Morgunblaðið - 11.07.1987, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 11.07.1987, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. JÚLÍ 1987 Þorlákshöfn: Hedda Gabler tekur 7 0 þúsund laxaseiði Þorlákshöfn. NORSKA leigfuskipið Hedda Gabler kom til Þorlákshafnar miðvikudaginn 8. júlí og þar voru sett um borð 70 þúsund laxaseiði. ÞorvalJur Garðarsson, fram- ' kvæmdastjóri fiskeldisstöðvarinnar Smára hf. í Þorlákshöfn, sagði í samtali við fréttaritara að þeir ásamt ísþór hf., hefðu tekið Heddu Gabler á leigu til að flytja til Nor- egs þau 140.000 seiði sem þeir væru búnir að semja um sölu á til þriggja stöðva í Noregi. Skipið er sérstaklega útbúið til flutninga á laxaseiðum, en flutning- ur á þeim er mjög viðkvæmur ef um langan veg er að fara. I skipinu hefur verið útbúinn einn stór tankur sem er með útbúnaði til að dæla súrefni í sjóinn og einn- ig er hægt að endumýja sjóinn í tankinum á leiðinni. Fremur seinlegt er að koma öll- um þessum seiðum frá stöðvunum í skipið, hafa þarf öll seiðin úr keij- um og setja þau í sérstaka flutn- ingstanka sem tengdir eru súrefnisgeymum. Þegar komið er með tankana a. skipi er þeim slakað ofan í lestina sem er full af sjó, tankamir opnað- ir og híft upp á ný og renna þá seiðin út með sjónum. Þorvaldur sagði að nú væm þeir búnir að selja öll þau seiði sem þeir ætluðu ekki að nota sjálfír til að ala upp í matfískastærð eða sleppa til hafbeitar. Þeir hjá Smára hafa nú fengið aðstöðu til hafbeitar á Svínafossi á Snæfellsnesi og hafa þegar sleppt nokkm til pmfu. Þorvaldur sagði það dreifa áhættunni að vera með sem flesta þætti laxeldisins í gangi í einu. Hjá Smára hf. em nú sjö fastir starfsmenn en vænta má að þeim fjölgi í haust en þá er gert ráð fyr- ir að fyrsta slátmn fari fram en áður þarf að byggja aðstöðu svo að slátmn geti farið fram. Reiknað er með að slátrað verði um 200 tonnum á ári, verð og eftir- spum eftir laxi og laxaseiðum hefur farið vaxandi nú á síðustu mánuð- um svo útlitið er alls ekki svo slæmt. Norðmenn borga nú um 100 kr. fyrir stykkið af 80 til 100 gramma seiðum sem er ekki verra en í fyrra sem þá þótti alveg toppverð. Þorvaldur vildi að lokum taka það fram að öll aðstaða í Þorláks- höfn væri mjög góð. Nóg er af heitu vatni og við hliðina á stöðinni var borað og þar kom upp bæði hreint vatn og passlega heitur sjór en hvorttveggja er mjög mikilvægt til að sjóvenja seiðin. J.H.S. Seiðin háfuð úr kerjunum. Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda: Tilraunaverksmiöja verði ekki í húsakynnum Strandar AÐALFUNDUR Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda, sem ný- lega var haldinn, samþykkti ályktun þar sem því er fagnað að stjórnvöld ætla að veita fjár- magni til uppbyggingar tilrauna- verksmiðju, sem m.a. er ætlað að gera tilraunir með fiskimjöl. Telja fiskmjölsframleiðendur þó rétt að staðsetja slíka verksmiðju annars staðar en í húsakynnum Strandaverksmiðjunnar á Reykja- nesi, eins og áform eru nú um. Óska fiskmjölsframleiðendur eftir því að eiga sem nánasta samvinnu við Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins og sjávarútvegsráðuneytið um uppbyggingu tilraunaverksmiðj- unnar. Fundurinn samþykkti fjölda ályktana, m.a. eftirfarandi: „Fiskmjölsframleiðendur vekja athygli á því að t.d. danskar fisk- mjölsverksmiðjur fá raforkuna á hálfvirði á við það meðalverð sem íslenskum