Morgunblaðið - 23.06.1987, Síða 6

Morgunblaðið - 23.06.1987, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987 ÚTVARP / SJÓNVARP Trúða- menning? Vígsluhátíð nýja Útvarpshússins á Fossvogshæðum var athyglis- verð fyrir margra hluta sakir. Útvarpsmenn voru að sjálfsögðu glaðir á vígslustundu og hljóta að hyggja á landvinninga er þeir setjast við hljóðnema í 1000 milljóna setr- inu. Og vissulega geta landsmenn senn andað léttar er metnaðarfullir ríkisstarfsmenn hafa svalað metnaði sfnum með byggingu „minnisvarð- anna“, sjónvarpið bara eftir að flytja í Fossvogshöllina og hinar „þröngu" skrifstofur Seðlabankans senn full- skipaðar — æ ég gleymdi Borgarráð- húsinu. Eitthvað verða hinir snjöllu hönnuðir lands vors að hafa fyrir stafni og sér víst ekki högg á vatni þótt heilu steinsögunarverksmiðjum- ar rfsi til að saga bautasteina hinna stórhuga ríkisstarfsmanna. Hvers megna hinir mörgu og smáu einkarekstursmenn gegn þessum stórhuga ríkisstarfsmönnum er hafa í hlaðinu gullasnann ljónviljuga er hinn þakkláti skattborgari fóðrar að sjálfsögðu með hinni mestu ánægju, enda vilja alþýðumenn ekki fyrir nokkum pening standa gegn menn- ingarsókn ríkisstarfsmannanna. En stundum gerast þau undur og stór- merki á lofgerðarstundu — stund þegar hinir stórhuga ríkisstarfsmenn stíga í pontu að lofa meistaraverkin — að einn úr „innsta hringnum" fer útaf sporinu og englakórinn koksar. Við vígslu Utvarpshallarinnar er ríkisstarfsmennimir vom komnir langleiðis til himnaríkis í lofræðunum kvað þá ekki við þrumuraust Sverris Hermannssonar menntamálaráð- herra eins og saltkembdur gustur af Vestfjörðum þar sem menn hafa hingað til verið hvað duglegastir við að afla í jötu gullasnans: Eg sakna þess að hafa ekki enn hið íslenska sjónvarp; ég hef þráð íslenskt sjón- varp og tel að íslenska þjóðin þurfi á því að halda. Báðar sjónvarpsstöðv- amar sem nú starfa hella yfír okkur efni úr útlendum lágmenningarmsla- tunnum . . . íslendingar þurfa miklu meira af íslensku menningarlegu eftii. Aðalerindi mitt hér í dag var að minna á þessa nauðsyn." Kokteilskvetta Það var eins gott að gestimir í Útvarpshöllinni vom ekki teknir að innsigla frægðarverkin með kokteiln- um, en ég er sammála vfkingnum Sverri um að ekki dugir að reisa glæsilega bautasteina á Fossvogs- hæðum, ef ekki verður vandað betur til hinnar innlendu dagskrár ríkis- sjónvarpsins, en þar skiptir magnið ekki höfuð máli heldur gæðin. Tökum dæmi af þætti er Ásdís Loftsdóttir stýrði á ríkissjónvarpinu síðastliðið sunnudagskveld og nefndist: Er ný kynslóð að taka við? f þætti þessum var rætt við athafnamenn er lýstu stuttlega lífsaðstæðum sínum en ekki var haft fyrir því að gægjast svolítið á bakvið tjöldin til dæmis með því að rannsaka ögn starfsvettvang at- hafnamannanna og stöðu ungs fólks á vinnumarkaðinum almennt. Slík upplýsingasöfnun kostar náttúmlega peninga en gullasnar hafa meiri áhuga á minnisvörðum úr stáli og steinsteypu. Annars sómdi Ásdís sér ágætlega í spyrilsstúkunni þar til kom að því að yfírheyra „skáldið" í hópnum. Sá maður var svo viss um eigin „skáldgáfu" að