Morgunblaðið - 23.08.1987, Page 16

Morgunblaðið - 23.08.1987, Page 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1987 Séra Kristján Valur Ingólfsson Markmiðið er að efla skilning milli kirknanna - segir séra Helga Soffía Konráðsdóttir NEI. Veistu hvað NEI er? Nei, ég veit ekki hvað NEI er. Svona ieikum við okkur stundum að heiti Norrænu samkirkjustofn- unarinnar, NEI, Nordiska Ekumeniska Institutet, sem hefur aðsetur sitt í Uppsölum í Svíþjóð. Stjórn NEI hélt fund á Löngumýri í byijun mánaðar- ins. Dr. Björn Björnsson er nú þar í stjórnarformennsku og séra Helga Soffía Konráðs- dóttir hefur verið starfsmaður stofnunarinnar um árs skeið. Hún er líka prestur íslendinga í Svíþjóð, heldur guðsþjónustur í Uppsölum og Stokkhólmi og ferðast um gjörvalt landið ef íslendingar þarfnast prests- þjónustu. Sænska kirkjan greiðir prestslaun hennar. Yzt á Hringbrautinni á heimili móður hennar heimsótti ég hana eftir fundasetu hennar á Löngu- mýri til að kynna ykkur ögn þessa stofnun, sem íslenzka þjóðkirkjan á aðild að. Fyrsta spumingin lá í augum uppi: Er jákvætt að vinna í NEI? Já, það er skemmtilegt starf. Ég kynnist þar öllum kirkjudeild- um á Norðurlöndum og sé hvemig þarf að taka tillit til þeirra allra. Stofnunin gefur út bæklinga og heldur fundi og allar kirkjudeild- imar leggja eitthvað af mörkum. Allt í starfinu er mjög fræðandi og upplýsandi, líka vegna þess að NEI hefur mikið samband við Alkirkjuráðið og Lúterska heims- sambandið. Ég sé að þessar miklu stofnanir mega ekki stjóma heimakirkjunum. Finnst þér hætta á ofstjórn? Ekki beinlínis, en þetta em mikil bákn og reksturinn kostar mikið. Þær halda mikið af ráð- stefnum og fjöldi fólks er á þönum á þessa fundi. Þetta verður eins Helga Soffía Konráðsdóttir og sendiráðsþjónusta. Það má bara alls ekki vera svoleiðis. Sj ónvarpsþættirnir um amerísku kirkjuna Það verða svona margir hjá þér í kvöld, sagði fisksalinn þegar ég bað um tvö stór ýsuflök. Stundum kaupi ég nefnilega bara eitt lítið. Og meðan hann vigtaði og pakk- aði röbbuðum við um hamingju þess að setjast niður með góðu fólki yfir ferskum fiski nýveiddum úr sjó. Heyrðu annars, sagði fisk- salinn um leið og hann gaf mér til baka. Hvað fannst þér um myndina um trúflokkana í Ameríku? Mér fannst þetta fer- lega neikvætt fólk. Mér líka, sagði ég. En sumt er nú jákvætt, fannst mér. Mér fannst t.d. stórkostlegt að fólk, sem hafði verið veikt af eiturlyíjum eða andlegri og líkam- legri niðurlægingu skyldi vera orðið hamingjusamt og finnast það hreint og heilbrigt. Kannski, sagði fisksalinn. En mér fannst það eiginlega hverfa fyrir allri fyrirlitningunni og ofstopanum. Og þetta fólk ætlar sér að koma skoðunum sínum alls staðar að í amerísku þjóðlífi. Hugsaðu þér bara ef svona ofstopafólk ætlaði sér að móta þjóðlífíð á íslandi. Svo komu fleiri inn i fiskbúðina og ég gekk heim með nýju ýsufl- ökin og nýjar hugsanir til að glíma við. Fjöldinn allur af fólki ætlar sér að gera sínar skoðanir að skoðun- um okkar allra. Við tökum við ýmsum skoðunum án þess að hafa brotið þær til mergjar. Við höfum heldur ekki tíma né getu til að móta okkur skoðanir um eitt og allt. Ég held að við verðum stund- um sjálf að ofstopafólki og fólki, sem talar fyrirlitlega um aðra, án þess að gera okkur beint grein fyrir því. Ég held að fæst okkar kæri sig um að vera slíkt fólk. Við vildum flest eiga heilbrigða dómgreind, sem gerir okkur unnt að lifa lífinu í reisn og kærleika. Nú gæti það virzt eftir sjón- varpsþáttunum um hinar amerísku, ofstopafullu kirkjur, að kristin trú væ'ri ekki beint upp- spretta góðrar dómgreindar. Það skyldum við þó engan veginn álykta. Slíkar ályktanir væru sjálfum okkur óbætanlegur skaði. Þær bæru okkur frá kristinni trú. Þótt það sé vissulega satt að fólk hafí oft dregið rangar ályktanir í nafni kristinnar trúar og orðið með því til skaða er hitt þó hið almenna að kristin trú sé undir- staða heilbrigðrar dómgreindar, heiðarlegs umtals og kærleiks- ríkrar lífsskoðunar. Ég tel að við megum glöggt sjá af þáttunum um þessar fáeinu amerísku kirkj- ur, að hið jákvæða og neikvæða kemur fram hjá einum og sama hópnum. Svo er og um flest, sem við glímum við. Margt er álita- mál, flest hefur tvær hliðar, kannski margar. Stundum má það kyrrt liggja en stundum komumst við ekki hjá því að mynda okkur skoðun. Éinmitt