verksmiðjum er gert að greiða. Við þessa aðila á íslenskur fískmjölsiðnaður í harðri samkeppni á erlendum mörkuðum. Það er krafa fiskmjölsframleiðenda til stjórnvalda, að þau hafí skilning á vanda fískmjölsiðnaðarins og end- urskoði raforkuverð til verksmiðj- anna. Aðalfundurinn telur verð á loðnu ekki fijálst meðan eigendur loðnu- skipa geta selt afla sinn erlendis líki þeim ekki þau verð sem íslensk- ar verksmiðjur bjóða. Á sama tíma er verksmiðjum á íslandi óheimilt að kaupa afla erlendra loðnuveiði- skipa. Er það skýlaus krafa físk- mjölsframleiðenda að þeir búi í öllu við sömu rekstrarskilyrði og erlend- ir samkeppnisaðilar. Að lokum óskað aðalfundurinn eftir því að flutningsverðjöfnun á svartolíu verði hætt.“ Á aðalfundinum var Jónas Jóns- son, framkvæmdastjóri Sfldar- og fískimjölsverksmiðjunnar hf. í Reykjavík, útnefndur fyrsti heiðurs- félagi Félags íslenskra fiskimjöls- framleiðenda. Jónas hefur starfað að fískmjöls- iðnaði í 49 ár, eða frá árinu 1938 er hann hóf störf sem gjaldkeri og bókari hjá Sfldarbræðslunni hf. á Seyðisfírði. Árið 1943 varð hann framkvæmdastjóri Síldarbræðsl- unnar. Tíu árum síðar tekur hann við framkvæmdastjórastöðu Síldar- og fískimjölsverksmiðjunnar hf. hjá Kletti. Frá árinu 1955 út sjöunda áratuginn stóð Jónas í togaraútgerð auk starfa að fískimjölsiðnaði. Árið 1963 sameinast Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjan hf. og Síldarverk- smiðjan við Orfírisgarð. Rak Jónas eftir það báðar verksmiðjurnar. Jónas átti dijúgan þátt í stofnun Félags íslenskra. fískmjölsframleið- enda. Hann var varaformaður frá stofnun þess 30. maí 1960 til ársins 1981 er hann lét af því starfi að eigin ósk. Auk þess hefur Jónas gegnt fjölda trúnaðarstarfa lyrir félagið. Formaður Félags íslenskra físk- mjölsframleiðenda var endurkjörinn Jón Reynir Magnússson, fram- kvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins. Framkvæmdastjóri félagsins er Jón Ólafsson. SÓLCOLA Það er öðruvísi! H löfóar til _____.fólks í öllum starfsgreinum! Morgunblaðið/J6n H. Sigurmundsson Framkvæmdastjórar Smára og ísþórs á bryggjunni Þorvaldur og Sigurgisl. Nýja heilsugæslustöðin á Eyrarbakka Morgunblaðið/Sig. Jóns. Eyrarbakki: Heilsugæslustöðin flutt í nýtt húsnæði ÞAÐ VAR áhugi heimamanna fyrir að gera gamla læknisbú- staðinn að dvalarheimili fyrir aldraða sem ýtti á eftir að hafist var handa við að endurnýja hús- næði heilsugæslunnar á Eyarar- bakka. Heilsugæslustöðin var áður í Iæknisbústaðnum. Gamli læknisbústaðurinn, Sól- vellir, hefur þjónað sem heilsu- gæslustöð í 40 ár. Til að bæta aðstöðuna og gera kleift að innrétta Sólvelli sem dvalarheimili var keypt hús sem Guðmundur M. Einarsson húsasmiður á Eyrarbakka hafði smíðað og það innréttað. Það er ríkið sem greiðir 85% af kostnaði og heimamenn 15%. Nýja heilsugæslustöðin er skreytt með myndum eftir börn úr bamaskólanum og fara vel. Gestum við opnunina þótti myndirnar ekki síðri en einhver rándýr stórverk. Það færi líka vel á 90. afmælisári hreppsins að skreytingar væru heimafengnar. — Sig. Jóns. Sigurður Ingi Sigurðsson læknir, Svava Þorkelsdóttir hjúkrunar- fræðingur, Magnús Sigurðsson læknir, Páll Sigurðsson ráðuneytis- stjóri, Ingibjörg Magnúsdóttir deildarstjóri, Hafsteinn Þorvaldsson sjúkrahússforstjóri og Magnús Karel Hannesson oddviti. Heimsnýjung á fStAtfD>!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.