Morgunblaðið - 22.05.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.05.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987 C 3 En hvernig er það best gert? Sig- finnur sagði m.a. í því sambandi: „Fólk sem stendur frammi fyrir missinum upplifir og sýnir litróf tilfinninganna. Innan um er vonin og það þarf að efla hana og næra. Fyrst er að snúa sér að voninni um bata og meðferð og síðan að lengri tíma með sínum nánustu og tækifærinu aö gera upp liðinn tíma. Þá má koma að því, að vonin nær út yfir gröf og dauða og eins er það upplýsingin um eilíft líf og trúin, sem fólk getur lagt misjafna merkingu í.“ Kirkjan þýðingar- mikil —Athyglin hefur upp á síðkastið beinst í auknum mæli að hinum eftirlifandi, þ.e. þeim sem missa ástvini. Hvað er helst hægt að gera fyrir þá? „Það sem ráðstefnan leiddi í Ijós er, að ættingjar sitja oft eftir mjög illa farnir. Þeir lifa áfram með sorg sinni á meðan hinir, sem syrgðir eru, deyja frá henni. Kirkjan hefur þarna mjög þýðing- armiklu hlutverki að gegna. Prestar sjá um þessar stóru at- hafnir tengdar dauðan, það er kistulagningu og jarðarför og það er oft fyrst eftir jarðarförina sem staðreyndin hellist yfir eftirlifend- ur. Það er því mikilvægt að presturinn fylgist með og hjálpi til aö finna þessum tilfinningum réttan farveg. Það eru margir sem telja að tilfinningar sem þeir skynja séu rangar, Ijótar og það- „Fólk sem stendur frammi fyrir missinum upplifir og sýnir litróf tilfinninganna. Innan um er vonin og það þarf að efla hana og næra. Fyrst er að snúa sér að voninni um bata og meðferð og síðan að lengri tíma með sínum nánustu og tækifærinu að gera upp liðinn tíma.“ an at verra, og reyna þvi að fela þær, birgja þær inni í sér. En þær eru í flestum ef ekki öllum tilfell- um mjög eðlilegar og ætíð hægt að finna þeim stað. Markmiðið með þessu er ekki að hjálpa til við að gleyma eða fá fólk til þess að gleyma og ekki að láta eins og ekkert hafi í skorist, heldur að gera minninguna bærilega, jákvæða og góða.“ Við spurðum Sigfinn hvað reynst hefði honum best gagn- vart þessu fólki innan spítalanna. Hann sagði að mikilvægast væri að hlusta og taka fólk gilt þar sem það er. Það væri mikilvægt að fólk gæti tjáð tilfinningarnar svo það festist ekki í sorginni. Hann sagði að starf sitt á Borgarspítal- anum fælist í því að vera til taks og halda uppi helgihaldi. Þá sagð- ist hann líta á það sem mikils- verðan þátt að vera til taks, sinna sálgæslusamtölum, neyðartilvik- um hvers konar og halda uppi helgihaldi. Hann sagði ennfremur að samstarf stétta á sjúkrahúsum væri mikilvægt. Prestur, læknir, félagsfræðingar og hjúkrunarfólk þyrftu að starfa náið saman því allt spilaði þetta saman þegar deyjandi fólk og ættingjar þeirra ættu í hlut. Úrræði í trúnni —Líður þér aldrei illa, þegar maðurinn með Ijáinn sýnir af sér yfirmáta ósanngirni? Efast þú aldreií þinni trú? „Oft líður manni illa og það þekkja allir, sem vinna á sjúkra- húsum og láta sig varða annarra hag. Það er mjög mikill samhugur með fólki og mikil sorg, þegar barátta ber ekki tilætlaðan árang- ur. Ég finn mestan vanmátt, þegar börn eru annars vegar, en þá er einmitt það að vera nálæg- ur mikilsvert, — að styrkja og styðja." Sigfinnur sagði að lokum: „Það hafa verið að gerast hlutir hér á síðasta ári sem mér hefðu fundist óhugsandi fyrir 10 árum. Það er mjög aukin vitund fyrir því að maðurinn er ekki einangrað fyrir- bæri og það þarf að sinna öllum þessum þörfum. Við höfum úr- ræði. Læknirinn hefur sín úrræði, presturinn hefur úrræði í trúnni. Það eru félagslegar lausnir og þetta skarast allt meira og minna. Ef þetta verður allt samstillt verða mistökin færri. Texti: Fríða Proppé MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ VÖÐLUSKÓR OG VÖÐLUSOKKAR Fást í nœstu sportvöruverslun. Einkaumboð I. Guðmundsson & Co hf Símar: 91-11999-24020 V0RB0ÐINN LJUFISAA Vorhappdrætti SÁÁ DREGIÐ ÍO. JÚNÍ Upplagmiða 100.000 Góðan daginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.