Morgunblaðið - 22.05.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.05.1987, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987 Hér gætir áhrifa frá pönkinu Þessi greiðsla skiiaði Birnu Hermannsdóttur skólavist i viku í London, því hún varð stigahæsti keppandinn og efst í flokki nema i hárgreiðslu. Fínleg og frumleg greiðsla. Ljósmyndarar/Árni Sæberg og Gunnar Gunnarsson i ’, ' ,' Sérkennileg hárgreiðsla eftir Önnu Friðriksdáttur, hárgreiðslustofunni Klapparstfg en hún varð í öðru sæti í hárgreiðslu f flokki sveina og meistara. umsjónAslauukagnabs Skipuleggið tíma iykiaharna VERÐUR EYÐNI Þær spurningar hafa vaknað hvort eyðni eigi eftir að verða skæðasta plága mannkynsins, þannig að jafnvel svartidauði muni blikna í samanburði. nefna að í Bandaríkjunum einum dóu um 150 þúsund manns úr berklum á ári hverju. Hingað til hefur eyðni verið greind hjá 32 þúsund Sennilega ekki, að sögn vísindasagnfræðinga hjá Harvard-háskóla. „Ef finna ætti raunhæfan samjöfnuð við aðra skæða farsótt," segir Barbara Guttman Rosenkrantz í viðtali við tímaritið Discover nýlega, „beinist athygl- in fyrst og fremst að berklum." Eyðni og berklar eiga ýmislegt sameiginlegt: Menn geta gengið með berklasýkil í sér árum saman án þess að hafa hugboð um það og sama er að segja um eyðniveiruna. Á sama hátt og eyðni lögðust berklar á margt frægt fólk, og nægir þar að nefna nöfn eins og Keats, Chopin og Tsékoff. Á sínum tíma var litið svo á berklar legðust fyrst og fremst á af- markaða þjóðfélagshópa, þá sem voru vannærðir, bjuggu í heilsuspillandi húsnæði, fátæklinga og þá sem lifðu óreglulegu lífi. Berklar lögðu sennilega fieiri að velli en eyðnin mun nokkru sinni gera, enda þótt vitað sé að eynisjúklingum fari mjög fjölgandi um þessar mundir. Á nítjándu öld mátti rekja allt að fjórð- ungi allra dauðsfalla til berkalveiki og sem dæmi má manns í Bandaríkjunum og þar af hafa 18 þúsund þegar látið lífið af völdum þess sjúkdóms. I heiminum öllum deyja um 900 þúsund úr misling- um árlega, 500 þúsund deyja úr berklum og 500 þúsund af orsökum sem raktar verða til meðgöngu og fæðinga. í Afríku einni deyja um milljón manns úr malaríu á ári og í Suður-Ameríku deyr eitt barn af hverjum 100 sem fæðast fullburða úr magaveiki. í Bandaríkjunum, þar sem árlega deyja um 950 þús- und manns úr hjartasjúkdómum og um hálf milljón úr krabbameinssjúkdómum, dóu 9 þúsund manns úr eyðni árið 1986. Þar í landi er búizt við að dánartala vegna eyðni verði um 51 þúsund árið 1991. Á árunum 1347 og 1350 er talið að svartidauði hafi lagt að velli um 25 milljónir manna, eða sem nemur þriðj- ungi Evrópubúa nútímans, og í lok fjórtándu aldar er talið að þessi plága hafi veriö búin að ráða niður- lögum um 70% íbúa álfunnar, að því er fram kemur í Discover. Lyklabörn eru alþekkt og þau hafa löngum verið talin eitt af vandamálum nútímaþjóðfé- lagsins. Án þess að mælt sé með því að börn séu eftirlitslaus langtímum saman er ástæða til að geta þess, að félagslegar rannsóknir í Bandaríkjunum hafa leitt í Ijós að það þurfi alls ekki að vera neyðarbrauð að láta skólabörn hugsa um sig sjálf eft- ir skólatíma, ef foreldrarnir gæta þess að skipuleggja þennan tíma með börnunum. Það er ekki nóg að forða börnum frá því að lenda í slæmum félagsskap, það þarf líka að tryggja öryggi þeirra innan stokks og utan — og ekki sízt að vita hvernig þau verja tíma sínum þegar þau eru á eigin veg- um. í þessu sambandi eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga. Einföldustu öryggisatriði eru í því fólgin að tryggja að ávallt sé ein- hver ábyrgur einstaklingur í grenndinni sem barnið getur leit- að til ef á þarf að halda, að kenna barninu að nota símann og kalla til lækni, slökkvilið eða lögreglu ef hættu ber að höndum og loks að tryggja að venjulegs öryggis inni á heimilinu sé gætt svo sem kostur er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.