Morgunblaðið - 23.08.1987, Side 12

Morgunblaðið - 23.08.1987, Side 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1987 LISL ALDREI HÆGT AÐ GERA ÁÞREIF- ANLEGA - hún er eitthvað sem maður skynjar „Berandinn" Á KJARVALSSTÖÐUM stendur yfir sýning á verkum eftir Margréti Elíasdóttur. Sýningin, sem opnadi 15. ágúst og hefur að geyma 56 verk, stendur yfir til 30. ágúst næstkomandi. Margrét hefur aðeins haldið eina einkasýningu hérlendis, en það var fyrir 10 árum er hún sýndi skúlptúr og lágmyndir í steinleir ásamt textílmyndum í Norræna húsinu. Frá þeim tíma hefur hún að mestu leyti dvalið erlendis, aðallega í Stokkhólmi, þótt vissulega hafi hún flakkað víða. Eg fæddist á Blönduósi, en hef aldrei komið þangað síðan. Alveg frá fæðingu hefur verið mikill flækingur á mér,“ segir Margrét. „Ég hef búið hér og þar á landinu hjá ættingjum og vinum. Samanlagt hef ég búið lengst í Reykjavík. Fjölskyldan mín er öll frá Hnífsdal, en þangað hef ég aldrei komið. Sextán ára fór ég burt af landinu og hef ekki verið heima utan þau fjögur ár sem ég var í Myndlista— og handíðaskólan- um. Það eru kannski afleiðingar af þessum þvælingi að ég hef enga þörf fyrir ytra öryggi eða staðfestu og get aðlagast öllum stöðum. Ég held mér hafi ekki leiðst nema á tveimur stöðum. Það byrjaði á því að ég var send í klausturskóla á Englandi þegar ég var 16 ára afþví ég var svo mikill villingur. Það er „tradisjón" í minni fjölskyldu að vera gáfumað- ur og fara í háskóla og svoleiðis. Ég nennti ekki að læra. I klaustrinu var ég sett í búning, stífan flipa, Margrét Elíasdóttir, myndlistarkona: slifsi og hatt. Þetta var strangt og alls staðar voru rimlar. Við máttum fara út tvisvar í viku með minnst fjórum nunnum. Ég hafði auðvitað ekkert annað að gera en læra. Þegar ég var krakki var ég alltaf æst að komast til útlanda og þegar ég var spurð hvað ég vildi verða hafði ég alltaf svar á reiðum hönd- um; „verða listamaður og verða fullorðin svo ég geti farið til út- landa, helst Englands.“ Frændi minn og kona hans ákváðu að reyna að gera síðustu tilraun til að ala mig upp, en það mistókst og þá var afráðið að senda mig til Englands, í skóla. Ég vissi ekki að skólinn í Eng- landi væri klausturskóli. Þá hefði ég vísast aldrei farið á leiðarenda. Hinsvegar hugsa ég að ég hafi haft gott af klaustrinu. Abbadísin varð góð vinkona mín. Við gátum „fílósóferað“ mikið. Hún hafði feng- ið köllun þegar hún var mjög ung og ég var búin að fá áhuga á heim- spekilegum vangaveltum og dul- rænum efnum. I mörg ár á eftir skrifaði hún mér. Ég var í miklu uppáhaldi hjá henni en enginn ann- ar þoldi mig. Hinn staðurinn sem mér leiddist á var Osló. Yfirleitt er ég mjög opin fyrir þeim stöðum sem ég kem á. Maður hefur alltaf einhveijar fyrirfram hugmyndir um staði sem maður kemur til í fyrsta skipti. En svo eru alltaf einhverjir hlutir sem koma manni skemmtiiega á óvart. Nema Osló. Hún var alveg eins og ég hafði ímyndað mér. Allt kalt og stirt og þungt. Aðstæðurnar sem ég bjó við spil- uðu inn í þetta. Þær voru mjög líkar klausturlífinu í Englandi. Ég bjó í „ashram." Það er indverskt orð og þýðir „skjól.“ Ég hafði áður hitt meistara í hugleiðslu og fengið hjá honum töluverða þekkingu. Og afþví ég er dálítil öfgamanneskja vildi ég kryfja þessi mál í botn. Þessvegna bjó ég í þrjú ár í as- hram, þar af eitt ár í Osló. Ég hafði flutt í ashram í Stokkhólmi. Þetta er nokkurs konar klausturlíf. Ekk- ert tóbak, ekkert áfengi, ekkert kynlíf, sérstakt mataræði, engir peningar. Síðan var ég beðin um að fara til Osló að hjálpa þeim að koma á fót ashrami þar og halda fyrirlestra.“ Varstu þá ekki búin að fá nóg af klausturlífinu í Englandi? „Reyndar var þetta allt annað en klausturlífið í Englandi og mörg- um árum seinna. Það er engin teóría á bak við ashram. Þetta er hugleiðsluaðferð til að komast í samband við sinn innri mann. Mað- ur upplifir kraft sem mér finnst vera kjaminn í manni sjálfum og þegar maður nær sambandi byijar maður að skilja lífið og tilveruna. Þetta var það merkilegasta og mest ekta sem ég hafði upplifað á ævinni. Ég trúði ekki á neitt sem ég sá ekki sjálf og fann. Seinna fór ég að sjá að þetta hefur verið til í öllum trúarbrögðum. Einu sinni var meistarinn til og gat gefið þennan innri kraft beint. Þegar meistarinn svo deyr verður þetta að trúar- brögðum, því þá getur hann ekki gefið fólki beina upplifun af þessum krafti. Þetta þróast í gegnum ald- imar í hugum fólks og verður að trúarbrögðum, því það er ekkert sem bindur fólk saman. Þessvegna vil ég ekki kalla þetta trú, því ég get ekki trúað því sem ég sé ekki. Ég hætti ashram-lífinu þegar mér fannst ég bytjuð að ná sam- bandi við sjálfa mig og fór að lifa eðlilegu lífi frá öðrum útgangs- punkti. Ég hafði verið á miklum fækingi, verið að leita að sjálfri mér. Eg hafði ekki fundið sjálfa mig enn, en var komin á veginn. Eg varð ástfangin og fór að búa og allt þetta venjulega. Og fór að vinna. Meðan ég var í ashrami hafði ég unnið á pósthúsi tvo tíma á dag við að sortéra bréf. Það gaf mér tíma til hugleiðslu. Þegar ég fór þaðan fór ég að kenna á listaskóla - skúlptúr, keramik og módelteikn-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.