Morgunblaðið - 20.05.1987, Page 13

Morgunblaðið - 20.05.1987, Page 13
B 13 # Baldur Scheving Próf 1957 • Guftmundur Haraldss Próf 1961, um 60 millirst. • Magnús Jónatansson Próf 1973, 243 störf • Ólafur Lárusson Próf 1982 • Sveinn Sveinsson Próf 1979 • Þorvarður Björnsson Próf 1961, um 1100 störf fltajpmMiiMfr /IÞROTTIR MJÐVIKUDAGUR 20. MAÍ 1987 A-dómarar I • Bragi V. Bergmann Próf 1976, um 500 störf • Eysteinn Guðmundss Milliríkjad., um 1000 störf • Eyjólfur Ólafsson Próf 1980 • Kjartan Ólafsson Próf 1972 • Magnús Theodórsson Próf 1969 • Óli P. Olsen Millirikjad., um 1000 störf • Þóroddur Hjaltalín Próf 1972 • Ingi Jónsson Formaður KDSÍ Ingi Jónsson: Ekki leikur án dómara „ALLIR vita að kappleikur fer ekki fram án dómara og línuvarða, þeir eru hluti af leiknum og und- irbúa sig f samræmi við þær kröfur, sem til þeirra eru gerð- ar,“ sagði Ingi Jónsson, formaður Knattspyrnudómarafélags ís- lands. „Dómarastarfið er mjög van- þakklátt og oftar en ekki eru þeir skammaðir. En getur þú tekið hár- rétta ákvörðun á broti úr sekúndu? Þetta þarf fólk að hugsa um, en öll gagnrýni á fullan rétt á sér og dómarar eins og leikmenn reyna ávallt að gera sitt besta. A-dómarar eru þeir, sem dæma í 1. deild karla. Eftirlitsdómarar eru á öllum leikjum í 1. og 2. deild og eru A-dómarar valdir samkvæmt frammistöðu á síðasta keppnis- tímabili. Áður en tímabilið hefst, fara þeir í þolpróf og taka einnig skriflegt próf og reyndar geta þeir verið kallaðir fyrirvaralaust í próf á leiktímabilinu, ef ástæða þykirtil." -Hvers vegna gerast menn dóm- arar? „Félögin þurfa á fjölda starfs- krafta að halda á hinum ýmsu sviðum og félögin þurfa yfirleitt að fá menn til að sækja dómaranám- skeið, en oftar en ekki róa þau á röng mið, fá leikmenn eða aðra störfum hlaðna félagsmenn til þessara verka, sem þola ekki pressuna og hætta fljótlega. En sem betur fer eru alltaf ein- hverjir inni á milli, sem hafa mikinn áhuga á starfinu og sækjast eftir því. Þessir menn vilja vinna fyrir félag sitt, þar sem þeir telja sig koma best að gagni og þeir eru metnaðarfullir. Helsta viðurkenning, sem dóm- ari fær, er að fá alþjóðaskírteini, en samkvæmt reglugerð, megum við vera með sjö alþjóðadómara. Allir íslenskir dómarar eru dæmdir eftir frammistöðu alþjóðadómar- anna og því höfum við ekki alltaf fyllt flokkinn, heldur aðeins valið þá bestu, en núna erum við með þrjá milliríkjadómara." -Eru einhverjar nýjar reglur frá fyrra ári? „Já. í fyrsta lagi er vakin athygli á því, að liðin mega ekki vera í samlitum sokkum. í öðru lagi mega leikmenn ekki hita upp fyrir aftan mörkin og í þriðja lagi skal heima- lið sjá um að þrír knettir sóu til taks, einn við hvort mark í umsjá ábyrgs aðila. Þá er rétt að benda á að þjálfari hefur ekki heimild til að fara inn á völlinn þó leikmaður meiðist, aðeins liðsstjóri og læknir. • Friðgeir Hallgrímsson ® Gi'sli Guðmundsson Próf 1976 Próf 1976, um 400 störf G0RE-TEXR gallar Discovery Stærðir: 48 — 54 Verð: 13.570.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.