Morgunblaðið - 22.05.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.05.1987, Blaðsíða 15
Eitt verkana á sýningn Borghildar í Gallerí | Svart á hvítu. GALLERÍ SVART Á HVÍTU Borghildur Óskars- dóttir sýnir keramik- skúlptúr Á MORGUN, laugar- dag, opnar í Gallerí Svart | á hvítu við Óðinstorg sýn- ing á keramikskúlptúrum | Borghildar Óskarsdóttur. Borghildur hefur haldið tvær einkasýningar hér á landi, í Ásmundarsal 1983 og í Gallerí Lang- brók 1984. Þá hefur Borghildur tekið þátt í fjölda samsýninga. Á síðsta ári varð Borg- hildur félagi i Intemational Academy of Ceramics sem hefur aðsetur í Genf í Sviss. Sýning Borghildar verður opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14 til 18. Sýningunni lýkur sunnudaginn 8. júní. um Hveradölum á sunnudagsköld frá kl. 21 til 01. Þeir félagar munu skemmta í skiðaskálnum næstu sunnudagskvöld. Söngskólinn í Reykjavík: Burtfarartónleikar Söngskólinn í Reykjavík útskrifar í vor 5 nemendur, 3 úr Söngkenn- aradeild og tvo einsöngvara. Burt- farartónleikar þessara nemenda verða sem hérsegir: Sunnudaginn 24. maíkl. 16ÍTónleikasalSöng- skólans að Hverfisgötu. Söngkenn- ararnirTheodóra Þorsteinsdóttir, Friðrík S. Kristinsson og Dúfa Ein- arsdóttir, ásamt pianóleikurunum Láru Rafnsdóttur, Catherine Will-. ams og Kolbrúnu Sæmundsdóttur. Mánudaginn 25. mai kl. 20.30 i Norræna húsinu: Ásdís Kristmunds- dóttirsópran og Guðrún A. Kristins- dóttirpíanó. Þriðjudaginn 26. mai kl. 20.30 í Norræna núsinu: 'ngibjörg Mar- teinsdóttir sópran og Jórun Viðar píanó. Fimmtudaginn 28. maí (Upp- stigningardag) kl. 15 verða skólaslit og kl. 16 lokatónleikar skólans í (s- lensku óperunni. Norræna húsið: Ungir norrænir ein- leikarar - Sigrún Eðvaldsdóttir og Selma Guðmundsdóttir Síðustu tónleikarnir í tónleikaröð Norræna hússins, Ungirnorrænir einleikararveróa haldnir í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30. Þar koma fram Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleik- ari, fulltrúi íslands í tónlistarhátíðinni í Helsingi i fyrravor og Selma Guð- mundsdóttir, sem leikur með á píanó. Þærstöllurfengu mjög góða dóma fyrir tvenna tónleika, sem þær héldu á hátíðinni í Helsingi í fyrra og er ekki að efa, að margir hafa beðið þess með óþreygju að heyra þærleika samanhér. Sigrún lauk einleikaraprófi 15 ára gömul frá Tónlistarskólanum i Reykjavík eftir nám hjá Guðnýju Guðmundsdóttur. Hún byrjaði að læra á fiðlu hjá móður sinni, Ernu MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. MAÍ 1987 C 15 Másdóttur, þegar hún var fimm ára, en stundaöi síðan nám viðTón- menntaskóla Reykjavikur undir handleiöslu Gígju Jóhannsdóttur, þartil húnfóríTónlistarskólann. Eftir það lá leið hennar til Banda- ríkjanna og þar hefur hún síðan verið við nám við Curtis tónlistar- háskólann í Fíladelfíu. Sigrún hefur tekið þátt í mörgum tónlistarhátí- ðum og haldið tónleika bæði á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum. Selma lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavik, þar sem aðalkennari hennarvarÁrni Kristjánsson. Hún stundaði fram- haldsnám hjá Hans Leygraf, fyrst við Mozarteum í Salzburg og síðan við Rikisháskólann í tónlist og leik- húsfræðum í Hannover. Auk þess hefur hún sótt námskeið í píanóleik, meðal annars hjá Frantisek Rauch í Prag og Pierre Sancan í Nice. Að námi loknu hefur Selma margsinnis komið fram sem einleikari og í sam- leik, bæði hérheima og erlendis. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Bach, Beethoven, Mozart og Zimbalist/Sarasate. