Morgunblaðið - 22.05.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.05.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987 C 11 Cease Fire á skilið miklu betri útleigu en raun ber vitni. Hún gefur áhorfandanum innsýn í þær raunir sem skaddaöir menn á sái og líkama lentu í þegar heim var komið. Það hefur margt verið rætt og ritað um Vietnam- stríðið og gerðar um það fjöl- margar misgóðar myndir. Og nú er nýtt Vietnam-myndaflóö á leiðinni með ekki ómerkari mynd en Platoon og nýjasta verk Kubricks í fararbroddi. f smæð sinni og hreinskilni, þar sem ekki er verið að reyna að sýnast held- ur setja fram trúverðuga lýsingu á andstyggilegum efirhreytum enn andstyggilegra stíðs, tel óg að þessi yfirlætislausa mynd eigi talsverðan tilverurétt meðal risanna. MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson FERDALAG IMATTY The Journey of Natty Gann ☆ ☆ ☆ Leikstjóri Jeremy Kagan. List- ræn stjórnun Paul Sylbert. Tónlist James Horner. Kvik- myndatökustjóri Dick Bush, BSC. Handrit Jeanne Rosen- berg. Aðalleikendur Meredith Salenger, John Cusack, Ray Wise. Walt Disney/Silver Screen Partners II 1985. The Journey of Natty Gann hefst á hápunkti kreppuár- anna í Chicago. Ray Wise er boðin vinna vestur við Kyrrahafströnd- ina, að líkindum vegna afskipta fyrir bættum kjörum verkamann- anna. Hann verður að yfirgefa borgina í miklum flýti og fær því ekki tækifæri til að hafa uppá 14 ára einkadóttur sinni, Meredith Selenger, og taka hana með sér. Móðirin er látin. En Salinger lætur sér fátt fyrir brjósti brenna og heldur ótrauð á puttanum í vesturátt. Á þessum árum voru lestirnar helstu sam- göngutækin og gripa- og flutninga- vagnar að auki gjörnýttir af atvinnuleysingjum, flækingum og rónum. í þessum ævintýrlega sel- skap leggur Salenger í reisu sína þvert yfir meginlandið. Henni til halds og trausts verður John Cusack, annar umkomuleysingi í leit að illskárra hlutskipti. Að auki tekst vinátta með stúlkunni og heldur óáárennilegum úlfi sem fylgir henni á leiðarenda og kemur oft til hjálpar þegar illa stendur á. Eftir margvísleg ævintýri lýkur þessari háskaferð á farsælan hátt. Tjong er Disneymynd eins og við þekkjum þær bestar. Fyrsta flokks skemmtiefni fyrir alla fjöl- skylduna, vel gerð í hvívetna og umfram allt mannleg og bætandi. Það vekur athygli hve vandvirknis- lega hún er gerð, með ólíkindum hversu vel hefur tekist að endur- skapa liðinn tíma og andrúmsloft með búningum, leiksviði og leik- munum. Efnið er líflegt þvi ferða- lagið er á allan hátt hið ævintýra- Kennsla eða kraftave MOL Vítiseldar/Cease Fire ★ ★ 'h Leikstjóri David Nutter. Framleiðandi William Grefe. Aðalleikendur Don Johnson, Lisa Blount, Robert F. Lions. Bandarísk 1984. að skal tekið fram í upphafi |Jað umrædd mynd hefur far- ið litla frægðarför á myndbanda- leigur landsmanna. Legið þar lengst af og rykfallið. Þar má kenna að nokkru leyti um ákaf- lega slæmri kápu sem fælt hefur viðskiptavini frá myndinni sem m.a. státar af einum vinsælasta sjónvarpsleikara samtímans, Don Johnson, (Miami Vice). Hér fer Johnson með hlutverk fyrrverandi Vietnam-hermanns sem missir allt í einu atvinnuna og þá taka slæmar endurminn- ingar úr stríðinu að hrjá hann á nýjan leik. í endalausri atvinnu- leit kynnist hann fleirum sem svipað er komið fyrir og það er ekki tekið út með sældinni að ná fótfestu á ný. EINN America 3000 ★ Leikstjóri og handrit David Engelbach. Framleiðendur Golan og Globus. Kvikmyndataka David Gurfinkel. Tónlist Tony Berg. Aðalleikendur Chuck Wagner, Laurene Landon, William Wailace, Victoria Barrett, Camilla Sparv. Israelsk. Cannon Films 1986. Það dylst ekki að þessi yfir- gengilega vitlausi farsi er einn af banabitum Cannon-kvikmynda- fyrirtækisins, sem nú riðar til falls. Ekki stór, svona vænn moldar- hnefi ofan á kistuna. Eins og