Morgunblaðið - 22.05.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.05.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987 C 13 „Eldiviður“ (hluti verksins), 1986; til sýnis í Ri- verside Studios, Lundúnum. mynd að skapa afarstóran skúlptúr úr tímaritum: „Hugarsýnin um reykjarstrók sem leikur um hina og þessa innanstokksmuni varð til vegna skyndilegrar hugdettu, þótt ég hafi raunar fremur hugsað mér logandi olíubrák á þeim tíma. Svo var það fyrir skömmu að mér gafst tækifæri til að vinna skúlptúr — lítinn arinn — sem eingöngu var gerður úr tímaritum. Þessi skúlpt- úr minn, „Eldiviður", byggist á samtvinnun þessara tveggja hug- mynda. Það mun örugglega verða stærsta listaverkið, sem hingað til hefur verið skapað úr tímaritum, og inn í verkið eru felldir munir úr dagstofu, sem var ósköp dæmi- gerð fyrir stofur miðstéttarfólks." í skúlptúr Mach, „Eldiviður", leggur reykjarstrókinn út úr marm- ara-arni og skolar burt öllu því sem stendur fyrir framan, þannig að sjónvarpstæki, hljómflutnings- tæki, píanó og fleiri munir virðast hefjast á loft og líða burt. Hraðavirkun Um sjálfa útfærslu þessarar sérstæðu hugmyndar sinnar hefur David Mach þetta að segja: „Þeg- ar ég var að útfæra þessa hugmynd nánar með sjálfum mér, þá ímyndaði ég mér einmitt svona dagstofu, þar sem ég sæti sjálfur og hlustaði á hljómflutningstækin og að sjónvarpstækið væri í gangi í bakgrunninum; svo myndi ég ef til vill skreppa snöggvast niður í eldhús til þess að laga mér einn bolla af tei, og á meðan gerðist allt þetta uppi í stofunni í einu vetvangi, líkt og hendi væri veifað. Ég lagði mikið upp úr því, að skúlptúrinn hefði þennan hraða til að bera, og ég hafði einmitt svolitl- ar áhyggjur af því atriði, vegna þess að ég vissi, að það myndi taka mig um það bil þrjár vikur að Ijúka við verkið. En ég komst að raun um að stóru munirnir áttu eftir að gera útfærslu verksins ótrúlega miklu auðveldari. Þessir munir réðu rennslislínum tímarit- anna svo mjög, að það reyndist alls engum erfiðleikum bundið að finna út í hvaða stefnu ætti að beina þeim. Ég þurfti aldrei að hætta í miðjum klíðum og velta því fyrir mér, hvaðan næsta form sprytti fram. Og þessar þrjár vikur liðu þannig eins hratt og hendi væri veifað." Og svo bókaflóðið David Mach hefur margoft fært sér í nyt þann efnivið, sem felst í bókastöflum útgáfufyrirtækja, þ.e. bækur sem orðið hafa eftirlegu- kindur í bókabúðum út um allt land og því skilað aftur til forlagsins; hið sama á við um tímarit, bæði ný og notuð. Segir Mach sjálfur að einmitt þess háttar efniviður verði gjarnan til þess að tendra með honum nýjar hugmyndir að skúlptúrum og að hann hafi alveg sérstaka ánægju af að vinna slík verk úr tímaritum, af því að þau séu svo sveigjanleg og auðveld í meðförum við gerð myndverka. Þá er unnt að ná fram alveg ótrúlegri fjölbreytni og áhrifum með tímarit- um sem efnivið í skúlptúra, allt eftir því á hvernig pappír þau eru prentuð, svo og eftir stærð þeirra og þyngd. Hið sama gildir í stórum dráttum um notkun bóka í skúlpt- úra, og segist Mach raunar vera þess fullviss, að eftir 50 ár eigi hann líka eftir að nota þess háttar efnivið í verk sín. Eir, leir og marm- ari eru efni, sem tengjast miklu nánar heimi lista en heimi raun- veruleikans, og þessi tengsl efnis- ins við umhverfið skipta listamann- inn vissulega verulegu máli. Á hitt ber svo að líka að líta, að