Morgunblaðið - 23.08.1987, Side 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1987
Minnismerki
um liðna
glæsitíma
Sagt frá Ledaal og Breidablik, merkum söfnum í Stavanger
Hinn þekkti norski rithöfundur Alexand-
er Kielland ólst upp við Breiðavatn í
miðborg Stavanger, og það er ekki ástæða
til að vorkenna honum það. Stórvaxin,
glæsileg og laufmikil tré standa við vatns-
bakkann og sum þeirra slúta yfir vatnið
og varpa skugga á hvita svani sem synda
hátignarlega á bláu vatninu innan um skara
af öndum og máfum. Húsin sem standa við
vatnið eru mörg hver gömul en langelst er
þó Dómkirkjan, sem ein allra miðaldadóm-
kirkna í Noregi hefur að mestu varðveitt
upprunalega gerð sína. Það hefur mikið
vatn runnið til sjávar síðan rithöfundurinn
Alexander Kielland sveiflaði silfurbúnum
göngustaf á bökkum Breiðavatns. A þeim
tíma hefur Stavanger vaxið úr smábæ þar
sem útgerðarmenn réðu lögum og lofum, í
borg á stærð við Reykjavík. Lengi vel var
Stavanger fjarskalega kristilegur bær. Það
er stutt síðan teknar voru niður auglýsing-
ar af húsi einu rétt við Breiðavatnið. Á
Ledaal er í dag aðsetur kon-
ungsfjöldskyldunnar þegar hún
heimsækir Stavanger. Þetta er í
samræmi við ákvörðun sem tekin
var þegar Ledaal, fyrrum sumar-
hús og seinna bústaður margra
kynslóða Kiellandfjöldskyldunnar
komst í eigu Stavangerbæjar.
Það var langafí Alexanders
Kieilánd sem byggði þetta glæsi-
lega hús um aldamótin 1800 og
gaf því nafn. Húsið er byggt úr
tilhöggnum steini frá dönsku eyj-
unni Bomholm og allt jámverk í
húsið var fengið frá Skotlandi.
Það var smiður frá Kaupmanna-
höfn, Niels Juel sem sá um
innréttingar í húsinu. Sérstak-
lega var hann beðinn að kynna
sér nýtísku stiga „sem eru inn í
húsum og og hægt er að hafa
luktir á hverri hæð til að lýsa upp
tröppumar." Eigandi hússins,
Gabriel Schanche Kielland lofaði
hverjum þeim hárri peningaupp-
hæð sem gæti fundið út hvemig
nafnið á húsinu, Ledaal, væri til-
komið. Enginn gat komið með
rétta skýringu. Eftir dauða
Gabriels fannst skýringin í eftir-
látnum plöggum hans. Nafnið var
sett saman úr síðustu bókstöfun-
um í nafni hans sjálfs og konu
hans, Johanna Margaretha Bull.
Sonur Gabriels, Jens Bull erfði
Ledaal eftir föður sinn og hélt
þar glæsileg sumarboð rétt eins
og áður hafði verið gert. Eftir
dauða hans erfðu bræður hans
Jakob og Jonas Ledall og bjuggu
þar um tíma. Jakob Kielland
yngri gerði húsið upp þannig að
hann gat búið í því árið um kring.
Síðasti af Kiellandættinni sem
bjó í Ledaal var sonur Jakobs,
Jonas Schanche Kielland. Hann
bjó þar til dauðadags, árið 1930.
Arið 1936 keypti Stavangersaf-
nið Ledaal og ákveðið var að
hleypa nýju lífi í þetta sögufræga
hús og nú er það einskonar Höfði
þeirra Stavangerbúa. Þar em
haldnar opinberar móttökur t.d.
annarri stóð: „Jesús Kristur er ljós heims-
ins“, á hinni við hliðina stóð„Osram lýsir
betur“. Og nú setur olíuæfintýrið svip sinn
á bæinn. Útlendingar þyrpast að og hús-
næði stígur í verði, nýjir skemmtistaðir
spretta upp eins og gorkúlur, en gamlir
góðborgarar Stavanger hrista höfuðið og
minnast þeirra tima þegar Kiellandsfjöld-
skyldan í Ledaal og Berentsenfjöldskyldan
í Breidablik settu höfðingssvip sinn á bæ-
inn. Nú er hún Snorrabúð stekkur, þessar
fjöldskyldur báðar horfnar af sjónarsviðinu
og glæsileg heimili þeirra orðin söfn.
Göngustafur Alexanders, sem hann erfði
eftir langafa sinn Gabriel, stendur ein-
manalegur uppvið gamlan Mahonískáp í
Ledaal, innan um aðra eftirlátna muni
skáldsins og málverk systur hans, listmálar-
ans Kitty Kielland, hanga á dökkum viðar-
veggjum Breidabliks og vitna um stuðning
útgerðamennsins Lars Berentsen við unga
og efnilega listamenn síns tíma.