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Kórsöngur með kaff- inu íNorræna húsinu Næstkomandi mánudagseftir- miðdag, 25. maí, tekur norskur áhugamannakór, Storebrandkoret, lagið í Norræna húsinu og syngur ýmis þekkt og vinsæl lög. Kórinn er hér á ferð til þess að heimsækja Samkór Selfoss og til þess að halda upp á 40 ára af- mælisitt. Ennfremurtengist heimsóknin 70 ára afmæli Bruna- bótar, en kórfélagar eru allir starfs- menn norska tryggingafélagsins Storebrand. Kórinn heldurtónleika á Selfossi á sunnudaginn, en heldur síðan til Reykjavíkur og syngur hjá Brunabótafélaginu. Síðan erætlun- in að syngja nokkur lög í Norræna húsinu sem fyrr segir. Ekki veröur selt inn á tónleikana né er hægt að segja nákvæmlega hvenær kórinn syngurí Norræna húsinu. Duus: Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir ásamt kvartett Jassunnendur eiga á vísan að róa þar sem Heitipotturinn i Duus er. Þarerleikinn lifandijazzá hverju sunnudagskvöldi kl. 9.30. Sunnu- daginn 24. maí kemur söngkonan Ellen Kristjánsdóttirfram ásamt kvartett: Eyþór Gunnarsson píanó, Stefán Stefánsson saxófónn, Gunn- laugur Briem trommur og Jóhann Ásmundsson bassi. Mánudaginn 25. maí koma Skát- arnirá nýfram í heitapottinum vegna fjölda áskorana. Skátarnir eru: Friðrík Karlsson (gítar), Birgir Bragason (bassi), Pétur Grétarsson (trommur, íölvuslagverk o. fl.) LEIKLIST Leikfélag Reykjavíkur: Óánægjukórinn - þrjár sýningar eftir Óánægjukórinn eftir Alan Ayck- bourn verður sýndur hjá Leikfélag- inu sunnudaginn 24. maí kl. 20.30. Óánægjukórinn er nýr bráðfyndinn gamanleikur sem fjallar um leikflokk áhugaleikara sem er að æfa Betl- araóperuna eftir John Gay. Fjöldi söngva og fjörug tónlist er í verkinu. Heldur uppurðarlítill og feiminn skrif stofumaður gengur til liðs við leik- flokkinn og er hann til að byrja með ósköp tvistígandi bæði í listinni og öllum samskiptum sínum við aðra úr hópnum. Ýmsir óvæntir atburðir verða til þess að áður en kemur að frumsýningu er hann oröinn sá sem allt snýst um, jafnt innan sviðs sem utan. Þýðandi er Karl Ágúst Úlfs- son, um tónlistarstjórn sér Jóhann G. Jóhannsson, leikmynd gerði Steinþór Sigurðsson en leikstjóri er Þorsteinn Gunnarsson. Dagurvonar Sýningum fer nú fækkandi á leik- ritinu Degi vonar eftir Birgi Sigurðs- son. Aðeins ein sýning verður um þessa helgi, á morgun laugardags- kvöld kl. 20. Leikritið, sem gerist í Reykjavík á sjötta áratugnum, er nokkurs konar uppgjör milli fólks og eiga átökin sér stað innan fjölskyldu þar sem væntingareinstaklinganna eru ólík- ar og hagsmunir skarast. Leikskemma Leikfé- lagsins v/Meistaravelli: Þar sem djöfla- eyjan rís Þar sem djöflaeyjan ris, verður sýnt i hinni nýju Leikskemmu LR á Meistaravöllum i kvöld, föstudags- kvöld, kl. 20.30 og laugardagskvöld kl. 20. Þetta fjöruga og skemmtilega leikrit Kjartans Ragnarssonar(sem gert er eftir skáldsögu Einars Kára- sonar) hefur fengið afbragðs við- tökur, enda góð skemmtun fyrir alla aldurshópa. Þjóðleikhúsið: Rympa á rusla- haugnum Barnaleikritið Rympa á rusla- haugnum eftir Herdísi Egilsdóttur verður sýnt á stóra sviðinu á sunnu- dag kl. 15. Ég dansa við þig Ég dansa við þig er vinsælasta sýning íslenska dansflokksins frá upphafi og uppselt hefur verið á flestar sýningar til þessa. Ég dansa við þig veröur á stóra sviði Þjóðleik- hússis í kvöld, föstudagskvöld kl. 20. Þær sýningar sem eftir eru verða fimmtudaginn 21. maí, föstu- daginn 22. maí, miðvikudaginn 27. maí og fimmtudaginn 28. maí. Ekki verður unnt að hafa fleiri sýningar vegna anna gestadansaranna