Morgunblaðið - 27.08.1987, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, V1DSK3PTI/AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 1987
C 5
Tollar
Hafa íför gjörbyltingu á
vinnubrögðum í verzluninni
- segir Árni Reynissson, framkvæmdastjóri Fél.
ísl. stórkaupamanna um nýju tollalögin
NÝJU tollalögin, sem ganga í gildi 1. september nk., eiga
eftir að valda gagngerum breytingum í starfi fyrirtækja í
innflutnings- og útflutningsverzlun. Bankastimplunin svo-
nefnda verður afnumin, ný tollskýrsla og ný tollverðskýring
halda innreið sína og í tengslum við hin nýju lög verður
tekin upp ný tollskrá í byrjun næsta árs. Af þessu tilefni
sneri Morgunblaðið sér til nokkurra kunnra manna á þessu
sviði og spurði þá álits á hinum nýju lögum og þeim breyt-
ingum, sem þau eiga eftir að hafa í för með sér.
runnar. Tollkrítin og gjaldfrestur
eru aftur á moti sitthvað. Erlendur
gjaldfrestur var ákveðinn með
„Þessar breytingar valda gjör-
byltingu á öllum vinnubrögðum í
verzluninni. Samt eru ýmsir hlutir,
sem eftir er að ákveða framkvæmd
á,“ sagði Ámi Reynisson, fram-
kvæmastjóri Fél. ísl. stórkaup-
manna. „Þar koma fyrst tollkrítin
og skipun ríkistollanefndar, sem á
að taka við úrskurðarhlutverki í
ágreiningsmálum. Þá eru einnig
smærri atriði, sem skipa þó miklu
máli, eins og heimildir til að senda
tollskjöl í telefaxi. Lang stærsta
málið eru svo tolltaxtamir sjálfir.
Við munum fylgja því fast eftir, að
endurskoðun þeirra ljúki með laga-
setningu næsta vetur.“
„Það er margs að gæta varðandi
nýju tollalögin," sagði Sigurður Jó-
hannsson, forstöðumaður Gjaldeyri-
seftirlits Seðlabankans. „SÁ
misskilningur virðist t. d. kominn
upp hjá sumum, að með afnámi
bankastimplunarinnar geti fengizt
lengri gjaldfrestur á greiðslu vö-
var
stjómvaldsauglýsingu árið 1980 og
honum hefur ekki verið breytt. Af-
nám bankastimplunarinnar ein sér
breytir því engu varðandi reglumar
um erlendan greiðslufrest."
„Almennt má segja, að þetta séu
miklar framfarir miðað við eldri
lög, en þó er þar allt of mikið af
reglugerðarákvæðum," sagði Krist-
mann Magnússon í PFAFF. „Mér
skilst að stjómvöld séu ekki tilbúin
þrátt fýrir fimm til sex mánaða tíma
með að hafa allar reglugerðir til-
búnar, þegar lögin ganga í gildi.
Síðan er auðvitað til skammar fyrir
stjómvöld að hafa ekki gengið frá
seinni hluta laganna, það er að
segja á leiðréttingu á tollskránni
sjálfri. Hún var aldrei tekin með í
marz sl. og henni hefur verið frest-
að í mörg ár af órökstuddum og
ástæðulausum ótta við að tekjur
ríkisins myndu skerðast. Þessi lög
breyta því engu um tollana sem
slíka heldur eingöngu um tollmeð-
ferð. Við munum því búa við sama
molbúakerfið áfram hvað varðar
toll á vörum."
5) (?) ©
Á) © © S"\
© © ■3' \ZS s~\ \„/
© /~\ s~\ v.y
NÝJUNG — Þetta er nýja stimpilklukkan frá Hug sem býður starfs-
fólki góðan dag að morgni og kveður það að kveldi.
Hugiir hannar tölvu-
vædda sthnpilklukku
FYRIRTÆKIÐ Hugur hf. hefur
nýverið sett á markað tölvubúað
sem ætlað er að leysa af hólmi
hefðbundnar stimpilklukkur.
„Það hefur lengi verið áhugamál
hjá okkur að finna hentugt tæki til
að létta af forsvarsmönnum fyrir-
tækja þeirri leiðigjömu vinnu sem
rýni í mismunandi læsileg stimpil-
kort er, “ segir Gunnar Ingimundar-
son hjá Hug um þessa nýjung
fyrirtækisins. „Hugmyndin með
þessu tæki er fyrst og fremst að
flýta allri vinnu við launauppgjör
og auðvelda um leið allt eftirlit með
starfsmannahaldi."
Kerfið samanstendur annars veg-
ar af stimpilklukkunni sjálfri sem
kölluð er Útvörður og hins vegar
af Bakverði, viðmiklum úrvinnslu-
hugbúnaði fyrir einmenningstölvu.
