Morgunblaðið - 23.06.1987, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 23.06.1987, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987 Kongsberg-vopnaverksmiðjan í Noregi: Umsvif lögreglurann- sóknar vegna Sovét- viðskipta aukin Ósló. Fr& Jan Erík Laure, fréttarítara Morgunblaðsina. NORSKA lögreglan hefur nú aukið umfang rannsóknarinnar á meintum brotum hinnar ríkis- reknu Kongsbergvopnaverk- smiðju á „Cocom-sáttmáIanum“. Lögreglan álítur, að verksmiðjan hafi selt „ólöglegan“ útbúnað til Sovétríkjanna. Áður hafði verið upplýst, að Kongsbergvopnaverksmiðjan’ seldi, ásamt japanska fyrirtækinu Tos- hiba, tölvubúnað til Sovétríkjanrja. Var búnaðurinn notaður til að draga úr hávaða frá skrúfum sovéskra kafbáta, en það hefur í for með sér, að gangur þeirra er miklu hljóðlátari og erfíðara er fyrir NATO að fylgjast með ferðum skip- anna. Vitað er, að norska lögreglan er nú að kanna, hvort verið geti, að fleiri af ákvæðum Cocom-sáttmál- ans hafí verið brotin. Talið er mögulegt, að Sovétmönnum hafí einnig verið seldur „ólöglegur" bún- aður til nota í kjarnorkuverum og hafí það verið gert í samvinnu við þýsk og ítölsk fyrirtæki. Sala verksmiðjunnar á hátækni- búnaði til Sovétríkjanna hefur valdið miklu fjaðrafoki í Banda- ríkjunum. Nokkrir fulltrúadeildar- þingmenn hafa krafíst þess, að opinber rannsókn fari fram og refsi- aðgerðum verði beitt gegn Noregi, auk þess sem rift verði stórum samningi bandaríska hersins við verksmiðjuna. Gro Harlem Brundtland hefur skrifað Ronald Reagan Bandaríkja- forseta bréf og harmað fyrmefnd viðskipti og heitið að gera allt, sem unnt er, til að koma í veg fyrir, að þau geti endurtekið sig. Ákveðið hefur verið, að Thorvald Stoltenberg utanríkisráðherra og Johan Jörgen Holst vamarmálaráð- herra fari til Bandaríkjanna í því skyni að reyna að blíðka bandaríska stjómmálamenn. \y0 J -X iL jÉÉiir v * rtf " v<*| k0. ' mví/'; Z ///, , '■ Reuter Flugsýning í París Undanfarna daga stendur yfir hin árvissa flugsýning í París, en henni lýkur í dag. Þar sýna allir flugvélaframleiðendur, Sem V estur-Þýskaland: Kohl neitar að framselja flug- ræningja til Bandaríkjanna — vill vernda gísla í Líbanon Bonn, Reuter. HELMUT Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, mun ekki framselja Líbana, sem grunaður er um flugrán, til Bandaríkjanna þrátt fyrir þrýsting frá Bandaríkja- þingi. Kanslarinn óttast að stefna þýskum gislum í Líbanon í hættu verði Líbaninn framseldur, að sögn heimildarmanna innan stjórnarinnar i Bonn. Heimildarmennimir sögðu að Kohl hefði tekið þessa ákvörðun eftir að hafa ráðfært sig við inn- anríkisráðherrann, Friedrich Zimmermann, og dómsmálaráð- herrann, Hans Engelhard. Búist var við að Engelhard myndi greina dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, Edwin Meese, frá því í dag að Mohammed Ali Hamadei, en svo heitir Líbaninn, yrði leiddur fyrir rétt í Frankfurt, sakaður um morð, flugrán og að hafa haft sprengiefni undir höndum. Hamadei var handtekinn á flug- vellinum í Frankfurt í janúar, sakaður um að eiga sprengiefni. Hann er grunaður um að hafa tek- , ið þátt í ráninu á þotu TWA-flugfé- lagsins árið 1985 og morði eins