í sjáifu sér skiptir efniviðurinn þó ekki höfuðmáli, heldur öllu fremur sú ímynd, sem skúlptúrinn felur í sér þegar listamaðurinn hefur lagt síðustu hönd á verk sitt. Hlutlæg eda afstrakt list Þau viðhorf sem teljast verða hvað mest einkennandi við val Machs á efniviði í verk sín, eru þau takmörk sem efnið setur honum við að útfæra einstök smáatriði í heildarverkinu. Listaverk hans eru því útfærð eitthvað í áttina að merkjanlegu formi, það er að segja form sem skoðandinn þekkir aftur þegar í stað. Mynstrið, sem sam- stæðir og eins útlítandi þættir það samt að verkum að í þeim kemur fram tilhneiging til vissrar afleiðslu eða afstraktsjónar í út- færslu, en þó er greinilegt að listamaðurinn leggur alltaf áherzlu á það í verkum sínum, að myndin sé í höfuðatriðum þekkjanleg sem slík og hlutlæg. „Um nokkurt skeið vann ég * skúlptúra mína út frá því sjónar- miði, að þau fælu í sér myndræna þætti, sem skoðandinn kannaðist strax við og greindi. En á síðari tímum hef ég verið að vinna að verkum, sem eru öll óræðari, það er að segja verk, sem ekki eru beinlínis myndgerðir af hlutum í heimi veruleikans. Skúlptúr minn „Eldiviður", er til dæmis þannig uppbyggður að skoðandinn fer strax að ígrunda reykjarstrók en fer svo út frá þessum hugsunum sínum að hugleiða aðrar hliðstæð- ur sem í fyrstu liggja ef til vill ekki , eins í augum uppi, eins og vatns- flaum, hár sem bylgjast, klettabelti og svo framvegis. Mín verk eru, enn sem komið er, hlutlæg, en samt leikur mér meiri hugur á að gefa skoðendunum fremur nokkrar vísbendingar heldur en að krefjast þess, að hann leggi sjálfur sitt af mörkum við að leysa einhverja myndagátu." Andóf gegn efnishyggju Á síðasta ári tók David Mach í fyrsta sinn að nota raunverulega muni, sem hann fellir inn í verk sín. Hann notar þessa muni með öllu óbreytta og lætur þá gegna listrænu hlutverki í krafti sinna eig- in áhrifa. Hann segist alltaf hafa litið á þá muni, sem hann noti í listaverk sín, sem hluti, er eigi uppruna sinn í hinum raunverulega heimi og séu einfaldlega afsprengi þess ferlis, sem fjöldaframleiðslan telur í sér — ferli sem alltaf stefnir að ofgnótt framleiðsluvara. Það er engin hætta á að menn fari að misskilja þessa húsmuni, þótt þeir séu orðnir hluti af skúlptúr; engin hætta á að þeir séu bara álitnir vera eftirlíkingar, eitthvað ómerki- legt fundið skran eða drasl. Þessir munir eru verðmætir hlutir í sjálfu sér, hlutir sem menn girnast, eins og bílar, mótorhjól, vönduð hús- gögn, skór o.s.frv. Hlutir sem menn þurfa að fara í verzlun til að festa kaup á. Með því að nota slíka muni er David Mach í rauninni að vekja máls á hugtakinu girnilegir og eftirsóknarverðir hlutir og leitar eftir hugmyndum í verk sín á svið- inu milli framleiðslu og neyzlu. í framsetningu hans felst bein gagn- rýni á viðhorf efnishyggjunnar, samtímis með beinni ábendingu til listaheimsins, þarsem nákvæm- lega sömu markaðssjónarmið eru ríkjandi eins og alls staðar annars staðar. 