Morgunblaðið - 23.06.1987, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 23.06.1987, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Frjálst fiskverð °g uppboðsmarkaðir Uppboðsmarkaður á físki hefur ekki verið til á ís- landi, fyrr en hann var opnaður í Hafnarfírði í síðustu viku. í þessari viku hefst markaðssala á físki í Reykjavíkurhöfn. Bæjar- félög annars staðar á landinu eru að búa sig undir að verða með í þessari byltingu. Umræður hafa öðru hverju orðið um nauð- syn fískmarkaðs. í kringum 1960 sendu þeir Elías Ingi- marsson og Einar Bergmann, sem þá störfuðu hjá Sænska frystihúsinu, til dæmis Pétri Benediktssyni, bankastjóra Landsbankans, greinargerð með tillögum um fískmarkað í Reykjavíkurhöfn. Ekkert varð úr því þá, að skrefíð yrði stigið. Forsenda þess hefur ávallt verið, að sjómenn, útgerðarmenn, físk- salar og fískverkendur tælgu höndum saman og kysu að varpa frá sér og ríkinu ákvörðunum um fískverð og leyfðu markaðn- um að ráða því. íslenskir útgerðarmenn og sjómenn eru ekki ókunnugir upp- boðsmarkaði á físki. Þeir hafa selt á honum til helstu kaupenda á ferskum físki erlendis, í Bret- landi og Þýskalandi. Vaxandi útflutningur á þessa markaði ýtti undir ákvörðunina um íslenska uppboðsmarkaði. Öllum var ljóst, að sú aðferð að þrátta um fískverð við fundarborð hér og treysta á úrslitavald fulltrúa ríkisins, ef í nauðir rak, olli því, að innlendir aðilar gátu ekki keppt við hina erlendu kaupend- ur. Hinn 10. júní síðastliðinn varð um það samkomulag í verðlags- ráði sjávarútvegsins að . gefa almennt fískverð frjálst til 30. september næstkomandi. Sum- armánuðina á sem sé að nota til reynslu og til að kynnast því, hvemig samskipti sjómanna, út- gerðarmanna og fískverkenda þróast við markaðsaðstæður. „Þetta er spuming um framboð og eftirspum og eftir því verða sjómenn og útvegsmenn að haga sér,“ sagði Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands, í Morgunblaðssamtali daginn eftir að fískverð var gef- ið frjálst. Friðrik Pálsson, for- stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, taldi, að nokkuð langur tími þyrfti að líða áður en menn hefðu áttað sig á til hvers frels- ið leiddi. Eftir fyrsta markaðsdaginn í Hafnarfírði létu menn vel yfír verðinu, sem þar fékkst. Töldu það sambærilegt við það, sem fengist á mörkuðum erlendis. Síðan hafa fréttir af breyttum starfsháttum verið að berast. Grandi hf. í Reykjavík hefur ákveðið að taka framvegis þijár físktegundir til vinnslu, karfa, ufsa og þorsk, og greiða hæsta verð fyrir þann físk sem gefur mestan arð. Aðrar físktegundir verða settar á markað og seldar þeim, sem býður hæst. Forráðamenn fískvinnslu- stöðva á landsbyggðinni kanna nú, hvemig þeir eigi að bregðast við nýjum aðstæðum. Af sam- tölum við þá, sem skýrt var frá hér í blaðinu á laugardag, má ráða, að nokkur óvissa ríki um viðbrögð á ýmsum mikilvægum útgerðarstöðum. Hannes Hall- dórsson hjá Norðurtanganum á ísafírði sagði að fyrst um sinn myndi fyrirtækið miða við síðustu skrá verðlagsráðs og hann bætti við: „Það er út í blá- inn að spá um framhaldið. Þessi ráðstöfun verðlagsráðs var á engan hátt undirbúin og ég sé ekki annað en vandanum hafí verið velt til ijölmargra lítilla verðlagsráða." Eins og sést af ummælum þeirra gjörkunnugu manna, sem vitnað hefur verið til hér að of- an, veit í raun enginn með nokkurri vissu, hver framvindan verður nú þegar fíksverð hefur verið gefíð frjálst og sala á inn- lendum fískmörkuðum er hafín. Ef til vill verður sú raunin, að skip noti markaðina aðeins endr- um og eins en fyrir tilstilli þeirra myndist verð, sem notað verður til viðmiðunar. Verði þessi raun- in er hætta á því, að markaðs- starfsemi takmarkist við þá staði þar sem unnt er að stunda hana með minnstum tilkostnaði. Stop- ul uppboð standa ekki undir kostnaði við dýra markaðsað- stöðu. Hitt kann einnig að gerast, að áhuginn á markaðs- sölu verði almennur og mikill og ný skipán verði tekin upp í sam- skiptum seljenda og kaupenda á físki. Hefði