hann kvaðst ekki eiga neinar tómstundir „. . . ég keyri stöðugt á innsoginu einsog hin skáldin". Asdís virtist ekki hafa hinn minnsta áhuga á kveðskap þessa sjálfsömgga „skálds", aðeins lífsstílnum. Fyrir þjóð sem er að mestu horfin frá kveðskapariðkun er máski þægilegt að eiga að sjón- varpsmenn er leita uppi einstaklinga er kunna að stiga á stokk og lýsa eigin „skáldgáfu" í tíma og ótíma en viljum við í raun og vem slíka trúðamenningu? Ólafur M. Jóhannesson ÚTVARP © ÞRIÐJUDAGUR 23. júní 6.4S Veðurfregnir. Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 Morgunvaktin — Hjördís Finnbogadóttir og Oðinn Jónsson. Fréttir eru sagðar kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttayfirlit kl. 7.30 og síöan lesið úr forustugrein- um dagblaðanna. Tilkynn- ingar lesnar kl. 7.25, 7.55 og 8.25. Guömundur Sæ- mundsson talar um daglegt mál kl. 7.20. Fréttir á ensku sagðar kl. 8.30. 0.00 Fréttir. Tilkynningar. 0.05 Morgunstund barn- anna: „Sagan af Hanska, Hálfskó og Mosaskegg" eft- ir Eno Raud. Hallveig Thorlacíus les þýðingu sína (2). 0.20 Morguntrimm. Tónleik- ar. 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Ég man þá tíð. Her- mann Ragnar Stefánsson kynnir lög frá liönum árum. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.06 Samhljómur. Umsjón: Þórarinn Stefánsson. (Frá Akureyri.) (Þátturinn verður endurtek- inn að loknum fréttum á miðnætti.) 11.55 Útvarpið í dag. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 í dagsins önn — Breyt- ingaaldurinn, breyting til batnaðar. Umsjón: Helga Thorberg. 14.00 Miðdegissagan: „Franz Liszt, örlög hans og ástir" eftir Zolt van Hársány. Jó- hann Gunnar Ólafsson þýddi. Ragnhildur Stein- grímsdóttir les (7). 16.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 16.20 Afríka — Móðir tveggja heima. Fjórði þáttur: Sjálf- stæðisbaráttan. (Endurtek- inn þáttur frá sunnudags- kvöldi.) 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.05 Dagbókin. Dagskrá. 16.16 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpiö. 17.00 Fréttir. Tilkynningar. 17.06 Síðdegistónleikar. a. „Andante favori í F-dúr“, Andor Foldes leikur á píanó. b. Píanókvintett í Es-dúr op. 16. Friedrich Gulda og Blás- arasveit Fílharmóníusveitar- innar í Vínarborg leika. 17.40 Torgið Umsjón: Þorgeir Ólafsson og Anna M. Sigurðardóttir. 18.00 Fréttir. Tilkynningar. 18.05 Torgið, framhald. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Tilkynningar. Daglegt mál. Endurtekinn þáttur frá morgni sem Guð- mundur Sæmundsson flytur. Glugginn — Drageyri, gam- all bær á Amager. Umsjón: Sigrún Siguröardóttir. 20.00 Darius Milhaud og Eug- ene Bossa. a. Konsert fyrir marimbu, víbrafón og hljómsveit eftir Darius Milhaud. Tainer Kus- ima og Sinfóníuhljómsveitin í Norrköping leika; Jorma Panula stjórnar. b. „La Cheminé du Roi René" eftir Darius Milhaud. „Ayorama” — tréblásturs- kvintettinn leikur. c. „Þrjár myndir" eftir Eug- ene Bossa. Robert Aitken og Robert McCabe leika á flautu og píanó. 