Morgunblaðið - 22.05.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.05.1987, Blaðsíða 12
£1 O V8GI ÍAM 2S HUDACIUTHÖ'? .GiaAJaVlUOHOM 12 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987 Skozkur listamaður sem skapar regluleg nývirki Undir lok 8. áratugarins kom fram á sjónar- sviðið í Bretlandi ný kynslóð nýstárlegra myndhöggvara, lista- manna sem ekki fara beinlínis troðnar slóðir i listsköpun sinni. Þetta gerðist einmitt á þeim tíma, þegar framtíð þessarar listgreinar virtist ógnað af vissum sjálflægum og ofur-umburðarlyndum starfs- háttum. Enda þótt skilin milli starfshátta þessarar nýju kynslóð- ar listamanna hafi oft á tíðum skolast rækilega til, þá mun óhætt að segja, að verk þeirra einkennist að miklu leyti af tilhneigingu til aö umbreyta alþekktum húsmunum í jafnkunnuglegar og aðgengilegar ímyndir. Það var einmitt í flokki þess háttar listamanna, sem David Mach, skozkur að uppruna, tók að láta að sér kveða — og kemur þar bæði til sjálft umfang hugmynda hans og sá metnaöur, sem felst í þeim. David Mach vakti fyrst á sér almenna athygli árið 1983, þegar hjólbarðaútfærsla hans á Polaris- kafbáti sló í gegn á brezku höggmynda- og skúlptúrsýning- unni í Hayward Gallery. Sum hinna athyglisverðari myndverka Mach, sem mörg einkennast af ótvíræðW tilhneigingu til beinnar hlutlægrar myndgerðar og um leið af þeim ofurnæmu listrænu tökum, sem hann beitir við útfærslu á efnivið, er teljast verður í hæsta máta óvenjulegur og nýstárlegur í skúlptúr. Sem dæmi má nefna, að verk hans geta veriö eftirlíkingar af bílum, af eimreið og af kafbáti, gerðar úr bókum, sem ekki hafa gengið út hjá útgáfufyrirtækjum og Mach hefur getað keypt fyrir lítinn pening, eða þá úr litskrúðug- um tímaritum. Þá hefur hann og skapað margvísleg myndverk út- færð í lituðum vökvum, sem fylltir hafa verið á fjölmargar flöskur, all- ar nákvæmlega eins útlits. Þessi verk hafa á sér einkennandi flamboyant-yfirbragð og endur- spegla á vissan hátt það, sem kalla mætti súrrealískt leikskyn listamannsins. Nýstárlegur eldiviöur Samt sem áður hefur David Mach þó lagt ríka áherzlu á hina hefðbundnu þætti skúlptúrsins í listsköpun sinni, til dæmis að því er varðar útfærslu umfangs og massa með tilliti til rýmis, rétt og sönn viðhorf til efnisins, auk þess að taka að fullu til greina þau „Æðlsbláml fyrir handan", 1985; sýningarsalur Moma í Oxford, Englandi. Skúlptúr „Án tltlls", 1985; komið fyrir í Galeria Foksal í Varsjá. margvíslegu sjónarhorn, sem verk- ið birtist undir við skoðun. David Mach hefur þegar haldið sýningar á verkum sínum víðs vegar í Bret- landi og einnig erlendis, og hefur hann þá jafnan tekið fullt tillit til ríkjandi aðstæðna á hverjum sýn- ingarstað. í kjölfar þeirra einstak- lega góðu undirtekta, sem verk hans hafa nýlega hlotið á samsýn- ingum, eins og á Bath Internation- al Festival og í Listasafninu í Herning í Danmörku, var listamað- urinn strax beðinn að útfæra nýjan skúlptúr í Riverside Studios í Lund- únum. í þetta verk notaði Mach rúmlega 30 tonn af tímaritum og einnig ýmsa innanstokksmuni — sófa, hægindastóla, sjónvarps- tæki, hljómflutningstæki og eitt stykki arinn úr