Morgunblaðið - 23.06.1987, Síða 4

Morgunblaðið - 23.06.1987, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987 Morgunblaðið/Sverrir Almennur hámarkshraði á þjóðvegum með bundnu slitlagi hefur verið hækkaður í 90 kOómetra á klukkustund. Hamarkshraði á veg- um með bundnu slit- lagi 90 kílómetrar Hámarkshraði á þjóðvegum með bundnu slitlagi hefur verið hækkaður úr 80 kílómetrum á klukkustund í 90 kilómetra. Þetta á þó ekki við um vegar- kafla sem teljast til þjóðvega en liggja um kaupstaði eða kauptún. Breyting þessi tók gildi síðasta föstudag, 19. júní. Eins og fyrr sagði á þetta aðeins við um þjóð- vegi með bundnu slitlagi, til dæmis Keflavíkurveg, Grindavíkurveg, Suðurlandsveg og Þingvallaveg. A Þingvallavegi er nokkurra kfló- metra kafli, sem enn hefur ekki verið lagt bundið slitlag á, en það verður gert nú í sumar. Pull ástæða er til að minna fólk á að draga úr hraða þar sem þjóðvegir með bundnu slitlagi liggja um þéttbýli, til dæmis eiga þessar reglur ekki við um þann kafla Vesturlandsveg- ar sem liggur í gegnum þéttbýlis- kjamann í Mosfellssveit. Almennur hámarkshraði á veg- um utan þéttbýlis er áfram 70 km á klukkustund og almennur hám- arkshraði í þéttbýli er sem fyrr 50 km á klst. Gilda þær reglur nema annað sé gefíð til kynna með um- ferðarmerki. Þá er einnig vert að minna ökumenn á, að hámarks- hraðareglur eru allar miðaðar við akstur við bestu aðstæður. Hinn aukni hámarkshraði gildir ekki fyr- ir allar bifreiðar. Þannig verður hámarkshraði vörubifreiða, sem eru meira en 3500 kg að heildarþyngd, aldrei meiri en 80 km á klst. og hámarkshraði bifreiða sem draga tengi- eða festivagna verður aldrei meiri en 70 km á klst. VEÐUR 11° ÍDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 f gær) I/EÐURHORFUR í DAG, 23.06.87 YFIRLIT á hádegi (gær: Yfir Grænlandi og hafinu norður af íslandi er víðáttumikið og kyrrstætt háþrýstisvæði. Um 1000 km suður af Hvarfi er 998 millibara djúp lægð sem fer hægt austnorðaustur. SPÁ: Hægviðri eða norðaustan gola á landinu. Um norðan- og austanvert landiö verður skýjað en bjartviöri á suður- og vestur- landi. Hiti á bilinu 10 til 16 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: MIÐVtKUDAGUR og FIMMTUDAGUR: Austan- og norðaustan gola eða hægviðri. Víða skýjað um norðan- og austanvert landið og jafnvel súld suöaustanlands en bjartviðri suðvestan- og vestan- lands. Hiti á bilinu 7 til 10 stig norðan-, austan- og suðaustanlands en allt að 15 stig um vestanvert landiö. } gráður á Celsíus Skúrir El Þoka Þokumóða Súld Mistur Skafrenningur Þrumuveður TAKN: o Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað x Norðan, 4 vindstig: -J Q I * Vindörin sýnir vind- 1C stefnu og fjaðrirnar • vindstyrk, heil f)öður V er 2 vindstig. * V / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * •> •> oo 4 K VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akuroyri hhi 11 veAur lóttskýjað Reykjavík 12 þokumðða Bergen 15 skýjað Heleinki 21 skýjað JanMayen 3 alskýjað Kaupmannah. 