Morgunblaðið - 23.08.1987, Side 23

Morgunblaðið - 23.08.1987, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1987 B 23 Lightnin’ Siim Blús Árni Matthíasson Blúhefðin i Lousiana er mik- il og reyndar ekki mikið minni en í Mississippi. í Mississippi hafa menn Deltablúsinn en í Lousiana var líkur blús kallað- ur fenjablús og þeir blúsmenn sem þannig blús léku voru iðu- lega ekkert síðri en þeir fremstu i Deltablúsnum. Saga Luisianablúsins er öðrum þræði saga Jay Miller og hljóð- vers hans í Crowley í Lousiana. Jay Miller var sjálfur tónlistar- maður, lék í cajunhljómsveit á yngri árum, og stofnaði hljóm- plötuútgáfu til að gefa út slíka tónlist fyrst og firemst. Síðar hóf Miller að taka upp blús og lagði mesta áherslu á rafmagnaðan blús, enda mest sala í honum. Þó hafði hann á sínum snærum einn afbragðs fenjablússöngvara, Lightnin’ Slim, innan um stjömur eins og Slim Harpo, Lazy Lester og Lonesome Sundown. Lightnin’ Slim fæddist Otis Hicks í mars 1913 skammt utan við St. Louis. Hann lærði undir- stöðu gítarleiks hjá föður sínum sem var bóndi. Foreldrar hans fluttu búferlum til Fancisville í Louisianan 1926 og þar ólst Otis upp. Hann hætti snemma í skóla til að leggja foreldrum sínum lið við búskapinn og tók ekki upp gítarinn aftur fyrr en 1948. Þá var það bróðir hans Layfíeld Hicks sem kenndi honum á gítar. Hann hóf að leika blús með hinum og þessum í Francisville, en flutti fljótlega til Baton Rouge þar sem meiri hagnaðar var von. Þar starf- aði hann með ýmsum allt þar til hann komst á samning hjá Jay Miller. Jay gaf honum nafnið Lightnin’ Slim en ekki er gott að gera sér grein fyrir hvers vegna það varð fyrir valinu. Lightnin’ var einn af fyrstu blússöngvurunum sem Miller tók upp og salan á fyrstu lögum Lightnin’ varð til þess að sann- færa Miller um að það væri markaður fyrir blús og rythma- blús ekki síður en cajuntónlistina sem hann hafði einbeitt sér að fram að því. Vinsældir Lightnin’ tryggðu það að hann gat lifað góðu Iffí á tónlistinni og hann átti eftir að taka mikið upp fyrir Miller, alls 66 lög fram til ársins 1966, en þá veiktist hann illa og samband hans við Miller slitnaði. Lightnin’ tók ekki aftur upp fyrr en 1971, en lék mikið í krám og smábúllum í Detroit og Chicago, einn og með Slim Harpo. 1972 fór hann í tónleikaferð til Eng- lands og þar tók hann upp plötu samhliða því að spila vítt og breitt um England og Evrópu. í Evrópu naut hann töluverðra vinsælda allt þar til hann lést úr krabba- meini 1973. Elstu upptökur Lightnin’ og það sem hann tók upp á árunum fram undir 1960 er að fínna á plötum frá Flyright í útgáfuröð- inni The Legendary Jay Miller Series. í þeirri útgáfuröð hafa komið út flórar plötur með Lightnin’. Fyretu upptökur hans eru á plötunni The Feature Sides, en þær voru einmitt gefnar út á merkinu Feature. Margt af þeim blús sem þar er er á meðal þess besta sem tekið var upp af hráum fenjablús enda var Lightnin’ af- bragðs söngvari og Miller, sem var upptökustjóri og útgefandi, hafði einkar næmt eyra fyrir blús. Sem dæmi má nefna She’s Gone og Strange Letter Blues, þar sem munnhörpuleikarinn Cleve White, sem þekktari er sem Schoolboy Cleve, allt að því stelur senunni með skemmtilega hráum munn- hörpuleik. Lögin á plötunni eru einnig gott dæmi um hvemig Lightnin’ var vanur að taka frasa eða lög frá öðrum og endurgera. Má heyra stef og textabrot frá Muddy Watere og Lightnin’ Hopk- ins svo dæmi séu nefnd. Nýjasta Lightnin’ Slim platan frá Flyright heitir