þess vegna er okkur svo nauðsynlegt að standa bjargföst í hinni heilbrigðu kristnu trú, sem byggir á krossdauða og upprisu Frelsara okkar, sem frels- ar okkur frá dómhörku og líka frá lognmollu. Þegar við hugleiðum það verður okkur ljósara hvers vegna Jesús sagði að þröngt væri hliðið og mjór vegurinn, sem lægi til lífsins. Þessi mynd er úr fréttablaði NEI: Ég hef hugsað mér að verða kristinn. En hvaða kirkju á maður að velja . . . ? Menn óttast það líka dálítið að samkirkjustarfið stefni að því að gera allar kirkjur eins. Finnst þér það? Þetta er mikill misskilningur. Markmið samkirkjustarfsins er að efla skilning milli kirknanna, bijóta niður fordóma, fræða og fræðast af hinum. í norrænu sam- kirkjuguðsþjónustunni í Hallgrí- mskirkju, sem var haldin í tengslum við ársfundinn, sönglaði orþódoxi fulltrúinn t.d. ritningar- textann og kyssti á Biblíuna. Þetta er nýtt fyrir okkur og það skiptir máli að við skiljum hvers vegna það er gert. Hefurðu hug á að gera átak í samkirkjustarfi þegar þú flyzt heim? Ég veit ekki sjálf hvað ég er mikill samkirkjumaður. Staðan hér á íslandi er allt öðru vísi en í Svíþjóð. Hér tileyra fleiri þjóð- kirkjunni en annars staðar á Norðurlöndum. I Svíþjóð eru margar fríkirkjur og kaþólskar kirkjur. Onnur trúarbrögð flytjast líka inn, t.d. með farandverka- mönnum. Framandi trúarbrögð gætu líka flutzt hingað í meira mæli en núna og við megum ekki vera óviðbúin. Við verðum að vera víðsýn í kirkjumálum yfírleitt, megum ekki vera menn lítilla sanda og lítilla sæva. Ég talaði við danskan prest, sem sagði að í hverfinu sínu væri fjöldi múhameðstrúar- manna og það kæmi vel í ljós í samskiptum við þá að þjóð- kirkjufólkð hefði allt of litla þekkingu á sinni eigin trú. Ertu sammála? Ég held að ein af ástæðunum til þess að fólk hugar að öðrum trúarbrögðum sé sú að það þekk- ir ekki bakgrunn sinnar eigin trúar. Við þurfum að þekkja okk- ar kristnu trú, gera okkur grein fyrir því hvers vegna við göngum í kirkju eða hvers vegna við gerum það ekki eða kannski bara á stór- hátíðum. Mér finnst mjög ánægju- legt að sjá hvernig íslenzkt fólk í Uppsölum og Stokkhólmi sækir messurnar með börnin sín. Það rýkur ekki heim strax eftir messu heldur spjallar saman og lítur kannski í blöðin. Finnst þér það sýna að fólk vilji í raun rækja trú sína? Mér finnst það sýna ýmislegt. Það sýnir að kristið fólk vill eiga samfélag í kirkjunni og að íslenzkt kristið fólk vill eiga samfélag þeg- ar það er erlendis. Það sýnir líka að mörg þeirra, sem eru ekki sannfærð í trúnni, koma þó til að fræðast um hana. Það er eins gott að ég viti hvað ég ætla að segja í prédikunarstólnum. Þetta þykir mér góður og já- kvæður endir en á þó eftir að inna séra Helgu Soffíu eftir því hvers vegna svo lítið beri á íslandi í rit- um NEI. Hún segir að fólk í Svíþjóð hugsi greinilega lítið til Islands þegar fjallað sé um norr- ænt samstarf. Því sé alveg eins farið um norrænt kirkjusamstarf. — En hr. Pétur Sigurgeirsson hefur lagt það til að einn sunnu- dagur á ári verði tileinkaður norrænu samkirkjustarfi. Það gæti minnt Svíana á okkur og okkur á hin Norðurlöndin og sam- kirkjustarfið, sem er okkur alls ekki eins nálægt og þeim, segir séra Helga Soffía áður en ég óska henni góðrar ferðar til Uppsala og þakka innilega fyrir kaffið, sem hún mamma-hennar gaf okk- ur. Biblíulestur vikunnar Sunnudagur: Matt. 4:18.-22. Fylg þú mér Mánudagur: Matt. 5:17.-20. Orð Guðs er áreiðanlegt Þriðjudagur: Matt. 6:1.—4. Dæmum ekki Miðvikudagur: Matt. 7:1.—6. Dæmum ekki Fimmtudagur: Matt. 8:10.-12. Guð einn á að dæma Föstudagur: Matt. 9:20.-22. Trúin bjargar Laugardagur: Matt. 10:16.-20. Kænska og falsleysi Innilegt þakklœti sendi ég cettingjum og vinum sem veittu mér ánœgju meÖ heimsóknum, gjöf- um, blómum og skeytum á sextíu ára afmœli minu 18. ágúst sl. á heimili sonar míns, Ólafs Vignis, Deildarási 15. Sérstakar þakkir til barna minna fyrir veitta aÖstoÖ. LifiÖ heil. Guöbjörg Ólafsdóttir, Laugarnesvegi 102. Hjartans þakkir til allra vina og vandamanna, sem glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöfum og skeytum á 90 ára afmœlinu. Sólveig Pálsdóttir, Svínafelli. V^terkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiöill! jnitfttgiitiiiftritófr Metsölublaó á hvetjum degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.