er- lendis. Hallæristenór - næst síðasta sýning Á laugardagskvöld verður næst síðasta sýningin á bandaríska gam- anleiknum Hallæristenór, enda fer leikárinu nú senn að Ijúka. Örn Árna- son og Aðasteinn Bergdal fara á kostum i hlutverkum tenórsöngva- Gunnsteins á Kjarvals- stöðum. KJARVALS- STAÐIR: Sýning Gunnsteins Gíslasonar Nú stendur yfir sýning á veggmyndum eftir Gunnstein Gíslason á Kjarvalsstöðum. Mynd- irnar eru múrristur (sgraffito) sem er þekkt veggmyndatækni er not- uö hefur verið Ifkt og alfresco myndgerð allt frá miðöldum. Uppistaðan í múrristun- um er fínmulinn hvítur marmari, kalk og sérstakir steinlitir sem notaðir eru í steypuhræruna. Þannig eru mismunandi lituð múr- lög lögð hvort yfir annað og endað á Ijósum lit. Myndin er síðan skorin fram með beyttum hníf. Sýningu Gunnsteins lýkur sunnudaginn 31. maí. ranna, og syngja eins og englar í þessu sprenghlægilega og óvenju- lega óperugríni. Yerma Yerma eftir Federico Gracía Lorca.verður sýnd i 5. sinn nú á sunnudagskvöldið. Héreráferöinnt stórbrotið verk sem á rætur að rekja til spánskrar alþýðu, Ijóðrænn harm- leikur sem er allt í senn: fallegur, sannurog djúpur. Alþýðuleikhúsið: „Eru tígrisdýr í Kongo“ Alþýðuleikhúsið sýni nú leikverk- ið „Eru tigrisdýr í Kongo" í veitinga- húsinu i Kvosinni. Leikstjóri er Inga Bjarnason en rithöfundana tvo leika þeir Viðar Eggertsson og Harald G. Haraldsson. Næstu sýningar verða laugardaginn 23. mai, fimmtudaginn 28. maí og föstudag- inn 29. maí. Þetta eru síðustu sýningar. Miöaverð er kr. 750 og í því er innifaliö: leiksýningin, léttur hádegisverður og kaffi. Nemendaleikhúsið: Rúnar og Kylliki - síðustu sýningar Rúnarog Kyllikki eftirfinnska skáldið Jussi Kylátasku er þriðja og siðasta verkefni Nemendaleikhúss- ins i árog jafnfram útskriftarverkefni þeirra níu nemenda sem útskrifast frá Leiklistarskóla íslands í vor. Næstu sýningar verða á morgun, laugardag, kl. 20 og sunnudaginn 25 maíkl. 20. Leikhúsið í kirkjunni: Aukasýning á Kaj Munk Leikhúsið í kirkjunni hefur þegið boð um að fara i leikferö til Dan- merkur og Svíþjóðar með leiki iðið um Kaj Munk, sem sýnt hefur verið i Hallgrimskirkju við góðan orðstýr. Til ágóða fyrir sýningarferö þessa verður efnt til aukasýningar n.k. sunnudag kl. 16. Allur ágóði af sýn- ingunni mun renna í ferðasjóð. Forráðamenn Hallgrimskirkju hafa ennfremur óskað eftir því að sýning á leikritinu verði einn liöur í kirkjulistarhátíð sem haldin verður í kirkjunni dagana 6. til 13. júní. Ágóði af þeirri sýningu mun einnig renna íferðasjóð. FERÐALÖG Frístundahópurinn Hana nú: Laugardagsgangan Vikuleg laugardagsganga Frístundahópsins Hana nú í Kópa- vogi verður laugardaginn 23 maí. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Garðar bæjarins skarta nú feg- ursta sumarskrúða. Takmark göngunnarer: samvera, súrefni, hreyfing. Góðurfélagsskapur. Ný- lagað molakaffi. Ferðafélag íslands: Fjölskylduferð á Selatanga Sunnudaginn 24. maíkl. 10.30 hefst fyrri ferð dagsins og verður þá gengin gömul þjóðleið á Reykja- nesi, Skógfellaleið. Gangan hefst á móts við Voga á Vatnsleysuströnd og þaöan verður gengið sem leið liggurtilGrindavíkur. Kl. 13 á sunnudag verður brugð- ið frá venjulegum gönguferðum og efnt til fjölskylduferðará Selatanga. Þessi ferð er sérstaklega skipulögð fyrir fjölskyldfólk með börn og ætti fólk því að nota tækifærið og koma í þessa ferð með börn og barna- börn. Seltangar eru gömul verstöð miðja vegu milli Grindavíkur og Krýsuvíkur. Þar er margt forvitnilegt að sjá s.s. verbúðarústir, tófugildrur