farþeganna, bandarísks sjóliða. Nokkrum dögum eftir handtöku Hamadeis var tveimur Vestur- Þjóðveijum, þeim Rudolf Cordes og Alfred Schmidt, rænt í Beirút. Tal- ið er að hópur öfgasinnaðra síta, Hizbollah-hreyfingin, sem vinveitt er írönum, hafi rænt mönnunum. manns veijanda Hamadeis munu réttarhöldin heijast á þessu ári. eitthvað að kveður, helstu nýj- ungar á flugsviðinu og öðru því tengt. Þar var meðal annars sýnd hin nýja franska herþota, Rapha- el, en í fyrradag tilkynnti Jacques Chirac, forsætisráð- ' herra Frakklands, að bæði franski flotinn og flugherinn myndu taka vélina í notkun árið 1996. Að undanförnu hefur mik- ið verið deilt um hvort ráðist verður í smíði vélarinnar, þar sem sýnt er að hún verður feyki- dýr i framleiðslu og mun auð- veldara að kaupa sambærilegar eða betri vélar annars staðar frá. Segja menn að hér hafi því þjóðarstolt ráðið meiru lieklur en ráðdeild. Á hinni myndinni má sjá Concorde-þotu koma til lendingar i fylgd franskrar list- flugsveitar. Breski Verkamannaflokkurinn:: Vinstriarmurinn styrkir stöðu sína Kanada: Jarðfræðingar finna neðansjávargíg Toronto, Reuter. KANADÍSKIR vísindamenn hafa uppgötvað stóran gig á sjávarbotninum austur af Nova Scotia. Talið er að gigurinn sé eftir loftstein, sem fallið hafi fyrir meira en fimmtíu milljón- um ára. Vísindamennirnir telja að hér sé jafnvel komin skýr- ingin á ævilokum risaeðlanna. Lubomir Jansa, foringi jarð- fræðinganna, sem vinna að rannsóknum á gígnum, segir að þessi uppgötvun geti verið „mjög mikilvæg" við ákvörðun þess hvað það var, sem orsakaði útrýmingu risaeðla og forsögulegs sjávarlífs. „Við þekkjum svæðið og aldur gígsins, og nú getum við farið að rannsaka nánar hvaða skemmd- um á lífríkinu þessi árekstur olli,“ sagði Jansa. Sumir vísindamenn hafa sett fram þá kenningu að risaeðlur og fleiri forsögulegar lífverur hafí horfíð af sjónarsviðinu fyrir um það bil 65 milljónum ára vegna loftslagsbreytinga, sem orsakast hafi af hrapi hluts utan úr geim- numn á Jörðina. Kenningar þeirra gera ráð fyrir því að aðskotahlut- urinn hljóti að hafa lent í vatni, því að enginn af hér um bil eitt- hundrað gígum, sem þekktir eru á þurrlendi, sé frá þessu tímabili. Að sögn Jansa gefíir þessi fyrsti fundur neðansjávargígs eftir loft- stein vísindamönnum tækifæri til þess annað hvort að staðfesta eða hrekja þessar kenningar. Neðansjávargígurinn er um 48 kflómetrar í þvermál og þrír kfló- metrar á dýpt. Hann er á land- grunninu suðaustur af Nova Scotia á 120 metra dýpi. Hópur- inn, sem vinnur að rannsókn, gígsins telur að loftsteinninn, sem myndaði hann, hafí verið tveir til íjórir kflómetrar í þvermál. Áreksturinn hefur sennilega vald- ið gífurlegri flóðbylgju og skýja- þykkni yfír allri Norður-Amerflcu um tveggja ára skeið, að sögn Jansa. Áætlað er að frekari rannsókn- ir á gígnum muni taka þijú til flögur ár. „Við erum mjög stutt komnir," sagði Jansa. St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgnnblaðsins. í kosningunum nýlega fjölgaði þingmönnum í vinstriarmi þing- I síðustu viku samþykkti öld- ungadeild Bandaríkjaþings að hvetja Vestur-Þjóðveija til að fram- selja Hamadei, og sagði samninga- viðræður