Morgunblaðið - 22.05.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.05.1987, Blaðsíða 7
X ‘*l "öÖRtíúkBi^ÍÐ/^gTúbWfe-^mr’íð-á? Einn helzti bölvaldurinn að þessu leyti er uppfinning sem að öðru leyti var frábær: Herðatask- an. Fyrir konur sem ganga í gegnum lífið með plastpoka í báð- um höndum væri taska í herðaól hin ákjósanlegasta lausn ef hún hefði ekki í för með sér herping og spennu vöðva í herðum og hálsi. Af þessari ástæðu er ráðleg- ast að gleyma herðatöskunni í eitt skipti fyrir öll. í öllum þessum plastpokum hlýtur að vera rúm fyrir litla skjóðu með því sem nauð- synlegt er að hafa meðferðis, s.s. budduna og varalitinn og greiðuna og vasabókina og ... Næsta skrefið er að læra að slaka á vöðvunum í hálsi og herð- um. Vöðvaspennan getur orðið svo rótgróin að slökun sé ómögu- leg, einfaldlega af því að maður áttar sig ekki á því hvernig vöðvun- um líður þegar þeir eru slakir. Til eru sérstakar slökunaræfingar sem hægt er að gera hvar sem er og hvenær sem er: 1. Sitjiö bein og upprétt og horfið fram, með armana niður með síðunum. Lyftið öxlunum alveg upp að eyrum og látið þær síðan síga, ofurhægt, þar til vöðvarnir sleppa takinu. Þá eru axlirnar komnar langtum neðar en ætla mættil 2. Spennið greipar fyrir aftan hnakka og haldið örmunum í nákvæmlega sömu hæö og öxlunum. Beinið olnboganum út á við allan tímann, eins og ætlunin sé að snerta með þeim veggina. Haldið þessari stell- ingu og dragið nú axlirnar upp að eyrunum þannig að teygist á öllum líkamanum. Næst eru það herðablöðin. Hreyfið þau í litla hringi, án þess að láta axl- irnar síga frá eyrunum. Loks er öxlunum þrýst niður — án þess að færa armana. 3. Andið jafnt og rólega með axl- irnar slakar. Teygið síðan á 11 hálsinum þannig að hakan nálg- ist bringuna. Haldið hökunni sem næst bringunni og teljið upp að fimm. Endurtakið þrisv- ar á dag og helzt oftar. 4. Loks er það æfingin sem allir kunna og hún er ekki úr gildi fallin. Horfið beint fram og beygið höfuðið út á vinstri hlið. Hreyfið síðan höfuðið hægt í hálfhring til hægri og reisið það síðan hægt. Gerið æfinguna síðan frá hægri til vinstri og endurtakið hana sem allra oft- ast. HENDUR Hendurnar eru stöðugt í notkun en þær fá þó sjaldan þá alhliða hreyfingu sem þörf er á. Þetta verður til þess að þær stirðna með aldrinum. Til að vinna gegn þess- ari þróun er nauðsynlegt að tryggja höndunum hæfilega hreyfingu og það er bezt gert með því að „spila" með öllum fingrum þegar færi gefst, a.m.k. þrisvar á degi hverj- um. Gott er líka að nudda hendurn- konur. Skýringin kann að felast í því að konur geri meira af því en karlar „að dýfa hendi í kalt vatn" en rakinn gerir það að verkum að neglurnar „losna úr límingunni" og flagna. Til að hlífa nöglum og hönd- unum yfirleitt er sjálfsagt að nota gúmmíhanzka hvenær sem færi gefst. Vert er þó að vekja athygli á því að loftið inni í hanzkanum verður að sjálfsögðu rakt um leið en úr því má bæta með því aö vera í tauhanzka undir gímmíhanzkanum. Kalk, kísill og ölger styrkja negl- urnar en áður en áhrifin koma í Ijós þarf að taka þessi efni mánuðum saman. Hvítir blettir á nöglunum stafa ekki af kalkskorti eins og margir halda, heldur myndast þeir við högg eða loft sem kemst á milli laga í nöglinni. Naglalakk er prýðileg vörn fyrir neglurnar en til þess að það