á nýársdag, jafnframt því að vera
safin þar sem eitt herbergi, bóka-
safnið, er tileinkað minningu
rithöfundarins Alexanders Kiei-
land. Hann bjó að vísu aldrei í
þessu húsi, en hann var þar oft
hjá afa sínum. Föðurbróðir hans
fékk Ledaal í sinn hlut þegar afí
hans dó, en faðir Alexanders fékk
eignir fjöldskyldunnar við Breiða-
vatnið. Útgerðin var rekin sem
fjöldskyldufyrirtæki til ársins
1863 er konsul Jakob Kielland dó.
Eftir að húsið var gert að safni
var það smám saman fært sem
mest í sitt upprunalega horf og
allar seinni tíma breytingar því
sem næst afmáðar. Danssalurinn
stóri sem stúkaður hafði verið í
lítil íbúðarherbergi fékk nú aftur
að njóta sín sem slíkur og garð-
stofan á neðri hæðinni er nú
konunglegt íveruherbergi. Kon-
ungsrúmið í næsta herbergi er
ensk smíð frá árinu 1760 og í
svefnherbergi konungsins er
einnig skápur þar sem í er kon-
unglegt næturgagn. Ólafur
konungur mun sofa í Ledaal þeg-
ar hann er þama á ferð, en
krónprinsinn og krónprinsessan
nátta sig yfírleitt í Hótel Atlant-
ik. segir sagan.
í Ledaal er margt fallegra
muna, m.a. er þar gobelinsvegg-
teppi, ofíð árið 1580, sem á vart
sinn líkan á norskum söfnum.
Þama era líka gamlar „silhouett-
myndir" af fjöldskyldu Gabriel
Schanche Kielland, klipptar af
þýskum listamanni á fyrsta ára-
tug nítjándu aldar. Uppi á lofti
era bak við gler gömul „poesi"
blöð sem listfengt yfírstéttarfólk
hefur dundað við að gera. Mörg
mjög falleg og vel gerð. Á einu
stóð: „Gakktu á (svo var teiknuð
LARS BERENTSEN
1836-1896
HENDRIKKE BERENTSEN
1840-1890
ERIK BERENTSEN OLGA BERENTSEN KAROLINE BERENTSEN
1868-1943 1877-1965 1878-1954
Berentsenfjöldskyldan sem bjó i Breidablik
Ledaal
Breidablik
Garðstofan í Ledaal
mjmd af rauðri rós) Og (næst
kom teiknuð mynd af Gleym-
mér-ei).
Uppá loftinu vora líka geymd
gömul glös og annar borðbúnaður
og það gat hveijum manni verið
ljóst að til þeirra kaupa hafði
ekki verið sparað.
Garðurinn fyrir utan Ledaal
er geysi stór. Hann er í einföldum
frönskum stíl, nema hvað nokkur
gömul og fögur tré hafa verið
látin halda sér. Garðurinn mun
upphaflega hafa verið í frönskum
stíl en var seinna öllum breytt
að enskri fyrirmynd. Þegar Leda-
al var gert að safni var garðinum
breytt sem mest í upprunalega
mynd. í garðinum er grafreitur
Kiellandsfjöldskyldunnar og ætt-
ingja hennar.
Beint á móti Ledaal er annað
safn, Breidablik. Það hús reisti
Lars Berentsen, stórríkur útgerð-
armaður, . sem gerðist aðalat-
hafnamaður Stavanger þegar
veldi Kiellandsfjöldskyldunnar
leið undir lok. Berentsen lét
einskis ófreistað að gera hús sitt
glæsilega úr garði. Hann fékk
frægan arkitekt til að teikna
húsið og er það eitt best varð-
veitta hús í Noregi í sérkennileg-
um austurrískum stíl sem þá var
mikið í tísku. Húsið er reist um
1881 og er að flatarmáli stærra
en Ledaal, sem þó er ágætlega
stórt.
Þegar gengið er um húsakynni
hins löngu liðna Lars Berentsen
er það líkast því að setjast í ein-
hverskonar tímavél og færast
aftur til aldamóta. Húsið og allt
innbúið er að heita má í nákvæm-
lega sama horfí og hann gekk
frá því. Böm hans þijú bjuggu
þó í þessu húsi allt til ársins 1964.
Þau giftust ekki og tóku snemma
þá ákvörðun að halda öllu í uppr-
unalegu horfi og gefa síðan
Stavangerbæ bæði hús og innbú
til minningar um foreldra sína,
þegar þar að kæmi.
Breidablik er hús raunaiegra
örlaga. Hjónin Lars Berentsen
og Hendrikke Housken áttu sam-
an átta böm. Af þeim dóu fjögur
í æsku en ein dóttir andaðist svo
komung og nýlega gift. Frú
Hendrikke Berentsen dó 1890
tæplega fímmtug að aldri og var
það bömum hennar þung raun.
Aðeins þremur árum seinna dó
Bertha, elsta systirin. Lars Ber-
entsen var þá nýlega kvæntur í
annað sinn Elísu Haaland og áttu