„Við lögðum á það mikla áherslu
við hönnun þessa kerfis að það yrði
sem þægilegast í notkun. Notendur
búnaðar af þessu tagi em iðulega
óvanir tölvum og því skiptir miklu
að fyrstu kynni þeirra af þeim séu
góð,“ segir Gunnar.
Skráning með þessu tæki fer
þannig fram að starfsmaður skráir
númer sitt á lyklaborð og klukkan
svarar með því að bjóða góðan dag-
inn og birta nafn viðkomandi. Öll
gögn geymast í minni Útvarðar en
eru síðan reglulega færð yfír á ein-
menningstölvu þar sem unnið er
frekar úr þeim. Einnig er unnt að
tengja kortalesara við Útvörð og
þarf þá eingöngu að renna korti um
rauf til að stimpla sig inn.
Tæki þetta hefur nú verið í notk-
un um eins árs skeið hjá vinnufata-
gerðinni Max þar sem starfa um
70 manns. ■ „Starfsmönnum hefur
flölgað ört hjá okkur á undanfömu
árum og eins og víða var vinna við
tímasöfnun af stimpilkortum farinn
að taka alltof mikinn tíma,“ segir
Sævar Kristinsson, framleiðslustjóri
fyrirtækisins. „Kerfið sparar okkur
nú þessa miklu vinnu og var fljótt
að borga sig. Starfsmenn tóku allir
þessari nýjung vel og allir eru fegn-
ir að hafa losnað við stimpilkortin.
Opinber stjórnsýsla
„Stofnanir verða
að vera í sífelldri
endurskoðun “
Rætt við Skúla Guðmundsson, forstöðu-
mann Framkvæmdadeildar Innkaupa-
stofnunar ríkisins í tilefni skipulags-
breytinga hjá stofnuninni
Umsjón: Árni Sigfússon, Leifur Eysteinsson og Bjarni Ingvarsson
Nýlega voru gerðar skipulags-
breytingar hjá Framkvæmdadeild
Innkaupastofnunar ríkisins. Mark-
miðið með breytingunum var fyrst
og fremst að tryggja það að farið
væri að lögum í sambandi við opin-
berar framkvæmdir. i framhaldi af
störfum nefndar sem skipuð var
árið 1984 var lögð fram breyting á
frumvarpi til laga um opinberar
framkvæmdir á Alþingi haustið
1986. Breytingarnar fengust ekki
samþykktar. í framhaldi af því var
ákveðið að endurskipuleggja Fram-
kvæmdadeildina, en sú stofnun sér
að mestu leyti um framkvæmd lag-
anna frá 1970.
Markmiðið með breytingunum
var, eins og nefnt var í byrjun, að
gera Framkvæmdadeildinni kleift
að starfa í anda laganna um opin-
berar framkvæmdir frá árinu 1970.
Samkvæmt lögum fer Fram-
kvæmdadeildin með yfirstjórn
verklegra framkvæmda allt frá því
að undirbúa útboð, meta þau, hafa
eftirlit með verklegum framkvæmd-
um og síðast að koma frá sér
skilamati á framkvæmdinni. Við
ræddum við Skúla Guðmundsson,
forstöðumann Framkvæmdadeildar
Innkaupastofnunar um þessar
breytingar.
Langur aðdragandi
Skúli var fyrst spurður hver að-
dragandinn hafl verið að þessum
breytingum. Skúli sagði að fyrsta
tilraunin til að breyta lögunum frá
1970 hafi verið gerð árið 1974. Þá
hafí fyrsta nefndin verið sett á lag-
gimar af þáverandi Qármálaráð-
herra. Niðurstaðan þá varð að það
væri engin ástæða til að breyta.
Þá voru það sveitarfélögin sem voru
óánægð. Skúli hélt áfram og sagði:
„Það er ekkert vafamál að frá því
að lögin vom sett vom ýmsir óán-
ægðir með sinn hlut. Þeim fannst
að lögin væm þeim fjötur um fót.
Samt hefur það verið þannig að
þrátt fyrir óánægju með lögin þá
em þau það góð að engar raun-
hæfar tilraunir hafa verið gerðar
til breytinga þar til nefndin var
sett á stofn árið 1984. Nefndin frá
1984 var skipuð vegna þess að til-
laga kom fram á Alþingi þess efnis
að leggja ætti Framkvæmdadeild-
ina niður ásamt nokkmm öðmm
stofnunum. Útfrá því var skipuð
nefnd til að endurskoða þennan
þátt ríkisrekstrar. Nefndin skilaði
af sér sumarið 1986 og í framhaldi
af því var lagt fram fmmvarp um
breytingu á framkvæmdamálum
ríkisins. Lögin gerðu ráð fyrir
breytingum sem ollu starfsmönnum
miklum áhyggjum og var ástandið
orðið slæmt hjá okkur þennan vet-
ur. Fmmvarpið náði hinsvegar ekki
fram að ganga og liggur það satt
að segja í lausu lofti núna.“
Skúli sagði einnig: „Eftir þetta
þurfti að taka einhvem veginn á
málum Framkvæmdadeildar og var
ráðist í endurskipulagningu deildar-
innar. Til þess var fenginn starfs-
maður fjárlaga-og hagsýslustofn-
unar og vann hann verkefnið á
stuttum tíma. Það var nauðsynlegt
að koma lagi á þetta þar sem starfs-
andi var ekki góður, mikil óvissa
ríkti meðal starfsmanna um fram-
tíðina. Augljóst var að það þurfti
að bæta þjónustu deildarinnar og
stefna markvissara að því að þjóna
því hlutverki sem deildinni er ætlað
í lögum."