1 msk jurtasalt 1 msk púrrulauksduft (gott að nota púrru- laukssúpu) Hitið mjólkina upp í 37 gráður og leysið gerið upp í henni. Blandið ki^ddi, hvítlauk, hunangi og olíu saman við mjólkina og hrær- ið vel. Þá er heilhveitið sett út í og síðast hveitið. Hnoðiö vel þar til deigið er orðið þétt í sér. Breiðið þá rakt stykki yfir það og látið það hefast í 60 mínútur. Hnoðið þá deigið að nýju og látið aftur hefast í 60 mínútur. Þá er deigið hnoðað aftur og og því skipt í fjóra jafn stóra hluta. Búið til langar og mjóar lengj- ur og setjið á smurða plötu. Skerið í lengjurnar á ská með vel beittum hníf. Látið brauðin þá hefast í um það bil hálfa klukkustund áður en þau eru sett í ofninn sem skal vera um 225 gráðu heitur. Bakið brauðin í miðjum ofni í um það bil 15 mínútur. Gróf heilsubrauÖ meÖ sól- blómafrcejum (2 stk.) 5 dl mjólk 50 g þurrger 8 dl rúgsigtimjöl 2 dl heilhveiti 2 dl hveitiklið 2-3 dl hvítt hveiti lítil dós af skyri 1 1/2 tsk jurtasalt 1 msk kúmen 2 msk sólblómaolía 2 dl sólblómafræ 1 msk síróp 1 msk púðursykur Hitið mjólk og skyr saman upp í 37 gráöur og leysið gerið upp í vökvanum. Setjið olíu og krydd út í og blandið vel saman. Sólblóma- fræi og mjöli hrært vel samab við. Hnoðið deigið vel og látið hefast í 45 mínútur. Skip- tið deiginu í tvo jafna hluta og búið til tvær jafn stórar lengjur. Ágætt er að setja deigið í form. Látið það síðan hefast aftur í hálftíma og penslið þá með mjólk og stráið sólblóma- fræjum yfir. Bakið neðst í ofni viö 200 gráður í 30 til 45 mínútur. Ef brauðin eru bökuð í formi þá er gott að taka þau úr formunum siðustu tíu minúturnar. Súpubollur meÖ rjómaosti og hörfrœjum (25-30 stk.) 5 dl mjólk 50 g þurrger 2 dl hveitiklíð 2 dl heilhveiti Einar Falur 10 dl hvítt hveiti 50 g smjör 1 lítil dós sýrður rjómi 4 msk rjómaostur (gott að nota dillost) 2-3 dl hörfræ 2 tsk juftasalt 2 msk hunang 1 msk dill (best nýtt) Bræðið feitina og hellið mjólk saman við og látið hitna upp í 37 gráður. Leysið geriö upp i vökvanum ásamt ostinum og sýrða rjóm- anum. Blandið síðan salti, hunangi og kryddi vel saman við. Þá er mjölið sett í deigið og hnoðað vel. Látið það síðan hefast í um það bil 45 mínútur áður en búnar eru til bollur úr því. Pensliö þær með mjólk og stráið blöndu af hörfræjum og jurtasalti yfir. Bakið í miðjum ofni við 200-225 gráður í 12-15 mínútur. Það er mikið atriði í öllum ger- bakstri að setja deigið aldrei í ofninn fyrr en hann er orðinn nógu heitur. Sé hann ekki nægilega heitur kemur gerbragð af brauðinu. Grœnmetisspaghettí 2 stórir laukar 3-4 hvítlauksrif 2 dl nýir, íslenskir sveppir 2-3 dl litlar linsubaunir (þær eru appelsínu- gular og þurfa ekki að liggja í bleyti, en skolið þær vel í sigti áður en þið notið þær). 4 meðalstórir ferskir tómatar (má vera meira) 1 lítil dós tómatpúrra (má bæta við nokkrum matskeiðum af tómatsósu) 1 peli rjómi 2 msk rjómaostur 2 msk oregano 2 tsk jurtasalt (má vera meira) svartur pipar, nýmalaður grænmetiskraftur (1 msk leyst upp í tveimur bollum af vatni) olía og smjör til helminga til steikingar Byrjíð á því að sjóða linsubaunirnar i vatni í um það bil 15 mínútur. Skolið þær vel með vatni fyrir og eftir suðu. Sigtið vatnið vel frá eftir suðuna. Steikið lauk og sveppi. Skerið tómatana í litla bita og steikið með í 5-7 mínút- ur. Setjið baunirnar út i og hellið grænmetis- soði yfir og sjóðið hægt í um það bil 10 mínútur í grænmetissoöinu. Bætið þá rjóman- um, rjómaostinum og tómatpúrrunni út í og látið malla í 5 mínútur. Ef fólk vill gera þetta þykkara er gott að nota til þess maisena- mjöl, en sjálf geri ég það ekki. Sé þetta hins vegar of þurrt má bæta við grænmetissoði. Berið fram með spaghettí, mér þykir þetta nýja, íslenska best og gott er að hafa hvítlaukssnittubrauð með.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.