Morgunblaðið - 22.05.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.1987, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987 Séra Sigfinnur Porleifsson á vinnustað sínum, Borgarspítalanum. Ljósmynd: Svemr Vdheimsson Efla þarf vonina, sem nœr út yfir gröfog dauÖa - segir séra Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahússprestur á Borgarspítalanum. „ÞAÐ SEM við segjum við dauðvona mann er ekki næstum því eins mikilvægt og það sem við leyfum honum að segja við okkur“. Þannig komst Dr. Cicely Saunders, frumkvöðull Hospice-hreyfingar- innar í Engiandi, að orði um sálgæslu deyjandi manns. Sáigæsia deyjandi og ekki síður aðhlynning ástvina þeirra hefur verið mikið til umræðu upp á síðkastið. Krabbameinsfélag isiands hefur til að mynda gengíst fyrir námskeiðum um þessi I-máiefni, svo og fleiri aðilar. Mjög mikill áhugi virðist vera á málefninu og aðsókn að námskeiðunum meiri en reiknað hafði verið með. Á ráðstefnu, sem áhugahópurum veiferð syrgjenda gekkst fyrir nú á dögunum var Sígfinnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur á Borgarspítaianum einn af fyrirlesurum. Við ræddum nýverið við hann um starf hans og aðhlynningu þessa fólks. Sigfinnur var fyrst spurður, hvort mikil breyting hefði orðið á afstööu fólks til dauð- ans og hvort umræð- an hefði orðið til góðs að hans mati. Hann svaraði: „Það eru ýmis vormerki í lofti varðandi við- horf til dauðans. Það er í auknum mæli verið að koma til móts við þarfir fólks, sem mætir missi og á ég þar bæði við sjúklinga, ætt- ingja og starfsfólk. Þörf heilbrigð- isstéttanna er ekki hvað minnst; það tekur oft mikið á að umgang- ast dauðvona og deyjandi fólk og ættingja þeirra inni á sjúkrastofn- unum." Sigfinnur sagði síðan frá nám- skeiðum, sem nýverið hafa verið haldin og ennfremur, að á nám- skeiði fyrir heilbrigðisstéttirnar hefðu konur verið áberandi í meirihluta. Aðspurður taldi hann það ekki svo undarlegt því dagleg umönnun sjúklinga mæddi oftast mest á hinum hefðbundnu kvennastéttum. Þá sagði hann, að samhliða námskeiðunum hefði um ellefu manna hópur komið saman en hann á það sameigin- legt að hafa mætt missi nákom- inna. Hópurinn nýtur leiðsagnar Páls Eiríkssonar geðlæknis. Þá var haldin ráðstefna í síðustu viku ætluð almenningi. Á hana mættu hátt í 200 manns þannig að Ijóst má vera að þörfin er brýn. Auk Sigfinns fluttu fyrirlestra Páll Eiríksson geðlæknir, Katrín Árna- dóttir tónlistarmaður, Þóra Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur og Sigrún Proppé listmeðferðar- fræðingur. Hann sagði: „Þá má marka áhugann bæði á fjölda þátttakenda og síðan því, að fólk virtist hungra og þyrsta í allt það sem þarna kom fram. Það sátu allir og gleyptu í sig hvert orð, þó svo að fyrirlestrarnir væru langir." Efla þarf og næra vonina Hugmyndafræði Hospice- hreyfingarinnar í Englandi hefur mikið verið notuö í umræðu um sálgæslu deyjandi. Sigfinnur sagði að enginn gæti svarað sjúklingi um lífslíkur eða yfirvof- andi dauða nema læknirinn. Áhersla lækna hljóti ætíð að vera á það, sem getur læknað og líknað og að öll vitneskja sé gefin á mannlegan og kærleiksríkan hátt. Það sem hann taldi skipta mestu máli væri að fólki væri gefinn tími og þá væri ekki síður mikilvægt að allir nánir vanda- menn væru ennfremur uppiýstir, því það væri mikill sorgarléttir að geta deilt óbærilegum staðreynd- um með þeim sem stæðu manni næst í lífinu. Auk Sigfinns starfar Jón Bjarm- an sem sjúkrahúsprestur á ríkisspítölunum. Sigfinnur sagði það ánægjulega staðreynd að yfirvöld skyldu viðurkenna þessa þörf. Hlutverk sjúkrahúsprests er ekki hvað síst að styrkja og hugga á stundum missisins og að styðja þá sem sjá dauðann framundan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.