20.40 Réttarstaöa og félags- leg þjónusta. Umsjón: Hjördís Hjartardóttir. (End- urtekinn þáttur frá deginum áður.) 21.05 Sembalkonsert í D-dúr eftir Carl Philipp Emanuel Bach. Bob van Aspersen og „Melante '81 “ —kamm- ersveitin leika. 21.30 Útvarpssagan: „Leikur blær að laufi" eftir Guð- mund L. Friöfinnsson. Höfundur les (15). 22.00 Fréttir. Dagskrá morg- undagsins. Orð kvöldsins. 22.16 Veðurfregnir. 22.20 Leikrit: „Hefðarmærin og kontrabassakassinn" eftir Arnold Hinchcliffe byggt á sögu eftir Anton Tsjekov. Þýðandi: Ingibjörg Þ. Stephensen. Leikstjóri: Guðmundur Ólafsson. Leik- endur: Harald G. Haralds- son, Ragnheíöur Tryggva- dóttir, Jóhann Sigurðarson, Róbert Arnfinnsson, Bryndís Pétursdóttir, Viðar Eggertsson, Gunnar Rafn Guðmundsson, Kjartan Bjargmundsson og Pálmi Gestsson. (Endurtekið frá fimmtudagskvöldi.) 23.10 l'slensk tónlist. a. „Næturþeyr" eftir Sigurð E. Garðarsson. Höfundur- inn leikur á píanó. b. Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngur lög eftir Ingibjörgu Þorbergs. Guðmundur Jónsson leikur á píanó. c. Tríó í a-moll eftir Svein- SJÓNVARP ÞRIÐJUDAGUR 23. júní 18.30 Villi spæta og vinir hans. 23. þáttur. Bandarískur teiknimyndaflokkur. Þýö- andi Ragnar Ólafsson. 18.55Unglingarnir í hverfinu. Fjórði þáttur. Kanadískur myndaflokkur í þrettán þátt- um. Hér eru á feröinni gamlirkunningjar, Krakkarn- ir í hverfinu, sem nú eru búin að slíta barnsskónum og komnir í unglingaskóla. Þýðandi Gunnar Þorsteins- son. 19.25 Fréttaágrip á táknmáli. 19.30 Poppkorn. Umsjón: Guðmundur Bjarni Harðarson og Ragnar Hall- dórsson. Samsetning: Jón Egill Bergþórsson. 20.00 Fréttir og veöur. 20.35 Auglýsingar og dag- skrá. 20.40 Bergerac. Breskur sakamálamynda- flokkur f tiu þáttum. Fyrsti þáttur í nýrri syrpu um Ber- gerac rannsóknarlögreglu- mann á Ermarsundseyjum. Þýðandi Trausti Júlíusson. 21.35 Miönesheiði — saga herstöðvar í herlausu landi. Frumsýnd ný íslensk kvik- mynd um varnarliðið á Keflavikurflugvelli, hlutverk þess og áhrif á íslenskt þjóðfélag, og afstööu fs- lendinga, Bandaríkjamanna og Sovétmanna til herstöðv- arinnar á Miðnesheiði. Handrit og stjórn: Sigurður Snæberg Jónsson. 23.05 Her í herlausu landi — hver eru áhrifin? Umræöuþáttur. Stjórnandi: Ingimar Ingimarsson. 23.35 Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 23. júní § 16.45 Sveitastúlkan með gullhjartað (Country Gold). Bandarísk sjónvarpsmynd frá 1982 með Loni Ander- son, • Cooper Huckabee, Earl Holiman og Linda Ham- ilton í aðalhlutverkum. Léikstjóri er Gilbert Cates. Myndin lýsir vináttu vinsæll- ar söngkonu og upprenn- andi stjörnu í sveitatónlist- inni. Ekki er þó allt sem sýnist því hin unga söng- kona vílar ekki fyrir sér að nota allt og alla á frama- brautinni. 18.20 Knattspyrna — SL- mótið — 1. deild. Umsjón: Heimir Karlsson. 19.30 Fréttlr. 