Samráð við starfsmenn
Aðspurður um það hvemig hafi
verið staðið að breytingunum sagði
Skúli: „Fullt samráð var haft við
starfsmenn deildarinnar og verkið
var unnið í samvinnu við starfs-
menn og stjómendur. Hlutverk
deildarinnar var skilgreint og fjallað
á opinskáan hátt um hvað farið
hefði úrskeiðis og kannaðar leiðir
til að gera betur. Eina leiðin sem
virtist fær var að fá einhvem utan-
aðkomandi aðila til að fjalla um
málið. Okkur hefði ekki tekist þetta
nema að ýtt væri á utanfrá." Skúli
sagði það augljóst mál að það væri
erfitt að hugsa um slík málefni
þegar álagið er mikið í því sem
deildin á að gera. Aðferðin sem var
notuð hafi boðið upp á það að starfs-
mönnum fannst þeir sjálfír vera
meira virði en þeim fannst áður.
Þeir hafí haft sitt að segja um rekst-
urinn og hvemig hægt væri að
bæta og breyta. Skúli hélt áfram
og sagði: „Eg held að það hafi ver-
ið tekið tillit til þeirra óska í þessum
efnum. Menn fengu tækifæri til að
segja hug sinn, það má segja að
það hafí beinlínis verið ætlast til
þess af þeim.“
Virkari stjórnun,
bætt þjónusta
Skúli var spurður um helstu
breytingar. Hann sagði niðurstöð-
una hafa verið þá að samþykkt
hafí verið breyting á skipulagi deild-
arinnar sem gilda eigi í eitt ár til
reynslu. Skúli hélt áfram og sagði:
„Þetta ár verður síðan notað til að
endurskoða reksturinn enn betur
og til að reyna þetta nýja skipulag.
Tilgangur breytinganna er að gera
stjómun og rekstur allan virkari.
Stofnunin getur boðið upp á viðtæk-
ari þjónustu þar sem markmiðið er
að auka upplýsingaflæði og spara
fé. Ráðinn verður sérstakur hönn-
unarstjóri sem verður til þess að
við getum veitt ráðgjöf og aðstoð
í sambandi við hönnun og samninga
þannig að öll gögn verði betri og
markvissari. Einnig var stofnað
starf verkefnastjóra til að hafa betri
yfírsýn yfír eftirlit með verklegum
framkvæmdum. Þetta leiðir til þess
að skipting verkefna milli manna
verður meiri og álagið dreifíst. Með
breytingunum er hægt að spara
tíma, fyrirhöfn og peninga." Þess
má geta hér að verkefnastjóri var
ráðinn Hörður Kristjánsson sem
hefur mikla reynslu á þessu sviði.
Einnig var starf fjármálastióra eflt
til muna og var Baldur Olafsson
ráðinn til þeirra starfa. Þetta verður
til þess áð öll fjármálastjórnun er
á hendi fjármálastjóra sem er breyt-
ing frá því sem áður var. Skúli
sagði að með þessu yrði upplýsinga-
flæði innan stofnunar virkara
þannig að starfsmenn viti betur
hvað er að gerast. Auk þessa verði
upplýsingaflæði út úr stofnuninni
betra og skráning upplýsinga verði
markvissari. Bætt stjómun skilaði
sér í betri vinnubrögðum þannig
að þjónusta við ráðuneyti og lands-
byggðina batnar. Markmiðið er því
betri stjómun og betri þjónusta til
að spara peninga.
Skipurit g-ildi í ár
Skúli var spurður um framhaldið:
„Eins og ég sagði áðan þá gildir
þetta skipurit í eitt ár til reynslu.
Við reynum að fylgjast með því
hvemig það virkar og gerum tillög-
ur til úrbóta. Skipuritið verður síðan
endurskoðað að ári liðnu og þá
sjáum við hvað setur. Stofnanir eins
og Framkvæmdadeildin verða að
vera í sífelldri endurskoðun til að
geta boðið upp á góða þjónustu sem
verður til að auka hagræðingu og
spamað í ríkisrekstri," sagði Skúli
Guðmundsson forstöðumaður að
lokum.