það fljótt áhrif á meðferð á físki, gæðakröfur og sjósókn. Morgunblaðið telur, að með því að gefa fískverð frjálst og stofna uppboðsmarkaði á físki hafí verið stigið rétt og tíma- bært skref. Vonandi á tíminn eftir að leiða í ljós, að svo sé í reynd. Umþóttunartíminn verður eríður fyrir marga og sumum fínnst reynslutíminn til 30. sept- ember svo stuttur, að þeir geti komist af með að halda í gamla horfínu í von um að opinberar verðákvarðanir verði aftur inn- leiddar. Ekki síst þess vegna er brýnt að svo fljótt sem verða má sé gefín vísbending um fram- haldið. í átt til raunveru- legrar afvopnunar eftir Caspar Weinberger Ákvörðun Sovétríkjanna um að falla fá þeirri kröfu sinni að ekki yrði rætt um fækkun meðaldrægra kjamorku- flauga án þess að geimvamaáætlunin væri tekin með í reikninginn, hefur mtt úr vegi helstu hindmninni á vegi Bandaríkjastjómar til hins yfirlýsta markmiðs hennar um raunvemlega afvopnun. Þrátt fyrir það verðum við að vera varkárir í orðum til þess að vekja ekki falskar vonir almennings um það hvenær af samningum í þessa vem getur orðið. Frá upphafí hefur stjóm Reagans staðhæft að hún myndi ekki sætta sig við neitt minna en raunvemlega afvopnun. Við höfum verið óhræddir við að taka okkur allan þann tíma sem við teljum okkur þurfa til þess að ná samkomulagi, sem væri aðgengilegt fyrir okkur og bandamenn vora. Vegna þessa hafa sjálfskipaðir „sér- fræðingar" í afvopnun sagt okkur vera á móti takmörkun vígbúnaðar, þar sem Kremlveijar gætu aldrei fall- ist á tillögur okkar. Gagnrýnendur okkar hafa jafnvel talið tillögur okkar um raunvemlega afvopnun bera vott um óhreinlyndi og óraunhæfni. Hins vegar hafa þeir bent á eigin leiðir til afvopnunar: SALT-viðræðumar. Þó urðu þær við- ræður til lítils annars en að skjalfesta mestu kjamorkuhervæðingu sögunn- ar. Ráð þessara „sérfræðinga" er að leggja aldrei neitt til við ráðamenn í Moskvu annað en það sem bókað er að þeir muni fallast á. Embættismenn Bandaríkjastjómar em ábyrgir orða sinna og gerða. Það em fyrrverandi embættismenn og „sérfræðingamir" ekki. Á sviði samn- ingaviðræðu við Moskvu er það sem eftir þessa menn liggur þess eðlis að vinnubrögð þeirra verða vart talin eftirbreytni verð. „Sérfræðingamir" hljóta að hafa orðið býsna undrandi þegar fregnir bárast af því á haustmánuðum 1985 að Kremlarbændur væm reiðubúnir að ihuga 25% niðurskurð á kjamorku- vopnum, þá 40% og loks 50%, en fram að því höfðu „sérfræðingamir" hent gaman að tillögum Reagans um alvar- legan niðurskurð á kjamavopnum. Ekki má heldur gleyma því að þessar hugmyndir vom aðalumræðuefnið á Reykjavíkurfundi leiðtoganna. Fram að þessu hefur þeirrar hneigðar gætt að fresta erfíðum við- fangsefnum eins og raunvemlegri afvopnun og sannreyningu hennar til einhverrar óljósrar framtíðar. Af- vopnunarsamningar, sem leyfðu í raun íjölgun kjamorkuvopna og engin leið var að vita hvort væri framfylgt, gáfu samningamönnum okkar falska Caspar Weinberger. „Við munum halda áfram að vefengja grundvallarkenningu sovéskra samninga- manna: „Mitt er mitt, en þitt er samningsatriði“. Hernaðarmáttur er fyr- irbæri sem Kremlar- bændur skilja og þeir viðurkenna að við eigum öryggishagsmuna að gæta, en einn órjúfan- legur þáttur þeirra er að viðhalda trúverðugri fælingu.“ öryggiskennd og ótíndri alþýðunni var sagt að mikill árangur hefði náðst: „Við undirrituðum samninga, ekki satt?“ Samt sem áður skyldi ekki gleyma því að takmörkun á vígbúnaði og jafn- vel afvopnun em ekki markmið í sjálfu sér. Hvort tveggja em tæki sem nota á til þess að efla þjóðaröryggi. Mestu mistök þeirra, sem hæst hafa látið um afvopnun, er að telja hana sjálfa markmiðið og hafa því mælt með viðræðum án þess að skeyta neinu um önnur öryggissjónarmið. Slík afstaða samræmist einfaldlega ekki heilbrigðri skynsemi. Þegar Ronald Reagan, Bandaríkja- forseti, gerði það að tillögu sinni árið 1981 að öll meðaldræg lqamorkuvopn skyldu upprætt — núll-lausnin svo- nefnda — sökuðu gagnrýnendur hann um einfeldni og sögðu