20.00 Miklabraut (Highway To Heaven). Bandarískur framhaldsþátt- ur með Michael Landon og Victor French í aðalhlutverk- um. Enn sem fyrr er engillinn Jonathan Smith á faralds- fæti til hjálpar þeim sem á vegi hans verða. § 20.50 Laus úr viðjum (Lett- ing Go). Bandarísk sjónvarpsmynd byggð á bók dr. Zev Wand- erer. Myndin fjallar um ástvinamissi, skilnað og sársauka þann og erfiðleika sem fylgja í kjölfarið. Alex Schuster (John Ritter) býr með 10 ára syni sínum en á erfitt með að fóta sig f lífinu eftir að kona hans fórst i flugslysi. ( öðrum enda bæjarins býr Kate (Sharon Gless) en hún er í þann mund að skilja eftir fimm ára sambúð. Þau hitt- ast þegar þau reyna bæði að leita sér hjálpar og rugla saman reitum. Með helstu hlutverk fara Sharon Gless (Cagney og Lacey), John Ritter og Max Gail. Leik- stjóri er Jack Bander. § 22.20 Brottvikningin (Dis- missal). Sjötti og síöasti þáttur ástr- alsks framhaldsmynda- flokks um brottrekstur Whit Whitlams, forsætisráðherra Ástralíu, úr embætti og mesta stjórnmálahneyksli i sögu Ástralíu. Aðalhlutverk: Max Phipps, John Stanton og John Meillon. § 23.10 Lúxuslíf (Lifestyles Of The Rich And Famous). Litið inn til hinna ríku og frægu í Hollywood. í þess- um þætti er m.a. komið við hjá Hugh Hefner, Dorothy Hamill og Gordon Mclen- don. § 00.00 Réttlætanlegt morð? (Right to Kill). Bandarísk kvikmynd frá 1985 með Frederic Forrest, Chris Collet, Karmin Murc- elo og Justine Bateman í aðalhlutverkum. Leikstjóri er John Erman. Þ. 16. nóvember 1982 ákvað hinn sextán ára gamli Richard Jahnke að láta til skara skrfða og drepa föður sinn. Hann fékk sautján ára gamla systur sina til liös við sig og aö móður þeirra við- staddri skaut Richard föður sinn til bana. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og veltir upp þeirri spurningu hvort morð geti verið réttlætanlegt. Myndin er stranglega bönnuA bömum. 01.30 Dagskrárlok. björn Sveinbjörnsson. Rut Ingólfsdóttir, Páll Gröndal og Guðrún Kristinsdóttir leika á fiölu, selló og píanó. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. Umsjón. Þórarinn Stefáns- son. (Endurtekinn þáttur frá morgni.) 01.00 Veðurfregnir. Næturútvarp á samtengd- um rásum til morguns. ^1 ÞRIÐJUDAGUR 23. júní 00.10 Næturvakt útvarpsins, Gunnlaugur Sigfússon stendur vaktina til morguns. 6.00 I bítið. — Rósa G. Þórs- dóttir. Fréttir á ensku'sagöar kl. 8.30. 9.06 Morgunþáttur í umsjá Kolbrúnar Halldórsdóttur og Skúla Helgasonar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Á milli mála. Umsjón: Leifur Hauksson, Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Svanbergsson. 16.05 Hringiðan. Umsjón: Broddi Broddason og Erla B. Skúladóttir. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Á grænu Ijósi. Umsjón: Kristján Sigurjónsson. 22.05 Háttalag. Umsjón: Gunnar Salvarsson. 00.10 i 'æturvakt útvarpsins. Gunnlaugur Sigfússon stendur vaktina til morguns. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 9.00, 10.00, 11.00, 12.20, 15.00, 16.00, 17.00, 18.00, 19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP AKUREYRI 18.03-19.00 Svæðisútvarp fyrir Akureyri og nágrenni — FM 96,5 Umsjón: Tómas Gunnars- son. g§3 ÞRIÐJUDAGUR 23. júní 07.00—09.00 Pétur Steinn og morgunbylgjan. Pétur kem- ur okkur réttu megin framúr með tilheyrandi tónlist og lítur yfir blöðin. Fréttir kl. 7.00, 8.00 og 9.00. 09.00—12.00 Valdís Gunnars- dóttir á léttum nótum. Sumarpopp allsráöandi, af- mæliskveöjur og spjall til hádegis. Litiö inn hjá fjöl- skyldunni á Brávallagötu 92. