Morgunblaðið - 23.06.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 23.06.1987, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987 Noregur: Olíuauðlindir undir botni Barentshafs? Reuter Tveir íbúar þorpsins Pinarcik við lík eins þeirra sem féllu i árás skæruliða kúrda á laugardag. Kúrdar myrða 30 manns í Tyrklandi: Ósl6, Reuter. SAMKVÆMT norskum iðntíð- indum, sem út komu í gær, hafa Norðmenn fundið vott af olíu undir hafsbotni Barentshafs, en hagnýting hennar kann að reyn- ast erfið, ekki síst vegna gífur- legrar umsvifa sovéska flotans. Að sögn jarðfræðinga, kann hér að ræða um síðasta stóra oliu- svæði heims, sem enn er óupp- götvað. Það var Saga Petroleum, stærsta olíufyrirtæki Noregs í einkaeigu, sem skýrði frá því að snefíll af neð- ansjávarolíu hefði fundist á svæð- inu. Hvort olía leynist á svæðinu eður ei er enn ekki á hreinu og verður ef til vill ekki ljóst fyrr en í septem- ber, að því er Kirsten Mork, talsmaður Saga Petroleum, hermdi í gær. Aðalvandamál olíuborana á svæðinu kunna að vera kafbáta- ferðir sovéska flotans til og frá Murmansk á Kola-skaga, en um Ráðamenn heita hefnd- um fvrir ódæðisverkið Ankara, Reuter. Ankara, SKÆRULIÐAR aðskilnaðar- hreyfingar kúrda í Tyrklandi myrtu 30 óbreytta borgara síðdegis á laugardag. Tyrkneskir ráðamenn hafa heitið að ná fram hefndum en þeir telja að ódæðið megi að hluta rekja til nýlegrar samþykktar Evrópuþingsins í Strasbourg þar sem , að þeirra sögn, er tekið undir málflutning kúrda. Skæruliðar myrtu 30 íbúa þorps- ins Pinarcik sem er í suðausturhluta Tyrklands og er þetta hroðalegasta óhæfuverk þeirra um margra ára skeið. Skæruliðamir sóttu inn í þorpið, hófu vélbyssuskothríð og vörpuðu eldsprengjum. 16 böm á aldrinum þriggja til fjórtán ára féllu í árásinni og einungis níu þorpsbúar sluppu ósárir. 16 fjölskyldur bjuggu í þorpinu og skildu skæruliðar við flest húsin í ljósum logum. Frétta- stofan Hurriyet sagði skæruliðana hafa verið 60 talsins og hefðu þeir komið inn í landið frá Sýrlandi. Skæruliðar kúrda hafa lengi barist fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis og hófu þeir vopnaða baráttu að nýju í ágústmánuði árið 1984. Að und- anfömu hafa þeir einkum látið til skarar skríða gegn íbúum smáþorpa til að hræða almenning til fylgis við málstað þeirra. Ekki færri en 250 óbreyttir borgarar hafa fallið í árásum þeirra og um 150 öryggis- lögreglumenn. Kenan Evren Tyrklandsforseti sagði í gær að ódæðisins yrði hefnt. Turgur Ozal forsætisráðherra sagði að atburð þennan mætti að hluta til rekja til ályktunar Evrópuþings- ins frá því í síðustu viku um skipulegt þjóðarmorð á Armenum í síðari heimsstyijöldinni þar sem jafnframt er fjallað um sjálfstæðis- baráttu kúrda. Evren forseti og fleiri stjómmálamenn tóku í sama streng. Hermenn hófu þegar ’.eit að ód- æðismönnunum í námunda við landamæri Tjrrklands og Sýrlands. Ozal forsætisráðherra vildi ekki láta uppi hvort þeirra yrði leitað innan landamæra Sýrlands. í febrúar- mánuði voru skæruliðar eltir uppi innan landamæra íraks með sam- þykki stjómvalda þar. Hluti þingmanna á þingi EB: Viðurkenning þjóðar- morðs nauðsynleg Barentshaf liggur gífurlegur straumur sovéskra kafbáta og ann- arra herskipa. Noregur og Sovétrík- in hafa í 15 ár reynt að semja án árangurs um „gráa svæðið" svokall- aða, en það er víðfeðmt svæði á landhelgismörkum ríkjanna. Norskir embættismenn vona þó að olíufundur verði frekar til þess að greiða úr deilumálum ríkjanna en hitt. Finn Sollie, fyrrverandi stjómarerindreki Noregs og sér- fræðingur í þeim málum sem lúta að Barentshafí, sagði að mikill olíu- fundur gæti reynst heppilegur í þessu samhengi. „í fyrsta lagi er olíuborpallurinn, sem mestar vonir em bundnar við, töluvert vestan við „gráa svæðið". Gerist eittþvað þar leiða menn a.m.k. hugann frá hinu málinu á meðan. I öðru lagi myndi olíufundur á Barentshafi gefa Norð- mönnum tækifæri til þess að koma sínum málum þar á hreint, sérstak- lega með tilliti til auðlindanýtingar á hafsbotni. Talið er að aðmírálar Rauða flot- ans verði ekki par hrifnir af auknum umsvifum Norðmanna á svæðinu vegna hemaðarmikilvægis Barents- hafs. Hemaðarsérfræðingar á Vesturlöndum hafa látið þá skoðun í ljós að slíti menn sundur friðinn í Evrópu kunni úrslit