end- ist þarf að lakka þær þrisvar sinnum. Fyrst kemur sérstakt grunnlakk sem kemur í veg fyrir að neglurnar dragi í sig litarefni og gerir það auk þess að verkum að litað lakk festist betur. Litaða lakkið er síðan borið á tvisvar sinn- um. Auðvitað eru margar konur sem kæra sig ekki um að lita negl- urnar og þeim nægir grunnlakkið sem er glært. Naglaböndin eru kapítuli út af fyrir sig og mikilsvert er að halda þeim mjúkum þannig að þau rifni ekki eða springi því að fátt er eins hvimleitt og arnögl. Því skyldi nudda naglaböndin með þar til ætluöum áburði daglega. SUND ER BEZTA ALHLIÐA ÞJÁLFUNIN ÞaA skiptir ekki litlu máli fyrir heildarmyndina hvernig einstaklingurinn ber sig, en til þess að halda líkamanum relstum og uppróttum þarf krafta og stælta vöðva. Hór verAur ekki ráAlagt um allsherjar líkamsrækt — aAeins á það bent að einhver bezta alhliða þjálfun sem líkaminn getur fengið er sund. ar og byrja þá á fingurgómunum og fylgja síðan hverju fingurbeini upp að úlnliðnum. Grípið þéttings- fast utan um stóra vöðvann undir þumalfingrinum og haldið takinu um stund. Slökunartilfinningin læt- ur ekki á sér standa. Neglur vaxa misjafnlega ört og ekki er óalgengt að 3—6 mánuðir líði þar til nögl er vaxin fram á fing- urgóm. Vöxtur naglanna hægir á sér með aldrinum. Margar konur kvarta undan því að neglurnar séu stökkar og brotni auðveldlega. Ekki er vitað hvers vegna þetta virðist síður hrjá karla — varla neyta þeir hollari fæðu en BOLURINN Það er hlutverk lýtalækna að lagfæra skavanka á líkamanum og ein algengasta ástæða þess að konur leita slíkra lækna er sú að þær eru óánægðar með brjóstin á sér. Annaðhvort er þau of stór, of lítil eða of slök, nema fleira en eitt komi til. Það mundi að vísu stríða algjörlega gegn lögmáli nátturunnar ef konur gætu verið með ungmeyjarbrjóst til æviloka en ýmislegt er þó hægt að gera til að tefja þróunina. Þegar árunum fjölgar slaknar óhjákvæmilega á húðinni, hvar sem er á líkamanum, en með því að nota góð brjósta- höld er unnt að létta álagið á húðina á brjóstunum. Einnig eru til ágæt krem sem sérstaklega eru ætluð þessari húð og hafa þann eiginleika að gera hana stinnari. Með æfingum er iíka hægt aö styrkja brjóstvöðvana en þær þarf að sjálfsögðu að gera reglulega, helzt á hverjum degi. Ein er sú að halda handleggjunum fyrir aftan bak og grípa í handklæði og lyfta síðan örmunum eins langt upp og hægt er. Önnur er í því fólgin aö krossleggja armana framan á bringunni og taka síðan með hönd- unum eins fast í olnbogana og unnt er. Loks skulu lófarnir lagðir saman í sömu hæð og brjóstin og olnbogunum er síðan lyft í þessa sömu hæð. Þá er lófunum þrýst fast saman og talið upp að fimm Allar þessar æfingar þarf að end- urtaka að minnsta kosti þrisvar sinnum. Það skiptir ekki litlu máli fyrir heildarmyndina hvernig einstakl- ingurinn ber sig, en til þess að halda líkamanum reistum og upp- réttum þarf krafta og stælta vöðva. Hér verður ekki ráðiagt um alls- herjar líkamsrækt — aðeins á þaö bent að einhver bezta alhliða þjálf- un sem líkaminn getur fengið er sund. Einnig er vert að vekja á því athygli að langar stöður hafa í för með sér mikið álag á líkamann og því er alls ekki sama hvernig stað- ið er. Minnst verður álagið ef því er dreift þannig að staðið er með fæturna aðeins í sundur, rétt úr