við mannræningja ekki koma til greina. Öldungadeildar- þingmaður repúblikana, Alfonse D’Amato, varaði við því að ef Þjóð- veijar neituðu framsalinu myndi það skaða samskipti ríkjanna. Verði Hamadei sekur fundinn í Frankfurt á hann lífstíðardóm yfír höfði sér. í Bandaríkjunum hlyti hann sennilega dauðadóm. Reagan Bandaríkjaforseti sagði eftir samtal þeirra Kohls í Feneyjum fyrir nokkrum dögum, að honum væri sama hvar Hamadei yrði dæmdur, svo fremi að hann yrði ákærður fyrir morð. Faðir sjóliðans, sem myrtur var í flugráninu, segist hins vegar óttast að réttarhöldin verði látalæti ein og að Hamadei verði sleppt eftir fáein ár. Að sögn eigin- flokks Verkamannaflokksins. Allar likur eru nú á, að tveir aðalhópar vinstrisinnaðra þing- manna vinni saman að kosningu í_ skuggaráðuneyti flokksins. Áhrif miðjumanna í skuggaráðu- neytinu munu því fara dvinandi. Vinstriarmurinn í nýjum þing- flokki Verkamannaflokksins er í meirihluta. Þingflokkurinn skiptist í þrennt í hægrisinnaða og miðju- menn, í Tribune-hópinn, sem samanstendur af vinstrimönnum og miðjumönnum, og Camtaign-hóp- inn, sem er yst til vinstri. I fyrsta skipti er útlit fyrir, að Tribune- hópurinn og Camtaign-hópurinn muni vinna saman að kjöri í skuggaráðuneytið. Úlfúðin á milli þessara vinstrihópa hefur venjulega komið í veg fyrir samvinnu þeirra. Hægri hópurinn hefur verið miklu betur skipulagður og því átt mun fleiri fulltrúa í skuggaráðuneytinu en vinstriarmur þingflokksins. Ef af þessari samvinnu verður, gæti hún valdið Denis Healey og Peter Shore, sem hafa verið í for- ystu fyrir hægriarmi flokksins, vandræðum. Healey hefur enn ekki ákveðið, hvort hann gefur kost á sér í skuggaráðuneytið, en Shore hefur lýst yfír vilja sínum til að sitja áfram. Vitað er, að Kinnock vill gera miklar breytingar á skugga- ráðuneytinu og yngja upp aðstoðar- menn sína. Vinstriarmur flokksins gæti komið í veg fyrir, að hann byggði skuggaráðuneytið upp að sinni vild, en talið er líka, að hann sé þess fysandi, að Healey og Shore dragi sig í hlé. Kinnock hefur gefíð til kynna, að Bryan Gould, sem stjómaði kosningabaráttu flokksins nú, og John Smith, skoskur þing- maður, sem situr nú í skuggaráðu- neytinu, hljóti mestan frama í þessum breytingum. Bretland: 50 kíló af kókaíni gerð upptæk Lundúnum, Reuter. Á SUNNUDAG gerðu breskir tollverðir upptæk 50 kUógrömm af kókaíni að verðmæti um 580 miUjónir króna. Þetta er mesta magn kókains, sem náðst hefur í einu í Bretlandi. Talsmaður tollgæslunnar sagði að nokkrir menn hefðu verið hand- teknir í áhlaupi á hús í Harley- stræti í Lundúnum. I húsinu em lúxusíbúðir, sem leigðar em útlend- ingum. Talsmaðurinn skýrði ekki nánar frá málsatvikum. Á síðasta ári vom gerð upptæk f Bretlandi 94 kfló af kókaíni. í febrúar náði tollgæslan fjömtíu og þremur kflóum af kókaíni í Essex, norðaustur af Lundúnum. Menn hafa nú miklar áhyggjur af aukinni kókaínneyslu meðal ungs efnafólks, sem græðir stórfé á verðbréfamörk- uðum Lundúna. David Mellor innanríkisráðherra sagði fyrr á árinu að fleiri tollverð- ir yrðu ráðnir til starfa til að hafa hemil á kókaínsmygli til Bretlands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.