og stórbrotna náttúru. Kveikt verður fjörubál og safna þátttakendur sprekum í eldinn, en þarna er mik- ill reki. Fólk getur komið í ferðina á Kópavogshálsi (bensínstöð) og við kirkjugarðinn í Hafnarfirði, en brott- förerfrá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Uppstigningardag, 28. maí, verð- ur gönguferð kl. 13 um Sveifluháls að Seltúni. Útivist: Á útilegumanna- slóðir á Reykjanes- skaga Tvær helgarferðir verða farnar kl. 20 i kvöld á vegum Útivistar. Ann- ars vegar er gönguferð yfir Eyja- fjallajökul úr Þórsmörk að Seljavalla- laug og hins vegar er ferð í Þórsmörk. Gist er í báðum feröun- um í Útivistarskálanum Básum. Farmiðarfást á skrifstofunni, Gróf- „ inni 1. Kl. 13 á sunnudaginn veröur nýst- árleg ferð er kallast „Á útilegu- mannaslóðum á Reykjanesskaga". M.a. verða skoðuð grjótbyrgi í Eld- varpahrauni norðvestur af Grindavík er gætu hafa verið iverustaöir úti- legumanna. Ekiðverðurað bor- holunni hjá Eldvörpum og gengið þaöan að Húsatóftum vestan Grindavíkur. Þetta er gönguferð við allra hæfi. Einnig verður kikt í helli hjá borholunni en þar hafa fundist fornar mannvistarleifar. Hugað verð- ur að fleiri stöðum og örnefnum er tengjast útlegumönnum og öðrum sakamönnum á þessu svæði. Útivi- starferðir eru að sjálfsögðu öllum opnar. Brottför er frá BSÍ, bensín- sölu, en fastir viðkomustaðir eru á Kópavogshálsi og við Sjóminjasaf- nið í Hafnarfirði. Áhugahópur um bygg- ingu náttúrufræðihúss: Náttúruskoðunar- ferð - lágplöntur, fléttur Áhugahópur um byggingu nátt- úrufræðihúss fer náttúruskoðunar- ferð á morgun laugardaginn 23. maí. Tilgangurferðarinnarerað kynna lágplönturnar flettur, eða skófir eins og þær eru oft nefndar. Þetta ereinstakt tækifæri því að Hörður Kristinsson prófessor sem er eini sérfræðngur okkar íslendinga í fléttum er á förum norður á Akur- eyri til að taka við forstöðumanns- starfi við Náttúrugripasafniö þar. En Hörðurverður „safnvörður" okkarí ferðinni. Farið veröur á nokkra flétt- uríka staði á Innnesjum. Farið verður í rútu frá Norræna húsinu kl. 13.30, frá Náttúrugripa- safninu Hverfisgötu 116 (gengt Lögreglustöðinni) kl. 13.45 og Nátt- úrufræðistofu Kópavogs, Digranes- vegi 12kl. 14.00. Komið verðurtil baka á milli kl. 17 og 18. Allir vel- komnir. Fargjald verður 400 krónur en frítt fyrir börn i fylgd með fullorðn- um. Áhugahópurinn hefursett upp sýninguna „íslenskarfléttur" íand- dyrir Háskólabiós í tilefni ferðarinn- ar. Þessi sýning stendur fram yfir helgi og er öllum opin frá kl. 16.30 til 19.00 alla daga. Náttúruvemdarfélag Suðvesturlands: Gönguferð um Kópavogskaupstað Náttúruverndarfélag Suðvestur- lands stendur fyrir gönguferö milli útivistarsvæða og merkisstaða i Kópavogskaupstaö á morgun laug- ardaginn 23. maí. Þessi gönguferð verður farin að mestu umhverfis meginbyggöina og verða þræddir gangstígar þar sem þeir eru fyrir, annars valin besta leiðin. Ýmislegt verður gert til fróðleiks og skemmt- unar á leiðinni. Allir eru velkomnir. Tilgangur göngunnar er að vekja athygli á að innan byggðar í Kópa- vogi eru skemmtileg svæði sem nota má til að dvelja á og ganga um. En til að gera þau aðgengilegri og meira aðlaðandi þurfa bæjaryfir- völd og íbúar að taka höndum saman. Bæjaryfirvöldin að gera þau aðgengilegri og snyrtilegri og íbú- arnir að sameinast um aö sækja þau og gera að vettvangi skemmti- legra viðburða á góöviðrisdögum. Gangan hefst á Borgarholtinu við Kirkjuna. Fólk er beðið um að mæta kl. 8.45 en lagt verður af stað kl. 9.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.