þess ófriðar að ráðast í og á Barentshafí. Glöggir fréttalesendur minnast þess ef til vill að norskt flutninga- skip átti kyndug samskipti við sovéskan kafbát fyrir helgi. Skaut kafbátnum skyndilega úr kafí við hlið flutningaskipsins oggáfu Norð- mennimir matrósunum vestræn klámblöð í von um að verða launað- ur greiðinn með vodka. Úr því rættist þó ekki, en téð flutninga- skip var einmitt á leið til borpalls Saga Petroleum. Strasbourg, Ankara. Reuter. ÞING Evrópubandalagsins (EB) samþykkti sl. fimmtudag að setja ætti Tyrkjum það skil- yrði fyrir aðild þeirra að EB að þeir viðurkenndu að árið 1915 hefðu tyrknesk stjómvöld fra- mið þjóðarmorð á Armenum. Frá lokum fyrri heimsstyijaldar hefur hver ríkisstjómin á fætur annarri í Tyrklandi, neitað ásökun- um í þessa átt. Í samþykkt þingsins SUMARLEGTÁ STÖDVUM ESSO Nú er hægt að Ijúka undirbúningi ferðarinnar í rólegheitum á bensínstöðvum Esso. Þar finnst margt nauðsynlegt í sumarfríið: íþróttaskór, trimmgallar, stígvél eða regngallar handa krökkunum, veiðistöng handa mömmu, grill handa pabba og ... bensín á bílinn. Líttu inn í leiðinni, það er margt girnilegt i hillunum hjá Esso! Góða ferð! Iþróttaskór Trimmgallar (peysa, bolur, buxur) Stígvél Regngallar frá 350 kr. frá 1190 kr. frá frá 580 kr. 944 kr. □ Olíufélagiðhf FRA JAPAN' Erum með á lager flestar stærðir af kúlulegum frá japanska fyrirtækinu Nachi. Höfum einnig hjóla- og kúplingslegur í margar gerðir japanskra bíla. Mjög hagstætt verð. jítruiMMj1 HOFÐABAKKA 9 REYKJAVlK SlMI 685656 og 84530 á fimmtudag var einnig vikið að meðferð Tyrkja á Kúrdum, en tekið var skýrt fram að núverandi stjóm bæri enga ábyrð á morðunum 1915. 518 þingmenn eiga sæti á þingi EB og greiddi aðeins hluti þeirra atkvæði um tillöguna sem var mjög umdeild. Umræður höfðu staðið alla vikuna um það hvort þingið væri rétti vettvangurinn fyrir slíka sam- þykkt og voru flestir þingmennimir þeirrar skoðunar að svo væri ekki. Atkvæði féllu þannig að 68 sam- þykktu tillöguna um þetta skilyrði, 60 voru á móti og 42 sátu hjá. Aðrir þingmenn mættu ekki á þing- fundinn í mótmælaskyni. Tyrkir sóttu um aðild að EB í aprílmánuði á þessu ári. Grikkir hafa lagst á móti því að aðildin verði samþykkt og nokkrar aðrar þjóðir telja að ekki sé tímabært að veita þeim inngöngu. Mannfjöldi er gagnrýndi Tyrki fyrir meðferð þeirra á Armenum, safnaðist saman við þinghúsið í Strasbourg dagana sem tillagan var rædd og einnig þegar atkvæði vom greidd. Turgut Ozal, forsætisráðherra Tyrklands, brást reiður við er hann frétti af atkvæðagreiðslunni og sagði í ræðu er hann hélt á föstu- dag að niðurstaða hennar væri mistúlkun á sögunni og gæti orðið til þess að gefa hryðjuverkamönn- um byr undir báða vængi. Ef til þess kæmi væri við Evrópubanda- lagið að sakast. Sagði hann að öfgasinnar á þinginu hefðu stutt tillöguna s.s. kommúnistar, Græn- ingjar og sósíalistar og myndi þessi samþykkt ekki hafa nein raun- veruleg áhrif á aðildarumsókn Tyrkja að EB. ERLENT Arabaríkin vantar kjam- orkusprengju - segir Gaddafi Líbýuleiðtogi London, Reuter. MUAMMAR Gaddafi, leiðtogi Líbýu, telur að ríki Araba sár- vanti kjarnorkusprengju sem geti tryggt þeim virðingu ann- arra þjóða. Gaddafi lét þessi orð falla á sunnudagskvöld er hann ávarpaði háskólanema í Libýu. Gaddafí sagði kjamorkusprengj- una vera nauðsynlegt vamarvopn, sem ríki Araba yrðu reiðubúin að nota væri sjálfstæði þeirra ógnað. Sagði hann að fátækt ríki sem Kína nyti virðingar annarra þjóða vegna þess að það réði yfír slíkum vopnum og gæti því svarað hótunum og ógnunum. Kvaðst hann telja að Arabaríkin ættu að taka Kínveija sér til fyrirmyndar til að treysta stöðu sína. Gaddafi bættyi við að Arabar myndu vera reiðubúnir til að beita vopninu yrði þeim hótað árás hvort heldur með hefðbundn- um herafla eða kjamorkuvopnum. Fréttir herma að sendimenn frá Líbýu, Sýrlandi og íran hafí komið saman í Damascus, höfuðborg Sýr- lands, árið 1985 og rætt nauðsyn þess að ríkin eignuðust kjamorku- sprengju sem beita mætti í átökum við ísraela. Dagblaðið ash-Sharq, sem gefið er út í Beirút en er hlið- hollt Irönum sagði þá að ríkin þijú héfðu bæði fjármagn og nauðsynleg pólitfsk sambönd til að komast yfír þess háttar vopn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.