morg- unblaðið þann leikmann, sem skorar fyrsta markið í SL mótinu-1. deild í ár og markabikar Morgunblaðsins verður einnig veittur því liði, sem flest mörk skorar í deildinni. Báðir gripirnir eru til eignar og þeim fylgir sú von að skemmtileg sóknarknatt- spyrna sitji í fyrirrúmi. í fyrra voru skoruð 12 mörk í 1. umferð og skoraði Bjarni Svein- björnsson fyrsta mark deildarinnar fyrir Þór gegn Val eftir 2.32 mínút- ur. Bjarni er hins vegar fjarri góðu gamni í ár, verður ekki með vegna meiðsla. íslandsmeistarar Fram skoruðu flest mörk í fyrra, 39 talsins í 18 leikjum, Skagamenn komu næstir með 33 mörk, Valsmenn skoruðu 31 mark og önnur lið færri. Fram- arar hlutu því markabikar Morgun- blaðsins, en markakóngar þeirra, Guðmundur Torfason, sem skor- aði 19 mörk og Guðmundur Steinsson með 10 mörk, leika nú báðir með erlendum liðum eins og flestum er kunnugt. Skori tvö eða fleiri lið jafnmörg mörk, þá verður markabikarinn veittur því liði, sem á markakóng deildarinnar í haust. Ef tveir menn í sitthvoru liði verða markahæstir, verður gengið út frá næst marka- hæsta manni og síðan koll af kolli, ef með þarf. Á myndinni til hægri eru marka- bikarar Morgunblaðsins. Verð- launagripinn til vinstri hlýtur sá leikmaður, sem skorar fyrsta markið í deildinni, en hinn fær það lið, sem flest mörkin skorar. Einkunnagjöf Morgunblaðsins MORGUNBLAÐIÐ mun í sumar eins og mörg undanfarin ár gefa leikmönnum einkunn fyrir frammistöðu þeirra íleikjum SL- mótsins og velja lið hverrar umferðar. Þá verður dómurum einnig gefin einkunn, en það hef- ur ekki verið gert í nokkur ár. Einkunnagjöf leikmanna verður með sama sniði og áður. Einkunn- in 5 þýðir frábær, 4 merkir mjög góður, 3 stendur fyrir góður, 2 er sæmilegur og sýni leikmaður slak- an leik, fær hann 1 í einkunn. Leikmaður fær ekki einkunn, leiki hann 15 mínútur eða skemur. Varðandi dómarana þá er tekið mið af leiðbeiningum KDSÍ fyrir eftirlitsdómara. Einkunnastiginn er frá 1 til 10. 10 stendur fyrir frá- bær, 9 fyrir framúrskarandi, 8 fyrir mjög góður, 7 fyrir góður, 6 fyrir fullnægjandi, 5 fyrir sæmilegur, 4 fyrir slæmur, 3 fyrir mjög slæmur, 2 er ófullnægjandi og 1 mjög afleit- ur. Stigahæsti maður sumarsins, „leikmaður íslandsmótsins", verð- ur heiðraður í mótslok, sömuleiðis stigahæsti dómarinn og svo markakóngur deildarinnar. Valsmenn prúðastir í þrjú ár SÍÐAN 1975 hafa þau lið í 1. og 2. deild karla, sem sýnt hafa prúð- mannlegastan leik f deildar- keppninni verið verðlaunuð sérstaklega og hlotið Dragostytt- urnar. Eftirtalin fólög í 1. deiid hafa hlotið gripina: 1975 Fram 1981 KA 1976 ÍBK 1982UBK 1977FH 1983ÍBÍ 1978 Fram 1984Valur 1979 ÍBK 1985Valur 1980 Víkingur 1986 Valur MTIB-1.DI110 Næst þegar þú ferð til Asíu í viðskiptaerindum ættirðu að hugsa um þann möguleika að fara í gegnum Amsterdam. Schiphol flugvöllur í Amsterdam er heimavöllur KLM, sem er eitt af reyndustu flugfélögum heimsins. KLM flýgur til 28 borga í Miðausturlöndum og Austurlöndum fjær, svo sem Dubai, Tokýó, Melbourne, Bangkok og Singapore. Ef þú ferð til dæmis frá Keflavík á föstudagsmorgni með Arnarflugi ertu kominn á Schiphol á hádegi. Þaðan tekur þú svo þægilega breiðþotu KLM klukkan 14.35 til Hong Kong. Það gefur þér samt tíma til að skoða hina gríðarstóru fríhöfn Schiphol flugvallar, þar sem yfir 50.000 vörutegundir eru í boði. Það er sama hvert þú ert að fara. í næsta skipti skaltu taka þægilegt tengiflug KLM sem nær til 127 borga í 76 löndum. Og fara um Schiphol. Heimsins besta tengiflugvöll. Nánari upplýsingar hjá Arnarflugi í síma 84477 og hjá ferðaskrifstofunum. Áætlun ARNARFLUGS til Amsterdam lirottfor Lending Brottför Lending Keflavík Amsterdam Amstcrdam Kcflavik Þriðjutiaga 07:00 12:05 13:00 14:15 Miðvikudaga 07:00 12:05 13:00 14:15 Föstudaga 07:00 12:05 13:00 14:15 Laugardaga 07:00 12:05 13:00 14:15 Allir tímar eru staðartímar Traust flugfélag KLM '—' Royal Dutch Airlines

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.