Sovétmenn aldrei myndu fallast á slíkt nema kjamorkuherafli Bretlands og Frakk- lands væri innifalinn. Á síðasta ári féllu Sovétmenn frá þeirri kröfu sinni og á þessu ári tilkynntu þeir að geim- vamaáætlunin væri ekki óyfírstígan- legt vandamál í þessu samhengi. Af hvetju skyldu þessi sinnaskipti hafa orðið? Auk stuðnings Frakka og Breta við stefnu okkar varð tvennt til þess. í fyrsta lagi sú óhagganlega stefna Reagans að semja í krafti end- umýjaðs herstyrks. í öðm lagi sú stefna að gefa sér nægan tíma til samninga þegar jafnmiklir hagsmunir Bandaríkjanna og bandamanna þeirra em_ í húfí. Árið 1983 þegar Reagan kynnti enn eitt frávikið frá viðtekinni stefnu, geimvamaáætlunina, sögðu andmæl- endur hennar að hún myndi riðla ógnaijafnvæginu. Þar kom glögglega í ljós brengluð rökvísi þeirra, sem vilja semja um afvopnun hvað sem hún kostar, því þeir litu á þessa leið út úr vítahringnum sem enn einn spila- peninginn á samningaborðinu. Hvað sem því líður kom skýrt fram að almenningur studdi forsetann og því gat Kremlarbændum verið ljóst að þrátt fyrir gagnrýni þrýstihópa myndi stjóm Reagans ekki hvika frá þeirri stefnu að leita ömggari og hættuminni fælingar. Eftir Reykjavíkurfundinn spáði fyrrverandi afvopnunarsamninga- maður því að ekki kæmi til „neinna samninga um lang- og meðaldrægar kjamorkuflaugar nema að Banda- ríkjamenn drægju í land með geim- vamaáætlunina." Sjálfum sér samkvæmur bætti hann við: „Það leikur enginn vafí á því að geim- vamaáætlunin er ágæt til þess að spila út í samningaviðræðu; spuming- in er hvenær." Þrátt fyrir þessi orð gerðist það nú samt sem aldrei átti að geta gerst: Sovétherramir sáu að við myndum ekki falla frá geim- vamaáætluninni og hættu að gera niðurfellingu hennar að skilyrði fyrir afvopnunarviðræðum. Fortíð „sérfræðinganna" ein og sér ætti að vera nóg til þess að menn eyði ekki tíma sínum í ónýta afvopn- unarstefnu þeirra. Bandaríkin eiga ekki að sætta sig við annað en raun- vemlegan niðurskurð kjamorku- vopna, þó svo að nægu sé eftir haldið til trúverðugrar fælingar. Þá gætum við litið á nýlegar sovéskar tillögur með varfæmislegri bjartsýni í stað þess að vera með sífellt svartsýnis- nöldur um að forsetinn muni aldrei ná samningum. Ennfremur yrðu Genfar-viðræðumar þá alvarlegur vettvangur afvopnunar á sviði meðal- drægra kjamorkuvopna, þar sem að stefnan felur ekki í sér að samið skuli samninganna vegna. Hvemig sem loks verður samið í Genf verða þeir samningar að samrýnast öryggis- Breska þjóðleikhúsið þjónar illa hagsmunum Skota Rætt við Svein Einarsson sem tók þátt í ráðstefnu um þjóðleikhús í Skotlandi SVEINN Einarsson fyrrverandi Þjóðleikhússtjóri var fyrir skömmu boðinn til Skotlands til þess að taka þátt í ráðstefnu um efnið: Vantar Þjóðleikhús f Skotlandi? Ráðstefnan var haldin á vegum Menningarráðs Skotlands. Sveinn Einarsson sagði í samtali við Morgunblaðið að ráðstefnan hafí verið mjög fíölmenn og hana sóttu m.a. flest- ir frammámenn í leikhúsum í Skotlandi. Auk Sveins fluttu framsöguerindi m.a. þeir Frank Dunlopp, sem er þekktur leikstjóri og núverandi yfirmaður Edin- borgarhátíðarinnar, og einn af þekkt- ustu leikstjómm fínna, Jack Wittika, en hann gegnir nú stöðu leikhússtjóra Sænska leikhússins í Helsinki. „í stuttu máli var niðurstaða ráð- stefnunnar sú að Breska þjóðleikhúsið í Lundúnum þjónar ákaflega illa menn- ingarhagsmunum Skota," sagði Sveinn. „Það var samdóma álit á ráð- stefnunni að ástæða væri til að hafa stofnanir og samtök sem leggðu rækt við það sem er einkennandi fyrir hvem stað og hveija þjóð. Sérstaklega á þess- ari fjölmiðlaöld þegar mikil hætta er á að öll sérkenni þurrkist út. Ég held að Skotamir hafí verið mjög ánægðir með þessa niðurstöðu. Þeir höfðu búist við að minni leikflokkar yrðu hræddir við að stofnun þjóðleik- Sveinn Einarsson húss hefði í för með sér minni fjárveit- ingu til þeirra. Svo reyndist vera samstaða um að nauðsynlegt væri að hafa flaggskip".

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.