marmara. Við gerð þessa stærsta myndverks síns innandyra vann David Mach sam- fleytt í tuttugu daga í galleríinu; hann gaf því að lokum titilinn „Eldi- viður". Sjálfur segist listamaðurinn hafa gengið lengi með þá hug- Það þarf bara dálítið hugmyndaflug og gott hráefni „Það er mikið atriði að hnoða deigið vel,“ segir Fríða Böðvarsdóttir. Það lagði notalegan ilm af nýbökuðu brauði fram á gang þegar bankað var upp á hjá Frf Au Böðvarsdóttur fyrlr skömmu. Þeir sem til hennar þekkja vita að það telst akkl tll tí ðinda að hún skelli brauðum f ofninn þegar tóm gafst tll og segja að vart sé batri brauð að fá í baenum. VIA spurAum hana um brauAbaksturlnn og áhuga hennar á matargerA, en hún hefur nú f eitt ár elnungls neytt grænmetisfæAu. að má segja að óg hafi fengið bakterí- una og byrjað prófa mig áfram með brauöbaksturinn meðan ég bjó úti í Dan- mörku, en þar var ég í sex ár. Danir tala mikið um mat og bakstur. Þeir eru ótrúlega miklir matmenn og gangast mikið upp í því að hafa það notalegt og borða góðan mat. Ég byrjaði á því að fara eftir grunnuppskrift- um í bakstrinum, en fannst það frekar leiðinlegt og fór fljótlega að iáta hugmynda- flugið ráða ferðinni," segir Friða fyrst, en hún kom heim frá Danmörku fyrir þremur árum. Hún er meðferðarfulltrúi á Barna- og unglingageðdeild Landsspítalans á Dalbraut auk þess sem hún bakar öll brauð fyrir veit- ingastaðinn Við tjörnina sem opnaði nýver- ið. Fríða segir það vera mikið atriði að vanda vel valiö á hráefni í brauöbakstri. „Ég reyni að nota alls kyns náttúruhráefni, fræ og korn, í brauðin mín gg hunang og síróp fara gjarnan í þau líka. Ég nota auk þess mikið af mjólkurvörum, skyr og ostar eru þar ofar- lega á blaði, sérstaklega þegar ég baka brauðbollur. Ég geri það síður þegar óg er að baka formbrauð því þau þurfa að vera svo létt. Bollur verða bara betri ef þær eru svolítið þungar," segir Fríða. Hún notar lítið af hvítu hveiti, en uppistaðan í brauðunum er alla jafna heilhveiti og hveitiklíð og aörar grófar korntegundir. „Það er þó nauðsyn- legt að hafa svolítið af hvítu hveiti með, þannig hefast brauðin betur." Hún segir að hluti af galdrinum við að baka góð brauð sé að hnoða vel. Sjálf seg- ist hún hnoða með hrærivélarhnoðaranum í fyrstu atrennu, en síðan með höndunum eftir að brauðiö hefur hefast í fyrsta sinn. „Ég reyni alltaf að láta brauðin hefast tvisv- ar hafi ég tíma, þau verða svo mikið betri hafi maður aðstöðu til þess,“ segir hún. Fríða er jurtaæta og hefur verið það í um það bil eitt ár. „Ég hef lengi haft þetta í mér, en það var ekki fyrr en fyrir einu ári sem ég fór að taka þetta alvarlega. Mér finnst ég vera léttari bæði andlega og líkam- lega fyrir vikið og að elda jurtafæði er ekki meiri fyrirhöfn en að elda hvað annaö ólíkt því sem margir virðast halda. Það þarf bara dálítiö hugmyndaflug og gott hráefni," seg- ir Fríða. Hún gefur uppskriftir af þremur brauðtegundum og einum grænmetisrétti. HvítlaukssnittubrauÖ (4 stk.) 5 dl mjólk 40 g þurrger 5 dl heilhveiti 5 dl hvítt hveiti 2 dl sesamfræ 4 hvítlauksrif (pressuð í hvítlaukspressu) 1 msk hunang 2 msk olía

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.