We Gotta Rock Tonight og þar á eru upptökur frá því á seinni hluta sjötta ára- tugarins. Þar gerir hann líkt og á eldri plötunum, tekur blúslög eða frasa frá öðmm tónlistar- mönnum og endurgerir þannig að úr verður tónlist sem er hans eig- in. Þar heyrist einna best í Sonny Boy Williamson laginu I Don’t Know. Á þessari plötu er tónlistin rafmagnaðri þó ekki sé hljóð- færaskipan mikið frábmgðin því sem er á fyretu plötunum, hálfraf- magnaður gítar, trommur og munnharpa, utan að í einu lagi má heyra í pfanói sem þó ber lítið á. Munnhörpuleikari er yfírleitt Lazy Lester, sem var iðulega fenginn til að leika undir með tónlistarmönnum sem tóku upp á vegum Jay Miller, enda framúr- skarandi munnhörpuleikari. Bestu lögin á We Gotta Rock Tonight em Late In the Evening, It’s Been a Long Long Time, Wintertime Done Rolled By, Soldier Boy Blues og You’d Better Change. Framúr- skarandi lög á framúrekarandi plötu, sem verður að teljast besta kynning á Lightnin’ Slim sem völ er á. Hin bráðhressa hljómsveit Jóns Sigurðssonar kemur fjöri í fólkið eins og þeim einum er lagið. FERDASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR (£# sími 621490 The Spectrum of Project Management Alþjóðleg ráðstefna um verkefnastjómun 31. ágúst til 3. september 1987 á Hótel Loftleiðum, Reykjavík Verndari ráöstefnunnar VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Á þessari ráðstefnu gefst mjög gott tækifæri fyrir þá sem fást við verkefnastjórnun hér á landi til að hitta starfsbræður sína frá öllum heimshornum og skiptast á skoðunum. Mark- miðið með þessari ráðstefnu erað ræða notkun nútíma aðferða og tækja við stjórnun hverskonar verkefna. UMRÆÐUEFNI 1 Verkefnastjórnun vift endurskipulagningu 1. Verkefnastjórnun vi& loft- sjó- og landfiutninga 2. Verkefnastjórnun vib fiskveióar og fiskirækt 3. Ný atvinnutækifæri 4. Opinberir aöilar og einkaaóilar 2 Menntun í verkefnastjórnun og aðferöir 1. Háskólamenntun 2. Menntun á námskeiöum 3. Starfsreynsla i verkefnastjórnun 4. Konur sem verkefnastjórar forseti Islands Þróun verkefna - lok verkefna 1. Samvinna vib skipulag verkefna 2. Vaxandi áhugi á verkefnastjómun 3. TæKi vib verkefnastjórnun 4. Mannleg samskipti Viö tengjum heimsálfur! RAÐSTEFNUGJALD ER KR. 21.500 Á ráðstefnunni verður töluð enska Innifalið í gjaldinu eru ráóstefnugögn, sjávarrétta- hlaðborð 30. ágúst, hátíöarkvöldveröur 1. september, hádegisverður og kaffi ráðstefnudagana. -X- Vinsamlegast fylliö út þetta eyðublað sem fyrst og sendiö til skrifstofu ráðstefnunnar, ef þiö viljiö ekki missa af þessu einstaka tækifæril Ég undirritaöur (-uö) óska eftir aö taka þátt I alþjóölegri ráöstefnu um verkefnastjórnun, dagana 31. ágúst til 3. sept.1987 NORDNET-INTERNET-PMI '87 Tlie Spectrum of Project Management Nafn________________ Starfsheiti_________ Vinnuveitandi_______ Póstnúmer og staður Simi________________ A Conference under the Northem Lights Skrifstofa rábslefnunnar: NORDNET-INTERNET-PMI '87 clo Stjórnunariélag Islands Ánanaust 15 101 Reykjavík Sími 91-623682 / 621066 Telex: SIMTEXIS 3000 Management Skipuleggjendur ráðstefnunnar: Fólagió Verkefnastjórnun Viö framvisun þessarar auglýsingar fá þátttakendur meö Flugleiðum, á ráöstefnuna. Ráðstefnan er skipulögö I samvinnu við: Fólög um verkefnastjórnun á hlnum Noröurlöndunum The International Project Management Association The Project Manegement Institute of North America 20 % afslátt á feröum innanlands,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.