Morgunblaðið - 23.06.1987, Side 33

Morgunblaðið - 23.06.1987, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1987 33 Metþátttaka í sólstöðu- göngunni Morgunblaðið/Magnús Sverrir Olafsson Veðrið var með fegursta móti á meðan á sólstöðugöngiumi stóð Reykhólahreppur: Mikill sigur frá- farandi sveitar- stj ór nar manna TALIÐ er að mUli fjögur og fimm hundruð manns hafi tekið þátt í sólstöðugöngu að þessu sinni. Þetta er í þriðja sinn sem gangan er farin og hafa þátt- takendur aldrei verið fleiri en nú. Lagt var af stað á miðnætti aðfararnótt sunnudagsins 21. júní í blíðskaparveðri sem hélst út alla gönguna. Gangan hófst á Seltjarnarnesi þar sem gengið var um nesið. Þaðan lá leiðin í Sundahöfn og út í Viðey. Þaðan var siglt út á Kjalarnes og farið í rútu að Mosfelli. Þar hófst lokaáfangi göngunnar sem end- aði tæpum sólarhring síðar á Breiðabólsstaðareyri á Alfta- nesi. Þar var tendruð brenna og skátar stóðu fyrir fjölda- söng. Sólstöðugangan var farin að tilstuðlan Náttúruverndarfé- lags suðvesturlands og áhuga- hóps um byggingu náttúru- fræðihúss. Viðkomandi Skátar stjórnuðu fjöldasöng við brennuna. sveitafélög tóku einnig mikinn þátt í framkvæmdinni. Með í ferð voru sögufróðir menn og líffræðingar sem fræddu þátttakendur um það sem fyrir augu bar. Reynt að narra einn í Kjósinni. Mjög róleg veiði hefur verið í þeirri á það sem af er, en vonir eru nú bundnar við að smálax fari að skila sér. Kosið var í hinum nýstofnaða Reykhólahreppi á sunnudag. Tveir listar voru í framboði. U-listi sem borinn var fram af fráfarandi s veitarstj órnar- mönnum og R-listi sem borinn var fram af samtökum um efl- ingu byggðar í Reykhólum. 266 voru á kjörskrá og kusu 218 þeirra. Úrslit urðu þau að U- listi fékk 172 atkvæði og sex menn kjörna en R-listi fékk 42 atkvæði og einn mann kjörinn. Þrír seðlar voru ógildir og einn var auður. Þeir sem mynda hreppsnefnd Reykhólahrepps eru Guðmundur Ólafsson, Grund, Áshildur Vii- hjálmsdóttir, Króksfjarðamesi-, Einar Hafliðason, Fremri Gufudal, Smári Baldvinsson, Borg, og Karl Kristjánsson, Gautsdal, af U-lista og Stefán Magnússon, Reykhól- um, af R-lista. Reykhólahreppur varð til við sameingu fímm hreppa og tekur sameiningin formlega gildi 4. júlí nk. Hin nýja hreppsnefnd mun fljótlega koma saman og verður þá fyrsta verk hennar að kjósa sér oddvita og varaoddvita. Meðalverð á Fiskmarkaðnum 35.43 krónur græna Frances í stærðinni 8. Tveir 14 punda fískar eru stærstir og sex 12 punda fískar hafa einnig komið á land, hinir eru langflestir 9—10 pund. „Skilyrðin eru núna óðum að ná sínu besta og laxinn streymir upp ána,“ sagði Torfi að lokum. Leginn 24 pundari í Laxá Að sögn Péturs Bjömssonar veiðimanns í veiðihúsinu í Þránd- argili við Laxá í Dölum hefur veiðin verið léleg í Laxá það sem af er. Pétur og félagar opnuðu ána eins og sagt er á laugardaginn og á hádegi í gær höfðu aðeins sex laxar komið á land. Stærstur þeirra var 24 punda hængur sem Hans Kristjánsson veiddi á maðk í Efri-Kistu. „Laxinn var aðeins leginn og enginn lax sem við höf- um veitt hefur verið með lús. Sá minnsti var 7 punda, bjartur fisk- ur, en ekki lúsugur. Hann var líka fyrsti flugulaxinn og kom hann á rauða Frances," sagði Pétur. Hann sagði og slangur af laxi í ánni og hann væri genginn upp um allt, en tæki afleitlega í hlýju og ört minnkandi vatninu. „Áin hefur lækkað um að minnsta kosti hálft fet síðan við byijuðum, hún er mjög vatnslítil og það er augljóst hvað þarf til að hressa veiðina við,“ sagði Pétur að lokum. Viðunandi byrjun í Soginu Að minnsta kosti 5 laxar veidd- ust i Soginu fyrsta daginn, en fregnir bárust ekki frá Alviðru og Þrastarlundi. Hins vegar veiddust 4 laxar í Ásgarðslandi og einn í Bildsfelli. Enginn í Syðri-Brú. Það fylgdi sögunni, að menn hefðu séð góðan slatta af laxi, en hann hefði tekið illa og grannt. Þannig hristu nokkrir sig af önglum veiðimanna og hrósuðu happi að sleppa með skrekkinn. Stærsti fískurinn sem fréttist af var 14,5 pund, en allir voru laxarnir að sögn stórir. Stóra full af fyrirheitum Stóra-Laxá var allt að því óveið- andi vegna vatnsmagns og skols fyrsta daginn, laugardaginn, en samt veiddust tveir laxar og fleiri sluppu. Á efsta svæðinu veiddist einn 16 punda fiskur og á svæði tvö kom 14 pundari á land úr Bergsnösinni. Síðast er fréttist hafði dregið fyrir sólu og snjóbráð hafði rénað. Áin leið áfram full af fyrirheitum, köld að vísu, en með þó nokkru af laxi. FISKMARKAÐURINN í Hafn- arfirði var með togarafisk á boðstólnum í gærdag ásamt bátafiski og var heildarsölu- verðmæti dagsins rétt undir tveimur milljónum króna. Alls voru boðin upp rúmlega 55 tonn og var meðalverð nokkru hærra en fyrsta uppboðsdaginn, eða um 35.43 krónur kílóið. Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðsins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri mjög ánægður með þær undirtektir sem markaðurinn hefði fengið og það söluverð sem fengist hefði fyrir aflann. Meginhluti aflans sem boðinn var upp í gær var þorskur, eða rúmlega 44 tonn og var meðalverð fyrir hann 36.64 krónur, og hæsta verð fór upp í 44 krónur. Fyrir ýsu fékkst meðalverð 61.31 króna og meðalverð á ufsa var 17.46 krónur. Hluti aflans sem boðinn var upp í gær var bátafiskur. í dag verður svo boðið upp á 60 tonn af þorski og 55 tonn af karfa úr togaranum Víði ásamt 30 tonnum af bátafiski, og á morg- un verður afli úr togaranum Karlsefni RE boðinn upp. Konditori - athugasemd NOKKRIR lesendur Morgun- blaðsins hafa haft samband og gert athugasemd við auglýsingu er birtist í sunnudagsblaðinu 21, júní. Auglýsingin var frá Sveini bakara um opnun fyrsta kondit- oris á íslandi. Lesendurnir vildu koma því á framfæri að starf- rækt hefur verið konditori á Blönduósi í tæp tvö ár, Krútt kökuhús — konditori var opnað 15. september 1985.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.