15 akýjað Narsaarsauaq 18 akýjað Nuuk 9 láttskýjað Osló 12 riqninq Stokkhólmur 21 láttskýjað Þórshöfn 9 alskýjað Algarve 28 akýjað Amsterdam 17 rlgning Aþena 28 láttakýjað Barcelona 21 akýjað Bertin 18 akýjað Chlcago 21 súld Feneyjar 23 láttakýjað Frankfurt 17 akýjað Hamborg 16 skýjað Las Palmas 24 láttakýjað London 18 rigning LosAngeles 17 akýjað Lúxemborg 17 hálfskýjað Madrid 27 láttskýjað Malaga 25 léttakýjað Mallorca 24 akýjað Mlami 28 skúr Montreal 22 alskýjað NewYork 21 þokumóða Parfs 19 skýjað Róm 24 láttskýjað Vfn 11 rlgnlng Washington 26 þokumóða Winnlpeg 20 láttskýjað Landsvirkjun: Nýtt erlent lán lækk- ar vaxtakostnað um 50 milljónir króna á ári LÁNSSAMNINGUR irnlli Landsvirkjunar annarsvegar og Industrial Bank of Japan Ltd. í Tokyo og átta annarra japanskra banka og lánastofn- ana hinsvegar var undirritaður í London í gær. Samningurinn er um lán til Landsvirkjunar að fjárhæð 5 milljarða japan- skra Yena eða jafnvirði um 1350 milljóna íslenskra króna á núverandi gengi. Skuldbreyt- ing þessi mun lækka vaxtagjöld Landsvirkjunar um sem næst 50 milljónir króna á ári. Halldór Jónatansson, forstjóri Lands- virkjunar, undirritaði samning- inn af hálfu Landsvirkjunar. Lánið er til tíu ára og afborgun- arlaust fyrstu fímm árin en endurgreiðist síðan með ellefu hálfsárslegum greiðslum, Lands- virkjun er þó heimilt að greiða lánið upp að meira eða minna leyti hvenær sem er á seinni fímm árum lánstímans. Vextir af láninu eru 4,9%. Þetta lán verður notað til þess að greiða upp eldra lán Lands- virkjunar hjá Mitsui Trust and Banking Company Ltd., Tokyo, öðrum japönskum bönkum og lánastofnunum, sem tekið var 1982 og ber mun hærri vexti en nýja lánið eða 8,7%. 1,99% hækkun á byggingar- vísitölu BYGGINGARVÍSITALA var 319,84 stig í júní eða 1,99% hærri en í maí. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækk- að um 18,5% en undanfama þijá mánuði 4,9%, sem jafngildir 21,0% verðbólgu á heilu ári. Af hækkun vísitölunnar frá mai til júní stafa um 0,8% af hækkun á töxt- um útseldrar vinnu 1. júní sl., 0,4% stafa af 4,1% hækkun á verði steypu, 0,2% stafa af 4,2% hækkun gatna- gerðagjalda og um 0,6% eru tilkomin vegna hækkunar á verði ýmiss bygg- ingarefnis jafnt innlends sem innflutts. Hinn 1. júlí taka gildi ný lög um vísitölu byggingarkostnaðar og þá jafnframt nýr visitölugrundvöllur, sem hefur grunntölu 100,0 og miðast við verðlag i júnímánuði 1987. Birgír Harðarson látinn Birgir Harðarson, forstöðu- gji maður skrifstofu Eimskips i Norfolk, varð bráðkvaddur i New York ríki hinn 20. júní sl., þar sem hann var á ferðalagi með fjölskyldu sinni. Birgir var fæddur 18. ágúst 1946. Hann varð stúdent frá Versl- unarskóla íslands árið 1968 og viðskiptafræðingur frá Háskóla ís- lands 1972. Birgir hóf störf hjá Eimskipafélagi íslands hinn 1. jan- úar 1980. Var forstöðumaður meginlandsdeildar á flutningasviði félagsins til ársins 1985 er hann tók við forstöðu skrifstofu Eim- skipafélagsins í Norfolk, þegar félagið opnaði þar eigin skrifstofu. Árin 1973 til 1976 starfaði Birgir sem ráðgjafí hjá Útflutningsmið- stöð Iðnaðarins og var forstöðu- maður bflasmiðju Kaupfélags Ámesinga árin 1976 til 1979. Eiginkona hans var Kristín Kristjánsdóttir og eignuðust þau eina dóttur. Þau slitu samvistum. Eftirlifandi sambýliskona Birgis er Harpa Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.