baki og hálsi og öxlum og maga- vöðvar eins nálægt hrygglengjunni og unnt er. Til eru ótal aðferðir til að styrkja magavöðvana en þeim sem þrá sérstaklega mjótt mitti skal aðeins bent á það að skæðasti óvinur mittisvöðvanna er teygja í stað strengs á pilsum og buxum. Appelsínuhúð, sem aðallega kemur á mjaðmir, læri og upp- handleggi, er mörgum þyrnir í augum. Skoðanir um orsakir og úrbætur eru skiptar, svo vægt sé tekið til orða, en ágreiningur er ekki um það að mataræðið skipti hór miklu máli. Trefjar, ávextir og grænmeti eru helztu fæðutegundir sem vitað er að vinni gegn myndun hinnar alræmdu appelsínuhúðar, en þegar hún hefur einu sinni náð að nema land er úr vöndu að ráða. Þá kemur enginn megrunarkúr að gagni. Hins vegar er talið árang- ursríkt að bursta húðina duglega með stinnum bursta úr náttúru- legu hári, t.d. svínshári. FÆTUR Það eru fæturnir sem eiga að bera okkur ævina á enda og því er mikilvægt að annast þá eins vel og frekast er unnt. Margir þjást af eymslum og bólgu í fótum og ökklum. Slíkir kvillar stafa oft af því að blóðrásin í fótunum er ekki nægilega ör. Hægt er að örva hana verulega með einfaldri og auð- veldri æfingu sem helzt þarf að gera mörgum sinnum á dag: Sitjið á stól, réttið úr fótunum og teygið þá fram. Beygið síðan hægri og vinstri fót um ökklann til skiptis. Lúnir fætur hafa mjög gott af fótabaði, einkum ef það stendur ekki lengur yfir en í 5—10 mínút- ur. Vatnið þarf að vera vel heitt og til eru þeir sem halda því fram að fáeinir dropar af piparmyntuolíu út í vatnið geri kraftaverk! Að lok- um á að láta kalt vatn renna á fæturna. Það örvar blóðrásina. Sigg sem safnast á fætur er til ama ef of mikið er af því. Siggið hefur þann tilgang að hlífa fótun- um en það er ekki annað en dauð húð sem verndar nýja, lifandi húð. Undir nýju húðinni eru taugaendar og þeir eru viðkvæmir. Þess vegna er óráðlegt að ráðast of harkalega á siggið en sjálfsagt er að halda þvi í skefjum með því að nota dag- lega pimpstein eða fótaþjöl. Hirðing tánaglanna er mikilvæg, m.a. til að hindra að fótsveppur nái að búa um sig og dafna. Það gerir hann ef fæturnir eru rakir og getur orðið sérlega erfiður við- fangs ef hann berst í táneglurnar. Því þarf að klippa þær oft, sem næst kvikunni, en varast að klippa þær niður til endanna. Afleiðingin getur orðið niðurgróin nögl sem er allt annað en gamanmál. Nauð- synlegt er að þerra fæturna vandlega eftir þvott og strá síðan á þá talkúmi, ekki sízt milli tánna. Þannig helzt þetta viðkvæma svæði líkamans betur þurrt en ella. Fótsvampur er smitandi og veöur ekki sízt uppi á almennum bað- stöðum, þannig að þeir sem þá stunda ættu að gæta fyllsta hrein- lætis og helzt að ganga þar á ilskóm eftir því sem við verður komið. Skynsamlegt er að hafa skó- skipti a.m.k. tvisvar á dag, þannig að skór séu aldrei rakir of lengi í senn. Ráðlegt er að ganga á mis- munandi háum hælum. Það hvílir fæturna og styrkir vöðvana i leggj- um og lærum. Loks skal á það bent að þeim peningum sem varið er til kaupa á vönduðum fótabúnaöi er ekki á glæ kastað. Skór ættu helzt að vera úr hreinum náttúruefnum og þeir þurfa að vera alveg mátulega stórir, þ.e. svo rúmgóðir að þeir þrengi hvergi að fætinum en ekki svo stórir að erfitt sé að hemja þá á fótunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.