nafnið bendir til á mynd- in að gerast árið 3000. í kjarnorku- stríði hefur nánast öllu mannkyn- inu verið útrýmt og kvenpeningur- Heavenly Pursuits ★ ★ Leikstjóri og handrit Charies Gormley. Kvik- myndatökustjóri Michel Couiter. Klipping John Gow. Tónlist B.A. Anderson. Framleiðandi Mic- hael Relph. Aðalleikendur Tom Conti, Helen Mirren, Brian Pettifer, David Hayman, Jennifer Balck, Dave Andrson. Bresk. Island Fitm í sam- vinnu við Skreba 1987. w Iskóla hinnar blessuðu Edith i Skotlandi ætlar allt af göflunum að ganga. En þetta er skóli kaþólskra og heitir eftir stúlku sem fyrir krafta- verk hlaut sjónina aftur á árum fyrri heimsstyrjald- ar. Meðal kennara skólans eru þau Helen Mirren og Tom Conti, sem þykir sopinn góður. Nú fara að gerast ýmis illútskýranleg atvik við skólann. Conti fer í rannsókn og þá kemur í Ijós að hann er með ólæknandi krabbameinsæxli við heilann. Það hverfur svo nokkru síðar. Þá hrapar hann ofan af þaki skólans án þess að skrámast og tor- næmir nemendur komast á skrið. Skólayfirvöldum er illa við þetta fjaðrafok og er nemendum og kennurum bannað að hafa nokk- uð samband við fjölmiðla. Þvi kann Conti illa og grípur til eigin ráðstafanna til að útskljá málið. Hér fáum við innsýn í kaþólskan unglingaskóla og það andrúmsloft er ærið framandi Við erum lítið inni kraftaverkaskráningum og öðrum geist- legum atburðum sem þar ber á góma. Ekki er heldur til bóta að leikstjórn er slök og efnisþráður- inn ómarkviss. Aukapersónur illa sniðnar og flöktandi. Þau Tom Conti og Helen Mirren standa sig hinsvegar allbærilega, (þó svo að Conti hafi ekki enn sést nálgast sitt sögufræga Reuben, Reuben-banastuð) og bjarga því sem bjargað verð- ur með traustum, jarðbundnum leik. DARHNEJFI legasta, hálfgerður samnefnari fyrir þau margvíslegu þjóðfélags- vandamál sem skutu upp kollinum í örbirgð kreppunnar. Að auki fáum við nasaþefinn af ósköp sætu og sakleysislegu ástarævintýri! Telpuhnátan Meredith Salenger stendur sig afbragðsvel í stóru aðalhlutverki, sömuleiðis Cusack og Wise, annars hefur tekist prýði- lega að velja í hlutverkin yfir höfuð. Og ekki má gleyma úlfinum, sem á köflum stelur senunni. En aðal- stjörnur myndarinnar eru handrits- höfundur og þeir sem réðu útliti hennar. Úrvalsskemmtun fyrir alla aldurshópa. inn tekið völdin. (Það er sjálfsagt ekki víðsfjarri framtíðarórum ein- hverra landa vorra, frekar innan seilingarl). Eru kvenmennirnir vits-* munaverurnar en karlhróin — sem virðast ekki ná langt yfir þrítugt, frekar en konurnar — eru ýmist notaðir sem áburðarjálkar, til skemmtunar og þeir útvöldu til að viðhalda mannkyninu. En þegar hér er komið sögu er óeining brostin í lið kvenna og nokkrir af karlgörmunum taka sig til og uppfræða þær dálítið um ást og umhyggju. Þvílíkur déskotans samsetning- ur. Það lítur út fyrir að Golan/ Globus-tvíeykið hafi ekki haft nokkurt auga fyrir gengi þeirra verka sem þeir stóðu fyrir, það sannar þessi mynd og fjölmargar aðrar sem hafa kolfallið hvarvetna á jarðríki þar sem þær hafa verið sýndar. Þeir höfðu einnig allnokkra tilburði í frammi við að reyna að kaupa sér klassaímynd, slíkt hefur heldur ekki gengið sem best. Hér viröast þeir einna helst vera að undirbúa jarðveginn fyrir aftur- komu til Israels þar sem þessi ósköp eru tekin og unnin algjörlega af þarlendum gyðingum. Því miður, það er ekki margt um Ijósa punkta í America 3000, ekki einu sinni þó maður leiti með sínu kristilegasta hugarfari og öll er myndin heldur viðvaningslega gerð. Aumt er að sjá konugreyið Camillu Sparv sem á síðasta ára- tug vermdi lokrekkju Bob Evans, sem þá var einn valdamesti fram- leiðandi í Hollywood-borg. Og lék sér lítil stúlka að legg og skel á Skánarströndum. Það hefur verið ólíkt heilbrigðara og öfundsverð- ara líf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.