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00—12.10 Fréttir. 12.10—14.00 Þorsteinn J. Vil- hjálmsson á hádegi. Þor- steinn spjallar við fólkið sem ekki er í fréttum og leikur létta hádegistónlist. Fréttir kl. 13.00. 14.00—17.00 Ásgeir Tómas- son og sfödegispoppiö. Gömlu uppáhaldslögin og vinsældalistapopp f réttum hlutföllum. Fréttir kl. 14.00, 15.00, 16.00. 17.00-19.00 I Reykjavík síödegis. Leikin tónlist, litiö yfir fréttirnar og spjallað við fólkiö sem kemur við sögu. Fréttir kl. 17.00. 18.00-18.10 Fréttir. 19.00—21.00 Anna Björk Birgisdóttir á flóamarkaöi Bylgjunnar. Flóamarkaður og tónlist. Fréttir kl. 19.00. 21.00—24.00 Sumarkvöld á Bylgjunni með Þorstaini Ás- geirssyni. 24.00—07.00 Næturdagskrá Bylgjunnar — Bjarni Ólafur Guðmundsson. Tónlist og jjpplýsingar um veður og flugsamgöngur. ÞRIÐJUDAGUR 23. júní 7.00— 9.00 Inger Anna Aik- man. Morgunstund gefur gull f mund og Ingerervökn- uð fyrir allar aldir með þægilega tónlist, létt spjall, og viðmælendur koma og fara, semsagt, þægilegt að vakna við. Stjörnufréttir kl. 8.30. Fréttir einnig á hálfa tímanum. 9.00—12.00Gunnlaugur Helgason. Jæja .. . Helga- son mætturlll Það er öruggt að góð tónlist er aðalsmerki Gulla Helga. Strákurinn fer með gamanmál, gluggar í' stjörnufræðin og bregður á leik með hlustendum í hin- um ýmsu get-leikjum, síminn er 681900. Stjörnufréttir kl. 11.55. Fréttir einnig á hálfa tíman- um. 12.00—13.00 Pia Hansson. Hádegisútvarpið er hafið. Pia athugar hvað er að ger- ast á hlustunarsvæði Stjörn- unnar, umferðarmál, sýningar og uppákomur. Góðar upplýsingar í hádeg- inu. 13.00—18.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Lagalistinn er fjölbreyttur á þessum bæ. Gamalt og gott leikiö af fing- rum fram, með hæfilegri blöndu af nýrri tónlist. Helgi fylgist vel með því sem er að gerast. 16.00—19.00 Bjarni Dagur Jónsson. Ykkar einlægur. Þessi hressi sveinn fer á kostum með kántritónlist og aðra þægilega tónlist, (þeg- ar þið eruð á leiöinni heim). Spjall við hlustendur er hans fag og verölaunagetraun er á sínum stað. Síminn er 681900. Stjörnufréttir kl. 17.30. 19.00—20.00 The Shadows, Fats Domino, Buddy Holly, Brenda Lee, Little Eva, Connie Francis, Sam Cooke, Neil Sedaka, Paul Anka. Ókynntur klukkutími með þvi besta, sannkallaöur Stjörnutími. 20.00—21.00 Helgi Rúnar Óskarsson. Stjörnuspil, Helgi lítur yfir spánnýjan vin- sældalista frá Bretlandi og leikur lög af honum. 21.00—23.00 Árni Magnús- son. Hvergi slakaö á. Árni hefur valiö allt þaö besta til að spila á þessum tfma, enda dagur að kveldi kom- inn. Stjörnufréttir kl. 23.00. 23.00—00.00 (slenskir tónlist- armenn. Hinir ýmsu tónlist- armenn (og konur) leika lausum hala í einn tfma með uppáhalds plöturnar sínar. í kvöld: Guömundur Rúnar Júlfusson. 00.00—00.16 Spennusaga fyrir svefninn. Jóhann Sig- urðarson leikari les eina spennusögu. 00.15— 7.00 Gfsli Sveinn Loftsson (Áslákur). Stjörnu- vaktin hafin ... Ljúf tónlist, hröð tónlist, sem sagt tón- líst fyrir alla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.